Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 4
Hagsmunasamtök heimilanna
halda í kvöld opna félagsfundi víðs
vegar um landið þar sem félags-
menn verða hvattir til að kjósa um
hvort samtökin eigi að hefja form-
legt greiðsluverkfall. Atkvæða-
greiðsla fer fram með rafrænum
hætti í kjölfar fundarins og geta allir
skráðir félagsmenn tekið þátt. Þeir
eru nú um 2.100 en að sögn Þórð-
ar Björns Sigurðssonar, formanns
samtakanna, fjölgar þeim að jafn-
aði um rúmlega tíu á dag.
Um ástæðu þess að samtökin leggja
í þennan leiðangur nú segir Þórður
Björn: „Við teljum fullljóst að stjórn-
völd ætla sér ekki að taka tillit til þeirra
krafna sem við höfum lagt fram.“
Hann tekur fyrir að greiðsluverk-
fall sé óábyrg aðgerð: „Það má kannski
spyrja hversu óábyrgt það er að svara
ekki kalli almennings í þessum mál-
um.“
Guðrún Dadda Ásmundardóttir,
varamaður í stjórn Hagsmunasamtaka
heimilanna, telur líklegt að tillagan
verði samþykkt og segist meðal ann-
ars merkja það á viðhorfskönnun sem
lögð var fyrir félagsmenn fyrir stuttu
þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagð-
ist vilja fara út í hertar aðgerðir.
Félagsfundirnir í kvöld verða
haldnir á fimm stöðum á landinu; í
Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Selfossi
og á Flúðum. Í drögum að ályktun sem
greidd verða atkvæði um á fundunum
segir að samtökin hvetji almenning á
Íslandi til að grípa til greiðsluverkfalls
til að knýja fram leiðréttingar á hús-
næðislánum vegna forsendubrests af
völdum kreppunnar.
Allir fundargestir hafa atkvæðis-
rétt og samþykki fundirnir ályktunina
munu Hagsmunasamtökin skipa fimm
manna verkfallsstjórn sem skipulegg-
ur frekar framkvæmd greiðsluverk-
fallsins.
Í rafrænu kosningunum geta hins
vegar aðeins félagsmenn kosið og býst
stjórn samtakanna við að niðurstaða
þeirra verði ljós á föstudag.
Meðal þess sem greiðsluverkfall á
að ná fram er að íbúðalán með við-
miðum við gengi erlendra gjaldmiðla
verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar
krónur frá lántökudegi á gengi þess
tíma.
erla@dv.is
þriðjudagur 23. júní 20094 Fréttir
Leikstjóri sest
á þing
Valgeir Skagfjörð, Borgarahreyf-
ingunni, tók sæti á þingi í fyrsta
skipti í gær. Hann er varaþing-
maður Borgarahreyfingarinnar
í Suðvesturkjördæmi og tekur
sæti Þórs Saari, sem getur ekki
tekið þátt í þingstörfum næstu
tvær vikur af persónulegum
ástæðum.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
forseti Alþingis, tilkynnti í upp-
hafi þingfundar að Valgeir tæki
sæti á þingi. Hann vann dreng-
skapareið að stjórnarskránni svo
sem venja er þegar menn taka
sæti á þingi í fyrsta skipti. Valgeir
er leikstjóri og tónlistarmaður
með meiru.
Verðum að
leita til dómara
Með Icesave-samningun-
um sem nú liggja fyrir afsala
íslensk stjórnvöld sér rétti
til að fá úrlausn hlutlausra
dómstóla í málinu. Þetta seg-
ir Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttardómari í aðsendri
grein sinni í Morgunblaðinu í
gær. Hann segir réttinn til að
fá úrlausn dómstóla í málinu
helgan í öllum siðmenntuð-
um ríkjum.
Þá segir hann það skyldu
íslenskra stjórnvalda að
tryggja þjóðinni rétt til að fá
úrlausn málsins fyrir óháðum
og óhlutdrægum dómstólum.
Datt og rotaðist
í fjallgöngu
Kona af erlendu bergi brotin
slasaðist í Reykjadal þegar hún
var þar á göngu á miðvikudag-
inn. Konan mun hafa dottið og
fengið höfuðhögg sem varð til
þess að hún missti meðvitund.
Leitað var eftir aðstoð björgun-
arsveitar í Hveragerði.
Erfitt reyndist að komast á
á staðinn og var þyrla Land-
helgisgæslunnar fengin til að
sækja konuna. Konan var í hóp
á gönguferðalagi. Var hún illa
búin til göngu, berfætt í sandöl-
um og kvartbuxum.
Lítrinn yfir
190 krónur
Bensínlítrinn fór yfir 190 krónur
í gær þegar Olís hækkaði verð á
bensíni um 12,5 krónur lítrann.
Hækkunin er tilkomin vegna
breytinga á vörugjöldum sem
tóku gildi 28. maí síðastliðinn.
Þær birgðir sem félagið átti
fyrir hækkun kláruðust 18. júní
síðastliðinn að því er fram kem-
ur á heimasíðu Olís, en frá því að
breytingin tók gildi hefur félagið
flutt inn bensín í tvígang. Al-
gengasta verð á landinu hjá Olís
í sjálfsafgreiðslu er því 192,30
krónur lítrinn fyrir 95 okt. og
196,60 fyrir dísil.
Félagsfundir í kvöld þorvaldur þorvaldsson, þórður Björn Sigurðsson og guðrún
dadda Ásmundardóttir hjá Hagsmunasamtökum heimilanna segja ríkisstjórnina ekki
koma til móts við kröfur fjöldans.
Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir félagsmenn vilja hertar aðgerðir:
Kosið um greiðsluverkfall
Andstaða nokkurra þingmanna VG við Icesave-samninga og umsókn um aðild að ESB
gera ríkisstjórnina valta í sessi. Risavaxnir erfiðleikar í ríkisfjármálum og í atvinnu-
lífinu auka enn álagið. Á meðan vex gremja kjósenda sem finna æ betur fyrir hrammi
kreppunnar í formi skattahækkana, niðurskurðar, verðhækkana og eignarýrnunar.
TiTringur vegna
icesave Þegar heim var komið var flestum ljóst að niðurstaðan yrði afar óaðgengileg fyrir Íslendinga; niðurstaðan væri svo gott sem fyrirfram ráðin enda hefði Ísland aðeins tvo af fimm fulltrúum í nefndinni.
Atli Gíslason, þingmaður VG, segist
hafa alla fyrirvara á því að samþykkja
samningana um ríkisábyrgðir vegna
Icesave-reikninganna. Atli er í leyfi
frá þingstörfum en kemur til starfa í
lok vikunnar. Hann kveðst ekki hafa
kynnt sér málið í hörgul og bíði með
yfirlýsingar þar til hann hafi kynnt
sér samninginn og frumvarpið sem
lagt verður fram á Alþingi í vikunni.
Atli tók afgerandi afstöðu gegn
ríkisábyrgðum á skuldum vegna
Icesave eða annarra innistæðna
í íslensku bönkunum innan EES-
svæðisins í umræðum á Alþingi 5.
desember síðastliðinn.
Nauðung þjóðarinnar
Á fundi Árna Mathiesen, þáverandi
fjármálaráðherra, 4. nóvember síðast-
liðinn með fjármálaráðherrum ESB-
ríkjanna var ábyrgð Íslendinga rædd
ítarlega. Úr varð að sett var á fót fimm
manna nefnd, eins konar gerðardóm-
ur, sem átti að miðla málum. Þegar
heim var komið var flestum ljóst að
niðurstaðan yrði afar óaðgengileg fyr-
ir Íslendinga; niðurstaðan væri svo
gott sem fyrirfram ráðin enda hefði
Ísland aðeins tvo af fimm fulltrúum
í nefndinni. Niðurstaðan varð sú að
íslensku fulltrúarnir tóku aldrei þátt í
starfi nefndarinnar sem komst reynd-
ar að því að Ísland bæri ábyrgð á er-
lendum innistæðum í íslenskum úti-
búum innan EES-svæðisins.
Þung spor fyrir VG
Atli Gíslason sagði meðal annars
í ræðu á Alþingi 5. desember síð-
astliðinn: „Það er vitað að fulltrúar
nefndra ríkja, Bretlands, Þýskalands,
Hollands, Frakklands og Austurrík-
is, með Evrópusambandið, óskabarn
Samfylkingarinnar, í fararbroddi,
gerðu þá ósvífnu kröfu til Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins að gera Icesave-
ábyrgðina að skilyrði. Það er ósvíf-
ið í alþjóðasamskiptum og það er
undarlegt til þess að vita að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn, sem við höfum
átt aðild að í sextíu ár, skuli setja slík
óviðkomandi skilyrði. Og hvað hékk
þá meira á spýtunni? Jú, það kom
fram í ræðu utanríkisráðherra að
önnur hótun hékk á spýtunni, það
er að Evrópska efnahagssvæðið yrði
í uppnámi ef við gengjum ekki að
þessum samningum. Þetta eru ótrú-
lega ósvífnar hótanir.“
Ögmundur Jónasson, heilbrigðis-
ráðherra og flokksbróðir Atla, spyrðir
í Morgunblaðsgrein í gær með svip-
uðum hætti saman hagsmuni áð-
ugreindra þjóða inna ESB, meinta
hagsmunavörslu AGS í þágu þjóð-
anna og andstöðu VG við Evrópu-
sambandið og Icesave-samninga:
„Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á
að að komast í nánari snertingu við
„vinaríkin“ í ESB sem láta sér ekki
nægja að stilla okkur upp frammi fyr-
ir afarkostum heldur reyna að græða
á ógæfu okkar. Um það bera sérstakar
álagsvaxtaprósentur Icesave-samn-
ingsdraganna vott, að ekki sé minnst
á aðra þætti sem birtast í aðför þeirra
að Íslendingum.“
Því má segja að ein tilraun að
minnsta kosti hafi farið út um þúfur
til þess að miðla málum innan nefnd-
ar þar sem báðir aðilar áttu fulltrúa.
Ljóst er einnig að dómstólaleiðin á
engan hljómgrunn meðal þjóða sem
Íslendingar þurfa að semja við.
Líf ríkisstjórnarinnar í húfi
Vangaveltur eru um það hversu
djúprist andstaða Atla, Ögmundar
og að minnsta kosti tveggja annarra
þingmanna VG sé við Icesave-samn-
inginn. Gunnar Helgi Kristinsson
stjórnmálafræðiprófessor metur það
svo að nái væntanlegt frumvarp um
ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum
ekki meirihluta á Alþingi þýði það
endalok núverandi ríkisstjórnar.
Steingrímur J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra og formaður VG, þarf
sjálfur að mæla með samþykkt frum-
varps um ríkisábyrgðina síðar í vik-
unni sem getur aldrei orðið öðruvísi
en í rökrænu samhengi við samning-
ana við Hollendinga og Breta sem
þegar hafa verið birtir.
Ögmundur Jónasson lýsti því í áð-
urgreindri grein að hann ætlaði að
samþykkja umsóknarbeiðni að Evr-
ópusambandinu lýðræðisins vegna
þótt hann yrði að taka sér tak. Þings-
ályktunartillagan um aðildarumsókn
að ESB og væntanlegt frumvarp um
ríkisábyrgð á Icesave skera úr um líf-
daga þeirrar ríkisstjórnar sem forysta
VG hefur lagt ríka áherslu á að verði
langlíf.
JóhaNN haukssoN
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
ósætti innan þings sem utan
icesave hefur verið mótmælt
fyrir framan alþingi og innandyra
kraumar óánægjan.