Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 2
Magnús Ólafsson sóttist eftir fyrsta sæti Borgara-
hreyfingarinnar í Kraganum. Undirtektir innan hreyfingarinn-
ar voru þó dræmar og er hann meðal annars sakaður um kenni-
töluflakk og fjárglæfra.
föstudagur 3. apríl 20092 Fréttir
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
fMe krefst tölvupósta
MP banki gerði veðkall í byrjun
október hjá félagi í eigu nokk-
urra stjórnenda Byrs og krafð-
ist tryggari veða. Þegar það
gekk ekki eftir tók MP banki
yfir stofnfjárhluti félagsins í
Byr upp í skuldir. Bréfin voru flutt yfir
í félag í eigu lögfræðings sem vinnur
fyrir MP banka og nokkurra hluthafa
í bankanum. Það félag fékk aftur 1,4
milljarða króna yfirdráttarheimild hjá
Byr. Fjármálaeftirlitið rannsakar mál-
ið og krefst upplýsinga í hvelli. Þar á
meðal er krafist afrita af öllum tölvu-
póstssamskiptum helstu stjórnenda
Byrs.
suðurnesjaMenn í súginn
Einkahlutafélagið Suður-
nesjamenn, sem var úr-
skurðað gjaldþrota í síðasta
mánuði, skuldar samtals
um fimm milljarða króna.
Félagið átti meðal annars
eignarhluti í Sparisjóðnum í Kefla-
vík og Sparisjóðabankanum. Athygli
vekur að Sparisjóðurinn í Keflavík og
Grindavíkurbær eiga hlut í félaginu
en nokkur óvissa hefur ríkt um eign-
arhaldið á því. Bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks voru áberandi í Suður-
nesjamönnum ehf. og félögum sem
tengjast því. Félagið átti upphaflega
að kaupa hlut í Hitaveitu Suðurnesja
en fékk síðan kúlulán til að kaupa í fjármálafyrirtækjum.
2
1 fréttirdv.isF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðþriðjUdagUr 31. mars 2009 dagblaðið vísir 54. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 LeigUbíLstjórisakaðUr Um mannránDularfull viðskipti með stofnfjárhluti:
STJoRNENDUR
BYRS SÆTA
RANNSoKN
Ævintýraeggið
frá freyjU er best
matgÆðingar dv smökkUðU öLL páskaeggin
neytendUr
LÆsti eLdri mann inni í bíLnUm
sparissjóðsstjórinn tiL rannsóknar
fjármáLaeftirLitið kaLLar eftir töLvUpóstUm
byr Lánaði 1,4 miLLjarða vegna stofnfjárbréfa
Lánaði féLagi sem keypti bréf stjórnenda byrs
mp banki gjaLdfeLLdi Lán og gerði veðkaLL
metUr
sönginn
meira en
stjórn-
máLin
fóLk
geir óLafs var
hvattUr í framboð
bankamaðUr
grÆddi á vatni
Undir jökLi
fréttir
dv gefUr
páskaegg
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikUdagUr 1. apríl 2009 dagblaðið vísir 55. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
dv gefUr páskaegg
fjórir
kærðir
fyrir að
naUðga
stúlkU
taka Upp
myndband
á íslandi
Fimm milljarða gjaldþrot SuðurneSjamanna ehF.:
fólk
nágrannar óttast
salmonellUgáma
fréttir
„við trúum“
sport
geymdU
afrifUna
farðu inn á dv.is og þú
getur unnið páskaegg.
PÓLITÍKUSAR
Í MILLJARÐA
GJALDÞROTI
bæjarfUlltrúar í grindavík og
reykjanesbæ í lykilhlUtverkUm
ætlUðU að kaUpa hitaveitU
en keyptU í sparisjóðabankanUm
grindavíkUrbær tapar milljónUm
„Þetta var 2007,“ segir bæjarstjórinn
emilíana
torrini betlar
fyrir ísland
fréttir
fólk
madonna
stíliserUð
í afríkU
sviðsljós
rUkkUðU
barn fyrir
sparibaUk
einn stærsti leikUr landsliðsins
Sími 565-4440 & 616-3078 smurning@smurning.is
www.smurning.is
Land Cruiser 100 -WW Bora - Mazda 2
Engin skipti
Eigum pústkerfi
í flestar gerðir bifreiða
Gott verð!
BALDUR GUÐMUNDSSON
OG eRLA hLyNSDÓttiR
blaðamenn skrifa: baldur@dv.is og erla@dv.is
„Þar sem ég ætlaði svo sannarlega að
leggja Borgarahreyfingunni lið sótt-
ist ég eftir að vera í fyrsta sæti í Suð-
vesturkjördæmi, Kraganum. Jóhann
kosningastjóri sagði mér hins veg-
ar í dag að færri kæmust að en vildu
og möguleikar mínir á að vera í efsta
sæti væru engir,“ segir Magnús Ólafs-
son, leikari og markaðsstjóri, í bréfi
sem hann sendir til félagsmanna
Borgarahreyfingarinnar um síðustu
helgi.
Magnús undrast dræm viðbrögð
við framboði sínu. „Þetta kom mér
mjög á óvart vegna þess að hreyfing
sem væri að bjóða sig fram í fyrsta
skipti þyrfti mikla athygli til að eiga
einhverja möguleika á að koma
manni á þing,“ segir hann í bréfinu.
Þar er hann fullviss um að hann yrði
hreyfingunni að gagni. „Ef ég yrði
í efsta sæti í Kraganum skal ég lofa
ykkur því að við fengjum ekki bara
einn mann á þing heldur fleiri og
mikla athygli í öllum kjördæmun
landsins,“ segir Magnús.
ekkert framapot
Jón Kr. Arnarson, frambjóðandi fyrir
Borgarahreyfinguna, leggur áherslu
á að innanflokksátök líðist ekki. Í
svari við sendingu Magnúsar segir
hann: „Fyrst og fremst verðum við að
forðast átök innan hreyfingarinnar
ef þess er nokkur kostur. Stefnan er
skýr og hnitmiðuð og þar liggja okkar
helstu áherslur í komandi kosning-
um, þó einstaka frambjóðend-
ur hafi auðvitað sínar áherslur
og markmið. Auðvitað er ekk-
ert að því að sækjast eftir efsta
sætinu en það verða ekki allir í
slíku sæti. Ég vona því að Magn-
ús starfi með okkur áfram hvort
sem hann verður í einu af efstu
sætunum í Kraganum eða ekki,“
segir Jón.
Hann bætir ennfremur við: „
Við verðum að forðast allt frama-
pot og treysta þeim sem stýra okk-
ar framboðsmálum til að raða á
lista eftir bestu sannfæringu og
með hagsmuni hreyfingarinnar að
leiðarljósi.“
Vinur Davíðs Oddssonar
Friðrik Tryggvason, sem einnig býð-
ur sig fram fyrir Borgarahreyfinguna,
sér það hins vegar ekki sem skref
í rétta átt að Magnús starfi áfram
með hreyfingunni. „Ég vil meina að
Magnús sé eins og vinur hans Dav-
íð sagði: „óreiðumaður í fjámálum“.
Hann hefur skilið eftir sig slóð gjald-
þrota prentsmiðja, og orðið upp-
vís að kennitöluflakki og skuldirnar
hafa fallið á birgja og lánardrottna,
ég segi að það sé best að leyfa Magn-
úsi að fara aftur í Sjálfstæðisflokkinn
þar sem hann getur verið með hin-
um kennitöluflökkurunum og fjár-
glæframönnunum,“ segir Friðrik í
fjöldapóstsendingu til félaga hreyf-
ingarinnar.
Magnús brást ókvæða við þessu
og sagði Friðrik kominn út á hálan ís:
„Ekki fara í svona ógeðslegt skítkast
sem ekki er fótur fyrir,“ skrifar Magn-
ús og hvetur Friðrik til að leita sér
upplýsinga hjá Hagstofunni. Magn-
ús er þó stoltur af kynnum sínum við
fyrrverandi seðlabankastjóra: „Já, við
Davíð Oddsson höfum verið mikl-
ir vinir í gegnum árin og erum það
enn. Ég hlýt að ráða hverjir eru vin-
ir mínir. Svona skítkast eflir nú ekki
trúna á Borgarahreyfinguna,“ skrifar
Magnús.
Neitar ásökunum
Í samtali við DV segir Magnús ásak-
anir um kennitöluflakk aðeins vera
söguburð sem hefur lengi verið í um-
ferð: „Ég fór í gjaldþrot með Prentco
árið 2003 en síðan hef ég ekki staðið
í neinum atvinnurekstri,“ segir hann.
Magnús heldur því fram að hann hafi
verið bendlaður við Íslandsprent en
þar hafi hann aðeins starfað sem
launþegi. Íslandsprent hafi farið á
hausinn en
hann hafi hvergi komið nálægt því
þroti.
Aðspurður segist hann hafa misst
áhuga á því að starfa fyrir Borgara-
hreyfinguna. „Ég hef engan áhuga á
því, fyrst það er verið að ata mig auri.
Ég, eins og helmingur þjóðarinnar,
hef átt í erfiðleikum með að greiða af
mínu húsnæði og hefði svo sannar-
lega viljað leggja mína krafta á vog-
arskálarnar. Ég hef hins vegar ekki
áhuga á því eftir svona skítkast,“ segir
Magnús. Hann starfar nú sem mark-
aðsstjóri Prentheima ehf.
hundraða milljóna skuldir
DV sagði frá því í mars í fyrra að Ís-
landsprent hefði tekið upp nýja
kennitölu, flutt á nýjan stað og hald-
ið áfram rekstri, skömmu eftir gjald-
þrot fyrirtækisins. Gjaldþrotið var
eitt hið viðamesta í prentiðnaði hér
á landi. Skuldir fyrirtækisins hlupu
á hundruðum milljónum króna en
sömu rekstraraðilar höfðu áður rek-
ið prentsmiðjuna Prisma-Prentco í
þrot.
Sigurður Halldórsson, lögfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, fordæmdi
vinnubrögðin í samtali við DV í
fyrra. „Stjórnendur fyrirtækisins
eru með á sér fyrri gjaldþrot í sama
geira. Nú virðast þeir vera komn-
ir af stað aftur og við höfum fengið
margar kvartanir í þá veru að menn
hafa af því áhyggjur. Það hljómar
alls ekki vel í mínum eyrum að for-
svarsmenn prentsmiðjunnar séu
að byrja upp á nýtt og undir nýrri
kennitölu,“ sagði hann.
„Við erum með sama góða
starfsfólkið, gæði, þjónustu og
verð og sama ljúfa viðmótið. Ver-
ið þið öll velkomin í áframhald-
andi viðskipti, gamlir sem og
nýir viðskiptavinir,“ sagði Magn-
ús Ólafsson í tilkynningu frá fyr-
irtækinu í kjölfar gjaldþrotsins í
fyrra.
BORGARAHREYFING
HAFNAR MAGNÚSI
„Ef ég yrði í efsta sæti
í Kraganum skal ég
lofa ykkur því að við
fengjum ekki bara einn
mann á þing heldur
fleiri.“
„Ógeðslegt skítkast“ Magnús Ólafsson
sakar félaga sinn í Borgarahreyfingunni um
skítkast fyrir að segja hann hafa skilið eftir
sig slóð gjaldþrota prentsmiðja.
Dræm viðbrögð framboði Magnúsar
var illa tekið hjá Borgarahreyfingunni.
NICOLAI
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455