Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Blaðsíða 18
Þriðjudagur 30. júní 200916 Ættfræði
Atli Steinarsson
blaðamaður (handhafi blaðamannaskírteinis nr. 2)
Atli fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann lauk stúdentsprófi frá
VÍ 1950.
Atli var blaðamaður við Morg-
unblaðið 1950-75, var lengi um-
sjónarmaður íþróttasíðu blaðs-
ins og ritstjórnarfulltrúi frá 1958,
blaðamaður á DV 1975-81, frétta-
maður á Ríkisútvarpinu 1983-
86, starfaði auk þess sjálfstætt og
stofnaði og gaf út Mosfellspóst-
inn ásamt konu sinni, Önnu. Þau
hjónin bjuggu síðan í Bandaríkj-
unum á árunum 1988-1997 en
sömdu samt á þeim árum ótal
pistla og útvarpsþætti í blöð og
RÚV. Þá var Atli fréttaritari Morg-
unblaðsins en Anna fyrir DV. Atli
og Anna voru síðan búsett á Flúð-
um en Atli var þá blaðamaður á
Sunnlenska fréttablaðinu til 2005
og hafði þá verið í blaðamennsku
í 55 ár.
Atli æfði sund og handbolta á
sínum yngri árum, varð nokkrum
sinnum Íslandsmeistari, átti þátt
í nokkrum Íslandsmetum í boð-
sundi, var valinn í Ólympíulið Ís-
lands 1948, sat í stjórn ÍR í átján
ár og var fulltrúi þess í Sundráði
Reykjavíkur og ÍBR, og sat í vara-
stjórn ÍSÍ í sautján ár. Hann sat í
stjórn Blaðamannafélgs Íslands
1956-75, lengur en nokkur ann-
ar og var gjaldkeri þess, var einn
helsti hvatamaður að stofnun
Samtaka íþróttafréttamanna 1956
og formaður 1956-65 og fulltrúi
þess á fjölda norrænna og alþjóð-
legra þinga, var formaður Félags
fréttamanna 1986, margsinnis
fulltrúi BÍ á alþjóðaþingum blaða-
manna og sat í framkvæmdaráði
Alþjóðasambands blaðamanna.
Hann átti, ásamt nokkrum öðrum
gamalkunnum blaðamönnum,
frumkvæðið að því að endurvekja
og skipuleggja hin þekktu pressu-
böll sem á sínum tíma voru einn
helsti viðburður í íslensku sam-
kvæmislífi.
Atli hefur margsinnis verið
heiðraður fyrir störf að íþróttamál-
um og blaðamennsku, m.a. fengið
heiðurskross ÍR úr silfri, Bertelsen-
orðu ÍR, gullmerki Sundsambands
Íslands, bronsmerki Knattspyrnu-
sambandsins og Frjálsíþróttasam-
bandsins og Heiðurskross Íþrótta-
og ólympíusambands Íslands.
Fjölskylda
Atli kvæntist 30.6. 1954 Önnu
Bjarnason, f. 7.9. 1933, d. 22.4. 1998,
blaðamanni. Foreldrar Önnu voru
Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vél-
skóla Íslands, og k.h., Anna Jóns-
dóttir Bjarnason hjúkrunarkona.
Börn Atla og Önnu eru Anna,
f. 10.4. 1955, gift Jay Vincens fjár-
málaráðgjafa í Boston í Bandaríkj-
unum, og eiga þau fjögur börn,
Önnu Helenu, f. 1978, Elisabeth, f.
1980, Atla James, f. 1982 og Gunn-
ar Charles, f. 1988; Ása Steinunn, f.
14.10. 1956, sýkingavarnafræðing-
ur hjá landlækni, búsett í Reykjavík,
gift Kjartani Sigtryggssyni, fyrrv. ör-
yggisfulltrúa á Keflavíkurflugvelli,
og eiga þau tvo syni, Kjartan Atla, f.
1984, og Tómas Karl, f. 1990; Gunn-
ar Þór, f. 10.11. 1959, starfsmað-
ur VÍS, búsettur í Mosfellsbæ en
kona hans er Konný Agnarsdótt-
ir, og á hann soninn Kristján Lár, f.
1983, en börn Gunnars og Konnýj-
ar eru Anna Guðlaug, f. 1992, Agn-
es Heiður, f. 1998 og Hlynur Þór, f.
2001; Atli Steinarr, f. 20.11. 1963,
viðskiptafræðingur í Svíþjóð og eru
börn hans Viktoría Anna, f. 1997 og
Alexander Atli, f. 2001.
Bræður Atla: Leifur, f. 29.5. 1927,
d. 13.11. 2006, vélfræðingur hjá
Orkuveitu Reykjavíkur; Bragi, f. 14.3.
1936, fyrrv. vararíkissaksóknari.
Hálfsystkini Atla, sammæðra:
Baldur Jensson, f. 3.7. 1918 múrara-
meistari í Reykjavík; Anna Margrét
Jensdóttir, f. 14.7. 1921, húsmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Atla voru Steinarr Stef-
án Stefánsson, f. 7.4. 1896, d. 25.5.
1980, verslunarstjóri og verslun-
arfulltrúi í Reykjavík, og k.h., Ása
Sigurðardóttir, f. 26.1. 1895, d. 12.4.
1984, húsmóðir.
Ætt
Steinarr var sonur Stefáns, kennara í
Spónsgerði í Arnarneshreppi Marz-
sonar, b. í Samtúni í Kræklingahlíð
í Eyjafirði Madssonar Madsens,
stýrimanns frá Danmörku. Móð-
ir Marz var Guðrún, systir Salvar-
ar, ömmu Ingimars Eydal ritstjóra,
afa Ingimars Eydal hjómsveitar-
stjóra. Guðrún var dóttir Gísla, b. á
Básum í Hörgárdal Gunnarssonar,
pósts í Flöguseli Rafnssonar. Móðir
Guðrúnar var Guðrún, systir Helgu,
langömmu Sverris, föður Valgerð-
ar, fyrrv. ráðherra. Guðrún var dótt-
ir Páls, b. í Hofsárkoti í Svarfaðardal
Jónssonar og Guðrúnar Jónsdótt-
ur, b. í Uppsölum Arasonar, pr. á
Tjörn Þorleifssonar, vígslubiskups í
Múla Skaftasonar, langafa Jóns Sig-
urðssonar, alþingisforseta á Gaut-
löndum, langafa Jóns Sigurðsson-
ar, fyrrv. ráðherra. Móðir Steinars
var Sigríður Manassesdóttir, móðir
Guðmundar Karls Péturssonar, yf-
irlæknis Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
Ása var dóttir Sigurðar, útvegs-
bónda á Hjalteyri Sigurðssonar, b.
á Kambhóli í Arnarneshreppi Jóns-
sonar. Móðir Ásu var Margrét Sig-
urðardóttir, b. á Kjarna í Arnarnes-
hreppi Konráðssonar og Valgerðar
Magnúsdóttur.
Atli heldur upp á afmælið með
vinum og fjölskyldu í samkomu-
sal að Þórðarsveigi 3, Reykjavík á
afmælisdaginn milli kl. 16.00 og
19.00.
María Sigrún fæddist í Reykja-
vík og ólst upp við Tómasarhaga í
Vesturbænum en þar búa foreldr-
ar hennar enn í dag. Hún gekk í
Melaskóla og Hagaskóla, útskrifað-
ist frá MR 1999, hóf nám í hagfræði
við HÍ sama ár og lauk BA-gráðu í
hagfræði með fjölmiðlafræði sem
aukagrein árið 2002. Hún stundar
nú meistaranám í fréttamennsku
við HÍ samhliða vinnu sinni hjá
RÚV.
María Sigrún hóf störf sem
fréttamaður á fréttastofu Sjón-
varpsins vorið 2005 og hefur unn-
ið þar síðan og á sameinaðri frétta-
stofu útvarps og sjónvarps frá því í
haust. Áður en María hóf störf sem
fréttamaður hafði hún starfað við
rannsóknir á Hagfræðistofnun HÍ
og við ýmis verkefni hjá Viðskipta-
ráði.
María Sigrún sat í nemenda-
ráði MR, var varaformaður Ökon-
omiu, félags hagfræðinema við
HÍ og sat í stjórn félagsins meðan
hún var í náminu. Þá hefur María
setið í stjórn og verið varaformað-
ur Íslensk-japanska félagsins, hún
var formaður Mennta- og menn-
ingarsambands Íslands og Japans
(IJCE). Auk þess hefur hún setið í
skemmtinefnd Félags fréttamanna.
Sjónvarpið frumsýndi í vor
heimildarmyndina Börn til sölu
sem María Sigrún vann með Guð-
mundi Bergkvist, samstarfsfélaga
sínum. Myndin fjallar um mansal
stúlkubarna í Kambódíu. Verkefn-
ið var styrkt af hjáparsamtökunum
ADRA. Myndin hlaut mikið lof og
áhugi er fyrir henni víða erlendis.
Fjölskylda
Bróðir Maríu Sigrúnar er Sigurður
Örn Hilmarsson, f. 7.6. 1983, lög-
fræðingur.
Foreldrar Maríu Sigrúnar eru
Hilmar Þór Björnsson, f. 28.8. 1945,
arkitekt, og Svanhildur Sigurðar-
dóttir, f. 1.7. 1946, innkaupastjóri
flugvélaeldsneytis hjá Icelandair.
María fagnar afmælinu með sín-
um nánustu í dag.
María Sigrún Hilmarsdóttir
fréttamaður við rÚv
Heiðveig Hanna Friðriksdóttir
grunnskólakennari lét sér fátt um
finnast varðandi yfirvofandi afmæli
í dag þegar DV heyrði í henni fyrir
helgi:
„Við hjónin erum á hringvegin-
um þessa stundina, erum búin að
fara norður og erum komin á Aust-
firðina. Við komum ekki í bæinn
fyrr en á sunnudag. Afmælið er hins
vegar ekki fyrr en á þriðjudag svo ég
er ekkert að trufla gott ferðalag með
afmælishugleiðingum.“
En á samt ekki að gera sér daga-
mun þegar þar að kemur?
„Jú, við förum áreiðanlega út að
borða, en ég hef engar áhyggjur af
því. Eiginmaðurinn sér um það.
Ég ætla hins vegar ekkert að hafa
meira fyrir afmælinu – verð ekki
með neina veislu, enda fáir heima
á þessum árstíma.
Já, þú meinar það. Heldurðu að
enginn myndi koma?
„Jú, auðvitað kæmu einhverjir.
En hitt er annað mál að þó þetta sé
prýðileg dagsetning fyrir afmæli þá
fylgir því alltaf svolítill galli að eiga
afmæli yfir hásumarið. Fólk er allt-
af út og suður á þessum árstíma. Ég
minnist þess til dæmis frá því að ég
var krakki að þá voru flestir vinirnir í
sveit eða á ferðalagi þegar ég ætlaði
að blása til veislu. Þetta er kannski
meginástæða þess að ég tek mínum
afmælum með jafnaðargeði,“ seg-
ir grunnskólakennarinn Heiðveig
Hanna sem er þrítug í dag.
30 ára í dag
Heiðveig grunnskólakennari þrítug:
fámenn hásumarafmæli
n 30 ára
n Petra Dís Magnúsdóttir Urðarstíg 11a, Reykjavík
n Huu Thu Ngo Sporðagrunni 14, Reykjavík
n Narirat Prasunin Reynivöllum 4, Akureyri
n Ida Kramarczyk Nökkvavogi 2, Reykjavík
n Sigurður Almar Birgisson Breiðumörk 16, Hveragerði
n Ragnheiður María Hannesdóttir Gissurarbúð 8,
Þorlákshöfn
n Helgi Eiríksson Smárahlíð 2b, Akureyri
n Anna Dóra Ófeigsdóttir Kaplaskjólsvegi 63, Reykjavík
n Hrafnhildur B Sigurgeirsdóttir Dísarlandi 14,
Bolungarvík
n Friðrik Hjörleifsson Mávahlíð 48, Reykjavík
n Katrín Ástráðsdóttir Skeljagranda 4, Reykjavík
n Steinn Viðar Ingason Gullengi 37, Reykjavík
n Kristján Sigfús Einarsson Ránargötu 44, Reykjavík
n Heiðveig Hanna Friðriksdóttir Búðagerði 7,
Reykjavík
n Kári Halldórsson Bogahlíð 16, Reykjavík
n Þorsteinn Baldur Friðriksson Drápuhlíð 28,
Reykjavík
n Davide Marco Zori Ásvallagötu 42, Reykjavík
n Ester Ósk Hreinsdóttir Hjallalundi 13k, Akureyri
40 ára
n Linas Zelvys Asparfelli 8, Reykjavík
n Jón Óskar Sverrisson Skaftahlíð 32, Reykjavík
n Ólafur Hrafn Ólafsson Mánabraut 17, Kópavogi
n Stefán Heiðar Vilbergsson Sunnuvegi 3, Selfossi
n Agnar Birkir Helgason Vesturbergi 102, Reykjavík
n Vilborg Mjöll Jónsdóttir Búlandi 32, Reykjavík
n Heiða Hannesdóttir Stigahlíð 12, Reykjavík
n Gunnlaug Ósk Sigurðardóttir Skógum, Akureyri
n Ásgeir Sigurjónsson Baugakór 9, Kópavogi
n Jón Steinar Sæmundsson Litluvöllum 5, Grindavík
n Svanhildur Björk Sigfúsdóttir Dalhúsum 81,
Reykjavík
n Jónheiður B Kristjánsdóttir Kleppsvegi 140,
Reykjavík
n Ellert Kristinn Alexandersson Lyngholti 7, Álftanesi
n Ívar Jónsson Sóleyjumima 35, Reykjavík
n Ingibjörg Sigr Ármannsdóttir Faxabraut 79,
Reykjanesbæ
n Linda Hrönn Gylfadóttir Fljótaseli 12, Reykjavík
n Anna Sigríður Vernharðsdóttir Súluhöfða 28,
Mosfellsbæ
50 ára
n Baldur Tumi Baldursson Álfabrekku 13, Kópavogi
n Sigurður Indriðason Rekagranda 5, Reykjavík
n Anna Gunnlaugsdóttir Hjallalundi 18, Akureyri
n Védís Skarphéðinsdóttir Melhaga 15, Reykjavík
n Sigurbjörg E Elísabetardóttir Barónsstíg 30,
Reykjavík
n Agnar Ástmar Geirfinnsson Aðalbraut 2, Dalvík
n Hafsteinn Jónasson Skógarseli 11, Egilsstöðum
n Þorsteinn Guðmundsson Hjallabraut 21, Hafnarfirði
n Haraldur Jónsson Hólmgarði 9, Reykjavík
n Elín Sigurbjörg Guðmundsdóttir Fjarðarási 18,
Reykjavík
60 ára
n Jóhanna Þorgrímsdóttir Kjarrhólma 34, Kópavogi
n Guðmunda Inga Veturliðadóttir Erluási 74,
Hafnarfirði
n Einar Kristinsson Kaplaskjólsvegi 71, Reykjavík
n Aðalheiður Vilhjálmsdóttir Hörðukór 5, Kópavogi
n Guðrún Aðalsteinsdóttir Heiðarbraut 4, Reykjanesbæ
n Jón S Guðlaugsson Blönduhlíð 24, Reykjavík
n Gréta Súsanna Fjeldsted Reykjanesvita, Reykjanesbæ
n Kristín Gréta Óskarsdóttir Hæðargerði 4, Reyðarfirði
n Guðmundur Jónsson Hvassaleiti 52, Reykjavík
n Guðrún Hólmfríður Þorkelsdóttir Melateigi 41,
Akureyri
70 ára
n Jón Pétursson Bjarkargötu 4, Reykjavík
n Ólafur Garðar Gunnlaugsson Hlíðargötu 31,
Sandgerði
n Sigfús Sigfússon Þórunnarstræti 125, Akureyri
n Birgir H Björgvinsson Laugarnesvegi 87, Reykjavík
n Guðjón I Sigurgeirsson Núpasíðu 10e, Akureyri
n Jón Brynjólfsson Sóleyjumima 1, Reykjavík
n Gísli Sigurðsson Hópi, Eyrarbakka
n Guðbjörg Ársælsdóttir Eskihlíð 18a, Reykjavík
n Hannes Sigurðsson Starengi 74, Reykjavík
75 ára
n Elías Guðmundsson Brautarlandi 22, Reykjavík
n Ólöf Bjarnadóttir Funalind 7, Kópavogi
n Hilmir Guðmundsson Hringbraut 2a, Hafnarfirði
n Hjalti Sigurðsson Eyjavöllum 3, Reykjanesbæ
n Brynhildur B. Líndal Bröttuhlíð 6, Mosfellsbæ
n Kristinn Guðmundur Árnason Þverholti 30,
Reykjavík
80 ára
n Rósamunda Arnórsdóttir Lækjarkinn 4, Hafnarfirði
85 ára
n Þorsteinn Þorvaldsson Hjarðarholti 11, Akranesi
95 ára
n Sólveig Vilhjálmsdóttir Víðivöllum 4, Akureyri
101 ára
n Guðrún Stefánsdóttir Hlíðarhúsum 7, Reykjavík
Til
hamingju
með
afmælið!
80 ára í dag
Heiðveig Hanna
Lætur afmælið ekki
trufla gott ferðalag.