Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Page 11
þriðjudagur 3. mars 2009 11Neytendur n Nýja-SjálaNd Gjaldmiðill: Nýsjálenskur dalur Hækkun: 7% n áStralía Gjaldmiðill: Ástralskur dalur Hækkun: 18% n tyrklaNd Gjaldmiðill: Tyrknesk líra Hækkun: 20% n BraSilía Gjaldmiðill: Brasilískt ríal Hækkun: 21% n Svíþjóð Gjaldmiðill: sænsk króna Hækkun: 22% n BretlaNd Gjaldmiðill: sterlingspund Hækkun: 24% Hækkun erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenskri krónu Tímabilið 20. febrúar 2008 – 20. febrúar 2009 n Suður-aFríka Gjaldmiðill: s-afrískt rand Hækkun: 31% n evruSvæðið Gjaldmiðill: Evra Hækkun: 45% n SviSS Gjaldmiðill: svissneskur franki Hækkun: 56% n BaNdaríkiN Gjaldmiðill: Bandaríkjadalur Hækkun: 70% n kíNa Gjaldmiðill: Kínverskt júan Hækkun: 76% skýringar n 7 – 18% hækkun n 20 – 31% hækkun n 45 – 94% hækkun n Suður-kórea Gjaldmiðill: Vonn Hækkun: 7% n japaN Gjaldmiðill: jen Hækkun: 94% n rúSSlaNd Gjaldmiðill: rúbla Hækkun: 14% n póllaNd Gjaldmiðill: slot Hækkun: 11% GraFík jóN iNGi n NoreGur Gjaldmiðill: Norsk króna Hækkun: 31% Hagstæðast að fara til Póllands Gamli kastalinn í kraká í póllandi Pólska slotið er aðeins um 11 prósent dýrara nú en í fyrra. myNd pHotoS.com Nú er tími aðalfunda í húsfélögum þar sem vélað er um mikla hags- muni. Þar eru teknar ákvarðanir um þýðingarmikil mál og framkvæmdir sem hafa í för með sér miklar skuld- bindingar og fjárútlát. Það er for- senda fyrir lögmæti ákvörðunar um framkvæmdir og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á löglegum fundi. fundi. Menn sjá fram á góða tíma í viðhaldi fasteigna. Í þenslunni var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Nú er öldin önn- ur. Nú geta húseigendur valið úr verktökum og náð góðum samn- ingum. Á prógrammi ríkisstjórn- arinnar eru ráðstafanir sem hvetja til viðhalds og viðgerða og munu örva viðhaldsiðnaðinn. Þær vít- amínsprautur sem boðaðar hafa verið eru: Í fyrsta lagi 100 prósent endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnu á byggingarstað. Og í öðru lagi aukin lán frá Íbúðalánasjóði til viðhaldsframkvæmda. aðalfundir – leitið ráðgjafar Allar ákvarðanir sem máli skipta verður að taka á fundum sem standa verður rétt að. Sú skylda hvílir á stjórninni að undirbúa fund af kostgæfni, þannig að hann verði löglegur, markviss, málefna- legur og árangursríkur. Stjórn hús- félags ber sönnunarbyrðina fyrir því að fundur hafi verðið löglega boðaður og haldinn. Það eru mörg dæmi um húsfélög og stjórnar- menn þeirra, sem hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna þess að kastað var til höndum við undirbúning og framkvæmd húsfunda. Oft er vissara að fá ráðgjöf og aðstoð við að undirbúa og halda húsfundi. Í mörgum tilvikum er það nauðsynlegt til að rjúfa sjálf- heldu sem húsfélagið eða einstök mál eru komin í vegna deilna í húsfélaginu. Eins er það skyn- samleg öryggisráðstöfun bæði inn á við og út á við til að tryggja lögmæti fundar og að ákvarðanir séu löglega teknar. Yfirleitt er best að halda húsfundi annars stað- ar en í viðkomandi húsi. Fundir á hlutlausu svæði við góðar fund- araðstæður takast miklu betur en hinir. markviss fundarstörf Í umræðum er brýnt að menn séu gagnorðir og málefnalegir. Það er frumforsenda árangursríkra fund- arstarfa að friður ríki á fundi og menn fái gott hljóð. Gjamm og kliður og vapp og ráp getur hæg- lega eyðilagt fundi. Rita skal fund- argerð um meginatriði mála og all- ar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið. Hún verður að vera áreiðanleg og ná- kvæm án þess að aðalatriði séu kaffærð í smáatriðum. Húsfundaþjónusta Húseigendafélagsins Húseigendafélagið býður upp á vandaða og þrautreynda húsfunda- þjónustu. Sérfróðir lögfræðing- ar aðstoða við undirbúning funda, fundaboð, tillögur o.fl. Fundarstjóri er lögmaður, sem hefur sérþekk- ingu í fundastjórn og fjöleignar- húsamálum. Ritun fundargerðar er í höndum laganema. Fundur sem er vel undirbúinn og stýrt af kunn- áttu og fagmennsku verður mark- vissari, málefnalegri og árangurs- ríkari en ella. Með því að nýta sér húsfundaþjónustuna geta húsfé- lög, eigendur og viðsemjendur hús- félaga, treyst því að fundur sé lög- mætur og ákvarðanir séu teknar með réttum hætti. Það skal áréttað að húsfundaþjónustan stendur að- eins þeim húsfélögum til boða sem eru í Húseigendafélaginu eða ætla að ganga í það. vald stjórnar Stjórn húsfélags framkvæmir fyrst og fremst ákvarðanir húsfunda en henni er líka innan þröngra marka heimilt að taka ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún getur á eigin spýtur látið framkvæma minni hátt- ar viðhald og viðgerðir og gert brýn- ar ráðstafanir sem ekki þola bið eft- ir fundi. Um allt sem lengra gengur er henni almennt skylt að leita fyrst samþykki húsfundar. Verður seint of brýnt fyrir framkvæmdaglöðum stjórnarmönnum að húsfundir séu ekki fúlar hraðahindranir heldur æðsta valdið í sameiginlegum efn- um. Verk og aðstæður eru mismun- andi. Í fjöleignarhúsum þarf að liggja fyrir lögleg ákvörðun. Í fram- haldi af því er fenginn hæfur sér- fræðingur til að meta ástand húss- ins og viðgerðarþörf. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka eða verktök- um. Við stærri verk er ráðgjafinn yf- irleitt fenginn til að útbúa útboðs- gögn og sjá um útboð. Forðast ber eins og heitan eldinn að eiga við- skipti við aðila sem ekki hafa full- nægjandi menntun, þekkingu, reynslu og fagréttindi. Mikilvægt er að gæta þess að viðurkenndir meistarar standi fyrir verkinu. lofa öllu fögru Alls ekki er víst að lægsta tilboðið sé það hagstæðasta. Meta verður tilboðin heilstætt og skoða verður alla þætti sem þýðingu geta haft en einblína ekki bara á tilboðsfjár- hæðina. Það er hægurinn hjá að bjóða lágt og lofa miklu þegar ekki er ætlunin að standa við neitt. Þeg- ar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal tekið er gengið til samninga. Verður seint nógsamlega prédikað mikilvægi þess að gera skriflegan samning, hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. Eftirlit þarf að vera vel skilgreint og fastmótað og í höndum hæfs og sjálfstæðs aðila. Lokauppgjör fer fram eftir að verki er lokið. Mikilvægt er að taka verk- ið út formlega áður en lokagreiðsla fer fram. Svartir sauðir, svört vinna Í viðgerðabransanum eru svartir sauðir sem hafa takmarkaða fag- þekkingu en bjóða oft töfralausnir. Sneiða ber hjá slíkum kónum. Yfir- leitt stenst fátt, enginn verksamn- ingur er gerður og jafnvel samið um svarta vinnu, sem er ólöglegt og stórvarasamt. Töluvert er um reikningslaus viðskipti og telja sumir sig græða á því. Yfirleitt of- metur verkkaupi hag sinn af slíku og áttar sig ekki á bágri réttarstöðu sinni. Hann situr gjarnan eftir með sárt ennið og ónýtt verk og er rétt- og úrræðalaus ef út af bregður. Mikilvægt er að virðisaukaskatt- ur fæst því aðeins endurgreiddur af vinnu við hús að fullnægjandi reikningur sé til staðar. Fyrirspurnir hafa borist frá húsfélögum um það hvernig beri að standa að húsfundum og ákvörðunum um framkvæmdir og hvers sé að gæta í þeim efnum. Húsfundir og framkvæmdir sigurður Helgi guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, svarar fyrirspurnum lesenda. sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is Svört vinna er ólögleg og varasöm Í viðgerða- bransanum eru svartir sauðir sem hafa takmarkaða fagþekkingu en bjóða oft töfralausnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.