Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Side 8
Þriðjudagur 30. júní 20096 Fréttir Lélegasta sumar- byrjun í 15 ár Byrjunin á sumrinu í ár er sú versta í fimmtán ár er ef mið er tekið af því hvaða dag hitinn fór fyrst yfir tuttugu stig. Hitinn hafði ekki farið yfir 20 stig í allt sumar, þar til um helgina að hann náði 20,5 gráðum á Hjarð- arlandi í Biskupstungum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur bendir á þetta á heima- síðu sinni. Heldur hlýnaði yfir landinu um helgina og var til að mynda 22,4 stiga hiti og léttskýj- að á Egilsstaðaflugvelli klukk- an tólf í gær. Á Suðurlandi var hlýjast í Árnesi þar sem var 19,6 stiga hiti klukkan 12. Þá náði hitinn 19,3 gráðum í Húsafelli. Í Reykjavík var einnig nokkuð hlýtt eða 16,5 gráður en á Akur- eyri var hitinn 15,4 gráður. Með dóp á Hrauninu Héraðsdómur Suðurlands hef- ur dæmt karlmann til greiðslu 70 þúsund króna sektar fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn var fangi á Litla-Hrauni og fundu fanga- verðir 2,61 gramm af amfeta- míni í klefaleit þann 7. mars á síðasta ári. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins. Þótti sannað að maðurinn hefði fram- ið þau brot sem greinir í ákæru og þótti hæfileg refsing 70 þús- und króna sekt til ríkissjóðs. Rannsókn á meintum brotum tannlæknis enn ólokið: Búið að vera þrjú ár í rannsókn „Það sér fyrir endann á rannsókninni og henni mun ljúka fljótlega,“ segir Júlíus Kristinn Magnússon, lögfræð- ingur hjá lögreglunni á Suðurnesj- um. Einar Magnússon, tannlækn- ir í Reykjanesbæ, liggur undir grun um að hafa hagrætt reikningum sín- um yfir fjórtán ára tímabil og svikið út milljónir króna. „Það má búast við ákvörðun í þessu máli fljótlega.“ Einar hefur legið undir grun í næstum því þrjú ár, eða frá því í sept- ember 2006 þegar hann var kærður fyrir meint brot. Hann furðar sig á því af hverju málið taki svona rosalega langan tíma enda sé málið ívið minna en lögreglan heldur fram. Einar segir rannsóknina snúast um að hann hafi rukkað fyrir fyllingar í sjúklingum sem hafi ekki verið gerð- ar og brotið snúist alls ekki um marg- ar milljónir. „Það er hrein lygi, það er allt í þessu máli hrein lygi. Lögreglu- málið snýst um sautján einstaklinga sem ég á að hafa rukkað fyrir fylling- ar sem höfðu ekki verið gerðar. Heild- arupphæðin er í kringum 900 þúsund krónur, það er heildarupphæðin. Og þetta er búið að taka tæp þrjú ár að rannsaka.“ Einar segist hafa röntgen- myndir sem hann hafi afhent lögregl- unni sem sanni að þessar fyllingar hafi verið gerðar. „Það er ekkert kom- ið fram í þessari rannsókn sem sann- ar annað en ég sé saklaus.“ Hann segir óþolandi að þurfa að liggja undir grun í svona langan tíma og ekki geta gert neitt nema beðið. „Þetta er rosalega erfitt, ekki bara fyrir mig heldur líka fjölskyldu mína,“ segir Einar og segist vera saklaus. „Ég stend fastur á því.“ bodi@dv.is Hjá tannlækni Einar Magnússon segir furðulegt að það taki lögregluna þrjú ár að rannsaka meint brot. Myndin er ekki af stofu Einars. „ÉG NENNI ÞESSU EKKI“ Einn af aðalmönnunum í vélhjólaklúbbnum Fáfni, Sverir Þór Einarsson, er hættur í klúbbnum. Hann segist hafa fengið leið á mótorhjólum og nenna þessu ekki lengur. Nú einbeitir hann sér að sinni sönnu ástríðu í lífinu, sveitastörfunum á jörð sinni. „Ég settist upp á Harley-hjólið mitt og keyrði af stað. Mér var ískalt og rennandi blautur og fannst þetta hundleiðinlegt. Síðan fór ég heim og settist upp á Massey Ferguson- traktorinn minn og fór að dunda mér í sveitinni. Mér fannst það stór- kostlega gaman. Ég komst að því að mér finnst helmingi skemmtilegra að leika mér á traktornum en að keyra Harleyinn minn. Bóndastörfin ganga einfaldlega fyrir,“ segir Sverrir Þór Einarsson, betur þekktur sem Sverrir tattú. Hann hefur sagt skilið við vél- hjólaklúbbinn Fáfni þar sem hann hefur verið einn af aðaldrifkröftun- um síðustu ár. Nennti þessu ekki Sverrir býr á jörðinni Höfn í Borg- arfirði og rekur líka húðflúrstofuna House of Pain á Laugavegi. Hann segist því ekki hafa mikinn tíma fyrir Fáfnismenn. „Ég hef bara ekki tíma í þetta. Ég er að vinna hér í bænum tíu tíma á dag og þarf líka að sinna sveitastörf- unum. Ég er í tveimur fullum störf- um og það er líka fullt starf að vera í svona klúbbi. Ég ákvað að ég nennti þessu ekki. Mér fór að finnast leið- inlegt að keyra mótorhjólið. Þetta er eins og að vera í jeppaklúbbi og nenna ekki að keyra jeppa. Það er frekar hallærislegt. Frekar glatað.“ Ekki rekinn „Ástríðan fyrir Harley Davidson dó. Þetta er kalt og blautt og ég nenni þessu ekki. Ég væri samt til í að eiga eitt mótorhjól og fara einstaka sinn- um í góðu veðri á sunnudögum á einn rúnt. En ég er ekki mótorhjóla- maður ef ég fer einu sinni á ári á mót- orhjól. Það er bara handónýtt,“ segir Sverrir. Margar sögur hafa sprottið upp eftir brotthvarf Sverris úr klúbbnum, þar á meðal að hann hafi verið rekinn vegna ósættis við hina meðlimina. Þetta segir Sverrir ekki á rökum reist. „Ég hef heyrt alls kyns samsæris- kenningar. Það er allt tómt bull.“ Elskar girðingarvinnu Sverrir ber engan kala til Fáfnis- manna og heldur góðu sambandi við félaga sína. „Margir af mínum bestu vinum eru í þessum mórtorhjólaklúbbi og ég held sambandi við þá alla. Ann- aðhvort er maður í þessu af fullum hug eða ekki. Allt hálfkák í svona er gagnslaust. Ég elska bara sveitastörf- in. Ég geri upp gamla Massey Fergu- son ‘57 módel kúlutraktora frá því í gamla daga. Það eru mínar ær og kýr. Ég elska það. Svo hef ég gaman af því að girða. Ég elska girðingarvinnu. Ég elska hestana mína og kindurnar. Ég er kominn með dellu fyrir þessu.“ lilja KatríN guNNarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Þetta er kalt og blautt og ég nenni þessu ekki.“ Vinnur tíu tíma á dag Sverrir vinnur við húðflúrun tíu tíma á daga enda geysilega vinsæll húðflúrmeistari. myNd Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.