Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Qupperneq 14
Sálfræðingar skipta viðbrögð-um fólks við áföllum í fimm þrep. Svarthöfði sér stjórn-málamenn dansa á hverju
þrepi.
1Afneitun. Bjarni Benedikts-son, sem vildi taka upp evru í samstarfi við Alþjóðagjald-eyrissjóðinn fyrir kosningar, er
enn í afneitun. Hann getur ekki einu
sinni horfst í augu við eigin ábyrgð á
efnahagshruninu. Það eina sem hann
sér er að hann vill ekki að þetta sé
svona, eins og hann sagði í Sjónvarp-
inu algerlega lausnalaust: „Ég hef sagt
það frá upphafi að mér hefur litist illa
á það sem ég hef séð og fjallað er um í
þessu samhengi.“
2 Reiði. Rólyndismaðurinn úr Kastljósinu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur verið gripinn síbrjálæði. Sigmund
Freud myndi líklega álykta sem svo
að hann væri fastur á „anal“-stiginu,
en líklegra er að hann sé að sækja sér
fylgi hjá þeim landsmönnum sem eru
á reiðiþrepinu hverju sinni.
3Kenna einhverju/einhverj-um um. Sig-mundur Davíð og
Bjarni Bene-
diktsson leika við
hvurn sinn fingur
við að benda á
aðra. Bjarni minnir
á mann sem kýlir
annan og
brjálast
svo yfir
því að
hann
liggi
rot-
aður.
Hvers vegna hringir enginn á lækni!?
Hvers vegna leyfðuð þið mér að slá
hann!? Því eins og allir vita var það
hann og hans flokksmenn sem bera
ábyrgð á Icesave-ruglinu.
4Þunglyndi. Jóhanna Sigurð-ardóttir er svo niðurdregin að ígulker virðist hresst í saman-burðinum. Hún uppfærðist
nýlega um þrep. Áður var hún í því að
kenna Sjálfstæðisflokknum og Fram-
sóknarflokknum um allt.
5Sátt. Steingrímur J. er lengst kominn allra stjórnmála-manna. Hann býr nánast við búddískt nirvana. Enda ekki
undarlegt að hann sé sáttur, því önn-
ur eins fullnæging hefur ekki átt sér
stað á Íslandi. Hann hefur loksins náð
að svala valdaþorsta sínum, eins og
kameldýr sem finnur vin eftir 40 daga
eyðimerkurgöngu. Reiðin rann af
Steingrími um leið og hann fékk völd-
in, en það er eins og hann hafi smitað
Sigmund Davíð af hundaæði.
Þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum þetta ferli marg-sinnis síðastliðið ár. Alltaf er einhver stjórnmálamaður-
inn á afneitunarstiginu sem nær að
koma fólki í verstu mögulegu stöðu
fyrir áföll: Að telja fólki trú
um að ekkert sé
vandamálið. „Það er allt saman á bara
hefðbundnu róli,“ sagði Geir Haarde
með hægð, nokkrum dögum fyrir
allsherjarhrun efnahagskerfisins. Geir
sagði iðulega að botninum væri náð,
þar til hann ávarpaði skyndilega Guð
og menn bæði í einu og varaði við
þjóðargjaldþroti. En ekki fyrr en hann
hafði brosað sínu blíðasta í upphafi
útsendingarinnar, líkt og hann ætlaði
að knúsa okkur en ekki kynna örlög
þjóðarinnar.
Steingrímur J. fullyrti að „glæsi-leg niðurstaða“ væri að nást í Icesave-málinu, en hún reynd-ist felast í 650 milljarða króna
ábyrgðum á 5,5% vöxtum og ákvæð-
um um að Íslendingar afsöluðu sér
fullveldinu yfir öllum eignum sínum.
Það er ekki nema von að þjóð-in lendi í áfalli við að trúa þessum mönnum og stökkvi á milli afneitunar, reiði og
þunglyndis, og taki síðan annað slíkt
ferli áður en sáttastiginu er náð.
Það vill nefnilega til að stjórn-málamenn eru í þeim bransa að spila á tilfinningar fólks, eins og Ásta Ragnheiður á
bjöllu. Afleiðingin er að þjóðin er í
stöðugu sjokki. Enda er kannski þörf-
in á raflostmeðferð meiri hjá Íslend-
ingum en öðrum þjóðum.
þriðjudagur 23. júní 200914 Umræða
Sigmundur reiði
svarthöfði
spurningin
„Það held ég bara. Að
minnsta kosti himnesk
forsjá.“ alþingismað-
urinn Ólína
Þorvarðardóttir
skrifaði á bloggsíðu
sinni um að hún
dottaði undir stýri í
Eyja- og Miklaholtshreppi. Ólína var á
leið heim og er viss um að engill hafi
hnippt í hana í tæka tíð áður en bíllinn
fór út af en hann var kominn yfir á
rangan vegarhelming.
Var þetta
himnaSending?
sandkorn
n Forystumenn stjórnarflokk-
anna lögðu mikið kapp á það
í stjórnarmyndunarviðræð-
unum að stjórnin fengi á sig
norræna ímynd, meðal annars
með funda-
höldum í
Norræna
húsinu.
Nafnið nor-
ræna stjórn-
in hefur þó
ekki náð að
festa sig í
sessi og nú
segja menn að annað nafn gæti
farið að festast við stjórnina,
nefnilega tafastjórnin. Mikl-
ar tafir hafa orðið á ráðningu
seðlabankastjóra, tafir hafa
orðið á að stefnan sé mótuð í
ríkisfjármálum og uppgjör á
eignum gömlu bankanna hefur
tafist. Stjórnarliðar hafa sett
sér tímamörk en ítrekað þurft
að færa þau aftur og finnst nú
sumum sem það séu tafir öðru
fremur sem einkenni störf
stjórnarflokkanna.
n Stjórnarandstæðingar hafa
margir hverjir gagnrýnt stjórn-
ina fyrir að smámál komi helst
til kasta
Alþingis en
djúpt sé á
mikilvæg-
ustu málun-
um. Því er
fróðlegt að
skoða þing-
mál sem
lögð hafa
verið fram á Alþingi nýlega.
Einar K. Guðfinnsson spurði
um raforkukostnað í dreifbýli,
Siv Friðleifsdóttir lagði fram
þingsályktunartillögu um land-
nýtingaráætlun fyrir ferða-
mennsku á miðhálendinu og
Eygló Harðardóttir spurðist
fyrir um neyslustaðal. Stjórn-
arliðar létu sitt ekki eftir liggja,
Helgi Hjörvar spurðist fyrir um
kynningarstarf vegna hvalveiða
og Þórunn Sveinbjarnardóttir
lagði fram tólf fyrirspurnir til
tólf ráðherra um kyn forstjóra
og forstöðumanna.
n Þrátt fyrir að nýbúið sé að til-
kynna að verulega verði dregið
úr ferðalögum þingmanna er
ekki þar
með sagt
að allar
ferðir verði
slegnar
af. Þannig
voru ekki
færri en sex
íslensk-
ir stjórn-
málamenn samankomnir í
Hamar í Noregi í gær. Þar fóru
fram ráðherra- og þingmanna-
fundir á vegum EFTA. Össur
Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra fór fremstur í flokki en
með honum voru þau Árni Þór
Sigurðsson, Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir, Valgerður
Bjarnadóttir, Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson og Jónína
Rós Guðmundsdóttir. Meðal
þess sem rætt var á fundinum
var hugsanleg ESB-aðildar-
umsókn Íslendinga og ákveð-
ið að halda annan fund ef af
verður.
LyngháLs 5, 110 rEykjavík
Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og þórarinn þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ekki hefur mér enn
borist svarbréf frá Björ-
gólfi Thor.“
n Illugi Jökulsson sem skrifaði Björgólfi Thor
Björgólfssyni opið bréf þess efnis hvort hann
myndi ekki borga það sem upp á vantaði í
Icesave-skuldinni. – DV.is
„Sendiherrann
var afar fljótur að
hugsa og reddaði
leiknum fyrir okkur.“
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handbolta, sem fekk lánaða derhúfu á markvörð
leiksins frá sendiherra Íslands í Eistlandi. –
Fréttablaðið
„Ég er að verða pirraður
hérna bara á meðan ég
tala við þig.“
Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í
Kópavogi, segist bíða óþolinmóður eftir
hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um framtíð
samstarfsins. – Vísir.is
„Menn upplifðu hér á
bílaplaninu að það væri í
rauninni ekkert heilagt
hjá honum.“
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri um
ökuníðinginn sem ók á dyr slökkviliðsstöðvarinn-
ar í Skógarhlíð. – Vísir.is
„Á þessum
einstöku tímum
gefur smæð
þjóðfélagsins
okkur forskot og samvinna
og landamæraleysi innan
hinna skapandi stétta getur
leyst úr læðingi krafta sem
koma öllum á óvart.“
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður svarar
gagnrýni Bandalags íslenskra listamanna vegna
vals Reykjavíkurborgar á borgarlistamanni þetta
árið. – Fréttablaðið.
Einstök tækifæri
Leiðari
Kjöraðstæður eru nú til að hagræða í þjóðfélaginu, komandi kynslóðum til heilla. Íslenska góðærið var ekki sjálfbært og dæmt til að líða und-
ir lok með hvelli, en nú þrýstir tvennt á þró-
un í rétta átt: Núverandi ríkisstjórn verður að
spara og hún gerir út á rauðgræna stefnu um
sjálfbærni. Svo heppilega vill til að sjálfbærni
í náttúruvernd fer oft til lengri tíma saman við
fjárhagslega sjálfbærni.
Skýrasta dæmið um að fjárhagsleg og nátt-
úruvæn sjálfbærni fari saman er almennings-
samgöngur. Ef þær eru styrktar minnkar inn-
flutningur eldsneytis og bifreiða. Þær gera
almenningi kleift að spara minnst hundruð
þúsunda á ári. Árið 2007 vildi fólk fremur taka
bílalán en taka strætó. Nú knýr nauðsyn fólk til
að velja almenningssamgöngur. Aðstæður fyr-
ir þjóðhagslegan sparnað og bættara umhverfi
þessu tengt eru nánast fullkomnar. Ríkisstjórn-
in gerir hins vegar ekkert til að bæta almenn-
ingssamgöngur, þvert gegn hugmyndafræði
sinni og þjóðhagslegri nauðsyn. Á hinn bóginn
er strætó skattlagður af ríkinu.
Annað tækifæri felst í því að losna und-
an innfluttu bensíni með því að hefja rafbíla-
væðingu landsins. „Allar forsendur til að inn-
leiða rafbíla hérlendis eru fyrir hendi,“ segir í
skýrslu Steingríms Ólafssonar frá september
síðastliðnum sem Össur Skarphéðinsson setti
í gang þegar hann var iðnaðarráðherra. Þar
mælir höfundurinn með því „að leitað verði
allra leiða við að innleiða rafbíla hérlendis“.
Til skamms tíma græðir ríkissjóður hins vegar
meira á bensíneyðslu í gegnum skattlagningu.
Enn eitt tækifærið felst í því að innleiða fjár-
mál einstaklinga sem námsgrein í grunnskól-
um. Engin önnur námsgrein er jafnmikilvæg
fyrir einstaklinga jafnt sem þjóðfélagið, jafnvel
þótt hún skili engum ábata fyrir þjóðarbúið á
allra næstu árum.
Önnur tækifæri hafa sprottið upp úr okkar
helstu vandamálum. Hrun efnahagsins fylgdi
uppbrot á spilltu valdakerfi og krosseigna-
tengslum auðjöfra. Að auki eflir veik króna
útflutning og letur innflutning, með þeim af-
leiðingum að Ísland var í tæplega tólf milljarða
plús af viðskiptum sínum við útlönd fyrstu þrjá
mánuði ársins. Landið sækir nú sjálfkrafa í átt
að sjálfbærni, þótt umsnúningurinn sé mörg-
um erfiður.
Í forsætisráðherratíð sinni rak Geir H.
Haarde ríkissjóð líkt og fyrirtæki, úr tengsl-
um við langtímahagsmuni þjóðarinnar. Tak-
markið var einfaldlega að afgangur væri af
ríkissjóði, jafnvel þótt skuldir heimila og
fyrirtækja yxu svo hratt á sama tíma að ekk-
ert mætti út af bera. Innan hugmyndafræði
Geirs rúmaðist að bankar legðu þjóðina að
veði í gjaldeyrishappdrætti sem hlyti að taka
enda þegar lánaflóðið snerist upp í útflæði
afborgana.
Tilfellið var að auðvelt reyndist að ná af-
gangi á ríkissjóð þegar skattlögð neysla stór-
jókst með hjálp lána og bankarnir skiluðu
gervihagnaði.
Þrátt fyrir aðsteðjandi vandamál, og
kannski vegna þeirra, er nýja ríkisstjórnin í
einstakri aðstöðu til að móta heilbrigt sam-
félag til frambúðar. Til þess þarf hún hins
vegar að hugsa út fyrir ríkiskassann.
xxx ritStjóri Skrifar. Þrátt fyrir aðsteðjandi vandamál, og kannski vegna þeirra, er nýja ríkisstjórnin í einstakri aðstöðu
bókstafLega