Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 10
föstudagur 3. apríl 200910 Fréttir
Samkvæmt síðustu skoðanakönnun
Capacent, sem kynnt var á fimmtu-
dag, næði ekkert af nýju framboð-
unum inn manni á Alþingi. O-listi
Borgarahreyfingarinnar mældist
með þriggja prósenta fylgi og L-listi
fullveldissinna 1,5 prósenta fylgi.
Frjálslyndi flokkurinn sem hefur set-
ið á Alþingi síðan árið 1999 fékk hins
vegar einungis 1,4 prósenta fylgi.
Í samtali við DV segir Guðni Th.
Jóhannesson sagnfræðingur að nýju
framboðin þurfi að gefa vel í ef þau
ætla sér að ná inn á þing. Til að fá
jöfnunarsæti á Alþingi þarf sam-
kvæmt 31. grein stjórnarskrárinnar
að ná fimm prósent af gildum at-
kvæðum af landinu öllu.
Á brattann að sækja
Þrátt fyrir að mönnum hafi verið tíð-
rætt um fjórflokkinn er staðreynd-
in sú að allt frá 1983 hafa alltaf eitt
eða tvö framboð að auki átt sæti á
þingi, eða allt frá því Kvennalistinn
og Bandalag jafnaðarmanna hlutu
þingsæti.
„Þau framboð sem hafa náð
einhverjum árangri eru nú síðast
Frjálslyndi flokkurinn og Kvenna-
listinn. Þau sýndu hvað hægt er að
gera. Miðað við skoðanankannan-
ir virðast nýju hreyfingarnar eiga á
brattann að sækja. Borgarahreyfing-
in virðist þó eiga mesta möguleika,“
segir Guðni.
Borgarahreyfingin þarf þó að
bæta verulega við sig til að ná þeim
fimm prósentum sem þarf. „Það er
tæpur mánuður til stefnu. Ef þeir
spila þetta skynsamlega er aldrei
að vita nema að hið ótrúlega gerist
að hún nái inn manni,“ segir hann.
Hinir eigi hins vegar lítinn mögu-
leika.
Guðni telur að nú þegar bús-
áhaldabyltingin sé að mestu yfir-
staðin sé einfaldlega ekki nógu mikið
af fólki sem sé tilbúið að styðja nýja
hreyfingu. „Þeir sem vilja breytingu
virðast frekar vilja styðja áframhald-
andi vinstri stjórn með því að kjósa
Samfylkinguna eða vinstri græna.
Síðan eru margir sem meta það
þannig að þeir vilji styðja nýja hreyf-
ingu en vilji ekki henda atkvæði sínu
á glæ,“ segir hann.
Átök í fjórflokkakerfinu
Guðni segir að bæði Borgaraflokkur
Alberts Guðmundssonar árið 1987
og Bandalag jafnaðarmanna árið
1983 undir forystu Vilmundar Gylfa-
sonar hafi verið klofningsframboð.
Borgarahreyfingin sé hins vegar eitt-
hvað allt annað. „Borgarahreyfingin
er enginn venjulegur stjórnmála-
flokkur. Hann er afl sem er búið til
í þeim tilgangi að bylta. Í rauninni
framhald af búsáhaldabyltingunni.
Í friðsömum tilgangi auðvitað. Þeir
eru fyrir utan þetta hefðbundna pól-
itíska flokkakerfi,“ segir Guðni. Ef
það eigi að líkja þeim við eitthvað
væri það helst Kvennalistinn.
Að sögn Guðna hafa alltaf verið
svokölluð örframboð sem hafa reynt
að komast á þing en gengið misvel.
Róttækir vinstriflokkar og Þjóðar-
flokkinn – Flokk mannsins má taka
sem dæmi en sá flokkur bauð sig
fram í alþingiskosningunum árið
1991. Hann telur að Borgarahreyf-
ingin verði ekki í þessum flokki. Auk
þess sé nokkur samlíking með Borg-
arahreyfingunni og Íslandshreyfing-
unni sem kom næstum manni inn á
þing í síðustu kosningum árið 2007.
Fyrstu Facebook-
kosningarnar
Nýju framboðin hafa ekki hlotið
mikið fylgi í síðustu skoðanakönn-
unum. Guðni segir að þetta séu
fyrstu kosningarnar þar sem netið
getur virkilega skipt sköpum. „Þetta
eru fyrstu Facebook-kosningarn-
ar og þar sem virkilega er hægt að
virkja netið. Þar ætti helst að vera
hægt að ná til yngri kjósenda. Þessi
framboð hafa ekki fjárhagslegt bol-
magn til að fara í kostnaðarsama
kosningabaráttu. Það væri frekar
með grasrótarvinnu, blaðaskrifum
og fundahöldum. Þeirra möguleiki
er að hamra á því að þau séu allt allt
öðruvísi en allir hinir. Komi fersk
inn og komi sterk inn í hruninu. Þau
vilja ekki að gömlu flokkarnir hangi
á valdinu.“
Hann telur að skortur á fjármagni
eigi ekki að hamla nýju framboðun-
um. „Ef þau ætla að ná árangri verða
þau að gera eitthvað öðruvísi. Þau
þurfa nýjar lausnir,“ segir hann.
Guðni telur litlar líkur á að Frjáls-
lyndi flokkurinn nái inn manni
nema þá helst að Guðjón Arnar nái
inn í Norðvesturkjördæmi. Kvóta-
kerfið brenni þó ennþá á mörgum
en Frjálslyndi flokkurinn hafi ein-
faldlega skotið sig í fótinn. „Flokk-
urinn er afskaplega sundurleit
hjörð með alls kyns fólk
innanborðs með alls
kyns sjónarmið.
Það er ekki hægt að halda áfram
með svoleiðis hjörð endalaust,“ seg-
ir hann.
Lítið um Evrópuumræðu
Hann segir að engar sérstakar að-
stæður á undanförnum 25 árum
hafi skapað nýjum framboðum betri
skilyrði en eitthvað annað. Það hafi
til dæmis einungis verið tilviljun að
árið 1983 komu upp tvö framboð
sem náðu góðu kjöri. Þá fékk Banda-
lag jafnaðarmanna fjóra þingmenn
og Kvennalistinn þrjá þingmenn.
Hið sama eigi við um Borgaraflokk-
inn árið 1987.
„Vissulega er hægt að segja að
það hafi verið ákveðin undiralda
fyrir kvenréttindum sem hjálpaði
Kvennalistanum. Síðan eru innri
átök í fjórflokkakerfinu. Annars veg-
ar Vilmundur og hins vegar Albert.
Borgarahreyfingin er hins vegar af-
sprengi þeirrar mótmælaöldu sem
var í vetur. L-listinn er afsprengi
Evrópuumræðunnar og selur
sig sem flokk sem vill alls
ekki ganga í Evrópu-
sambandið,“ seg-
ir Guðni. Hann
segir að Evrópu-
umræðan hafi
ekki áður ver-
ið höfuðmál í
kosingabar-
áttunni. Sem
dæmi hafi lítið
verið rifist um
afstöðu flokk-
anna til EES-
samningsins
fyrir kosning-
arnar árið
1991.
Frjálslyndi flokkurinn
Sverrir Hermannsson stofnaði
Frjálslynda flokkinn árið 1998.
Sverrir komst upp á kant við Sjálf-
stæðisflokkinn eftir að hann var
rekinn úr starfi bankastjóra Lands-
bankans um páskaleytið 1998 ásamt
Björgvini Vilmundarsyni og Halldóri
Guðbjarnarsyni. Í þingkosningum
árið 1999 fékk Frjálslyndi flokkur-
inn 4,2 prósent atkvæða og tvo þing-
menn kjörna. Flokkurinn fékk lang-
mest fylgi á Vestfjörðum eða 17,7
prósent. Sverrir Hermannsson varð
þingmaður fyrir Reykjavík 69 ára
gamall og var aldursforseti það kjör-
tímabil. Guðjón Arnar Kristjánsson
varð þingmaður fyrir Vestfirðinga en
hann hafði líkt og Sverrir sagt sig úr
Sjálfstæðisflokknum.
Í alþingiskosningunum árið 2003
fékk Frjálslyndi flokkurinn 7,4 pró-
sent atkvæða og fjóra þingmenn
kjörna. Guðjón Arnar Kristjánsson
og Sigurjón Þórðarson urðu
þingmenn fyrir Norð-
vesturkjördæmi,
Gunnar Örlygs-
son fyrir Suðvest-
urkjördæmi og
Magnús Þór
Hafsteinsson
fyrir Suður-
kjördæmi.
Gunnar Ör-
lygsson sagði
sig síðan úr
flokknum árið
2006 og gekk
til liðs við Sjálf-
stæðisflokkinn.
Hann lenti síðan
neðarlega á lista
í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins
í Suðurkjördæmi
og datt út af
þingi.
Í alþingiskosningunum árið 2007
fékk Frjálslyndi flokkurinn 7,3 pró-
sent atkvæða og aftur fjóra þing-
menn kjörna. Guðjón Arnar Krist-
jánsson og Kristinn H. Gunnarsson
urðu þingmenn Norðvesturkjör-
dæmis en Kristinn hafði þá nýverið
yfirgefið Framsóknarflokkinn eftir
að hafa lent í þriðja sæti í prófkjöri
flokksins í sama kjördæmi. Grétar
Mar Jónsson varð þingmaður Suð-
urkjördæmis og Jón Magnússon
þingmaður Reykvíkinga.
Aðrir flokkar
Kvennalistinn var stofnaður árið
1983. Þrjár konur náðu inn á þing
fyrir flokkinn árið 1983 en þá fékk
flokkurinn 5,5 prósent atkvæða. Í
kosningum árið 1987 fékk flokk-
urinn 10,1 prósent atkvæða og sex
konur komust þá á þing. Árið 1991
fékk flokkurinn 8,3 prósent atkvæða
og komust þá fimm konur á þing.
Árið 1995 fékk flokkurinn 4,9 pró-
sent atkvæða og þrjár konur á þing.
Kvennalistinn sameinaðist síðan Al-
þýðuflokknum og Alþýðubandalag-
inu árið 1998 og mynduðu flokkarn-
ir þá Samfylkinguna.
Bandalag jafnaðarmanna var
stofnað í árslok 1982 af Vilmundi
Gylfasyni eftir að hann sagði sig úr
Alþýðuflokknum. Bandalag jafn-
aðarmanna fékk fjóra þingmenn í
alþingiskosningum árið 1983. Vil-
mundur fyrirfór sér sama ár. Flokk-
urinn lifði ekki lengi og árið 1986
gengu þrír þingmenn flokksins til
liðs við Alþýðuflokkinn og einn til
Sjálfstæðisflokksins.
Albert Guðmundsson stofnaði
Borgaraflokkinn árið 1987 eftir að
hann hafði blandast í Hafskipsmál-
ið og var gert að segja af sér embætti
iðnaðarráðherra fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Borgaraflokkurinn náði
sjö þingmönnum í kosningunum
árið 1987. Flokkurinn komst síðan
í ríkisstjórn árið 1989 ásamt Fram-
sóknarflokknum, Alþýðuflokknum
og Alþýðubandalaginu. Flokkurinn
bauð síðan fram árið 1991 en náði
ekki inn manni og var lagður niður
nokkrum árum síðar.
Jóhanna Sigurðardóttir og Ág-
úst Einarsson stofnuðu Þjóðvaka
og buðu fram í kosningunum árið
1995. Þjóðvaki fékk þá 7,2 prósent
atkvæða og náði fjórum þingmönn-
um. Flokkurinn sameinaðist síðan
Samfylkingunni árið 1998.
Jón Magnússon stofnaði Nýtt afl
árið 2002 og bauð fram í kosning-
um árið eftir en náði litlu sem engu
fylgi. Flokkurinn sameinaðist síð-
an Frjálslynda flokknum árið 2006
og komst Jón inn á þing árið 2007.
Hann gekk síðan til liðs við Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir stuttu. Hann
náði hins vegar ekki að vera á með-
al tólf efstu í prófkjöri flokksins í
Reykjavík.
Ómar Ragnarsson stofnaði Ís-
landshreyfinguna árið 2007 og fékk
til liðs við sig Margréti Sverrisdótt-
ur úr Frjálslynda flokknum og Jakob
Frímann Magnússon. Flokkurinn
fékk 3,3 prósent fylgi í kosningun-
um 2007 og náði ekki manni á þing.
Nýju framboðiN
þurfa að gefa í
Nú eru rúmar þrjár vikur til alþingiskosninga. Nokkur ný framboð hafa komið fram en samkvæmt
skoðanakönnunum virðist ekkert þeirra ætla að ná inn manni á þing. DV ræddi við Guðna Th. Jóhann-
esson sagnfræðing um möguleika þeirra út frá sögunni.
AnnAs siGmundsson
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Afsprengi búsáhaldabyltingarinnar Borgara-
hreyfingin var stofnuð á grunni búsáhaldabylting-
arinnar. Hún mælist stærst litlu framboðanna en
þarf enn að bæta við sig fylgi til að vinna þingsæti.
Erfið staða frjálslyndi
flokkurinn hefur sjaldan
ef nokkru sinni mælst
minni en þessa dagana.