Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 8
föstudagur 3. apríl 20098 Fréttir Gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóða verkalýðshreyfingarinnar hefur farið hátt undanfarið. Ragnar Þór Ingólfsson er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þá opinskátt. Í kjölfarið fékk eiginkona hans sms frá nafn- lausum aðila sem var ósáttur við umfjöllun Ragnars. Fyrir áratug vakti doktor Herdís Dröfn Baldvinsdóttir athygli á tengslum verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins en var þögguð niður af verkalýðsforkólfum. HÓTAÐ VEGNA LÍFEYRISSJÓÐA „Ég er með IP-töluna skráða í tölv- unni og fer með hana til lögreglunn- ar ef það verður framhald af svona áreiti,“ segir segir Ragnar Þór Ing- ólfsson, verslunarmaður og nýkjör- inn stjórnarmaður í VR. Hann hefur undanfarið vakið athygli á málefn- um lífeyrissjóðanna, meðal annars í Silfri Egils sem og á vefsíðu sinni. Margir fagna gagnrýni Ragnars á líf- eyrissjóðina en einn lesandi nýjustu veffærslu Ragnars um sjóðina var með ógnandi tilburði og setti sig í samband við eiginkonu Ragnars til að koma til hans skilaboðum. „Ég hugsaði mig um oftar en tvisv- ar áður en ég fór opinberlega í þessa gagnrýni. Ég var varaður við á sínum tíma, en ég er ekki hræddur við þessa menn sem ég er að berjast á móti,“ segir Ragnar. Í nýjustu færslunni beinir Ragn- ar gagnrýni sinni að Þorgeiri Eyj- ólfssyni, forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, og fjárfestingum sjóðsins sem Ragnar telur grunsam- legar. Fjöldi athugasemda birtist við færsluna og ritar þar meðal annars „Þórhallur“ nokkur sem lætur ann- ars ekki uppi nein deili á sér en kallar Ragnar „einfeldning“ sem fari með „samhengislaust rugl“ án þess þó að rökstyðja það frekar. Þórhallur ritar síðan að hann hafi ætlað að hringja í Ragnar en ekki fundið hann í símaskránni og þess í stað ákveðið að hafa samband við eiginkonu hans. Fór yfir strikið „Það kom sms frá ja.is til konunnar minnar. Þetta voru ekki beinar hót- anir en það er alveg klárt mál hver er tilgangurinn. Það er ekkert mál að ná í mig í síma. Þetta er bara gert til að draga umræðuna niður á eitt- hvað annað plan. Eins og staðan er í dag geri ég ekki greinarmun á því hvort þetta var djók eða einhver takt- ík. Þessi aðili hefur ekki haft samband við mig í síma,“ segir Ragnar. Hann ritaði í kjölfarið í at- huga- semdakerfið á vefsíðunni skilaboð til Þórhalls: „Þar sem þú tókst þá vafa- sömu ákvörðun að angra konuna mína vegna bloggskrifa minna hef ég ákveðið í fyrsta skipti síðan ég byrjaði á þessu að útiloka IP-töluna þína frá þessu bloggi og hika ekki við að kæra þig ef þú reynir eitthvað slíkt aftur. Ég hef aldrei farið í felur með mín- ar skoðanir og mun aldrei gera það,“ segir Ragnar. Hann segist hafa skrifað um 80 pistla um lífeyrissjóðina og geri sér grein fyrir að ekki séu allir sammála. „Þetta fór yfir strikið. Ég tek þessu samt með stóískri ró, enn sem komið er allavega,“ segir hann. Ragnar segist gera sér grein fyrir að þeir sem stjórna lífeyrissjóðunum hafi mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta og þar af leiðandi við því búið að menn þeim tengdir reyni að verja þá hagsmuni með því að þagga niður umræðuna. Þöggunartilburðir Opinber gagnrýni á stjórnun og fjár- hagsleg tengsl lífeyrissjóðanna er þó fjarri því ný af nálinni hér á landi. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir skrifaði doktorsritgerð sína í atvinnulífsfræð- um um þessi tengsl og þekkir hún þöggunartilburðina af eigin raun. „Mér fannst skjóta skökku við að að atvinnurekendur og atvinnulífshreyf- ingin sætu saman við stjórnborðið. Ég fann til dæmis dæmi þess að end- urskoðendur lífeyrissjóða voru einn- ig endurskoðendur hjá fyrirtækjum sem lífeyrissjóðirnir voru að fjárfesta í. Þetta kemur allt fram í ritgerðinni. Mér fannst þetta ekki geta haldið og setti mig í samband við Fjármála- eftirlitið sem gaf mér munnlegt svar um að þeir hefðu ekki vitað af þessu,“ segir Herdís. Hún veit hins vegar ekki til þess að Fjármálaeftirlitið hafi að- hafst neitt sérstaklega eftir ábend- ingar hennar. Herdís útskrifaðist árið 1998 frá Lancaster University í Englandi en hún vann að doktorsverkefninu í áraraðir. Hún rifjar upp að í kringum 1993 var hún stödd í boði þar sem hún hitti fyrir mann sem tengdist inn í lífeyrissjóðina. Hún sagði þar frá því að hún væri að skoða tengsl sjóð- anna við atvinnulífið og fékk að heyra það óþvegið frá manninum sem hún hafði aldrei hitt áður: „Hvað ert þú að skipta þér af því sem þér kemur ekki við, helvítis tussan þín!“ Herdís segir að henni hafi vit- anlega brugðið mjög við þetta. „En ég man að þetta gerði mig ennþá ákveðnari í að halda áfram,“ segir hún. Í doktorsritgerðinni komst Herdís að þeirri niðurstöðu að tengsl verka- lýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóða við íslenskt atvinnulíf valdi því að hagsmunir launafólks verði út und- an. Rökkuð niður Arnar Guðmundsson, þáverandi upplýsingafulltrúi ASÍ, ritaði tvær greinar í Morgunblaðið eftir að þar var fjallað um niðurstöður Herdísar. Arnar gagnrýndi harðlega rannsókn- ir Herdísar. „Það er forkastanlegt að bera á borð órökstudda sleggjudóma um orsakasamhengi þarna á milli og segja það niðurstöður virðulegr- ar rannsóknar frá erlendum háskóla. þau vinnubrögð eru mér áhyggju- efni,“ ritaði Arnar. Herdís segir að Arnar hafi hringt mikið í sig og í háskólann með sví- virðingar. Hún mætti síðan Ara Skúla- syni, þáverandi framkvæmdastjóra ASÍ, í viðtali á Rás 2 vegna málsins. „Hann var svo reiður. Ég kom með eintak af ritgerðinni og bauð hon- um en hann bara strunsaði út þegar viðtalið var búið og skellti á eftir sér hurðinni,“ segir hún. Herdíst segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti forsvarsmanna verka- lýðshreyfingarinnar. „Ég var rökkuð niður. Ég algjörlega brotnaði niður. Þessi árás var svo grimm að ég var hvekkt í marga mánuði á eftir,“ segir hún. Skömmu eftir útskrift var Herdís ráðin rannsóknarstjóri neytenda- mála á Norðurlöndum, en staðan er fjármögnuð af Norrænu ráðherra- nefndinni. Hún segist gjarnan hafa viljað halda áfram að rannsaka líf- eyrissjóðina en ekki getað það vegna tímaskorts. ASÍ tekur á málunum Sölvi Tryggvason sjónvarpsmað- ur hefur gefið í skyn að honum hafi verið hótað eftir að hann spurði Geir Haarde í desember um hvort hann vissi til þess að lífeyrissjóðsmönn- um hefði verið mútað. Þá var Sölvi einn af umsjónarmönnum Íslands í dag. „Eftir þetta viðtal fóru alls konar varðhundar af stað. Ég fékk fleiri en einn tölvupóst frá almannatengsla- skrifstofu, þar sem reynt var að „terr- orisera“ mig og fá mig til að hætta að fjalla um þessi mál,“ skrifar Sölvi á bloggsíðu sína 30. mars. Miðstjórn ASÍ hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem kemur fram að hún harmi þá gagnrýni sem komið hef- ur fram á störf lífeyrissjóðanna. ASÍ ætlar að taka af festu á málefnum líf- eyrissjóðanna og meðal annars óska eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni sérstaklega hvort lífeyrissjóðir hafi á undanförnum árum starf- að eftir lögum, samþykktum og fjárfest- ingarstefnu. Einnig verða sett- ar fram sem allra fyrst tillögur að siðareglum um fjárfest- ingar sjóð- anna. „Þessi árás var svo grimm að ég var hvekkt í marga mánuði á eftir.“ ERlA HlynSDóttIR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Vakti úlfúð doktor Herdís dröfn Baldvinsdóttir var þögguð niður af forsvarsmönnum verkalýðs- hreyfingarinnar þegar hún benti á hagsmunatengsl þeirra við atvinnulífið fyrir áratug. Varaður við ragnar Þór Ingólfsson var varaður við áður en hann hóf opinskáa gagnrýni sína á lífeyrissjóðina. Beinskeittur sölvi tryggvason hefur gefið í skyn að honum hafi verið hótað eftir umfjöllun um lífeyris- sjóðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.