Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2009 15Umræða Hver er konan? „Magdalena.“ Hvað drífur þig áfram? „Metnaður og löngun til að ná árangri í lífinu.“ Hvar ertu alin upp? „Í Vesturbæn- um í Reykjavík.“ Hver er fyrsta minningin? „Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég keyrði framhjá Tjörninni í Reykjavík og dáðist að fallegum gosbrunni sem þar var.“ Áhugamál? „Hingað til hefur tónlistin verið mitt helsta áhugamál en einnig hef ég mjög gaman af því að læra og lesa. Ekki má þó gleyma listskautum en þá stundaði ég til margra ára.“ Hvað gerir þú til að fá útrás? „Þegar ég þarf að hreinsa hugann reynist mér best að ganga á fjöll eða stunda aðra útivist.“ Hvaða bók lastu síðast? „Ég er mikill aðdáandi Arnaldar Indriðasonar og hef verið að lesa bækurnar hans hverja á fætur annarri undanfarið.“ Hvernig var að taka þátt í Ungfrú Reykjavík? „Þetta var frábær reynsla í alla staði og ég mæli eindregið með því að ungar stúlkur prófi þetta. Við lærðum að bera okkur vel, koma fram og efldum sjálfstraustið.“ Kom sigurinn þér á óvart? „Já, hann kom svolítið á óvart. Ég var svo ánægð með kvöldið í alla staði og ánægð með sjálfa mig þannig að sigurinn ofan á það var alveg til að toppa þetta.“ Hvað er fram undan? „Fram undan er skóli, vinna, fiðlan og svo fer að styttast í undirbúning keppninnar Ungfrú Ísland.“ Hver er draumurinn? „Draumur- inn hefur alltaf verið að verða fræg- ur fiðluleikari. Raunvísindi heilla mig reyndar líka og á ég mér því annan draum um að verða læknir. Ég vil því umfram allt hafa allar dyr opnar og mennta mig vel svo að ég geti látið drauminn rætast.“ Hvernig líst þér á framboð Jóns baldvins til formanns samfylkingarinnar? „Mér finnst eins og hans tími sé búinn. Mér finnst bæði hann og Davíð vera menn sem telja sig ómissandi en eru það ekki.“ Tómas HolTon 44 áRA kEnnARI. „Ég er ekki hrifin af því. Mér finnst Jón Baldvin góður stjórnmálamaður en hann er leiðinlegur.“ Una Tone BjaRnadóTTiR 32 áRA ATVInnUlAUS. „Jón Baldvin er gamall skólafélagi minn. Hann á að sinna sinni konu og hætta þessu blaðri. Hann er búinn að gera nógu illt hér á Íslandi.“ sigURðUR gUnnaR Bogason 70 áRA EllIlÍFEyRISÞEGI. „Mér finnst að þessir gömlu mættu bara fara. Jón Baldvin er þeirra á meðal.“ PÁll HReindal gUnnaRsson 39 áRA öRyRkI. Dómstóll götunnar magdalena dUBiK, 21 árs fiðluleikari, var kjörin fegursta stúlka Reykjavíkur síðastliðinn föstudag á Broadway. Hún segist hafa lært mikið af þátttökunni í keppninni og hvetur ungar stúlkur til taka þátt í fegurðar- samkeppni. Vill hafa allar dyr opnar „Ég veit það ekki alveg. Í fyrstu líst mér allavega ekkert á það. Mér líst miklu betur á Ingibjörgu.“ elísaBeT jónsdóTTiR 43 áRA RITARI. maður Dagsins Hugrekki til þess að taka á erfiðum málum er sjaldgæft í stjórnmálum. Það var fróðlegt fyrir mig, gamlan vinstri mann, að fylgjast með róttæk- um tilraunum fv. heilbrigðisráðherra til að taka á lyfjasölum og skipulagi í heilbrigðiskerfinu á skömmum ferli sínum. Lyfjasalarnir kveinkuðu sér, vissu auðvitað að hér væri að jafn- aði hæsta lyfjaverð á Norðurlönd- um en kenndu smæð markaðarins um. Hagsmunaaðilar í heilbrigðis- kerfinu, læknar, hjúkrunarfræðing- ar og ljósmæður töluðu um aðför að öryggi sjúklinga. Þó átti aðallega að fækka stjórnendum og færa starf- semi til staða, þar sem ódýrara væri að reka hana, en standa vörð um þjónustu við sjúklinga. Þessar mót- bárur heilbrigðisstéttanna rifja upp fyrir mér tilraun sem gerð var fyrir um 20 árum til að skerða kjör lækna með takmörkunum á námsferðum þeirra erlendis, en þar njóta þeir umtalsverðra forréttinda. Þá reis einn talsmanna þeirra upp og hélt því fram að hér væri um „helgan rétt sjúklinga“ að ræða. Með aðgerðum fv. heilbrigðisráð- herra átti að spara nokkra milljarða í ríkisrekstri, sem á árinu 2009 stefnir í amk. 150 milljarða halla. Enginn fé- laga Guðlaugs í ríkisstjórnarflokkun- um fyrrverandi lyfti litla fingri til að hrinda þeirri aðför sem að honum var gerð úr öllum áttum þegar hann hóf umbótatillögur sínar, nema þær nöfnur Ásta Möller og Ásta Ragn- heiður. Allir aðrir stóðu hnípnir hjá og vonuðu að ekkert slettist nú á þeirra góða orðspor. Sérstaklega var aumkunarvert að aðrir félagar hans í Sjálfstæðisflokknum skyldu ekkert gera, sem þó þykjast mestir aðhalds- menn í ríkisrekstri. Núverandi heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson, sem aldrei má sjá hár skert á höfði opinberra starfsmanna, fer nú um landið í jólasveinabúningi og boðar að ekk- ert verði af skipulagsbreytingum í íslensku heilbrigðiskerfi nema með samþykki viðkomandi hagsmuna- aðila. Það er því vonandi að þeir sjálfir skynji ábyrgð sína og taki á með okkur hinum og sníði sér stakk eftir vexti. Lærdómurinn fyrir stjórnmálamenn er hins vegar því miður; Gerðu aldrei neitt sem rekst á hagsmuni einhvers, vertu alltaf í jólasveinafötunum, þá mun þér vel farnast. En kannski er Guðlaugur Þór eini sjálfstæðismaðurinn sem eft- ir er, sem hefur hugrekki til að fylgja stefnu flokksins um að minnka hið opinbera og fækka ríkisstarfsmönn- um. Hugrekki Guðlaugs Þórs kjallari svona er íslanD 1 Fegurðardrottning situr uppi með „asnalegan“ titil Hætt hefur við keppnina Fegurðardrottn- ing Suðurnesja í ár. 2 Áttburamamman í klámið? nadya Suleman (33) vakti heimsathygli þegar hún eignaðist áttbura. Fyrir átti hún sex börn. Vivid Entertainment hefur boðið henni að leika í klámmynd fyrir eina milljón dala. 3 segja Kolbrúnu falla í fúlan pytt landsamband kvenna í Frjálslynda flokknum lýsir furðu sinni á skrifum kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblað- inu um helgina. 4 jennifer dýrkar Brad á laun „Jen geymir kassa í felum í fataskápnum sínum þar sem hún geymir gömul skilaboð, ástarbréf og krafs frá Brad og þetta skoðar hún reglulega,“ sagði vinkona hennar. 5 Hvarf 37 ára konu: lögreglan er ráðþrota Aldís Westergren hefur verið týnd síðan á þriðjudag. 6 Hrikalegir hælar Victoriu Beckham – mYndiR Victoria hefur sagt að hún geti ekki hugsað sér að ganga í flatbotna skóm. 7 sjö á launaskrá Happaþrenn- unnar Sjö einstaklingar hafa unnið launamið- ann hjá happdrættinu en hann veitir 100 þúsund á mánuði í tíu ár. mest lesið á DV.is gUðmUndUR ólaFsson lektor „Sérstaklega var aumkunarvert að aðrir félagar hans í Sjálfstæðisflokknum skyldu ekkert gera, sem þó þykjast mestir að- haldsmenn í ríkisrekstri. “ 1 2 3 4 5 6 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.