Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Blaðsíða 8
þriðjudagur 3. mars 20098 Fréttir Á sama tíma og Lífeyrissjóður verslun- armanna þarf hugsanlega að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sinna keyr- ir forstjóri sjóðsins, Þorgeir Eyjólfsson, um á þrettán milljóna króna banda- rískum lúxusjeppa af gerðinni Cadillac Escalade – allt í boði sjóðsins. Bíllinn var keyptur í janúar á síð- asta ári en samkvæmt upplýsingum frá bílasala sem er kunnur banda- rískum lúxusbílum er núverandi mat hans í kringum níu til tíu milljónir. Vél- in í lúxusjeppanum er átta strokka og framleiðir fjögur hundruð hestöfl án fyrirhafnar. Fyrirtækið Toms ehf. flutti jeppann til landsins en samkvæmt upplýsingum á vefsíðu fyrirtækisins sérhæfir það sig í innflutningi á banda- rískum bílum. 100 ár að borga bílinn „Þetta er hluti af mínum starfskjörum,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. Aðspurð- ur hvort eldsneyti sé innifalið í þeim starfskjörum segir Þorgeir svo vera. „Það er rekstrarkostnaður bifreiðar- innar. Síðan eru mér reiknuð bifreiða- hlunnindi vegna bílsins sem ég greiði síðan af tekjuskatt.“ Eftir því sem DV kemst næst eyð- ir lúxusjeppinn um það bil 25 lítrum á hundraðið í akstri innanbæjar en get- ur þó farið upp í 30 lítra á hundraðið ef allur kraftur hans er notaður. „Bíllinn kostaði 7,9 milljónir fyr- ir rúmu ári, þetta er hluti af mínum hlunnindum síðustu tuttugu og fimm árin sem ég hef verið forstjóri lífeyr- issjóðsins,“ segir Þorgeir spurður út í lúxusjeppann. Eins og áður segir tjáðu matsmenn DV að lúxusjeppinn væri metinn á níu til tíu milljónir. Miðað við það verð sem Þorgeir nefnir tekur það íslenska láglaunamanneskju hundrað og fimm ár að borga lúxusjeppa Þor- geirs með iðgjöldum sínum sé miðað við fjögur prósent gjöld. Kílómetri í vinnuna Gunnar Páll Pálsson, formaður VR og jafnframt formaður stjórnar Lífeyr- issjóðs verslunarmanna, mundi ekki eftir því hvernig bifreiðahlunnindum Þorgeirs væri hagað. „Ég verð að viðurkenna að það hefur ekki verið samið um þessi bif- reiðahlunnindi frá því ég varð stjórn- arformaður þannig að það hefur svo sem ekki komið inn á mitt borð,“ segir Gunnar Páll. Blaðamað- ur DV tjáði Gunnari Páli að Lífeyris- sjóður verslun- armanna hefði keypt lúxus- jeppann í fyrra, það er þeg- ar hann var stjórnarfor- maður. „Ég vissi að hann endurnýjaði bílinn en það átti bara að vera eitt- hvað sambærilegt því sem hann hafði ver- ið á,“ segir Gunnar Páll sem vissi ekki nánari deili á bílnum. Þess má geta að Þorgeir býr rúman kílómetra frá vinnustað sínum sem er í Húsi verslunarinnar við Kringluna. Lækkaði laun Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði gríðarlega háum upphæðum á síðasta ári vegna fjárfestinga félagsins sem margar hverjar urðu að engu í banka- hruninu. Sjóðurinn tapaði 32 milljörð- um króna á síðasta ári og eignir hans rýrnuðu um 20 milljarða á sama tíma- bili. Samkvæmt ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2007 átti sjóðurinn um- talsverða fjármuni í íslensk- um fyrirtækjum sem sum hver eru komin í þrot eða eru í greiðslu- stöðvun. Meðal þeirra fyr- irtækja sem sjóð- urinn átti í er FL Group, Glitnir banki hf., Kaupþing banki hf., Landsbanki Íslands hf. Bakkavör Group hf. og Straumur- Burðarás Fjárfestingabanki hf. Aðspurður hvort hugmyndir séu uppi um að skera niður í bifreiða- hlunnindum eða öðru segir Þorgeir að svo hafi verið gert: „Við erum búin að lækka hér laun á skrifstofunni og stjórnin er búin að lækka launin sín. Þá hafa launin mín lækkað um fjórðung. Við erum að gera það sem við getum til að halda rekstri skrifstofunnar í lágmarki.“ Þorgeir segir að laun sín hafi lækkað frá og með áramót- um en samkvæmt upplýsingum frá honum sjálfum er hann nú með 1.875 þúsund á mánuði. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur þegið þrjátíu milljónir á ári í laun fyrir störf sín en auk þess keyrir hann um á tíu milljóna króna Cadillac Escalade í boði sjóðsins. Á sama tíma og forstjórinn keyrir um á bandarískum lúxusbíl af dýrustu gerð tapar sjóðurinn þrjátíu og tveimur milljörð- um vegna fjárfestinga sinna. SJÓÐURinn SKAFFAR STJÓRAnUM CADiLLAC HEIMILI ÞORGEIRS HÚS VERSLUNARINNAR 1 km AtLi Már GyLfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is forstjórinn þorgeir Eyjólfsson segir bifreiða- hlunnindi sín tuttugu og fimm ára gömul en hann keyrir um á tíu milljóna króna Cadillac. stjórnarformaðurinn gunnar Páll Pálsson mundi ekki eftir því hvernig bifreiðahlunn- indum þorgeirs var háttað. Það tekur láglaunamanneskju rúm 105 ár að borga Cadillac Escalade með iðgjaldi sínu: Lágmarkslaun: 156.000 kr.- iðgjald 4%: 6.240 kr.- Cadillac 7,9 m.kr.- / 6.240 kr.- = 1266 mánuði = 105,5 ár „Þetta er hluti af mín- um hlunnindum síðustu tuttugu og fimm árin sem ég hef verið for- stjóri lífeyrissjóðsins.“ Lífeyrissjóður verslunarmanna Tapaði 32 milljörðum í fyrra en kostar lúxusjeppa fyrir forstjórann sem hefur notið bifreiðahlunninda í 25 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.