Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Side 23
föstudagur 6. mars 2009 23Fókus Louis Salinger er stressaður og skap- mikill starfsmaður Interpol. Hann er „umdeildur“ og virðist haldinn of- sóknaræði. Hann hefur unnið lengi að rannsókn á IBBC-bankanum og kannski er bara raunveruleikinn mun verri en í hans óhuggulegustu fantasíum. Bankinn svífst einskis til að ná sínum ógeðfelldu markmið- um. Peningaþvætti, vopnasala og óeðlileg afskipti af innanríkismálum sjálfstæðra þjóða eru þar sjálfsagð- ir dagskrárliðir. Eleanor Whitman er Salinger til aðstoðar og saman leggja þau í hættuför um alþjóða- væddan bankaheim. Þýskaland, Bandaríkin, Tyrkland og Ítalía eru meðal viðkomustaða. Myndin neg- lir mann strax og heldur góðu hröðu tempói sem leikstjóri Lola Rennt fer létt með. Umgjörð, tökustaðir, leik- munir og stílisering eru raunveru- leg í meira lagi. Við þurfum ekki að hiksta á einhverri Hollywood-þvælu þar sem „ógeðslega vondi kallinn“ er eineygður og heldur upp á síams- ketti. Aðalbankastjórinn er hinn vel klæddi Jonas Skaarsen. Hann er klárlega danskur heimilisfaðir sem teflir við strákinn sinn milli þess sem hann sinnir starfi sínu. Hasarsenur eru fáar en alveg geðveikar. Áberandi vel útfærð er byssusena ein þar sem Guggenheim-safninu í New York er rústað í brjáluðum eldglæring- um og blóðspýjum. Brellur og förð- un í þessum senum eru sérstaklega vandaðar. Sérstaklega eftirtektarvert er nákvæmlega hvernig blóðið spýt- ist úr sárunum. Óhuggulegheit þess kerfis sem við búum í birtist manni hér ljóslifandi og hátíðlega í dram- atík stórra takna og magnþrunginn- ar tónlistar. Hinn þaulreyndi Armin Mueller-Stahl leikur eftirminnilega gamla STAZI-manninn Wexler sem vinnur hjá IBBC. Hann er sniðug týpa, birtist manni sem risaeðla en hefur þrátt fyrir allt nokkuð til síns máls. Hann segir að ríkisstjórnir heimsins samþykki tilvist banka á borð við IBBC því allir valdamenn hafa skítugan þvott sem þarf að eiga við. Eitt bankamennið bendir einn- ig blygðunarlaust á að tilgangur bankastarfsemi sé skuldir einstakl- inga, fyrirtækja, hópa og þjóða því þannig öðlist þeir raunverulegt vald. Sagan er snjöll og spennandi. Hér er um krimma að ræða þar sem meira en nokkur mannslíf eru í húfi. Erpur Eyvindarson Helvítis fokking bankahyski m æ li r m eð ... Kardemommubærinn Klassísk saga sem aldrei deyr. milK Kvikmynd sem fólk mun muna eftir vegna frammistöðu leikaranna. Frost / nixon stórskemmtileg mynd um áhugaverða karaktera. Fanboys fyrir þá sem eru með „máttinn“, hinir haldi sig í öruggri fjarlægð. the house oF the dead: overKill grófur, blóð- ugur, kjaftfor og jafnvel klámfenginn, en umfram allt fyndinn og skemmtilegur. PinK Panther 2 Það var lítið hlegið í bíóinu.m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n ball með dalton ásamt Cherry Girls-dönsurum meiriháttar stuðball með dalton ásamt æðislegum Cherry Club girls-dönsurum á dillon sportbar í trönuhrauni í Hafnarfirði. n !hero í loftkastalanum rokk óperan !Hero er upplifun sem erfitt er að lýsa með orðum – sjón er sögu ríkari. !Hero er sýnd í Loftkast- alanum. allar nánari upplýsingar á hero.is og miðasala á midi.is! n dj Áki Pain á sólon Plötusnúðurinn vinsæli dj Áki Pain þeytir skífum á sólon. n larry Coryell á tíbrá djasstónleikar í tíbrá klukkan 21.00. fram koma Larry Coryell, Björn thoroddsen og Jón rafnsson. djass- standardar í bland við tónlist sem kennd er við guitar Islancio. frábærir gítartónleikar. laugardagur n sódóma reykjavík opnaður Helgina 6.-7. mars verður skemmti- staðurinn sódóma reykjavík opnað- ur og munu sveitirnar sign, dust og Nögl sameinast í stórtónleikum 7. mars í tilefni þess. sódóma reykjavík er á efri hæðinni þar sem áður var gaukur á stöng og svo síðast tunglið. Það kostar litlar 800 krónur inn og verður rokkað eins og enginn sé morgundagurinn. n u2-heiðurstónleikar með sálinni sálin hans Jóns míns mun spila á skemmtistaðnum Nasa laugardags- kvöldið 7. mars. Það þarf ekkert að hafa mörg orð um sálina þar sem hún er eins og grædd við íslenska þjóð. alvöru sálarunnendur sem og aðrir landsmenn þurfa ekki að hugsa sig um hvort þeir mæta eða ekki. Húsið opnað kl. 23.00 - miðaverð kr. 2.200. forsala á Nasa föstudaginn 6. mars milli kl. 13.00 og 17.00. n dj Páll Óskar á sjallanum dj Páll Óskar ætlar að spila öll bestu partílög veraldar pásulaust alla nóttina en einnig mun hann taka öll sín bestu lög af 15 ára ferli sínum. Húsið opnað kl. 19 fyrir matargesti á árshátíð fsHa í sjallanum. Húsið opnað klukkan 01.00 fyrir aðra. forsala miða í gallerí ráðhústorgi og Imperial glerártorgi. miðaverð 1.500 krónur. n silfur í salthúsinu, Grindavík Hljómsveitin silfur er um ársgömul og hefur á stuttum tíma vakið athygli fyrir skemmtilegt lagaval og fagmannlega framkomu. silfur gaf út 2 lög síðasta sumar, annað frumsamið og heitir það suma daga og einnig endurgerði hljómsveitin gamla dúkkulísusmellinn Pamela í dallas og hafa bæði þessi lög fengið góða spilun í útvarpi. Hvað er að GERAST? ræðum með að gæða heim Sturl- ungu lífi. „Þær sögur hafa auðvitað verið mislangar en ég og KK höfum unnið að svipuðu verkefni áður þar sem ég sagði sögur og hann spilaði lög inn á milli. Nú er ég hins vegar einn míns liðs og ekki með neinn gítar eða önnur tæki til þess að að- stoða mig.“ Gullöld á Íslandi Það er ekki að ástæðulausu sem Sturlungasaga hefur fangað hug Einars og annarra sem hafa kynnt sér hana. „Sturlungasaga er safn af hinum ýmsu ritum sem hefur verið steypt saman í eina heild. Í þessari heild er dregin saman saga þrett- ándu aldar á Íslandi sem er eitthvað dramatískasta tímabil í sögu þjóðar- innar ásamt kannski síðustu hundr- að árum.“ Einar lýsir tímum Sturlungu sem dínamískum þar sem menningar- stig reis hátt. „Það var velmegun og bjartsýni sem ríkti á þessum tímum. Menningarstig var hátt og samband við útlönd var mikið. Þetta er eitt mesta blómaskeið bókmenntasög- unnar. Ekki bara hér heima heldur almennt. Það er á þessum tíma sem allar þessar sögulegu bækur voru skrifaðar sem við köllum Íslend- ingasögur.“ borgarastyrjöld skekur landið Á sama tíma og bókmenntir blómstr- uðu ríkti á Íslandi skálmöld sem hef- ur ekki síður verið innblástur fyrir bækur Einars. „Hér geisaði borgara- styrjöld og allt logaði í brennum og morðum. Þetta voru magnaðir tímar svo ekki sé meira sagt.“ Þó svo að Sturlungasaga sé mögn- uð segir Einar mörg verk hennar ekki vera mjög bókmenntaleg. „Þetta eru oft í raun skýrslur um vissa atburði. Eins og lögregluskýrslur eða áverka- skýrslur, blaðaskrif eða annað því um líkt. Ég hef verið að reyna að átta mig á mörgum þeirra og skilja kjarna þeirra. Hvar dramantíkin í þeim liggi og það kveikti í mér að skrifa skáldsögur byggðar á þessum atburðum og persónum.“ byrjaði allt með bíltúr Hugmyndin að sögustundum Einars á rætur sínar að rekja til bíltúrs sem að Einar fór í með Kjartani Ragnarssyni, formanni stjórnar Landnámsseturs- ins. „Ég og Kjartan fórum fyrir nokkr- um árum saman út á land þar sem var verið að frumsýna leikrit eftir okkur. Á leiðinni sagði ég honum á nokkr- um klukkutímum innvolsið úr þess- um dramatískustu köflum Sturlungu. Þegar við svo komum á leiðarenda og sögunni var lokið sagði hann „þetta hefði þurft að vera gert fyrir fullum sal af fólki“. Það voru nú eiginlega upp- tökin að þessu.“ Betri stað til að segja sögur sínar gæti Einar ekki ímyndað sér. „Þetta heitir meira að segja Söguloftið.“ Eins og nafnið gefur til kynna fær sagnalist- in að njóta sín þar og hefur Einar sjálf- ur orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hlýða á margar sagnanna. „Það er fátt skemmtilegra en að heyra góða sögu og sérstaklega að hlusta á fólk sem kann að segja þær. Maður fær mikið út úr því að vera nálægt slíku fólki.“ aðskilur okkur frá dýrunum Einar segir sögulistina jafngamla mannkyninu. „Sagnalistin er jafnvel skilgreiningin á manninum. Þetta er dýr sem segir sögur eins og einhver benti á. Það sker okkur kannski einna helst frá dýrunum sem lifa í núinu. En við lifum hins vegar í tíma sem er bæði á undan og á eftir. Þetta er eitt elsta listform heims og kom auðvitað til langt á undan bókmenntum.“ Einar telur að Íslendingar hafi alla tíð lagt mikla áherslu á sagnalist. „Ég held meira að segja að við höf- um skorið okkur úr hvað þetta varð- ar miðað við nágrannalönd okkar. Því við höfum aldrei þróað með okk- ur neina hefð í abstrakthugsun eða heimspekihugsun,“ og nefnir Einar tvær mismunandi nálganir á heiminn. „Annars vegar er hægt að skoða hann með abstrakthugsun eða analísum og hins vegar hreinlega með því að segja sögur. Það hefur alltaf verið styrkur Ís- lendinga að segja sögur. Okkur hef- ur svo gengið lakar að greina kjarna málsins. Við skulum heldur ekkert vera að væla yfir því. Það eru stórkost- leg forréttindi að hafa ræktað þessa tegund af því að hugsa skýrt. Það er að segja sagnalistina.“ Þriðja bókin kemur Aðspurður hvort þriðja skáldsagan byggð á Strulungu muni líta dagsins ljós liggur Einar ekki á svarinu. „Hún kemur. Fyrr eða síðar.“ Einar er þó viss um að önnur verk muni koma á und- an. „Ég er að vinna að annarri skáld- sögu sem ég stefni á að gefa út árið 2010. En það er nú bara áætlun eins og er. Hún er ennþá á teikniborðinu og ótímabært að fara að uppljóstra of miklu að svo stöddu.“ Kvikmynd í vinnslu Einar vinnur um þessar mundir að því að skrifa kvikmyndahandrit með Óskari Jónassyni leikstjóra. Óskar ætti að vera landsmönnum vel kunn- ur en hann hefur gert myndir eins og Sódóma Reykjavík, Perlur og Svín og nú síðast Reykjavík-Rotterdam. Þá hefur hann einnig gert það gott í sjónvarpi með þáttum eins og Fóst- bræðrum, Svínasúpunni og nú síðast spennuþáttunum Pressu og Svörtum englum. „Ég og Óskar skrifuðum fyrir nokkrum árum handrit upp úr bók eftir mig sem heitir Stormur,“ en bók- in hlaut Menningarverðlaun DV í flokki bókmennta árið 2003. „Í kvik- myndabransanum veltur hins vegar allt á áliti framleiðenda og því hvort það takist að fjármagna hlutina. Eft- ir tíðar frestanir og trassaskap ákváð- um við fyrir nokkrum vikum að henda gamla handritinu og byrja algjörlega upp á nýtt.“ Einar segir sögu nýja handrits- ins einnig vera byggða á Stormi en á allt annan hátt. „Við lögðum meira að segja frá okkur bókina og skrifuð- um nýja sögu sem er byggð á einum þræði úr þessum söguheimi.“ Ferl- ið og vinnan með Óskari hafa ver- ið frábær skemmtun fyrir Einar sem er vongóður um að myndin verði að veruleika. „Framleiðendur hafa sýnt þessu mikinn áhuga og vonandi fer þetta í gang bráðlega. Annars veit maður aldrei. Það tók 20 ár að gera Djöflaeyjuna. Þetta gæti gerst á næsta ári en það gætu líka verið 15 ár,“ segir Einar að lokum. Næsta sögustund Einars fer fram í Landnámssetrinu sunnudaginn 15. mars klukkan 16.00 og svona aftur föstudaginn 20. mars klukkan 20.00. asgeir@dv.is Byrjaði í Bíltúr the international „Hér er um krimma að ræða þar sem meira en nokkur mannslíf eru í húfi.“ The InTernaTIonal leikstjóri: tom tykwer aðalhlutverk: armin mueller-stahl, Clive Owen, Naomi Watts, ulrich thomsen, Brian f. O’Byrne kvikmyndir einar Kárason Næsta sögustund er sunnudaginn 15. mars klukkan 16.00. mynd xxx Kvikmyndahandrit í vinnslu Einar og Óskar Jónasson vinna að nýju handriti byggðu á stormi. mynd xxx

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.