Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Qupperneq 4
þriðjudagur 3. mars 20094 Fréttir
Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir vegna gruns um ólöglegt vændi og mansal:
Catalinu rannsökuð áfram
Rannsóknardeild lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu hefur í liðinni viku
yfirheyrt fjölmarga aðila í tengslum
við rannsóknina á meintri ólöglegri
vændisstarfsemi og mansali Catal-
inu Mikue Ncogo. Meðal þeirra sem
voru yfirheyrðir voru fjórar vændis-
konur sem grunur leikur á að Catal-
ina hafi gert út í íbúð á Hverfisgötu
105. Rannsókn málsins heldur áfram
og mun tíminn leiða í ljós hvort Cat-
alina verður sótt til saka eða ekki,
samkvæmt upplýsingum frá rann-
sóknardeild lögreglunnar.
Catalinu var sleppt úr gæsluvarð-
haldi síðastliðinn föstudag en hún
hafði verið handtekin í Leifsstöð
viku fyrr. Samkvæmt upplýsingum
frá rannsóknardeildinni var Catalinu
sleppt úr haldi vegna þess að ekki
var lengur talið að hún gæti skaðað
rannsóknina á málinu. En Catalina
var meðal annars hneppt í varðhald
vegna þess að talið var að hún gæti
skaðað rannsókn málsins. Catalinu
mun ekki hafa verið sleppt á þeim
forsendum að ekki væru nægar sann-
anir gegn henni fyrir hendi.
Lögreglan rannsakaði einn-
ig hvort Catalina tengdist ætluðum
innflutningi á fíkniefnum til lands-
ins frá Hollandi, en kærasti hennar,
Helgi Valur Másson, var handtekinn
með 10 kíló af kókaíni í fórum sínum
í þarsíðustu viku. Í gæsluvarðhalds-
úrskurðinum yfir Catalinu kom fram
að hún lægi undir grun um að hafa
ætlað að smygla fíkniefnunum til
landsins frá Hollandi með Helga Val.
Samkvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni liggur Catalina ekki undir grun
fyrir hinn ætlaða innflutning á fíkni-
efnum auk þess sem talið er að hún
tengist ekki innflutningi fíkniefnanna
til Hollands. Hins vegar kemur fram í
upplýsingum frá lögreglunni að erfitt
sé að sanna slíka aðild.
Catalina mun ekki vera í farbanni
samkvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni og er því frjáls ferða sinna til og
frá landinu.
ingi@dv.is
Fjölmargir yfirheyrðir
samkvæmt upplýsingum
frá rannsóknardeild
lögreglunnar voru
fjölmargir aðilar yfirheyrðir
í tengslum við rannsóknina
á meintri ólöglegri vænd-
isstarfsemi og mansali
Catalinu mikue Ncogo.
Lögreglan
er ráðþrota
„Við erum algjörlega ráðþrota.
Við leituðum um helgina með
aðstoð björgunarsveita sem
stóðu sig eins
og hetjur. En
það hefur
ekkert komið
fram,“ segir
Ágúst Svans-
son, aðal-
varðstjóri
lögreglu
höfuðborg-
arsvæðisins. Lögreglan hefur
leitað að Aldísi Westergren síðan
um miðja síðustu viku en leitin
hefur ekki borið árangur. „Ég
vil ítreka það að fólk í kringum
byggingarsvæði og mannlaus-
ar blokkir líti vel í kringum sig.“
Aldís er 37 ára gömul. Hún er á
milli 165 og 170 sentímetrar á
hæð með skollitað axlasítt hár.
Þeir sem geta veitt upplýsing-
ar um Aldísi eru beðnir um að
hringja í 444-1100.
Afskrift Mogga
er fordæmi
Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls-
lynda flokknum, segir að Ís-
landsbanki hafi afskrifað tvo
milljarða króna þegar Morgun-
blaðið var selt nýjum eigendum
Árvakurs. Hann spurði Stein-
grím J. Sigfússon fjármálaráð-
herra um það á Alþingi í gær
hvort ríkisstjórnin væri að gefa
fordæmi og að líkt yrði farið með
aðra fjölmiðla í fjárhagskrögg-
um. Hann sagði að flestum væri
kunnugt um að rekstur Frétta-
blaðsins væri erfiður og það ætti
einnig við um RÚV. Fjármálaráð-
herra svaraði að sala Morgun-
blaðsins væri algerlega í hönd-
um viðkomandi banka og ekki
væri um að ræða stefnumótun
stjórnvalda, málin væru leyst á
viðskiptalegum grundvelli. Nið-
urstaðan væri að stór vinnustað-
ur – Morgunblaðið – héldi velli.
Stjórnin að
falla á tíma
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra segir ljóst að
þingið og ríkisstjórnin þurfi
lengri tíma en til 12. mars til
þess að afgreiða brýn mál sem
varða endurreisn banka, fyr-
irtækja og heimila. Í svari sínu
á Alþingi í gær við fyrirspurn
Geirs H. Haarde sagði hún að
hægt væri að draga það til 27.
mars að rjúfa þing fyrir kosn-
ingar, en með réttu lagi ætti að
rjúfa þing 45 dögum fyrir kjör-
dag. Fram kom einnig í máli
Jóhönnu að ekkert stæði í vegi
fyrir því að þingið starfaði
áfram þótt það yrði rofið og
boðað til kosninga 12. mars.
Tveir milljarðar
í bætur
Vinnumálastofnun greiddi
tæpa 2 milljarða króna í at-
vinnuleysisbætur til um 14
þúsund einstaklinga í gær.
Fram kom á vef stofnunar-
innar að það sé ekki öruggt
að allir launaseðlar nái að
skila sér í hús í dag þannig
að nauðsynlegt sé að fylgjast
með hvort greiðslan hefur
borist. 16.411 einstakling-
ar eru skráðir atvinnulausir
hjá Vinnumálastofnun. Fyrir
mánuði greiddi stofnunin at-
vinnuleysistryggingar til um
9.500 einstaklinga og hefur
bótaþegum því fjölgað um
4.500 á einum mánuði.
KynþáttAfordóMAr
tALdir verA orsöKin
Fjórtán ára nemandi í Grunnskóla
Sandgerðis slasaðist alvarlega þeg-
ar tveir skólafélagar hann réðust
á hann á skólalóðinni fyrir helgi.
Drengurinn sem ráðist var á fékk
heilahristing, missti tímabundið
heyrn á öðru eyra og tennur losn-
uðu. Drengurinn hefur æft körfu-
bolta og var nýlega valinn nem-
andi vikunnar í skólanum. Árásin
hefur verið kærð til lögreglu og fer
inn á borð barnaverndaryfirvalda.
Drengjunum tveimur sem réðust á
hann hefur verið vikið tímabund-
ið úr skóla en skólanefnd mun
ákveða framhaldið.
Hnefaleikakappi
barði drenginn
Annar árásarmannanna hefur æft
með Hnefaleikafélagi Reykjaness
og var útnefndur íþróttamaður árs-
ins í Sandgerði árið 2007. Hnefa-
leikafélag Reykjaness sendi frá sér
yfirlýsingu í gær vegna árásarinn-
ar og vonar að drengurinn verði
áfram virkur og góður meðlimur í
félaginu.
„Hnefaleikafélag Reykjaness
harmar það atvik sem átti sér stað
þegar einn meðlimur félagsins
varð uppvís að því að lenda í áflog-
um. Umræddur meðlimur hefur
verið fram til þessa virkur meðlim-
ur og góður félagi í HFR, því hörm-
um við þetta mjög, en vonum ein-
dregið að svo verði áfram. Okkar
afstaða er skýr til brota af þessu
tagi. Við samþykjum ekki svona
hegðun og lítur hnefaleikafélagið
brot af þessu tagi mjög alvarlegum
augum,“ segir í yfirlýsingunni.
Nemendum brugðið
Fanney Halldórsdóttir, skólastjóri
grunnskóla Sandgerðis, segir skól-
ann líta mál af þessu tagi mjög al-
varlegum augum.
„Við tökum mjög hart á svona
málum og erum að vinna þetta
mál af miklum þunga með félags-
málayfirvöldum, fræðsluyfirvöld-
um, yfirsálfræðingi Reykjanesbæj-
ar og foreldrum,“ segir Fanney en
hún vill ekki gefa upp hvort um
eineltismál sé að ræða.
„Ég held að þetta sé ekki rétti
tíminn til að tjá sig um það.“
Fanney segir að nemendum
skólans hafi vissulega verið brugð-
ið þegar árásin átti sér stað.
„Þetta gerðist í matarhléi nem-
enda og auðvitað eru allir skelkað-
ir þegar svona alvarleg mál koma
upp.“
Kynþáttahatur
á Suðurnesjum
Samkvæmt fréttavef mbl.is var
drengurinn kallaður „polli“ og var
hann sagður af pólsku bergi brot-
inn sem er ekki rétt en stjúpfað-
ir drengsins er Pólverji. Heimildir
DV herma að kynþáttafordómar
hafi komið slagsmálunum af stað
en kynfaðir drengsins vildi sem
minnst um það segja.
„Ég vil ekkert tjá mig um það á
þessu stigi málsins,“ segir hann í
samtali við DV.
Snemma á síðasta ári fjallaði
DV um samtökin Ísland fyrir Ís-
lendinga, ÍFÍ, sem stofnuð voru
í Reykjanesbæ. Voru samtökin
tengd við árás á Pólverja í bænum
og ýttu þau undir umræðu um vax-
andi kynþáttafordóma á landinu.
Jóhann R. Benediktsson, þáver-
andi lögreglustjóri á Suðurnesjum,
sagði þá í samtali við DV að um-
ræðan bitnaði á grunnskólabörn-
um útlendinga.
„Ég þekki umræðuna um að
þetta sé farið að bitna á börnum
útlendinga í skólunum og við höf-
um vitneskju um slík tilvik. Þannig
hafa börnin orðið fyrir áreiti fyrir
það eitt að vera ekki fædd á Íslandi.
Þetta hafa verið afskaplega ósann-
gjörn og döpur mál.“
Sagan endurtekur sig
Þetta er önnur árásin sem á sér
stað í grunnskóla á Suðurnesjum
með stuttu millibili. Í nóvember á
síðasta ári voru þrír fimmtán ára
piltar handteknir eftir að þeir réð-
ust hrottalega á samnemanda sinn
fyrir utan Njarðvíkurskóla. Piltarn-
ir létu höggin dynja á fórnarlamb-
inu og spörkuðu ítrekað í höfuð
hans meðan hann lá varnarlaus á
jörðinni.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lög-
fræðingur hjá lögreglunni á Suð-
urnesjum, sagði í samtali við DV
í nóvember að árásin hefði verið
sérstaklega hættuleg.
„Hann var svo illa farinn að
læknar gátu ekki greint hvort hann
væri brotinn. Málið verður sent frá
okkur til ríkissaksóknara í kjölfar-
ið. Þeir eru grunaðir um sérstak-
lega hættulega líkamsárás.“
lilja KatríN guNNarSdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Fjórtán ára nemandi í Grunnskóla Sandgerðis varð fyrir hrottalegri árás tveggja skóla-
félaga sinna fyrir helgi. Drengurinn fékk heilahristing, missti heyrn á öðru eyra og
tennur losnuðu. Annar árásarmannanna er virtur hnefaleikakappi á Suðurnesjum.
alvarlega slasaður drengurinn sem
ráðist var á hlaut alvarlega áverka en annar
árásarmannanna er virtur hnefaleikakappi
á suðurnesjum. myndin er uppstillt.