Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Side 21
þriðjudagur 23. júní 2009 21Fókus á þ r i ð j u d e g i Vinsælir timburmenn Ein mynd var frumsýnd um síðustu helgi og henni tókst ekki á slá The Hangover úr toppsætinu. Year One kom ný inn í annað sæti en á eftir henni kom Ghost Of Girlfriends Past í því þriðja. Nú hafa 31.000 manns séð Hangover á tveimur vikum en hún hefur skilað rúmlega 27 milljónum króna í hagnað. Flúðu regnið Djasskvartett Sunnu Gunnlaugsdótt- ur var á meðal flytjenda á norrænni djassviku sem haldin var í Wash- ington-borg nýlega. Upphaflega átti kvartettinn að halda tónleika á þaki hins svokallaða „Sænska húss“ á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Vegna mikilla rigninga voru tón- leikarnir hins vegar haldnir í aðalsal hússins. Staðsetningin kom þó ekki að sök og spilaði kvartettinn fyrir fullu húsi. Heimilda- myndir í nýló Í kvöld klukkan 20.00 hefst önnur sería heimildamyndasýninga í Nýlistasafninu á Laugavegi 26. Sýndar verða 4 myndir frá ýms- um löndum sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um ímynd og persónusköpun. Sýndar verða myndirnar Svyato eftir rússneska heimildargerðamanninn Victor Kossakovsky og Alone eftir Audri- us Stonys. Í Svyato er fylgst með 2 ára barni sem lítur í spegil í fyrsta skipti og í hinni með ungri stúlku sem heimsækir móður sína í fangelsi en myndin sýnir ómæld- an einmanaleika manneskjunnar. ísaFold á Kjar- Valsstöðum Kammersveitin Ísafold heldur tón- leika á Kjarvalsstöðum næstkom- andi fimmtudag klukkan 20.00. Tónleikarnar eru samstarfsverkefni Ísafoldar og Listasafns Reykjavíkur en ásamt sveitinni koma fram þrjú ung tónskáld. Þeir Högni Egilsson, Viktor Orri Árnason og Gunnar Ka- rel Másson og verða verk þessara efnilegu og spennandi tónskálda meðal annarra á efnisskránni. Á henni verður einnig að finna tónlist eftir Nico Muhly og Daníel Bjarna- son. Bókin Íslenska efnahagsundrið: Flug- eldahagfræði fyrir byrjendur eftir Jón Fjörni Thoroddsen er fyrsta bókin um efnahagshrunið þar sem umfjöll- unin afmarkast að mestu við ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna og stærstu fyrirtækja og eignarhaldsfé- laga landsins. Í hinum tveimur bók- unum um hrunið sem komið hafa út nýlega, Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson, var ekki fjallað mjög ít- arlega um þennan þátt. Margir telja hins vegar að banka- mennirnir og auðmennirnir séu þeir sem beri mesta ábyrgð og líklega er sú skoðun útbreidd hér á landi um þessar mundir. Til að mynda held- ur hagfræðingurinn Robert Wade því fram í grein sinni um efnahags- hrunið, Ísland sem Íkarus, að eigend- ur bankanna hafi verið þeir sem áttu stærstan þátt í efnahagshruninu en þessir sömu aðilar voru einnig eig- endur stærstu fyrirtækja landsins – Wade telur svo að Fjármálaeftirlit- ið og Seðlabankinn beri næstmesta ábyrgð. Jón Fjörnir kemst að svipaðri nið- urstöðu í sinni bók. Í lokaorðum bók- arinnar segir hann að það sé ljóst að á Íslandi á liðnum árum hafi hags- munir heildarinnar vikið fyrir hags- munum fárra því sérhagsmunir út- rásarvíkinganna hafi gengið þvert á hagsmuni þjóðarinnar og því fór sem fór. Umfjöllun Jóns er tilraun til að skýra hvernig þetta gerðist. Þessi niðurstaða Jóns er að öllum líkindum rétt og því má segja að það besta við bók hans sé fókusinn eða nálgunin sem hann velur til að fjalla um hrunið; úrvinnslunni er svo veru- lega ábótavant. Bókin er reyndar svo hroðvirknislega unnin og illa að það er einkennilegt að hún hafi verið gef- in út í þessari mynd en það skýrist sennilega meðal annars af því að Jón gaf bókina út sjálfur. Frásögn innanbúðarmanns? Jón Fjörnir er kynntur til sögunn- ar sem hagfræðingur og fyrrverandi verðbréfamiðlari sem gjörþekki „þær leikfléttur og undrameðul sem voru drifkraftur íslensku útrásarvíking- anna“ en Jón starfaði hjá verðbréfa- fyrirtækinu Nordvest og síðar hjá sparisjóðnum Byr. Þessi kynning á Jóni sem innan- búðarmanni úr íslensku viðskiptalífi vekur hins vegar vonir um innihald bókarinnar sem ekki eiga fyllilega rétt á sér því Jón byggir hana að mestu leyti á fréttum sem birst hafa um ís- lenskt viðskiptalíf og hrunið í fjöl- miðlum, aðallega í Morgunblaðinu, en ekki á frásögnum heimildarmanna og öðrum frumheimildum innan úr viðskiptalífinu. Bókin bætir því ekki miklu við þá þekkingu sem fyrir var þrátt fyrir að búast megi við því út frá kynningunni á Jóni. Fínt yfirlit um vanþróaðan fjármálamarkað Í bókinni er að finna fínt yfirlit yfir sögu og þróun hlutabréfaviðskipta á Íslandi frá 1980 til 2001. Þetta yfirlit er fróðlegt fyrir þá sem ekki þekkja þá sögu því hún sýnir hversu vanþróað- ur íslenski fjármálamarkaðurinn var enda einn sá í yngsti í heimi, líkt og Jón Fjörnir bendir á. Jón segir til dæmis að fram til árs- ins hafi regluverk með fjármálastarf- semi á Íslandi verið mjög vanþróað og að þeir sem unnu í fjármálageir- anum hafi getað gert nánast hvað sem var til að maka krókinn fyrir sig og sína. Jón segir að besta dæmið um slíka misnotkun hafi verið viðskipti með bréf í deCODE. Sennilega er mikilvægt að taka til- lit til þessarar vanþróunar íslensks fjármálamarkaðar og eftirlits með honum þegar menn velta fyrir sér or- sökum hrunsins. Að frátaldri þessari umfjöllun segir Jón ekki margt í bókinni sem þeir sem vel hafa fylgst með fréttum á liðnum árum kannast ekki við, ef undan eru skildar ýmsar slúðursögur og molar um íslensku auðmennina sem vekja kátínu en jafnframt spurn- ingar þó að þær skipti kannski ekki miklu máli fyrir stóra samhengið. Auðmennirnir líkari „sjoppueig- endum og mafíósum“ Umfjöllun Jóns Fjörnis í bókinni hverfist að mestu í kringum þátt þriggja stærstu viðskiptablokkanna í landinu í hruninu og hvernig völd- in og auðurinn í íslensku viðskipta- lífi safnaðist smám saman að mestu á þeirra hendur eftir einkavæðingu ríkisbankanna árið 2003. Þettu eru Baugur, Björgólfarnir og Kaupþings- menn en hver þessara blokka átti sinn banka og sinn fjölmiðil að því er segir í frásögn Jóns. Bók Jóns gefur yfirlit um bak- grunn og uppgang þessara þriggja viðskiptablokka og rekur uppruna og tengsl þeirra manna sem tilheyrðu þessum þremur hópum. Tilgáta Jóns er sú að stór þáttur í hruninu sé að þessir aðilar hafi, í krafti eignarhalds síns yfir bönkunum, byrjað að lána eignarhaldsfélögum „hvers annars í hring“ frá seinni hluta árs 2007 þegar byrjaði að síga á ógæfuhliðina í fjár- málalífi landsins með falli eignar- haldsfélagins Gnúps. Þessi hringekja fjármagnsflæðis út úr bönkunum og til þessara eignarhaldsfélaga gat ekki gengið endalaust samkvæmt Jóni auk þess sem eftirlitsaðilar og stjórn- málamenn fá á baukinn fyrir að hafa ekki sýnt þessum fjármagnseigend- um meira aðhald. Jón telur einnig að hér á landi hafi verið skortur á gagnrýnni hugsun í garð auðmannanna sem hafi þegar allt kom til alls verið líkari „sjoppu- eigendum og mafíósum“. Sundurlaus bók Bók Jóns hefði getað orðið miklu betri ef hann hefði gefið sér aðeins meiri tíma til að vinna hana og leitað sér aðstoðar með yfirlestur bókarinn- ar og framsetningu hennar því fókus- inn sem hann velur sér er góður og vel afmarkaður. Þessi galli bókarinnar sést með- al annars í því að stundum er ekkert samræmi á milli blaðsíðna; lesandi klárar að lesa eina blaðsíðu, flettir, en svo byrjar einhver allt önnur um- ræða á næstu síðu sem tengist ekkert því sem Jón ræddi á síðunni á undan. Þetta sést til dæmis á blaðsíðu 120 þegar allt í einu er byrjað að ræða um endurskoðanda sem ekki hefur kom- ið fyrir áður auk þess sem umræðan um hann tengist ekki blaðsíðunni á undan. Þetta er algengur galli á bók- inni því samhengi vantar oft á tíðum í textann og umfjöllunina; einstaka setningar og blaðsíður koma eins og álfur út úr hól og menn eru kynntir til sögunnar án þess að föðurnafns þeirra sér getið, sbr. „Halldór“ á blað- síðu 85. Staðreyndavillur og bágborin heimildavinna Eins eru margar staðreyndavillur í bókinni. Þannig er sagt frá því að Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, hafi gjarn- an flogið með Björgólfi Guðmunds- syni til London að horfa á West Ham spila fótbolta. Eftir að bókin var gefin út kom hins vegar í ljós að Vilhjálm- ur hafði ekki gert þetta og Jón Fjörnir viðurkenndi að hann hafði ekki verið með nægilega góða heimild fyrir sög- unni. Eins segir Jón Fjörnir að Haf- liði Helgason, fyrrverandi viðskipta- blaðamaður, hafi verið ráðinn til REI af Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni en ekki Bjarna Ármannssyni – sem er hið sanna í málinu – og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er rangfeðraður sem Kristinsson. Mörg fleiri slík mistök er að finna í bókinni sem bera vott um skort Jóns á þekkingu og góðum heimildum. Einnig ber að geta þess að heim- ildanotkun Jóns Fjörnis er verulega ábótavant. Hann getur hvorki heim- ilda neðanmáls né aftast í bókinni auk þess sem enga heimildaskrá er að finna í henni eða atriðisorðaskrá. Þetta er sérstaklega hvimleitt í ljósi þess hversu mikið Jón Fjörnir tekur upp úr dagblöðum og öðrum fjöl- miðlum. Allt þetta hefði mátt bæta með að- eins meiri yfirlegu en ljóst er að Jón Fjörnir vildi koma bókinni út sem fyrst og því er trúverðugleiki hans ekki ýkja mikill auk þess sem gæði bókar- innar eru margfalt minni fyrir vikið. Íslenska efnahagsundrið: flugeldahagfræði fyrir byrjendur Höfundur: jón Fjörnir Thoroddsen Útgefandi: Brúðuleikur bækur HroðVirKnisleg bóK um Hrunið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.