Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 30. júní 20092 Fréttir
Kristján Arason, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
Kaupþings, skuldaði bankanum tæp-
ar 900 milljónir króna um mitt ár 2006.
Kristján hafði fengið lánið til að kaupa
hlutabréf í bankanum. Þetta kem-
ur fram í lánabók Kaupþings frá því í
lok júní árið 2006 en DV hefur bókina
undir höndum og mun á næstunni
greina frá ýmsu sem í henni stendur.
Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir
hversu mikið Kristján skuldaði bank-
anum þegar hann var tekinn yfir af
Fjármálaeftirlitinu síðasta haust en
reikna má með að hann hafi fengið
frekari lánveitingar frá miðju ári 2006
og fram að hruni bankans.
DV hefur ekki náð í Kristján Ara-
son til að ræða við hann um málið en
hann var ekki í símasambandi í gær.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, eig-
inkona Kristjáns og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, vildi aðspurð ekki
tjá sig um lánveitingarnar til Kristjáns.
Aðspurð segist hún ekki geta staðfest
að lánið hafi verið tæpar 900 milljónir
króna árið 2006.
Auk lánsins frá Kaupþingi lögðu
þau hjónin ævisparnað sinn til hluta-
bréfakaupa í Kaupþingi. Í viðtali við
DV í nóvember í fyrra sagði Kristján:
„Ævisparnaðurinn er farinn, en við
eigum þó allavega húsið... Við höfð-
um mikla trú á Kaupþingi,“ og því má
reikna með að í heildina hafi Kristján
varið á annan milljarð króna til hluta-
bréfakaupa í bankanum.
Nær allir starfsmennirnir
persónulega ábyrgir
Allir starfsmennirnir, nema Hreiðar
Már Sigurðsson, eru skráðir sjálfir
fyrir lánunum í lánabókinni en eru
ekki með þau inni í eignarhaldsfé-
lagi. Hreiðar er með sitt lán inni í fé-
laginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf.
Margir þeirra starfsmanna sem
eru skráðir fyrir lánum á listanum
upp á hundruð milljóna króna fengu
hins vegar persónulegar ábyrgðir
sínar vegna lánveitinganna felldar
niður nokkrum dögum fyrir banka-
hrunið í haust. Það var stjórn Kaup-
þings sem tók þá ákvörðun þann 25.
september síðastliðinn. Ákvörðunin
um lögmæti aðgerðarinnar var byggð
á áliti frá yfirlögfræðingi Kaupþings,
Helga Sigurðssyni, líkt og rætt er um
á næstu blaðsíðu. Alls lánaði bank-
inn 47,3 milljarða til starfsmanna
sinna svo þeir gætu keypt hlutabréf
í bankanum og voru ríflega 10 millj-
arðar af þessari upphæð felldir niður
með ákvörðun stjórnarinnar í sept-
ember.
Kristján Arason var einn af þeim
starfsmönnum Kaupþings sem fékk
felldar niður persónulegar ábyrgðir
vegna láns en hann hafði fært lán-
veitinguna inn í eignarhaldsfélagið 7
hægri ehf. í mars á síðasta ári til að
vera ekki skráður fyrir því persónu-
lega að öllu leyti. Margir aðrir af
starfsmönnunum á listanum í lána-
bókinni gerðu þetta einnig.
Óheimilt að stofna eignarhalds-
félög utan um hlutabréfakaupin
Ef slík lán eru inni í eignarhaldsfé-
lögum fellur ábyrgð lánsins á eignar-
haldsfélagið sjálft en ekki á eiganda
þess og því er ekki hægt að reka hann í
þrot persónulega til að ganga að eign-
um hans: Eignarhaldsfélagið verður
gjaldþrota, ekki einstaklingurinn.
Niðurfelling ábyrgða starfs-
mannanna var á sínum tíma meðal
annars rökstudd með því að starfs-
mönnunum hefði verið óheimilt að
stofna eignarhaldsfélög utan um lánin
og hlutabréfakaupin í bankanum, en
þessum reglum var breytt árið 2006, og
því væri óréttlátt að ábyrgðin fyrir lán-
um sem voru tekin fyrir þann tíma félli
á starfsmennina sjálfa. Kristján keypti
hluta bréfanna í Kaupþingi á for-
kaupsréttarútboði hjá bankanum árið
2004 þegar starfsmenn fjármálafyrir-
tækja gátu ekki stofnað eignarhalds-
félög utan um slík hlutabréfakaup og
var því í persónulegri ábyrgð fyrir lán-
inu hluta lánstímans.
Eins hefur því verið haldið fram
í umræðu um niðurfellingu ábyrgð-
anna upp á síðkastið að rétt hafi ver-
ið af stjórninni að fella þær niður þar
sem starfsmennirnir hafi ekki mátt
selja bréfin vegna þess að slíkt hefði
aukið vantrú markaðarins á bankan-
um og getað valdið því að aðrir hlut-
hafar hefðu selt bréf sín í honum og
jafnvel orsakað áhlaup sparifjáreig-
enda á hann.
Lögmætið til skoðunar
Tveir lögfræðingar, þeir Viðar Már
Matthíasson og Hörður Felix Harðar-
son, hafa komist að þeirri niðurstöðu
í lögfræðiálitum að ekki sé hægt að
ógilda þá ákvörðun stjórnar Kaup-
þings að fella niður persónulegar
ábyrgðir vegna lánveitinganna vegna
þess að ekki hafi verið um lögbrot að
ræða.
Hins vegar er það nú til rannsókn-
ar hjá sérstökum saksóknara, Ólafi
Haukssyni, hvort sú aðgerð stjórn-
ar Kaupþings að fella niður ábyrgðir
starfsmannanna vegna lánanna hafi
í reynd verið lögmæt. En hluthafar
í gamla Kaupþingi kærðu niðurfell-
ingu ábyrgðanna til sérstaks
saksóknara. Ólafur segir að-
spurður að ekkert sé hægt
að segja um rannsókn máls-
ins á þessu stigi. „Við getum
voðalega lítið sagt um það
núna,“ segir hann.
Stjórn Nýja-Kaupþings
gaf það út um miðjan júní
að beðið yrði með að fram-
kvæma ákvörðun stjórnar
gamla Kaupþings um niður-
fellinguna á meðan kæran er
til meðferðar hjá embættinu.
Þrátt fyrir ákvörðun stjórnar-
innar frá því í september hafa
ábyrgðirnar því ekki verið
felldar niður endanlega.
Mögulegar skattgreiðslur
til skoðunar
Eins er það til rannsóknar hjá
ríkisskattstjóra, Skúla Eggert
Þórðarsyni, hvort starfsmenn-
irnir sem fengu lánin þurfi að
greiða skatt af þeim. Skúli Eggert seg-
ir að ekki liggi ljóst fyrir hvort starfs-
mennirnir þurfi að greiða skatta af
lánunum. „Málið er bara í lögfræði-
legri meðferð hér hjá embættinu; um
hvort þetta sé skattskylt eða ekki,“ seg-
ir Skúli Eggert og bætir því við að nið-
urstaða í rannsókn embættisins á lán-
veitingunum muni liggja fyrir á næstu
vikum.
Ekki liggur ljóst fyrir hvaða áhrif
það hefur á Kristján ef hann þarf að
greiða skatta af Kaupþingslánun-
um. Hugsanlegt er að ef ríkisskatt-
stjóri kemst að því að lánveitingarnar
séu skattskyldar verði starfsmönnun-
um gert að greiða 37,5% tekjuskatt af
láninu frá Kaupþingi. Í tilfelli Kristj-
áns Arasonar yrðu þetta því á fjórða
hundrað milljónir króna samkvæmt
skuldastöðu hans við bankann um
mitt ár 2006.
Kristján lét af störfum í Kaupþingi í
ársbyrjun 2009.
Í lánabók Kaupþings frá júní 2006 koma meðal annars fram lánveitingar til hlutabréfa-
kaupa sem stjórnendur og helstu starfsmenn bankans fengu. Persónulegar ábyrgð-
ir margra þessara starfsmanna fyrir lánunum voru felldar niður nokkrum dögum
fyrir bankahrunið í haust. Kristján Arason skuldaði Kaupþingi 893 milljónir króna
samkvæmt lánabókinni og var hann skráður fyrir láninu sjálfur. DV mun á næstunni
greina frá því markverðasta í lánabókinni.
fékk tæpan milljarð
„Málið er bara í lögfræðilegri með-
ferð hér hjá embættinu; um hvort
þetta sé skattskylt eða ekki.“
lÁn
aB
Ók
ka
Up
Þin
GS
1. h
lU
ti
INgI F. VILhjáLMssoN
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
n TÍU PRÓsENT Hægt
væri að greiða tæplega
tíu prósent af árlegum
útgjöldum reykjavíkur-
borgar vegna reksturs
leikskóla borgarinnar,
eða kostnaðinn við að
hafa meira en 600 börn í
leikskólunum.
n FÆÐA ÞÚsUNDIR
Hægt væri að fæða öll
6400 börnin í leikskól-
um reykjavíkurborgar
í meira en eitt ár og
foreldrarnir þyrftu
ekkert að niðurgreiða
af matnum.
n BÆTUR á MáNUÐI
Hægt væri að greiða
grunnatvinnuleysisbæt-
ur 6000 íslendinga í einn mánuð.
Þetta er tæplega helmingur allra
íslendinga sem voru atvinnu-
lausir á fyrsta ársfjórðungi ársins
2009.
n ENgINN NIÐURsKURÐUR
Hægt væri að sleppa 5 prósenta niðurskurði í
íslenska framhaldsskóla-
kerfinu fyrir skólaárið
2009-2010 og hægt
væri að sleppa meira en
helmingi af 1700 milljóna
króna niðurskurði Háskóla
íslands fyrir skólaárið.
n ENDURhÆFA 900
ÖRYRKjA
Hægt væri að greiða fyrir endurhæfingu tæplega
900 einstaklinga í níu mánuði á vegum Hringsjár,
hvað er hæGt að Gera fyrir 893 milljÓnir?
úr lÁnaBÓk kaUpÞinGS