Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 6
föstudagur 3. apríl 20096 Fréttir Sandkorn n Kosningabaráttan er komin í gang og ekki seinna vænna enda aðeins um þrjár vikur til kosn- inga. Netið er óspart notað og hefur vakið athygli leikur á Face- book sem virðist eiga að auð- velda fólki að komast að niðurstöðu um hvaða flokk það eigi að kjósa. Þó ber svo við að ótrúlegustu menn hafa orðið þess varir að svör þeirra leiða þá alltaf að Sjálfstæðisflokknum. Virðist því svo vera að þeir sem settu upp leikinn Alþingiskosning- ar 2009 séu afskaplega hrifnir af Sjálfstæðisflokknum enda þurfa svörin að vera ansi mikið út úr kú til að þátttakendur teljist ekki eiga mesta samleið með Bjarna Bene- diktssyni og félögum í Sjálfstæð- isflokknum. n Nú er ljóst hverjir sækja um stöðu seðlabankastjóra og að- stoðarseðlabankastjóra. Má þar finna nöfn sumra af þekktari hag- fræðingum landsins en ljóst er að einhverjum þætti betra að fleiri konur hefðu sótt um seðlabanka- stjórastöðuna sjálfa. Aðeins ein kona er í hópi átta umsækjenda um starfið en það er Rannveig Sigurðardóttir. Annars vekur athygli að Már Guðmundsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur bankans, er meðal umsækjenda og kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Hins vegar getur verið að rifjist upp að sumum þótti í fyrstu út- gáfu nýju laganna um yfirstjórn Seðlabankans að hæfniskröfurn- ar væru sniðnar að honum. n Annars er mikið mannaval í boði fyrir val á næsta seðlabanka- stjóra. Auk Más og Rannveig- ar eru Arnór Sighvatsson, sem nú er aðstoðarseðlabankastjóri tímabund- ið, Ásgeir Jónsson, Jó- hann Rúnar Björgvins- son, Tryggvi Pálsson, Yngvi Örn Kristinsson og Þorvald- ur Gylfason meðal umsækjenda. Víst má telja að augu margra eigi eftir að beinast að Þorvaldi Gylfasyni sem lengi kvartaði undan hagstjórn hér á landi fyrir daufum eyrum og sætti mikilli gagnrýni. Eins víst þykir þó að aðrir kynnu að eiga erfitt með að sætta sig við hann, ekki síst sjálfstæðismenn sem hafa fundið honum ýmislegt til for- áttu. Mestir þykja þó möguleikar Más, Arnórs og Yngva Arnar sem þó geldur kannski fyrir að hafa starfað í Landsbankanum. Erum með Simmons skíði undir flestar gerðir af vélsleðum. Simmons skíðin eru tveggja kylja og fljóta alveg einstaklega vel. Erum með trillur undir vélsleða. Erum með orginal Yamaha varahluti, reimar, meiðar og olíur Yamalube. Stórhöfða 35 - 110 Rvk. Uppl. í s. 587 2470 SPARISJÓÐSSTJÓRINN VAR Í LYKILSTÖÐU Geirmundur Kristinsson, sparisjóðs- stjóri í Sparisjóðnum í Keflavík og fyrrverandi stjórnarformaður banka- ráðs Icebank, síðar Sparisjóðabank- ans, var í lykilstöðu í lánveitingum til hluthafa í einkahlutafélaginu Suður- nesjamönnum sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði. En Sparisjóðurinn í Keflavík átti hlut í Suðurnesjamönn- um. Geirmundur segist þó alltaf hafa vikið sæti af bankaráðsfundum Ice- bank þegar mál tengd Sparisjóðnum í Keflavík komu til tals. Sparisjóðurinn í Keflavík var einn af stærstu hluthöfunum í Suðurnesja- mönnum og fékk dótturfélag Suður- nesjamanna, SM 1, þriggja milljarða króna kúlulán frá SPRON til að kaupa hlutabréf í Icebank og tveggja millj- arða króna kúlulán frá Icebank til þess að kaupa stofnfjárbréf í Spari- sjóðnum í Keflavík. Skuldir Suður- nesjamanna við fjármálafyrirtæk- in tvö eru því í heildina að minnsta kosti um fimm milljarðar króna en Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Sparisjóðabankans og SPRON í síð- ustu viku. Geirmundur beggja vegna borðsins Geirmundur hefur því setið í stjórn Icebank þegar ákvörðun var tek- in um að veita einkahlutafélagi sem að hluta til var í eigu Sparisjóðsins í Keflavík tveggja milljarða kúlulán til að kaupa stofnfjárbréf í sparisjóðn- um sem hann fer fyrir. Jafnframt hefur dótturfélag Suð- urnesjamanna, sem sparisjóðurinn var einn af stærstu hluthöfunum í, tekið ákvörðun um að kaupa fyrir þrjá milljarða í bankanum sem Geir- mundur var stjórnarformaður í. Suðurnesjamenn munu skilja þessar milljarða skuldir eftir inni í hinum gjaldþrota fjármálafyrirtækj- um. Félagið greiddi meðal annars ekki 2,5 milljarða tryggingu af láninu hjá Icebank þegar það var beðið um það í byrjun september á síðasta ári, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu. Lánið, sem var erlent, hafði þá hækk- að mikið vegna veikingar íslensku krónunnar. Óvíst er hins vegar hversu hátt lánið er núna. Þorvarður Gunn- arsson, formaður skilanefndar Spari- sjóðabankans, segist aðspurður ekki geta rætt um einstaka lán sem eru útistandandi í þrotabúi bankans. Segist hafa vikið sæti Geirmundur Kristinsson segir að sparisjóðurinn hafi selt hlut sinn í Suðurnesjamönnum fyrir ári og sparisjóðurinn hafi ekki verið einn af stofnendum félagsins. Hann segir að Sparisjóðurinn í Keflavík hafi ekki komið að rekstri og stjórnun Suður- nesjamanna. Aðspurður hvort hann hafi komið að lánveitingu Icebank til Suðurnesjamanna til að kaupa hlut í sparisjóðnum segir Geirmundur: „Nei, ég kom ekki að því.“ Geirmundur segist ekki geta rætt einstaka lánveitingar Icebank til til- tekinna viðskiptavina bankans en að hann hafi alltaf vikið sæti þegar mál tengd Sparisjóðnum í Keflavík komu upp. „Að sjálfsögðu vék ég allt- af sæti þegar einhver mál komu upp í bankaráðinu sem tengdust stofn- uninni minni,“ segir hann og bætir því við að eftirlitsstofnanir hafi alltaf fylgst með því að það væri gert í slík- um tilfellum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt hluta- eða stofnfjárbréf í Spari- sjóðabankanum eða Icebank segir Geirmundur að svo hafi ekki verið. „Nei, ég var sem betur fer blessun- arlega laus við það að hafa verið í einhverju braski sjálfur. Ég gæti sett mín fjármál á borð hvers sem er og það er rosalega gott að vera þannig settur.“ Starfsmennirnir taldir hafa fengið lánið frá Icebank DV greindi frá því í síðustu viku að Miðverði, einkahlutafélagi í eigu þriggja starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík, þeirra Þrastar Leósson- ar, Kristins Ingólfssonar og Garðars Más Newman, hefði verið veitt rúm- lega 400 milljóna króna kúlulán til að kaupa stofnfjárbréf í Sparisjóðn- um í Keflavík. Í viðtali við DV neitaði Þröstur að svara því hver hefði veitt þeim lánið. Samkvæmt heimildum DV var það hins vegar Icebank sem veitti félögunum lánið. Um var að ræða kúlulán og ber eigendum Miðvarð- ar að greiða rúmar 244 milljónir af láninu til Sparisjóðabankans á þessu ári, samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2007. Geirmundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri í Sparisjóðnum í Kefla- vík, segir að Icebank hafi örugglega ekki lánað Miðverði féð. „Icebank var ekki að lána fé til einstaklinga úti í bæ,“ segir Geirmundur en SPRON hefur einnig verið nefndur til sög- unnar sem mögulegur lánveitandi Miðvarðar. Hvort sem reynist rétt er óvíst hver staða lánsins er eða hvort Mið- vörður muni greiða það til baka eft- ir fall Sparisjóðabankans og SPRON. Að því leytinu til gildir hið sama um Suðurnesjamenn og Miðvörð. InGI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Nei, ég er sem betur fer blessunarlega laus við það að hafa verið í ein- hverju braski sjálfur.“ Segist hafa vikið sæti geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í sparisjóðnum í Keflavík, segist hafa vikið af fundum bankaráðs Icebank þegar málefni tengd sparisjóðnum í Keflavík bar á góma. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í Sparisjóðnum í Keflavík og fyrrverandi stjórnarformaður í Icebank, segist alltaf hafa vikið sæti á stjórnarfundum hjá Ice- bank þegar málefni sparisjóðsins bar á góma. Sparisjóðurinn átti hlut í einkahluta- félaginu Suðurnesjamenn sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði. Félagið fékk meðal annars lán frá Icebank til að kaupa stofnfjárbréf í Sparisjóðnum í Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.