Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 17
föstudagur 13. febrúar 2009 17Fókus
Hvað er að
GERAST?
föstudagur
n Austfirðingar á Broadway
tónlistarveisla austfirðinga í reykjavík
verður á broadway í kvöld og er hún að
þessu sinni helguð gamla rokkinu frá
1950-1964. Það er stórhljómsveit Ágústar
Ármanns sem sér um undirleik á
sýningunni en hana skipa fimm stuðboltar
auk Ágústar. búist er við miklu stuði enda
kunna austfirðingar að skemmta sér.
n Reykjavík! í Norræna húsinu
Hljómsveitin reykjavík! mun halda
útgáfutónleika í Norræna húsinu í kvöld í
tilefni útgáfu á verkinu the blood. Verkið
verður flutt með aðstoð hæfileikafólks úr
flestum greinum lista ásamt annarri
dagskrá. tónleikarnir hefjast klukkan 23.30
og er frítt inn.
n Hálfvitar á Rósenberg.
Hinir húsvísku Ljótu hálfvitar ætla að taka
feita helgi á rósenberg um helgina og
spila bæði kvöldin. sveitin hefur verið
þekkt fyrir óhefðbundna tónlist með
óhefðbundnum hljóðfærum og það má
því ekki búast við öðru en óhefðbundnum
en afar skemmtilegum tónleikum.
aðgangur kostar 1.500 krónur.
n Silfur á Selfossi
Hljómsveitin silfur ætlar að skemmta
selfyssingum svo vel í kvöld á 800bar í
kvöld að þakið mun rifna af húsinu.
Hljómsveitin er skipuð miklum gleði-
mönnum sem koma saman úr mörgum
áttum. Húsið opnað klukkan 22 og kostar
1.500 krónur inn.
n Klaufarnir á Players
Það verður sveitastemning á Players í
kvöld þar sem kántrísveitin Klaufar
skemmtir fólki. Hljómsveitin, sem er frá
selfossi, er með það markmið að innvæða
kántrítónlsit í íslenska menningu svo þeir
sem vilja leggja til málanna ættu að mæta í
kvöld.
laugardagur
n Eurovisionpartí á NASA
Páll Óskar verður í brjáluðu stuði á Nasa
næsta laugardag og þeytir skífum
pásulaust alla nóttina. sérstakir gestir
þetta kvöld verður kvennarokksveitin
elektra sem mun mæta beint úr
sjónvarpinu. Húsið opnað klukkan 23 og
það kostar 2.000 krónur inn.
n Ímynd á Dillon
Hljómsveitin Ímynd mun spila á dillon
sportbar og verður líflegur tónlistarflutn-
ingur í fyrirrúmi. Hljómsveitin er ung og
spilar allt frá eigin efni og coverlög hvort
sem það er rokk, popp, kántrí, soul, blús,
fönk eða diskó. Þeir sem vilja fjölbreyttan
kokteil ættu ekki að missa af þessu partíi.
n Í svörtum fötum á Selfossi
Það verður svo sannarlega fjör í Hvíta
húsinu á selfossi á sjálfan Valentínusardag-
inn. strákarnir í Í svörtum fötum munu
spila fyrir gesti og má búast við góðu
kvöldi þar sem þeir eru ekki þekktir fyrir
neitt annað en frábæra stemningu.
aðgangseyrir er 1.500 krónur.
n Dísel á Domo
Hljómsveitin dísel ætlar að boða til
dansleiks í kvöld á domo og verður mikið
um dýrðir og góð tilboð. Hljómsveitin lofar
sveitaballastemningu og stanslausu stuði
fram eftir nóttu. Það er frítt inn og eru
rosaleg góð tilboð á barnum til miðnættis.
n DJ Áki Pain á Sólon
Hinn þaulreyndi og skemmtilegi dJ Áki
Pain þeytir skífum á Kaffi sólon á
laugardagskvöldið. Áki er orðinn vel
þekktur í bransanum og hefur spilað svo
víða að það er varla maður sem ekki hefur
dansað undir hans leiðsögn. spiliríið byrjar
klukkan 12 og er frítt inn.
THE WRESTlER
Mickey rourke
setur eilífðarmark
sitt á kvikmynda-
söguna í ótrúlegu
hlutverki.
m
æ
li
r
m
eð
...
THE CRyiNg
ligHT
Ævintýralega
góð plata.
KRúSKA við SuðuRlANDS-
BRAuT
Mikið úrval
af hollum
mat á góðu
verði.
viCKy CRiSTiNA BARCEloNA
besta mynd
Woodys allen
síðan Match
Point.
WARio lAND:
THE SHAKE
DimENSioN
skemmtilegur,
fallegur og
einfaldur leikur.
sama tíma og ný gögn eru sífellt
að berast okkur. Við erum búin að
bjarga miklum menningarverðmæt-
um frá glötun á þessum rúmu fimm
árum sem eru liðin frá því safnið
var stofnað. Það er auðvitað dapur-
legt að geta ekki leyft fólki að skoða
þessa muni allan ársins hring, ekki
síst hluti eins og leikbrúður Jóns E.
Guðmundssonar sem við sýnum
nokkrar í Ráðhúsi Reykjavíkur nú
á Vetrarhátíðinni. Maður tekur feg-
ins hendi hverju tækifæri til að leyfa
fólki að njóta þeirra.“
Einstæðar myndir
Á sýningunni í Aðalstræti 10 verða
sýndir sérstaklega merkilegir grip-
ir sem Leikminjasafnið hefur ný-
lega eignast. Það eru fjórar málaðar
myndir af leiktjöldum í Bóndanum
á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson.
Uppruni myndanna er óljós en ekki
fer á milli mála að þar eru á ferð
sviðsmyndir úr leiknum.
„Já, við vorum að eignast þetta nú
fyrir nokkrum dögum. Það kom upp
úr fórum fólks sem var svo elskulegt
að gefa okkur þetta,“ segir Jón Við-
ar. „Myndirnar eru ekkert merkt-
ar, nema með ártali og mjög óljósri
signeringu sem við höfum ekki get-
að ráðið í. En það fer ekki á milli
mála hvaðan þær eru ættaðar.“
Bóndinn á Hrauni var frumsýnd-
ur árið 1908 af Leikfélagi Reykja-
víkur í Iðnó og svo vill til að við þá
sýningu voru pöntuð leiktjöld frá
leiktjaldaverkstæði Carls Lunds í
Kaupmannahöfn. Jón Viðar telur
sennilegast að þessar myndir séu
málaðar af einhverjum starfsmanni
verkstæðisins og hafi hugsanlega
verið sendar hingað til lands til að
fá samþykki Leikfélags Reykjavíkur,
áður en tjöldin sjálf væru máluð.
„Þetta er sennilegasta skýringin,
finnst mér. En mér hefur reyndar
komið í hug að þær gætu einnig ver-
ið gerðar í tengslum við fyrirhugaða
sýningu á leikritinu í Dagmar-leik-
húsinu í Kaupmannahöfn. Við vit-
um að til stóð að sýna leikritið þar,
en það dróst úr hömlu, þangað til
loks var hætt við að sýna hann.“
gróskuskeið í uppáhaldi
Bóndinn á Hrauni var ekki sýndur í
Kaupmannahöfn fyrr en árið 1913,
þá í nokkuð styttri gerð, í Konung-
lega leikhúsinu. „Sviðsmyndirnar
tengjast hins vegar augljóslega eldri
gerðinni sem er í fjórum þáttum,“
segir Jón. Spurður hvort mögulegt sé
að þær hafi verið málaðar af íslensk-
um listamanni segir Jón kannski
ekki hægt að útiloka það.
„En blærinn yfir þeim er einhvern
veginn þannig að manni finnst þær
hljóti að vera málaðar af útlendingi
sem hefur aðallega þekkt íslenskt
landslag af myndum málara, eins
og Collingwoods eða Meyers. Þær
eru svona létt rómantíseraðar, mikl-
ir hamraveggir til dæmis í baksýn
sem ég hugsa nú að íslenskur mál-
ari hefði ekki sett þarna. En það var
alveg óskaplega gaman að eignast
þetta, og líka gaman að fá tækifæri
til að sýna þær strax opinberlega.
Í fyrsta lagi eru þetta einstæðir
gripir. Við eigum auðvitað til mik-
ið af sviðsskissum frá mörgum af
fremstu leikmyndateiknurum okk-
ar, en ekkert svona gamalt og enga
svona seríu. Í leiklistarsögunni er
oft talað um árin frá 1907 til 1920
sem íslenska tímabilið í sögu Leik-
félags Reykjavíkur af því að þá koma
fram höfundar eins og Jóhann og
Guðmundur Kamban, sem verða
auðvitað frægir í útlöndum, en líka
merkileg leikrit eftir skáld eins og
Indriði Einarsson og Einar H. Kvar-
an sem náðu miklum vinsældum
hér heima. Allt sem tengist þessu
tímabili hefur því sérstaklega mikið
gildi í okkar augum. Þetta er eitt af
þessum gróskuskeiðum sem stund-
um verða í listunum og maður held-
ur auðvitað upp á. Og ekki verra að
þessar einstæðu myndir skuli tengj-
ast höfuðskáldinu, Jóhanni Sigur-
jónssyni,“ segir Jón.
Húsin lifa í leiklistarsögunni
Reykjavík var lengi að heita mátti
leikhúslaus bær. Fyrsta húsið sem
byggt var sérstaklega til sjónleikja-
halds kom ekki til sögunnar fyrr en
árið 1893. Það var Fjalakötturinn
svonefndi, Aðalstræti 8, sem var rif-
inn illu heilli fyrir rúmum tuttugu
árum.
„Fjórum árum síðar var Iðnó reist
en það var aðalleikhús Reykvíkinga
næstu hálfa öldina. Því fór þó fjarri
að ekkert hefði verið leikið í bænum
fyrir þennan tíma,“ segir Jón. „Á fyrri
hluta 19. aldar áttu Reykvíkingar að
vísu ekkert hús þar sem mátti koma
almennum leiksýningum fyrir með
góðu móti. Það eignuðust þeir ekki
fyrr en árið 1850 þegar byggt var stórt
tvílyft timburhús við suðurenda Að-
alstrætis á lóðinni sem Herkastalinn
stendur nú á. Á neðri hæð þess var
rúmgóður samkomusalur þar sem
mátti koma fyrir leiksviði. Þar fór
fram árið 1854 fyrsta leiksýningin
sem almenningi var seldur aðgang-
ur að í sögu Reykjavíkur. Átta árum
síðar var leikritið Útilegumennirnir
[Skugga-Sveinn] eftir Matthías Jo-
chumsson frumsýnt þar en það átti
eftir að verða ástsælasta leikrit Ís-
lendinga fyrr og síðar,“ segir Jón. Og
þá var kominn til sögunnar sá mað-
ur sem hafði dýpri áhrif en flestir
aðrir á leiklistarviðleitni Íslendinga,
Sigurður málari Guðmundsson.
„Kvosin í Reykjavík er því sann-
kölluð vagga íslenskrar leiklistar. Þar
fóru fyrstu leiksýningarnar fram, þar
voru fyrstu íslensku leikritin sýnd,
þar risu fyrstu leikhúsin og þar stigu
fyrstu leikstjörnurnar fram í sviðs-
ljósið og heilluðu áhorfendur. Lang-
flest hinna gömlu leikhúsa eru nú
löngu horfin af yfirborði jarðar en
minning þeirra lifir í sögu leiklistar-
innar.“
kristjanh@dv.is
„Þeir þekktust allir og höfðu gagn-
kvæm áhrif hver á annan. Menn
hafa stundum sagt að Dieter Roth
hafi haft gríðarleg áhrif hér á Ís-
landi, en það var ekki síður að Ís-
land hafði gríðarleg áhrif á hann.
Og hann kynntist hér mönnum
sem voru á leiðinni út á nýjar leið-
ir í listum,“ segir Halldór Björn
Runólfsson, annar tveggja sýn-
ingarstjóra sýningarinnar Nokkr-
ir vinir sem opnuð verður í Lista-
safni Íslands í kvöld, föstudag.
Sýningin bregður ljósi á þann
kapítula í íslenskri listasögu þeg-
ar formræn list lét undan síga fyr-
ir óformrænum gildum og öðrum
viðhorfum sem tóku að banka upp
á með þunga upp úr miðri síð-
ustu öld. Horft er til komu sviss-
neska listamannsins Dieters Roth
til landsins og þeirrar gerjunar
sem varð meðal nokkurra ungra
listamanna um sama leyti sem
þekktust vel og umgengust mik-
ið. Á sýningunni eru verk fimm-
tán listamanna auk Dieters, þar á
meðal eftir Erró, Hrein Friðfinns-
son, Hörð Ágústsson, Jón Gunnar
Árnason, Magnús Pálsson, Rósku
og Rúrí.
Hinar nýju leiðir sem Hall-
dór nefnir voru að í staðinn fyr-
ir að búa til fullmótað listaverk
sem stæði eitt og sér „... var allt í
einu farið að leggja áherslu á hið
listræna aktívitet, hina listrænu
gjörð, út af fyrir sig, hvort sem úr
varð afurð eða ekki. Þar af leiðandi
eru nokkur verk á sýningunni sem
sýna þetta, til dæmis Bryggjuhús-
verkið sem Dieter Roth byrjaði á
árið 1991 og vann að allt til dauða-
dags,“ segir Halldór. Einnig gefst
gestum tækifæri á að skoða Blóm-
ið eftir Jón Gunnar Árnason frá
árinu 1967. „Það óx eins og blóm
eða tré því Jón Gunnar var alltaf
að bæta við það. Og það hreyfist.
Við minnstu snertingu leikur það
eins og á óróum og vaggar.“
Verkin á sýningunni spanna
tímabilið frá miðri síðustu öld
fram á daginn í dag og eru hátt í
hundrað að tölu. Sýningin verð-
ur opnuð almenningi á morgun,
laugardag, klukkan 11 og stendur
til 3. maí. Aðgangur er ókeypis.
Sýningin Nokkrir vinir opnuð í Listasafni Íslands á morgun:
Vinir á Vetrarhátíð
THE CuRiouS CASE of
BENJAmiN
BuTToN
Mjög áhugaverð
en þó ofmetin.
einstæðir gripir
í leiklistarsögunni
Einstakt
Jón Viðar með eina hinna fjögurra
mynda af leiktjöldum í bóndanum á
Hrauni eftir Jóhann sigurjónsson.
myND HEiðA HElgADóTTiR
Pólitískur dans?
Það var engu líkara en
þær væru að dansa í lausu
lofti, tvær af brúðum Jóns
e. guðmundssonar, í
salarkynnum ráðhússins
þegar ljósmyndari dV
smellti af þeim í vikunni.
myND HEiðA HElgADóTTiR
Halldór Björn Runólfsson annar
sýningarstjóri Nokkurra vina í
Listasafni Íslands. sextán listamenn
eiga verk á sýningunni.