Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Page 14
1262, 1662, 2009. Svarthöfði hefur loksins opnað augun fyrir samsærinu gegn Íslandi. Þetta virtist allt vera eðlilegt. Geir Haarde varð forsætis-ráðherra. Allt leit vel út, þar til allt hrundi skyndilega öllum að óvörum. Samt ekki alveg öllum. Geir Haarde náði að fela raunverulega stöðu efna-hagslífsins fyrir þjóðinni þar til það var of seint. Hann hélt því statt og stöðugt fram að allt væri í lagi og allt yrði í lagi. Fyrst eft- ir hrunið virtist þetta hafa verið tær ragmennska, firring og lygaárátta hjá honum. En nú veit Svarthöfði svarið. Byrjum á byrjuninni. Eftir uppgangstíma sjálfstæða þjóðveldisins náðu Norð-menn aftur yfirráðum yfir Íslendingum árið 1262. Þeir misstu okkur til Dana, sem komu á einveldi árið 1662. Við náðum ekki frelsinu nema með því versta af öllu illu: upp- gangi Hitlers. Fór engan að gruna neitt þegar eignir Glitnis í Nor-egi voru seldar á undir- verði til Norðmanna, sem endurseldu þær svo á margföldu verði? Fór engan að gruna neitt þegar Geir „Haarde�� gerði ekkert til að koma í veg fyrir hrunið? Þegar hann kappkostaði að hylma yfir vandann, þar til það var of seint? Það var eins og hann vildi passa að hrunið yrði örugglega nógu mikið. Jafnvel mesta mögulega vanhæfni getur ekki útskýrt þetta. Svarthöfði kveikti ekki ljósið fyrr en á föstudaginn, þegar norska bergmálaði milli veggja í Seðlabankanum. Plottið var fullkomnað. Geir Haarde er sonur norsks símafræðings. Hann er í reynd jafnmikill Norðmað-ur og Íslendingur. Engan skal undra að afleiðingar stórundar- legrar hagstjórnar hans séu yfirtaka Norðmanna á Seðlabankanum. En Geir gat ekki klárað þetta einn. Stjórnarandstaðan myndi auðveldlega koma upp um jafnósvífið plott og að fela hrunið efnahagslíf. Hann þurfti að semja við stjórnarandstöðuna um að láta bara eins og venjulega, þannig að ekkert kæmist upp, ekki fyrr en það væri of seint. Þetta reyndust vera þeir sömu og mæltu fyrir því að íslensku krónunni yrði hent og norsk króna gerð að ríkisgjaldmiðli á Íslandi. En stjórnarandstaðan þurfti einhver laun fyrir viðvikið. Þess vegna samþykkti Geir að hegða sér eins og firrtur kjáni frammi fyrir þjóð- inni og koma þannig af stað hand- stýrðri öldu óánægju gegn sér, með þeim afleiðingum að vinstri-grænir kæmust í stjórn með stuðningi Fram- sóknarflokksins. Grunaði engan neitt þegar þingmenn fóru í gríðarlega langt jólafrí rétt eftir efna-hagshrunið? Eins og þeim lægi ekkert á! Grunaði engan neitt þegar þingmenn stjórnarandstöðu vinstri-grænna tuðuðu bara í stað þess að ljóstra upp um blekkinguna, þannig að fólk heyrði hreinlega ekki hvað þeir væru að segja? Setti enginn saman tvo og tvo, á eftir einum og með sex í miðjunni, þegar Steingrím- ur Joð Sigfússon ákallaði norsku krón- una, af öllum gjaldmiðlum? Á föstudaginn var það sem sagt fullkomnað. Þá stóð norski forsætisráðherrann, með norskan útsendara sér við hlið, og mælti til íslensku þjóðar- innar á norskri tungu. Og nú er það of seint. If you can’t fight them, join them, sagði maðurinn. Ja, vi elskar detta landet! Þriðjudagur 3. mars 200914 Umræða norska Plottið! svarthöfði spurningin „Jú, ég er örugglega tuttugu árum of gamall en maður lætur plata sig þegar góðgerðarmál eru annars vegar.“ Þorgrímur Þráinsson keppti í fótbolta um helgina með gömlum „all stars“- leikmönnum gegn leikmönnum úr a- og B-liði íslenska karlalandsliðsins í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn var liður í átakinu Karlmenn og krabbamein en þeir gömlu létu í minni pokann fyrir þeim ungu. Ertu of gamall fyrir þEtta? sandkorn n Kolbrúnu Bergþórsdótt- ur, blaðakonu á Morgunblað- inu, ærði óstöðuga í Frjálslynda flokknum með greinarkorni í Moggann um helgina. Þar fagnaði hún því að Frjálslyndi flokkurinn væri að lið- ast í sundur enda ætti sá flokkur ekki að vera til. Frjálslyndir eru froðu- fellandi af bræði yfir pistlinum og í gær fór Landsamband kvenna í Frjálslynda flokknum fram á afsökunarbeiðni frá Kolbrúnu. Þá brást Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður flokksins, hinn versti við og moggabloggaði um pistilinn og kallaði Kolbrúnu „fordómafulla ruglutófu��. n Sigmundur Ernir Rúnarsson, frambjóðandi í prófkjöri Sam- fylkingar í norðausturkjördæmi, fær óblíðar móttökur eins helsta kosningasmala Samfylkingarinn- ar. Fjallkóngurinn, Guðmund- ur Sigurðsson, gefur Sigmundi falleinkunn á DV-bloggi sínu: „Ekki er langt síðan Sigmundur sagði frá því í fjölmiðlum að hann hafi verið þjónn auðmanna í fjölmiðlum . Sjálfur hrós- ar hann sér sem öflugum blaðamanni sem meðal annars hafi komið upp um spillingarmál í kringum Árna Johnsen þingmann. Þetta heitir að pissa annarra manna hlandi. Sigmundur Ernir kom ekki á nokkurn hátt nálægt því máli nema helst til að reyna að fela það.�� n Meðal þeirra sem gætu átt góða möguleika innan Samfylkingar er Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur sem vill 5.- 7. sætið í Reykjavík. Sigurbjörg þykir einkar skelegg og vakti athygli á frægum borgarafundi í Háskólabíói þar sem hún upplýsti meðal annars að ráðherra hefði varað hana við óþarfa hreinskilni. Seinna kom á daginn að hún átti við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, vinkonu sína. Væntanlega kemur í ljós hvernig þeim gengur að vinna saman eftir uppnámið í vetur. n Pressan.is þykir færa ferskan blæ inn í flóru vefmiðla. Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri er vel tengdur og skúbbin gjarnan stutt undan. Þá nýtur hann liðsinnis Steingríms Sævars Ól- afssonar, fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar 2, sem nemur guðfræði milli þess sem hann hleður inn fréttum með félaga sínum. Pressan er í grjótharðri samkeppni við Eyjuna og þá ekki síður amx.is sem stjórnað er af frambjóðandanum Óla Birni Kárasyni. LyngHáLs 5, 110 reyKjaVíK Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dV.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Fátt virðist vaka fyrir ráðherranum annað en að eyðileggja.“ n Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um Ögmund Jónasson, núverandi heilbrigðisráðherra. Guðlaugur segir Ögmund engin svör hafa við vandanum en vera bara að eyðileggja orðspor fagfólks sem hafi unnið að því að leysa hann. – Morgunblaðið „Með skárri fréttum sem landsmenn hafa fengið í nokkurn tíma eru þær að Frjálslyndi flokkurinn sé að liðast í sundur.“ n Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona um Frjálslynda flokkinn. – Morgunblaðið „Blaðamaðurinn virðist falla í þann fúla pytt að valda stétt sinni vanvirðu.“ n Segir í yfirlýsingu frá Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum sem furðar sig á vanvirðingu Kolbrúnar Bergþórsdóttur í greinarskrifum í sunnudagsmogganum. – DV.is „Þetta er eigin- lega það asna- legasta sem ég hef gert um ævina.“ n Sagði Karen Lind Tómasdóttir, fegurðardrottning Suðurnesja, um þátttöku sína í fegurðarsamkeppnum nýlega. Hún situr enn lengur uppi með titil sem hún kærir sig ekki um því Fegurðarsamkeppni Suðurnesja hefur verið frestað annað árið í röð. – DV.is Sýndarveruleikinn Ísland Leiðari Orðræða Davíðs Oddssonar er ein-kennandi fyrir þá stjórnmálaum-ræðu sem hefur klofið íslenskt sam-félag undanfarin ár. Hún felur í sér að stjórnmálamaður geti búið til raunveru- leika með orðum sínum. Svo lengi sem hann segir að honum sé ekki vantreyst af þjóð- inni sé það þannig. Jafnvel skoðanakannan- ir eru ekki marktækar, því hann segir að þær séu ekki til, hafi verið falsaðar. Verstu mistök stjórnmálamanna í dag eru að hans mati að tala ekki kjark í þjóðina, með öðrum orðum, að beita ekki áróðri jákvæðninnar á stærsta efnahagsvanda síðari ára. Sú trú að hægt væri að tala upp og niður markaði var í öndvegi í ríkisstjórnunum sem sjálfstæðismenn stýrðu. Gagnrýnin var talin ófýsileg af yfirvöldum, óháð því hvort fótur væri fyrir henni eða ekki. Gagnrýni var tekið persónulega og henni svarað með persónu- legum árásum. Gagnrýnendur voru ýmist sagðir „vitlausir“, öfundsjúkir, hluti af „sam- særi“ Baugs eða annarra gegn yfirvöldum, allt eftir aðstæðum. Yfirvöld skiptu þjóðinni niður í skotgrafir og þeir sem tjáðu sig opinberlega urðu að þola að vera útmálaðir sem hand- bendi annarra eða hluti af fylkingu sem væri í stríði við yfirvöld af óljósri ástæðu. Vegna þessarar áróðursstefnu gegn gagn- rýninni umræðu skall íslenskt hagkerfi á vegg án þess að bremsa, öllum að óvörum, eins og Enron-land. Ef gagnrýni hefði þrifist með eðlilegum hætti, án persónulegra gagnárása, hefði skapast náttúrulegur þrýstingur á yf- irvöld og banka til treysta undirstöður efna- hagslífsins. Ef gagnrýni hefði ekki verið færð á persónulegt plan hefði verið auðveldara að vinna saman að lausn vandamála, sem þess í stað skullu á okkur af fullum þunga. Við fyrstu sýn kann að virðast vont að hlutabréfaverð lækki og skuldatryggingar- álag hækki, en það er hluti af náttúru- legu ferli í frjálsu hagkerfi. Þess vegna er breytingartillaga Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns á seðlabankafrumvarp- inu nauðsynleg. Hann vill skylda bankann til að vara við yfirvofandi hættu. Umræðu- hefðin á Íslandi er hins vegar orðin slík að Höskuldur var rægður og uppnefndur fyrir vikið. Áróðursstefna Davíðs birtist holdi klædd í eina viðtali hans á árinu. Hann sagði fjármagns- flutninga Kaupþings hafa leitt til hryðjuverka- laga, en bresk yfirvöld segja að samtal við Árna Mathiesen hafi leitt til þess. Hann sagðist hafa sent bréf til lögreglunnar vegna kaupa sjeiks af Katar í Kaupþingi og jafnframt vita af óeðlilegri fyrirgreiðslu fjölda stjórnmálamanna í bönkun- um. Hvers vegna sagði hann ekki frá því? Hvers vegna neitar hann almenningi um upplýsingar sem hann vísar til? Hefur hann sent fleiri bréf á laun til lögreglunnar? Eða er hann að blöffa, beita óljósum rógburði í áróðursskyni, eins og í tilfelli hryðjuverkalaganna og við önnur tilefni þegar hann er sjálfur gagnrýndur? Andstaða fólks við Davíð byggist ekki á persónu hans, heldur persónulegum rök- um hans sjálfs gegn öðrum, rógburði, leynd og endurteknum tilfellum gerræðislegrar valdatöku og aðgerða. Eitt stærsta verkefni okkar er að rísa upp úr skotgröfunum eftir stríð Davíðs og læra að tala saman. Jón trausti rEynisson ritstJóri skrifar. Eitt stærsta verkefni okkar er að rísa upp úr skotgröfunum eftir stríð Davíðs bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.