Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 32
föstudagur 3. apríl 200932 Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is
Hrafnkell Ásgeirsson
hæstaréttarlögmaður
Hrafnkell fæddist í Hafnarfirði og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá VÍ 1959, embættisprófi í
lögfræði frá HÍ 1965, öðlaðist hdl-
réttindi 1965 og hrl-réttindi 1970.
Hrafnkell hefur rekið lög-
manns- og fasteignastofu í Hafn-
arfirði og síðan Reykjavík frá 1965.
Hrafnkell sat í stjórn Félags ungra
jafnaðarmanna í Hafnarfirði, í
stjórn SUJ og var um skeið formað-
ur kjördæmaráðs Alþýðuflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
Hrafnkell sat í stjórn Skiphóls
hf. í Hafnarfirði og Dvergs hf. í
Hafnarfirði, var um tíma í heil-
brigðisráði Hafnarfjarðar, sat í út-
gerðarráði BÚH í mörg ár og var
formaður hafnarstjórnar Hafnar-
fjarðar frá 1986. Hann sat í stjórn
Lögmannafélags Íslands 1971-73.
Fjölskylda
Kona Hrafnkels er Oddný Margrét
Ragnarsdóttir, f. 16.3. 1941, fyrrv.
hjúkrunarfræðslustjóri á Sólvangi
í Hafnarfirði. Hún er dóttir Krist-
ínar Ólafsson, sem fædd var í Kan-
ada, og Ragnars Ólafssonar, hrl. í
Reykjavík, sem ættaður er frá Lind-
arbæ í Holtum.
Börn Hrafnkels og Oddnýj-
ar eru Kristín, f. 9.6. 1971, fram-
kvæmdastjóri Elm í Reykjavík en
maður hennar er Valbjörn Hös-
kuldsson, tæknifræðingur og vél-
stjóri og er sonur þeirra Höskuldur
Hrafn; Lára Sif, f. 10.10. 1974, við-
skiptafræðingur og MA í fjármála-
stjórnun og aðstoðarforstjóri Laur-
us Funds í New York.
Börn Hrafnkels frá fyrra hjóna-
bandi eru Elfa, f. 10.12. 1965,
hjúkrunarfræðingur, búsett í
Garðabæ, gift Ellert S. Guðjóns-
syni sjómanni og eru dætur þeirra
Marta og Telma; Ásgeir, f. 6.5. 1967,
pípulagningarmaður, búsettur í
Hveragerði og er kona hans Guð-
finna Pálsdóttir og er sonur þeirra
Ófeigur en dóttir hans frá fyrra
hjónabandi er Embla, auk þess
sem Guðfinna á þrjú börn frá fyrra
hjónabandi.
Systur Hrafnkels eru Sólveig,
f. 27.6. 1933, húsmóðir í Hafnar-
firði, gift Jósef Ólafssyni lækni;
Ragnhildur, f. 10.10. 1944, sjúkra-
liði í Reykjavík; Áslaug, f. 9.2. 1950,
hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði.
Foreldrar Hrafnkels voru Ás-
geir G. Stefánsson, f. 28.3. 1890,
d. 22.6. 1965, byggingameistari og
framkvæmdastjóri Bæjarútgerð-
ar Hafnarfjarðar, og k.h., Sólveig
Björnsdóttir, f. 18.7. 1905, d. 7.3.
1998, húsmóðir.
Ætt
Föðursystkini Hrafnkels voru m.a.
Gunnlaugur, kaupmaður í Hafn-
arfirði, faðir Árna, hrl. í Hafnar-
firði, og Stefáns, fyrrv. bæjarstjóra,
föður Guðmundar Árna sendi-
herra, Gunnlaugs, pr. í Heydöl-
um, og Finns Torfa hdl. Ásgeir var
sonur Stefáns, trésmiðs í Hafnar-
firði, bróður Sigurðar, afa Salóme,
fyrrv. alþingisforseta og Kristínar
auglýsingateiknara Þorkelsdætra.
Stefán var sonur Sigurðar, b. og há-
karlaskipstjóra í Saurbæ í Vatns-
dal Gunnarssonar, b. á Efri-Brú í
Grímsnesi Loftssonar. Móðir Stef-
áns var Þorbjörg Jóelsdóttir, b. í
Saurbæ Jóelssonar, og Þórdísar Sig-
urðardóttur. Móðir Ásgeirs var Sól-
veig Gunnlaugsdóttir, formanns í
Reykjavík Jónssonar. Móðir Gunn-
laugs var Solveig Gunnlaugsdóttir,
hálfsystir Björns stjörnufræðings,
langafa Ólafar, móður Jóhannesar
Nordal, föður Ólafar Nordal alþm.
Móðursystkini Hrafnkels voru
m.a. Adolf, bankamaður í Reykja-
vík, Gyða, móðir Björns Ólafsson-
ar, fyrrv. framkvæmdastjóra BÚH,
og Birgis endurskoðanda: Eygerð-
ur, móðir Ingvars Pálssonar, verk-
fræðings hjá Ísal, Ragnars tölvu-
fræðings og Páls, stórkaupmanns
og fyrrv. formanns ferðamálaráðs
Hafnarfjarðar.
Sólveig var dóttir Björns, skip-
stjóra í Hafnarfirði, bróður Jósefs,
föður Guðmundar Ragnars, prent-
smiðjustjóra í Hafnarfirði. Syst-
ir Björns var Anna, móðir Valdi-
mars Þórðarsonar, kaupmanns í
Reykjavík. Björn var sonur Helga,
b. á Glammastöðum í Svínadal
Hanssonar, b. á Valdastöðum í
Kjós Jónssonar, b. í Stóra-Botni
á Hvalfjarðarströnd Ísleifssonar,
langafa Björns, afa Björns Svein-
björnssonar hæstaréttardómara.
Jón var einnig forfaðir lögfræð-
inganna Halldórs Þorbjarnarson-
ar, Guðmundar Jónssonar og Loga
Einarssonar hæstaréttardómara,
Guðríðar Þorsteinsdóttur, Sigurð-
ar Hafstein, Hannesar Hafstein
sendiherra, Péturs Gunnlaugsson-
ar, Kristínar Norðfjörð, Þorfinns
Egilssonar, Friðjóns Guðröðar-
sonar sýslumanns, Karls Jóhanns-
sonar, Hilmars Ingimundarsonar,
Þóris Oddssonar, fyrrv. vararíkis-
saksóknara, Jóns Ólafssonar og Jó-
hanns Steinssonar. Móðir Hans
var Guðrún Sigurðardóttir, syst-
ir Jóns, pr. á Hrafnseyri, afa Jóns
forseta. Móðir Sólveigar var Ragn-
hildur, systir Margrétar, ömmu
Werners Rasmusson apótekara.
Hálfsystir Ragnhildar var Magnea,
móðir Egils Vilhjálmssonar bíla-
sala. Ragnhildur var dóttir Egils,
pósts í Reykjavík Gunnlaugsson-
ar, og Dagbjartar Sveinsdóttur, b.
á Neðri-Lág á Snæfellsnesi Ólafs-
sonar.
60 ára á mánudag
Kári Stefánsson
læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Kári fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann var í Melaskóla og Haga-
skóla, lauk stúdentsprófi frá MR
1970, kandidatsprófi í læknisfræði frá
HÍ 1976, lauk amerísku læknisprófi
(FLEX) 1981, lauk sérfræðingsprófi
í taugalækningum frá University of
Chicago 1983, og í taugameinafræði
1984, doktorsprófi frá HÍ 1988.
Kári var aðstoðarlæknir héraðs-
læknis á Hvammstanga, Akureyri og
á Seyðisfirði á námsárum, aðstoð-
arlæknir á lyflæknisdeild Landspít-
alans 1974, var heilsugæslulæknir á
Hvammstanga 1974, aðstoðarlækn-
ir á Kleppsspítala 1975, kandidat á
Borgarspítala, Landsspítala og Landa-
kotsspítala 1976-77, við sérfræðinám
í taugalækningum og aðstoðarlæknir
við University of Chicago, Department
of Neurology, 1977-78, aðstoðarrann-
sóknarmaður þar 1978-80, læknir þar
1982-83, aðstoðarprófessor við Uni-
versity of Chicago, Departments of
Neurology and Pathology, 1983-86,
meðprófessor þar 1986-90 og próf-
essor þar 1990-92. Þá var hann jafn-
framt forstöðumaður rannsóknarstofu
í taugaefnafræði og ónæmisefnafræði
við University of Chicago 1982-92.
Kári var skipaður forstöðumað-
ur Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði
að Keldum og prófessor í læknadeild
HÍ 1993 en sagði starfinu lausu sama
ár, var prófessor í taugalækningum og
taugameinafræði við Harvard Medi-
cal School í Bandaríkjunum 1993-97,
er hann sagði stöðunni lausri og var
stofnandi, forstjóri og stjórnarformað-
ur deCODE Genetics Inc. og dótturfyr-
irtækis þess, Íslenskrar erfðagreining-
ar ehf., frá 1995.
Kári var Chicago Community Trust
Fellow 1984-85, Member of the Sci-
entific Advisory Group of the Tuber-
ous Sclerosis Society of America og var
valinn markaðsmaður ársins af Ímark,
félagi íslensks markaðsfólks, 1999.
Fjölskylda
Eiginkona Kára er Valgerður Ólafsdótt-
ir, f. 4.10. 1951, meinatæknir og félags-
fræðingur. Hún er dóttir Ólafs Ólafs-
sonar, f. 20.6. 1925, hdl., og Svanhildar
Maríu Björnsdóttur, f. 10.8. 1924, rönt-
gentæknis.
Börn Kára og Valgerðar eru Ari, f.
13.10. 1971; Svanhildur, f. 18.12. 1976;
Sólveig, f. 12.5. 1984.
Alsystkini Kára eru Helga, f. 26.7.
1945, kennari; Jón, f. 27.8. 1946; Hjör-
leifur, f. 12.12. 1947, arkitekt; Halldór, f.
18.8. 1950, mannfræðingur.
Foreldrar Kára: Stefán Jónsson, f.
9.5. 1923, d. 16.9. 1990, fréttamaður,
rithöfundur og alþm., og Sólveig Hall-
dórsdóttir, f. 4.10. 1920, d. 17.3. 1982,
húsmóðir.
Ætt
Stefán var sonur Jóns, skólastjóra á
Djúpavogi Stefánssonar, b. á Starmýri
í Geithellnahreppi Jónssonar eldra,
b. á Hvalnesi í Lóni Stefánssonar, b.
á Hvalnesi Árnasonar. Móðir Stefáns
á Starmýri var Guðrún Jónsdóttir, b.
á Krossalandi Grímssonar, b. á Geir-
landi, bróður Vigfúsar, pr. á Valþjófs-
stað, langafa Guttorms, föður Hjör-
leifs, fyrrv. ráðherra. Grímur var sonur
Orms, pr. í Keldnaþingum Snorrasonar
og Guðlaugar Árnadóttur. Móðir Jóns,
skólastjóra á Djúpavogi, var Hólmfríð-
ur Jónsdóttir yngra, b. á Krossalandi
Stefánssonar, bróður Jóns eldra á
Hvalnesi. Móðir Hólmfríðar var Björg
Jónsdóttir, systir Guðrúnar á Hvalnesi.
Móðir Stefáns alþm. var Marselína,
dóttir Páls, b. á Brettingsstöðum í Flat-
eyjardal, bróður Vilhjálms, afa Thors
Vilhjálmssonar rithöfundar, föður
Örnólfs forsetaritara. Annar bróðir
Páls var Hallgrímur, langafi Herdísar,
móður Hallmars Sigurðssonar, fyrrv.
leikhússtjóra. Systir Páls var Valgerð-
ur, amma Valtýs Péturssonar listmál-
ara. Páll var sonur Guðmundar, b. á
Brettingsstöðum Jónatanssonar. Móð-
ir Guðmundar var Karítas Pálsdóttir,
timburmanns Sigurðssonar, bróður
Valgerðar, móður Þuríðar, ættmóður
Reykjahlíðarættar. Móðir Marselínu
var Sigurbjörg, systir Helgu, ömmu
Thors Vilhjálmssonar. Sigurbjörg var
dóttir Ísaks, b. á Auðbjargarstöðum í
Kelduhverfi Sigurðssonar, b. í Brekku-
koti Guðbrandssonar, b. í Sultum
Pálssonar, bróður Þórarins, afa Ólaf-
ar, langömmu Bjarna Benediktsson-
ar forsætisráðherra, og Sveins Bene-
diktssonar, afa Bjarna Benediktssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins. Ólöf
var einnig langamma Guðmundar
Benediktssonar ráðuneytisstjóra. Syst-
ir Guðbrands var Ingunn, langamma
Sveins, ættföður Hallbjarnarstaðaætt-
ar, afa Kristjáns Fjallaskálds.
Sólveig var dóttir Halldórs, sjó-
manns í Hnífsdal og Hafnarfirði, bróð-
ur Margrétar, ömmu Halldórs Blön-
dal alþingisforseta, og bróður Sigríðar,
ömmu Styrmis Gunnarssonar, fyrrv.
ritstjóra Morgunblaðsins. Halldór var
sonur Auðuns, b. á Svarthamri í Álfta-
firði Hermannssonar, b. á Vífilsmýri
Jónssonar. Móðir Hermanns var Her-
dís Árnadóttir, b. í Dalshúsum Bárðar-
sonar, ættföður Arnardalsættar Illuga-
sonar.
Móðir Sólveigar var Margrét Ingi-
björg Þórðardóttir, b. í Stakkanesi
Gunnlaugssonar.
Heimir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Vesturbænum. Hann var í
Melaskóla og Hagaskóla og stundaði
nám við Kvennaskólann í Reykjavík,
stundaði þjálfaranám á vegum KSÍ
og lauk þar UEFA A-gráðu.
Heimir var verkstjóri í unglinga-
vinnunni á sumrin og starfaði hjá Ól-
afi Þorsteinssyni Heildverslun 1994-
2007.
Heimir hóf að æfa og keppa í
knattspyrnu með KR 1977, keppti í
öllum aldursflokkum félagsins og lék
með meistaraflokki 1986-98, lék með
ÍA 1998-99 og með FH 2000-2005.
Hann var aðstoðarþjálfari hjá FH
2006-2007 og hefur verið aðalþjálfari
meistaraflokks karla frá hausti 2007.
Heimir lék með unglingalands-
liðum Íslands og lék sex A-landsleiki.
Hann varð bikarmeistari með KR
1994 og 1995 og Íslandsmeistari með
FH 2004 og 2005.
Fjölskylda
Eiginkona Heimis er Áróra Hrönn
Skúladóttir, f. 5.10. 1970, kennari við
Salaskóla.
Sonur Heimis er Haukur Heimis-
son, f. 30.4. 1988.
Fóstursonur Heimis og sonur Ár-
óru er Rögnvaldur Skúli Árnason, f.
1.11. 1989.
Synir Heimis og Áróru eru Baldur
Búi Heimisson, f. 20.2. 1997; Hilmir
Freyr Heimisson, f. 4.8. 2001.
Bróðir Heimis er Ólafur Örvar
Guðjónsson, f. 30.9. 1971, tölvunar-
fræðingur í Kópavogi.
Foreldrar Heimis eru Guðjón Ind-
riðason, f.31.12. 1937, d. 15.10. 2004,
vélstjóri í Reykjavík, og Elva Ólafs-
dóttir, f. 13.3. 1932, fyrrv. starfsmaður
Símans.
Heimir heldur upp á afmælið í
sumar.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra íslendinga. lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
40 ára á föstudag
Heimir Guðjónsson
þjálfari meistaraflokks karla hjá fh
70 ára á laugardag