Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 13
föstudagur 3. apríl 2009 13Fréttir skyldi selja hluti sína í Glitni daginn eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson, formaður bankaráðs Glitnis, gekk á fund Davíðs 25. október og tjáði seðlabankastjóranum að bankinn rambaði á barmi greiðsluþrots. Ekki var það til að draga úr tortryggn- inni að Seðlabankinn og stjórnvöld gerðu ekkert í málum Glitnis fyrr en 29. september, á fjórða degi frá því Þorsteinn Már fór á fund Davíðs. Loks var á það bent að Einar Sig- urðsson, sonur Guðbjargar, væri millistjórnandi hjá Glitni og kynni að búa yfir gagnlegum upplýsing- um. Gögn þau sem DV hefur und- ir höndum taka þó af öll tvímæli um að Kristinn ehf. átti samnings- bundinn rétt á því að selja hluta- bréfin með sérstakri innlausnar- tilkynningu sem bundin var við dagana 25. til 27. september, síð- ustu tvo virku dagana áður en bankahrunið hófst. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV leiddu grun- semdir um leka eða innherja- viðskipti til þess að Fjármálaeft- irlitið tók málið til rannsóknar. Það hefur hins vegar ekki leitt til neinna ráðstafana af hálfu FME og er að sjá sem málið sé úr sögunni af hálfu þess. Af fjölmiðlarekstri Óli Björn Kárason, Ágúst Einarsson, bróðir Sigurðar heitins og mágur Guðbjargar, og Einar Sigurðsson, sonur Guðbjargar, stofnuðu félag um rekstur gamla DV árið 2001. Blaðið undir stjórn Óla Björns varð gjaldþrota 2003. Um þetta bloggaði meðal annars Jónas Kristjánsson eftirfarandi: „Verðið var milljarð- ur, enda hafði blaðið skilað hagn- aði árum saman. Óli Björn keyrði það hins vegar í gjaldþrot á tæpu ári. Guðbjörg tapaði hlutafénu og Landsbankinn tapaði enn meira.“ Sagan segir að þegar Guðbjörgu barst til eyrna að gamla DV ætti ekki lengur fyrir launum hafi hún opn- að sjóði sína og séð til þess að allir fengju laun sín greidd. Aldrei mætti það spyrjast um fjölskylduna, þar á meðal soninn Einar, að hún stæði ekki við grundvallarskuldbindingar. Gráglettin örlög haga því svo að Guðbjörg Matthíasdóttir, sem með heppni aldarinnar losaði 3,5 millj- arða undan gjaldþroti Glitnis, er nú orðin stærsti hluthafinn í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Eftir bankahrunið varð Árvakur að ein- um þyngsta bagga nýja Glitnis og síðar Íslandsbanka, en allt hluta- fé Árvakurseigenda var strikað út eftir að bankarnir hrundu. Skuld- ir Morgunblaðsútgáfunnar höfðu hlaðist upp með miklum taprekstri undangengin misseri og námu um eða yfir 5 milljörðum króna. Mestar voru þær hjá Glitni eða um 80 pró- sent þeirra. Samkvæmt heimildum DV af- skrifa Landsbankinn og Glitnir/Ís- landsbanki að minnsta kosti þrjá milljarða króna af skuldum Árvak- urs en það er það verð sem ríkis- bankarnir greiða fyrir að losna und- an rekstri Morgunblaðsins. Góðir meðreiðarsveinar Stjórnarformaður hins endurreista Árvakurs er Sigurbjörn Magnússon, lögfræðingur Guðbjargar. Sigur- björn er gegnheill sjálfstæðismaður og var meðal annars framkvæmda- stjóri þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins 1985 til 1990. Nýr framkvæmdastjóri Árvakurs er Óskar Magnússon sem titlaður er útgefandi. Hann er einnig úr hirð Guðbjargar því Óskar varð forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar hf. árið 2005 en lét af störfum eftir að Guð- björg seldi hlut sinn í TM í skiptum fyrir hlutabréf í Glitni. „Við höfum engin áform um mannabreytingar á Morgunblaðinu,“ sagði Óskar í sam- tali við DV í lok febrúar þegar ljóst var hverjir hefðu boðið best í Árvak- ur. Aðspurður hvort Davíð Odds- son muni taka við ritstjórastólnum sagði Óskar: „Hann yrði örugglega mjög góður ritstjóri.“ Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son hefur komið víða við en hefur tekið þátt í að stýra auðæfum Guð- bjargar mörg undanfarin ár. Hann er nú stjórnarformaður Ísfélagsins og bar meðal annars ábyrgð á því að reka helstu stjórnendur félags- ins á dögunum eftir að þeir höfðu tapað hundruðum milljóna króna í framvirkum gjaldeyrissamningum. Gunnlaugur var stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar í nokkur ár og var kjörinn stjórnarformaður ársins 2006 en hann hafði þá gegnt þeirri stöðu í fjögur ár hjá trygginga- félaginu. Gunnlaugur er handgenginn Davíð Oddssyni og stóð vaktina fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn sem formaður útvarpsráðs frá miðjum tíunda ára- tugnum þar til útvarpsráð var lagt niður 2007. Peningar Guðbjargar til bjargar Víst þykir að í kröggum Morgun- blaðsins og bankanna hafi Gunn- laugur Sævar, Óskar, Sigurbjörn, Styrmir Gunnarsson, Davíð Odds- son og fleiri dyggir sjálfstæðismenn lagt á ráðin um það hvernig halda mætti yfirráðum yfir útgáfu Morg- unblaðsins úr því sjálfur Björgólfur Guðmundsson og gömlu hlutirn- ir í útgáfunni höfðu verið strikaðir út. Minnast menn þungrar áherslu Davíðs á það hversu afdrifaríkt það gæti verið ef völd yfir fjölmiðlum þjöppuðust saman í höndum fárra auðmanna. Á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins um síðustu helgi hafði Davíð orð á því að synjun fjölmiðla- laganna árið 2004 hefði verið einn afdrifaríkasti afleikur þjóðarinnar á síðari árum og átt þátt í hruninu. Ljóst má vera að með framgöngu aðstoðarmanna Guðbjargar M. Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum hefur fjármagn hennar ráðið úrslit- um um að útgáfa Morgunblaðsins verður áfram í höndum sjáflstæðis- manna. Strangheiðarleg sómakona skjöl sem dV hefur undir höndum sýna að guðbjörg M. Matthíasdóttir, athafnakona úr Vestmannaeyjum, gat selt hlutabréf í glitni nákvæmlega síðasta dag fyrir bankahrun samkvæmt samningi. Hér er hún fyrir miðju. Heppnasta kona Hrunsins Aldrei mætti það spyrj- ast um fjölskylduna, þar á meðal soninn Ein- ar, að hún stæði ekki við grundvallarskuld- bindingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.