Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 12
föstudagur 3. apríl 200912 Fréttir
Guðbjörg Magnea Matthíasdótt-
ir, sem nú er orðin helsti eigandi
Morgunblaðsins, er ekkja Sigurðar
Einarssonar, útgerðar- og athafna-
manns í Vestmannaeyjum, en hann
lést langt um aldur fram 4. októ-
ber árið 2000. Þau giftust árið 1976.
Guðbjörg býr enn í Vestmannaeyj-
um, enda helsti eigandi Ísfélagsins
hf. Guðbjörg og Sigurður eignuðust
fjóra syni, Einar, Sigurð, Magnús og
Kristin. Saman sitja þau Guðbjörg
og Sigurður í stjórn Fram ehf. en
það félag er stofnandi Kristins ehf.,
félags sem komst í fréttirnar þeg-
ar Guðbjörg seldi bréf sín í Glitni
síðasta virka daga fyrir bankahrun.
Guðbjörg situr í stjórn Ísfélagsins
og sat í stjórn Tryggingarmiðstöðv-
arinnar og Landsbankans frá árinu
2005 ásamt Björgólfi Guðmunds-
syni, Kjartani Gunnarssyni og fleir-
um.
Guðbjörg er stúdent frá Verslun-
arskólanum og kennaramenntuð.
Henni er lýst sem strangheiðarlegri
sómakonu. Hún hefur ekki verið
áberandi í félagslífi í Vestmanna-
eyjum, kemur vel fyrir og er vel lið-
in. Hún er lítið gefin fyrir kastljósið
enda færðust nokkrir viðmælenda
DV, sem þekkja Guðbjörgu vel, und-
an því að tjá sig um hagi hennar og
mannkosti.
Ótrúleg heppni
Ekki er ofsagt, að Guðbjörg hafi
verið stálheppin þegar bankarn-
ir hrundu í lok september og byrj-
un október á síðasta ári. Samning-
ur sem hún hafði gert ári áður gerði
henni kleift að selja hluti í Glitni fyr-
ir 3,5 milljarða króna á síðasta virka
degi fyrir hrun.
Gengið var frá kaupum Glitn-
is á hlutabréfum Kristins ehf. í eigu
Guðbjargar eftir að 75 prósent bank-
ans voru komin í hendur ríkisins.
Samkvæmt yfirliti Glitnis, sem
DV hefur undir höndum, er ekki að
sjá að neinar breytingar hafi orðið á
hlutabréfaeign Guðbjargar fimmtu-
daginn 2. október síðastliðinn eða
heilli viku eftir að Þorsteinn Már
Baldvinsson, þá formaður banka-
ráðs Glitnis, hafði sett sig í samband
við Davíð Oddsson, þáverandi for-
mann bankastjórnar Seðlabanka
Íslands, vegna lausafjárþrenginga
bankans.
Samkvæmt hlutahafayfirliti átti
Kristinn ehf. nærri 254 milljónir
hluta í bankanum miðvikudaginn
24. september síðastliðinn. Guð-
björg, eigandi Kristins ehf., hafði
hins vegar heimild til að innleysa
hluti sína dagana 25. og 26. sept-
ember, síðustu virku dagana áður en
Glitnir féll í hendur ríkisins mánu-
daginn 29. september. Sú heimild
á rætur að rekja til kaupa hennar í
Glitni með samningi sem gerður var
í september 2007 er hún seldi hlut
sinn í Tryggingarmiðstöðinni.
Sá samningur fól í sér rétt Guð-
bjargar til þess að selja helming
eignar sinnar í bankanum eða um
127 milljónir hluta fyrir nærri 4,1
milljarða króna. Að frádregnum
arðgreiðslum og þóknun fékk Guð-
björg tæplega 3,5 milljarða króna í
sinn hlut. Viðskiptin hvíldu á áður-
greindum kaupréttar- og sölurétt-
arsamningi sem FL-Group, helsti
eigandi Glitnis, hafði gert við Krist-
in ehf. um kaup á þriðjungshlut í
Tryggingamiðstöðinni hf. Hluti
kaupverðsins var greiddur Guð-
björgu með hlutabréfum í Glitni.
Skipti á TM og Glitni
Í samningi Kristins ehf og Glitnis
segir orðrétt: „Afhending hlutanna
í kjölfar innlausnar söluréttarins/
kaupréttarins skal eiga sér stað í
höfuðstöðvum Glitnis eða þar sem
aðilar koma sér saman um að af-
hending fari fram, kl. 10.00 á fimmta
viðskiptadegi eftir að innlausnartil-
kynning hefur verið afhent.“
Samkvæmt ofangreindu ákvæði
voru kaupin innsigluð eftir að bank-
inn komst í meirihlutaeign ríkisins.
Það var hægt að gera í fyrsta lagi 30.
september og í síðasta lagi 2. októ-
ber klukkan 10. að morgni.
Í hluthafayfirliti Glitnis hafði
ekki verið gengið frá kaupunum
og gert upp við Kristin ehf., það er
Guðbjörgu, fimmtudaginn 2. októ-
ber. DV hefur heimildir fyrir því að
öðrum hluthöfum hafi ekki ver-
ið kunnugt um söluna á þessum
tíma. Hún hafi komið þeim í opna
skjöldu enda ljóst að hlutir þeirra í
bankanum voru í þann veginn að
þurrkast út.
Engum þarf þó að blandast
hugur um það að Kristinn ehf. átti
samningsbundinn rétt á því að selja
hlutabréfin með sérstakri innlausn-
artilkynningu 25. til 27. september
síðastliðinn, síðustu tvo virku dag-
ana áður en bankahrunið hófst.
Guðbjörg fékk greitt fyrir þriðj-
ungshlut sinn í Tryggingamiðstöð-
inni með hlutum í Glitni í sept-
ember 2007. Guðbjörg og hennar
lögmenn fengu því framgengt að
heimilt yrði að selja helming hluta-
bréfa Guðbjargar að ári liðnu frá
gerð samningsins henni að skað-
lausu. Því til staðfestingar var gefin
út skaðleysisyfirlýsing þar segir að
Glitnir muni halda félaginu Kristni
skaðlausu vegna gengistaps sem
Kristinn kunni að verða fyrir vegna
sölu á umræddum hlutabréfum í
Glitni sem Kristinn gæti eða hygðist
selja á markaði.
Þetta skaðleysisákvæði gilti til 15.
október síðastliðins.
Tortryggni vaknar
Sala á hlutabréfum Guð-
bjargar Matthíasdótt-
ur á hlutum sínum í
Glitni síðustu tvo dag-
ana fyrir bankahrunið
fyrir 3,6 milljarða króna
vakti mikla tortryggni og
var fjallað um söluna þegar
í byrjun október. Sögusagn-
ir voru uppi um upplýsing-
ar um yfirvofandi þrot Glitnis
hefðu lekið til Guðbjargar,
einna helst í gegnum
lögfræðingana
Gunnlaug
Sævar Gunn-
laugsson
eða Sig-
urbjörn
Magnús-
son sem
báð-
ir hafa
starf-
að
fyrir
Guðbjörgu
og fyrirtæki
hennar um
langt árabil.
Báðir eru
þeir kunn-
ir sjálfstæð-
ismenn. Því
gat það vakið
tortryggni að
Guðbjörg
Guðbjörg Matthíasdóttir, athafnakona úr Vestmannaeyjum, er
nú stærsti hluthafi Árvakurs. Heilladísir voru henni hliðhollar
síðastliðið haust þegar hún seldi hlut í Glitni fyrir 3,5 milljarða
króna á síðasta virka degi fyrir bankahrunið. Salan vakti tor-
tryggni og var meðal annars rannsökuð af Fjármálaeftirlitinu.
Viðskiptin byggðust á ársgömlum samningi og engar athuga-
semdir voru gerðar. Lögfræðingarnir Sigurbjörn Magnússon
og Óskar Magnússon, þjónar Guðbjargar, eru nú æðstráðendur
Morgunblaðsins og hafa tryggt ítök sjálstæðismanna yfir blað-
inu. Guðbjörg er lítið gefin fyrir sviðsljósið og er sögð grandvör
sómakona.
Útgefandinn Óskar Magnússon er titlaður nýr útgefandi Morgunblaðsins. Hann hefur unnið náið með guðbjörgu líkt og
gunnlaugur sævar gunnlaugsson og sigurbjörn Magnússon.
Heppnasta
kona Hrunsins
JÓhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Fjárhaldsmaðurinn gunnlaugur sævar gunn-
laugsson hefur unnið náið með guðbjörgu árum
saman meðal annars í tM og ísfélaginu. Hann var
einn helsti trúnaðarmaður davíðs Oddssonar og
stóð vaktina sem formaður útvarpsráðs.