Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 34
FÖSTUDAGUR 3. ApRíl 200934 Helgarblað
HIN HLIÐIN
Langar á trúnó
með Davíð Oddssyni
Nafn og aldur?
„Ásgeir Erlendsson, 20 ára.“
Atvinna?
„Sjónvarpsmaður.“
Fjöldi barna?
„Engin.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Já, ég átti einu sinni páfagauk sem var
alveg ofboðslega taugaveiklaður. Kunni
ekki að fljúga og ég gafst mjög fljótt
upp. Það er langt þangað til ég geri mér
ferð í dýrabúðina aftur. “
Hvaða tónleika fórst þú á síðast?
„Ég fór á minningartónleikana um Vil-
hjálm Vilhjálmsson og þeir voru stór-
kostlegir.“
Hefur þú komist í kast við lögin?
„Ekki enn.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín og af
hverju?
„Hvíti Roger Whitaker-jakkinn minn
sem ég keypti fyrir tveimur árum og
hef aldrei farið í. Er að bíða eftir rétta
augnablikinu.“
Hefur þú farið í megrun?
„Nei, sem betur fer ekki.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mót-
mælum?
„Ég fór eins og flestir í janúar til að fylgj-
ast með.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Já, ég geri það. Ég held að það hljóti
að vera eitthvað sem tekur við.“
Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir
að hafa haldið upp á?
„Ég hækkaði alltaf eilítið og söng með
þegar væmnasta lag allra tíma hljóm-
aði í útvarpinu, I Don’t Wan’t to Miss
a Thing.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Can‘t Walk Away með Herberti Guð-
mundssyni.“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Ég hlakka til að borða hreindýraborg-
ara og sjá Lagarfljótið í ferð minni til
Egilsstaða.“
Hvaða mynd getur þú horft á aftur og
aftur?
„Ég get horft aftur og aftur á tímamóta-
myndina Með allt á hreinu. Ástæðan
er sú að ég og pabbi horfðum oft á hana og
hún er ótrúlega fyndin og skemmtileg.“
Afrek vikunnar?
„Að hafa komist áfallalaust í gegnum
hana.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei, ég er ekki viss hvort ég myndi þora að
láta spá fyrir mér.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Nei, ég hef samt alltaf viljað læra á gítar.
Læt einhvern tímann verða af því.“
Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið?
„Nei.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að eiga góða fjölskyldu og vera hamingju-
samur.“
Hvaða íslenska ráðamann myndir þú vilja
hella fullan og fara á trúnó með?
„Davíð Oddsson. Ég held að hann sé mjög
skemmtilegur í glasi.“
Hvaða fræga einstakling myndir þú helst
vilja hitta og af hverju?
„Barack Obama. Ástæðan er einföld. Hann
er forseti Bandaríkjanna og örugglega
mjög skemmtilegur maður.“
Hefur þú ort ljóð?
„Ekki nýlega. Ætti kannski að fara að gera
meira af því.“
Nýlegt prakkarastrik?
„Fór framhjá handritinu í vinsælum spurn-
ingaþætti.“
Ertu með einhverja leynda hæfileika?
„Ég hef mjög gaman af því að reyna að
herma eftir fólki. Kannski svolítið langsótt
að tala um þetta sem hæfileika en ég hef
gaman af því að reyna.“
Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Nei.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn?
„Þingvellir að sumarlagi eru ótrúlega flott-
ur staður.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en
þú ferð að sofa?
„Slekk ljósin.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Þetta reddast. Sá frasi mun koma okkur út
úr kreppunni.“
Ásgeir erlendsson starfar sem íþróttafréttamaður Á rÚV og er fyrsti
karlkyns stigaVörðurinn í gettu betur, spurningakeppni framhaldsskóla.
hann Átti eitt sinn taugaVeiklaðan pÁfagauk og Viðurkennir að lagið Can‘t
Walk aWay með herbert guðmundssyni kVeiki í honum.
mynd heiða helgadóttir
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
Bæjarflöt 8E · 112 Reykjavík
SÍMI: 567 4262 · GSM: 893 3236
FAX: 567 4267 · sagtaekni@sagtaekni.is
www.sagtaekni.is
STEYPUSÖGUN
KJARNABORUN
MÚRBROT
Sími: 567 4262
sagtaekni@sagtaekni.is · www.sagtaekni.is
... á Dalveg 16a
Sími: 554 3430
Erum fluttir...