Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Page 2
Laganeminn og fasteignasalinn fyrr-
verandi, Andrés Pétur Rúnarsson,
hefur verið ákærður fyrir meiriháttar
brot gegn almennum hegningarlög-
um, skattalögum og lögum um bók-
hald. Um er að ræða stórfelld skatt-
svik sem Andrés Pétur framdi sem
framkvæmdastjóri í þremur einka-
hlutafélögum á árunum 2001-2005.
Málið gegn Andrési Pétri verður
þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í
dag.
Annað mál gegn Andrési Pétri
verður sömuleiðis þingfest fyrir Hér-
aðsdómi Vesturlands í dag. Í því er
hann ákærður fyrir ölvunarakstur
og fyrir að reyna að múta lögreglu-
mönnum samkvæmt heimildum
DV.
Andrés Pétur Rúnarsson vildi
ekki tjá sig um málin tvö þegar DV
hafði samband við hann. „Hvaða
mál eru það?“ sagði Andrés Pét-
ur. Þegar blaðamaður sagði honum
hvaða mál um ræddi sagði Andrés
Pétur. „Ég vil ekki tjá mig um þetta.
Ég sé enga frétt í þessu.“
Lánaði sjálfum sér milljónir
Önnur ákæran gegn Andrési Pétri er
í þremur liðum og ná ákæruliðirnir
yfir starfsemi þriggja einkahlutafé-
laga sem hann var skráður fyrir á ár-
unum 2001 til 2005.
þriðjudagur 3. mars 20092 Fréttir
Tvö mál gegn fasteignasalanum fyrrverandi, Andrési Pétri Rúnarssyni, verða þingfest fyrir héraðsdómi
í dag. Andrés Pétur er meðal annars ákærður fyrir meiri háttar hegningarlaga- og skattalagabrot, ölvun-
arakstur og fyrir að reyna að múta lögreglumönnum. Andrés er þekktur sem einn helsti stuðningsmaður
og kosningasmali Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er stofnandi stuðningssíðu þingmannsins á Facebook.
Andrés Pétur hefur áður hlotið dóm fyrir ölvunarakstur og fleira.
LÖGREGLUmÖnnUm boðnaR mútUR
InGI F. VILhjáLmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Ég vil ekki tjá mig um
þetta. Ég sé enga frétt í
þessu.“