Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Page 22
föstudagur 6. mars 200922 Fókus
um helgina
Grín oG Glens
Aðdáendur Shakespeares ættu ekki að missa af kynningarfundi sem
hefst í dag klukkan 14.30. Fundurinn er í tengslum við frumsýningu á
Þrettándakvöldi eftir William Shakespeare. Leikhópurinn sem sam-
anstendur af reynsluboltum og leikurum úr Nemendaleikhúsinu munu
bregða á leik fyrir gesti með gríni og glensi og veita innsýn í þetta merka
verk. Frumsýningin á Þrettándakvöldi er 13. mars næstkomandi.
MöGuleikhúsið
í GerðuberGi
Möguleikhúsið frumsýnir á sunnu-
daginn barnaleikritið Alli Nalli og
tunglið í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Leikritið er byggt á sam-
nefndri bók sem kom út fyrst árið
1959 og er eftir Vilborgu Dagbjarts-
dóttur. Alli Nalli og tunglið var henn-
ar fyrsta barnabók. Verkið segir frá
ungum stúlkum sem taka að sér að
passa börn. Þær hafa gaman af því
að segja börnunum sögur af fyrsta
stráknum sem þær pössuðu, Alla
Nalla. Aðgangseyrir er 1500 krónur
og hefst sýningin klukkan 14.
hrinGir
háMarksstærð
Ívar Valgarðsson opnar einkasýn-
ingu í öllum sölum Listasafns ASÍ
við Freyjugötu. Sýningin hefur
hlotið heitið Hringir hámarks-
stærð og samanstendur af fjórum
rýmisverkum. Öll eru þau ólík
innbyrðis en tengjast sjónrænt
og formrænt á ýmsa vegu. Verkin
eru í mismunandi stærðum en
það stærsta leggur undir sig allan
stóra salinn. Að þessu sinni ein-
kennast efnistök Ívars af áherslu-
pennum, innanhússmálningu,
neoni og myndböndum. Sýning-
in hefst á morgun klukkan 17.
Goth báðuM
MeGin
Hljómsveitin Skátar hefur gefið út
vínylplötuna Goth báðum meg-
in. Platan átti að koma út í október
í fyrra en vegna hruns bankanna í
byrjun október dróst útkoman lít-
illega. Platan var tekin upp á rúmri
helgi í ágúst á síðasta ári af Inga
Þór Ingibergssyni í Stúdío Lubba í
Keflavík og í æfingahúsnæði sveit-
arinnar Kimono. Platan er aðeins
fáanleg í fimm hundruð eintökum
og er umslag plötunnar hannað af
Baldri Birnissyni. Í tilefni af útkomu
plötunnar hafa meðlimir sveitarinn-
ar sett nýtt lag, Pantee Lions, inn á
Myspace-síðu þeirra félaga.
Tölvuleikjaunnendur eru nostalgíu-
drullusokkar. Það er bara þannig.
Það er nánast sama hvaða stórvirki
líta dagsins ljós, leikir sem ögra
hugmyndum okkar um tölvugerða
grafík og dægradvöl, að mati sannra
tölvuleikjaunnenda eru gamlar
kempur á Nes, Snes og Sega allt-
af betri. Síðan þegar leikirnir eru
gefnir út aftur, eða maður loks fær
tækifæri á að spila þá, áttar maður
sig á því hvað það er nauðsynlegt að
halda þeim í réttri fjarlægð svo gljá-
inn fari ekki algjörlega af þeim. Oft
hefur svo verið reynt að endurgera
þessa leiki með tiltölulega misjöfn-
um árangri. Nú er kominn Street
Fighter 4 þar sem farnar eru nýjar
leiðir til að vekja gömul bros. Leik-
urinn er allur í tvívídd eins og þeir
fyrri, en búið er að hressa heldur
betur upp á lúkkið. Nánast ölll brögð
og allt gamla gúmmelaðið er ennþá
til staðar og þeir sem eru með sterkt
vöðvaminni í fingrunum ættu að
vera brjótandi rassgöt hviss bang.
Það er skemmst frá því að segja að
þetta allt saman hvellvirkar. Það er
ógeðslega gaman að spila Street
Fighter, persónurnar svo skemmti-
lega hallærislega miklar erkitýpur,
saga hvers og eins eins og í mynda-
sögublaði. Og að slást við vini sína
er vægast sagt fullnægjandi reynsla,
hvort sem það er í stofunni heima
eða á netinu. Hins vegar er ég enn-
þá á því að tölvuleikir verði betri
með ári hverju og því alveg óþarfi
að dásama þetta meira. Svo er tón-
listin líka ömurleg, valskjárinn ekki
nógu þéttur og nýju persónurnar
eru borderline-aumingjar. Síðan er
ég miklu betri í nýjum leikjum held-
ur en gömlum. Dóri DNA
skotheld nostalgía
„Þetta er í raun bara ég að segja sög-
ur og fæ fullan sal af fólki í hend-
urnar. Það er svo mitt verkefni að
halda athygli þess, hreyfa við því
og skemmta í tvo tíma,“ segir Ein-
ar Kárason rithöfundur um sögu-
stundina Stormar og styrjaldir. Þar
fer Einar mikinn á Sögulofti Land-
námssetursins í Borgarnesi er hann
segir gestum sögu Sturlungu.
Einar hefur á undanförnum ára-
tug kafað djúpt í sagnaheim Sturl-
ungasögu sem er samansafn margra
mismunandi rita um Ísland á 13. öld.
Sturlunga hefur verið innblástur Ein-
ars í tveimur skáldsögum. Þær heita
Óvinafagnaður sem kom út árið 2001
og Ofsi sem kom út árið 2008. Ofsi
hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun-
in 2009 sem besta skáldsagan.
Einstakt söguefni
„Ég er með gífurlega gott söguefni
sem ég sæki í Sturlungu. Svo að
þetta er bara spurning um hvort mér
takist að koma kjaftinum utan um
orðin og böndum á hugsunina,“ en
Einar segir sögu sína blaðlaust eins
og um sögustund heima í stofu væri
að ræða. „Þetta er í raun alls ekki
ósvipað því þegar fólk kemur saman
í stofu og sest niður til þess að hlusta
á góða sögu.“ Þar fetar Einar í fótspor
höfunda eins og Snorra Sturlusonar
og Sturlu Þórðarsonar þegar þeir
fluttu verk sín. Því ólíklegt er að þeir
hafi dreift út skinnhandritum meðal
áheyrenda sinna.
Einar hefur verið að segja sögur
blaðlaust í tæpa hálfa öld að eigin
sögn og ætti því ekki að vera í vand-
byrjaði í bíltúr
Einar Kárason rithöfundur stendur fyrir sögustundum í Landnámssetrinu í Borgar-
nesi þar sem hann fer yfir Sturlungasögu. Það hafa fáir kynnt sér þennan blóma- og
umbrotatíma í íslenskri sögu betur en Einar. Hugmyndin að sögustundunum kvikn-
aði þegar Einar sat í bíl að segja sögu. Hann vinnur einnig að því að klára kvikmynda-
handrit ásamt Óskari Jónassyni leikstjóra.
Street Fighter 4
Útgefandi: Capcom
Tegund: Bardagaleikur
Spilast á: Ps3 og X360
tölvuleikir
Street Fighter 4
„tölvuleikjaunnendur eru
nostalgíudrullusokkar.“