Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Side 64
n Aron Pálmi Ágústsson fer á kostum í þætti Sveppa og Audda á Stöð 2 um helgina. Strákarnir fengu Aron Pálma með sér í sund og fóru í keppni um hver gæti gusað mestu vatni út um allt með því að henda sér í laugina, sem á ensku heitir „cannonball“, eða fallbyssa. Aron Pálmi stóð sig að sjálfsögðu með mikilli prýði og því næst fór hann upp á þriggja metra háan stökk- pall og lét sig detta ofan í laugina og lenda á maganum. Aron Pálmi var rauður á maganum í allan gærdag eftir þetta uppátæki en lætur það ekki á sig fá og sér svo sannarlega ekki eftir þessum skemmtilega sund- degi. Barnið á þing! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins vann ákveðinn sigur í launa- deilu sinni við flokkinn fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Flokkurinn hafði neitað að greiða henni hluta launa sem hún taldi sig eiga rétt á. Þetta varð til þess að Margrét, einn stofnenda flokksins, stefndi forystu frjálslyndra fyrir dóm. Á þeim tíma gaf Guðjón A. Kristjánsson lítið fyr- ir málssókn hennar. „Ef hún vill gera sig að fífli, þá má hún það mín vegna. Þetta er alveg makalaust,“ sagði Guð- jón Arnar við DV á þeim tíma. Nú hef- ur Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á kröfu hennar um laun og málskostn- að. Frjálslyndi flokkurinn þarf því að greiða 1,2 milljónir króna vegna máls- ins. Margrét er hæstánægð með sig- urinn yfir sínum gamla flokki. „Ef ég gerði mig að fífli, þá varð Guðjón að gjalti. Ég tek það fram að ég leit aldrei á þessa launadeilu sem pólitískt deilumál, heldur var ég eingöngu að leita réttar míns sem launþegi og er sátt við úrskurðinn,“ segir Margrét. Leiðir Margrétar og Frjálslynda flokksins skildu í illu um það leyti sem launadeilan varð. Margrét stofn- aði í framhaldinu Íslandshreyfinguna ásamt Ómari Ragnarssyni skemmti- krafti og fréttamanni. Síðustu vend- ingar voru þær að Íslandshreyfingin gekk í Samfylkinguna og býður ekki sjálfstætt fram. Aron Pálmi í fAllbyssu P IP A R • S ÍA • 9 0 1 8 7 GRÆDDU Á GEYMSLUNNI Notað og Nýtt > Mörkinni 1 > sími: 517 2030 Suðurlandsbraut Sk eið av og ur Miklabraut Gnoðavogur Mörkinni 1 > Opnunartími: Virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Sunnudaga 13-16 Tökum á móti vörum utan opnunartíma, upplýsingar í síma 517-2030 > Tökum á móti vörum í umboðssölu. > Húsgögn > Húsbúnaður > Ljós > Veiðivörur > Rafmagnsvörur > Golfvörur > Önnur verðmæti Margrét Sverrisdóttir vann sigur fyrir héraðsdómi: mArgrét lAgði frjálslyndA n Framsóknarmaðurinn Guð- mundur Steingrímsson og leik- konan Alexía Björg Jóhannes- dóttir eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni. Í heiminn kom fallegur prins og heilsast bæði móður og dreng mjög vel. Guðmundur og Alexía hafa verið saman í dágóðan tíma en fyrir á Guðmundur dóttur- ina Eddu Liv sem verður fimm ára í lok mars. Guðmundur er, eins og alþjóð veit, sonur Stein- gríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Hann hyggst nú feta í fótspor föður síns og afa með þingframboði sínu fyrir Framsóknar- flokkinn og segja má að hann ryðji um leið brautina fyrir fjórðu kynslóðina. frAmsóknArPrins fæddur n Í nýjasta hefti glanstímarits- ins Séð og heyrt má finna úttekt á þekktu fólki sem er ekki í sambandi og má þar á meðal nefna Lindu Pétursdóttur, Gillzenegger og Óskar Jónasson. Tveir þeirra karl- manna sem eru á lista tímaritsins eru þó ekki á lausu. Mikael Torfa- son rithöfundur skildi við eigin- konu sína til marga ára á síðasta ári og hefur nú fundið ástina á nýjan leik í útvarpskonunni Ragnhildi Magnúsdóttur á Léttbylgjunni. Leikarinn Davíð Guð- brandsson, sem sló svo eftirminnilega í gegn í þáttaröðinni Svörtum englum, er ekki held- ur einhleyp- ur. Hann er í sambandi með Hildi Selmu Sigbertsdóttur, litlu systur rapp- arans Ágústs Bents. Ekki lAusir og liðugir Margrét Sverrisdóttir fær laun frá frjálslynda flokknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.