Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Blaðsíða 25
föstudagur 3. apríl 2009 25Helgarblað sviðinu. Það fólk sem nú er í forystu- sveitinni vill nálgast málin með öðr- um hætti – og ég skynja hvarvetna góðar undirtektir. Framsókn hefur á síðustu misserum farið í gegnum þann hreinsunareld sem flokknum var mikilvægur og nú skynja ég nýtt upphaf.“ Dýralæknir eins og Árni Meðal Sunnlendinga hefur dýra- læknirinn Sigurður Ingi á stundum verið lagður að líku við kollega sinn, Árna M. Mathiesen. Sá gefur ekki kost á sér til endurkjörs í Suðurkjör- dæmi, dró framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til baka þegar hann skynjaði dræmar undirtektir. Ýmsum hefur þótt Árna hafa verið mislagðar hendur í bankahruninu og kjölfar þess og hefur þingmannsefni framsóknarmanna af þeim sökum verið lagt til lasts að vera dýralækn- ir. Sigurður Ingi segist þekkja þennan orðróm og hafa ýmsar glósur fengið að undanförnu. Þær séu væntanlega þó meira settar fram í gamni en al- vöru. „Án þess að ég sé að kveinka mér nokkuð finnst mér ekki sanngjarnt að setja hlutina fram með þessum hætti. Þetta er hótfyndni. Ég hef alltaf lit- ið svo á að dýralækningar séu mjög hagnýt menntun enda hafa þeir sem leggja fræðin fyrir sig komið að ýms- um störfum, eins og dæmin sanna. Annars er það svo að pólítísk gagn- rýni vill í dag verða svolítið hömlulaus og lítt málefnaleg. Einhverjir veltu því upp á dögunum hvort jarðfræðing- ur eða dýralæknir væri betri í emb- ætti fjármálaráðherra og hvort leik- ari gæti sinnt umhverfisráðuneytinu. Mér finnst miður þegar svona er tal- að. Með þessu er bæði verið að gera lítið úr menntun fólks og eins því að það eru í raun persónulegir eiginleik- ar sem ráða einna mestu um hvernig stjórnmálamanninum tekst upp. Þú þarft að skynja þarfir fólksins og hafa þá verkhyggju að sjá hvernig koma skal brýnum hlutum í framkvæmd. Eins og málum er komið í dag er hins vegar erfitt fyrir þá sem fara með lög- gjafarvaldið að lofa neinum miklum framkvæmdum, þótt nauðsynlegar séu. Í rauninni er miður að opinber- um aðilum hafi í góðæri síðustu ára ekki tekist að safna einhverjum fjár- munum í hlöður svo hægt væri að fara í þau verkefni sem aðkallandi eru, meðal annars til atvinnusköp- unar.“ Útgönguleiðir mikilvægar Þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi í íslensku efnahagslífi segir Sigurður Ingi að hafi hitt bændur jafnilla fyr- ir og alla aðra. Fjölmargir bændur, meðal annars á Suðurlandi, hafi á síð- ustu árum farið út í mikla uppbygg- ingu og fjárfestingar, meðal annars fyrir erlent fé. Óhagstætt gengi krón- unnar og háir vextir af þeim sökum hafa hitt marga illa fyrir – svo í óefni stefnir. Mikilvægt sé að bregðast við stöðu þessa hóps rétt eins og annarra þeirra sem orðið hafa fyrir búsifjum í kreppunni að undanförnu. „Í núverandi stöðu er mikilvægt að lækka vexti og finna einhverjar útgönguleiðir fyrir bændur rétt eins og aðra sem eru fastir í gildru mynt- körfulána. Atvinnulífið þarf að vera sjálfbært. Við náum okkur seint eða aldrei út úr yfirstandandi þrenging- um ef ríkið verður í aðalhlutverki í öllum atvinnurekstri, hvort sem það eru flugfélög, bílaumboð, bygginga- fyrirtæki og svo framvegis. Sama gild- ir um landbúnaðinn. Í tímans rás hefur íslenskur landbúnaður byggst á fjölskyldubúunum sem ég tel að flestu leyti mjög góðar rekstrarein- ingar. Það er engum greiði gerður ef ríkisbankarnir yfirtaka skuldusettan búrekstur í stórum stíl. Íslensk þjóð- arsál leyfir ekki að hér séu rekin ein- hvers konar samyrkjubú eða ríkisbú.“ Rimpaði félagann saman Sigurður Ingi og fjölskylda hans búa í dag á bænum Syðra Langholti í Hruna- mannahreppi og eru með hross, hund og nokkra ketti. „Ætli slíkur smábú- skapur sé ekki nokkuð það sem telja má dæmigert fyrir dýralækni. Við erum með skepnurnar okkur helst til gam- ans og ein helsta skemmtun mín er að fara í góðar hestaferðir á sumrin. Í slík- um ferðum er sjúkrakassi fyrir hross- in að sjálfsögðu meðferðis. Reyndar hefur sá kassi einnig komið ferðafé- lögunum vel og hef ég þurft að sauma saman skurð á ferðafélaga enda langt í aðra viðurkenndari læknisþjónustu. Saumaskapurinn gekk vel og ferðinni að sjálfsögðu haldið áfram. Hann ber að minnsta kosti engin ör eftir aðgerð- ina. Í dýralækningum koma annars oft upp skemmtileg mál sem þarf að leysa úr. Líklega er með eftirminni- legri vitjunum mínum skoðun á mús sem var með jafnvægistruflun, mér er nefnilega meinilla við mýs og sem bet- ur fer er þetta í eina skiptið sem ég hef þurft að framkvæma læknisskoðun á slíku kvikindi. Eina jólanóttina gerði ég keisaraskurð á smátík sem var kom- in að goti. Það fylgdi ákveðin jólagleði að hjálpa sprækum hvolpi í heiminn. Af þessu má ráða að ég hef verið í afar skemmtilegu starfi. En nú er það pólít- íkin og ég hlakka til að takast á við þau viðfangsefni sem þar bíða þó verkefn- in séu risavaxin. En ætli ég titli mig samt ekki áfram sem dýralækni í síma- skránni.“ Sigurður Bogi Sævarsson Foreldramissirinn óskaplegt högg Sigurður Ingi Jóhannsson Er dýralæknir og býður sig fram fyrir framsókn. PÁSKA Á HÓTEL STYKKISHÓLMI Gisting 2 nætur í tveggja manna herbergi. Glæsilegt Páskahlaðborð Sunnudag. Morgunmatur innifalinn báða daga. aðeins 12.350 kr.* HRINGHOTELS.IS Snjósleðaferðir frá Arnarstapa um páskana á Snæfellsjökul. NOTARLEGA SKEMMTILEGA UPPLIFÐU LADDI um páskana laugardagskvöldið 11. apríl kl.20.00 Miðaverð 2.900 Kr. * Per mann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.