Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 30. júní 200912 Fréttir
Fastur í brunni
í fjóra daga
84 ára Kanadamaður má teljast
heppinn að vera á lífi eftir að
hafa fundist ofan í brunni við
heimili sitt á Kyrrahafsströnd
Kanada. Maðurinn var búinn
að vera ofan í brunninum í fjóra
daga. Það var vinur mannsins
sem hafði samband við lögreglu
þegar hann hafði ekki heyrt frá
honum í nokkra daga. Lögregla
og björgunarsveitir leituðu
mannsins við heimili hans en
það var leitarhundur sem fann
manninn á endanum. Hann var
heill á húfi en orðinn nokkuð
þrekaður eftir dvölina í brunn-
inum.
Börn eyða
fóstrum
Yfir 450 stúlkur undir fjórtán
ára aldri gengust undir fóstur-
eyðingu á árunum 2005 til 2008
í Bretlandi, þar af 23 stúlkur
yngri en tólf ára. Þessar tölur frá
breska heilbrigðisráðuneytinu
vekja óhug. Á sama tímabili sýna
tölur stjórnvalda að 52 tánings-
stúlkur gengust undir fjórar eða
fleiri fóstureyðingar áður en þær
urðu átján ára. Aldrei hafa fleiri
stúlkur farið endurtekið í fóstur-
eyðingu. Önnur rannsókn sem
birt var í Bretlandi fyrr á þessu
ári sýndi að fóstureyðingum
hafði fjölgað um 70 prósent frá
árinu 1991.
Farþegar standa
í flugvélum
Kínverskt flugfélag íhugar nú
að bjóða ódýrar flugferðir þar
sem farþegar þyrftu að standa.
Flugfélagið sem heitir Spring
Airlines hefur þegar sótt um leyfi
og segist forstjóri flugfélagsins
vera vongóður um að yfirvöld
veiti leyfið – sérstaklega þar sem
Zang Dejiang, aðstoðarforsæt-
isráðherra landsins, átti hug-
myndina.
Wang Zhenghua, forstjóri
flugfélagsins, segist hafa haft
samband við forsvarsmenn Air-
bus-flugvélaframleiðandans,
sem framleiðir flestar vélar flug-
félagsins. Þar hafi þau skilaboð
fengist að ráðahagurinn væri
nógu öruggur. „Þegar leyfi fæst
frá stjórnvöldum, þá prófum við
þetta,“ segir Wang.
Það er engum blöðum um það að
fletta að Michael Jackson, sem lést
á fimmtudag, var einn merkasti
tónlistarmaður samtímans á sviði
popptónlistar. Jackson var hvort
tveggja í senn umdeildur og dáður.
Michael Jackson sigraði popp-
heiminn og skilur eftir sig sölu-
met sem seint verður slegið, en
engu að síður gekk verulega á sjóði
hans undanfarin ár ekki síst vegna
kostnaðarsamra réttarhalda vegna
ásakana um barnagirnd á hendur
honum og undarlegra fjárfestinga.
Rekstur vinjar og griðastaðar
Michaels Jacson, Neverland, hef-
ur verið á brauðfótum og margar
eignir hans á leið undir hamarinn.
En nú gæti vænkast hagur strympu
því ekki er loku fyrir það skotið
að hann nái efsta sæti á enn ein-
um listanum; lista yfir tekjuhæstu
látnu stjörnuna.
Það eru engin ný sannindi að
fátt er arðvænlegra fyrir listamenn
en ótímabært fráfall og ef fer sem
horfir verður Michael Jackson eng-
in undantekning frá þeirri reglu.
Konungur rokksins á
toppnum
Listi Forbes-tímaritsins yfir tekjur
látinna listamanna er til marks um
þann fjárhagslega ávinning sem
stjörnur hafa af eigin dauðdaga,
þó vissulega sé þar um vafasama
tekjuleið að ræða.
Á lista Forbes er að finna Bob
Marley, Kurt Cobain, Johnny Cash
og Tupac Shakur, sem allir þéna
milljónir bandaríkjadala árlega og
jafnvel meira en lifandi stjörnur á
borð við Madonnu.
Undanfarin tvö ár hefur kon-
ungur rokksins, Elvis Presley, trón-
að á toppi listans með um fimmtíu
milljónir bandaríkjadala í tekjur á
ári.
Ef Neverland yrði opnað al-
menningi og sá áhugi sem vaknað
hefur á tónlist Jacksons verður við-
varandi gætu tekjur Jacksons orð-
ið tvöfaldar tekjur Presleys og kon-
ungur poppsins gæti velti konungi
rokksins úr sessi.
Kippur í sölu og spilun
Með snjallri stjórn samfara því sem
fjármálaflækjur Jacksons leysast
gætu tekjur hans orðið enn hærri
og nú þegar hefur sala tónlistar
hans tekið kipp og útvarpsstöðvar
í Evrópu hafa spilað tónlist hans
viðstöðulítið.
Hillur stærstu tónlistarverslun-
ar Tókýó í Japan tæmdust af tónlist
Jacksons og netsala amazon.com á
tónlist hans var 700 sinnum meiri
en vanalega.
Burtséð frá velgengni bæði El-
vis Presley og Michaels Jackson í
lifanda lífi og breiðum aðdáenda-
hópi beggja á alheimsvísu eiga
þeir ýmislegt fleira sameiginlegt
nú þegar þeir hafa safnast til feðra
sinna.
Báðir voru þekktir fyrir mikla
sérvisku og eyðslusemi og nú þeg-
ar búið er að fjarlægja þá þætti úr
jöfnu Jacksons geta þeir sem sjá
um dánarbúið snúið sér að al-
varlegri málum eins og að mjólka
kúna sem hann skildi eftir.
Læra af Presley
Dánarbússtjórar Michaels Jackson
ættu að njóta góðs af þróun tekna
Presleys í kjölfar dauða hans í við-
leitni til að hámarka sölugildi Jack-
sons.
Þegar Elvis Presley lést árið 1977
var dánarbú hans metið á innan við
fimm milljónir bandaríkjadala og
hann var í huga margra einungis
skugginn af sjálfum sér. Rithöfund-
urinn Samuel Roy kvað svo sterkt að
orði að segja að tímasetning dauða
Presleys hefði einungis verið til þess
fallin að bjarga orðspori hans.
Það var ekki fyrr búið að iðn-
væða ímynd Presleys, hefja gríð-
arlegt söluátak á tónlist hans og
markaðssetja Graceland-setrið
en peningarnir hófu að streyma í
kassann.
Á toppinn á ný
Reyndar hefur Michael Jackson
það fram yfir Presley að tónlistar-
iðnaðurinn hefur tekið miklum
stakkaskiptum síðan Presley lést.
Netið skipar nú stóran sess í sölu
tónlistar og tónlist Michaels Jack-
son komst á topp niðurhalslista
iTunes í Bretlandi og víðar í Evr-
ópu, auk Bandaríkjanna, Ástralíu,
Nýja-Sjálands og Kanada.
Plata Jacksons Number One
komst í fyrsta sæti í Bretlandi úr
121. sæti og fjórar aðrar plötur
hans verma sæti á lista yfir 20 sölu-
hæstu plöturnar; Thriller í 7. sæti,
King of Pop í 14. sæti, Off the Wall
í 17. sæti og The Essential Michael
Jackson í 20. sæti.
Það er því ljóst að nú þegar er
skriðan farin af stað, en hvort hún
verður viðvarandi verður tíminn
að leiða í ljós.
Barist um auðinn
Deilan um yfirráð yfir tónlistar-
veldi Michaels Jackson gæti staðið
í mörg ár. Lögfræðingar fjölskyld-
unnar og lánardrottnar, sem tal-
ið er að eigi útistandandi um 500
milljónir bandaríkjadala, munu
berjast um yfirráð yfir eignum
Michael Jackson Inc. sem gætu
verið metnar á 1 milljarð dala.
Michael Jackson var oft lýst
sem milljónamæringi sem hagaði
sér eins og milljarðamæringur og
undanfarin ár var ljóst að hann átti
erfitt um vik að fjármagna óhóflega
eyðslu.
En Jackson var ekki alls varn-
að og árið 1985 greiddi sjóður sem
hann hafði stofnað 47,5 milljónir
dala fyrir ATV-útgáfufyrirtækið sem
átti útgáfuréttinn á lögum Bítlanna
og þúsundum annarra laga.
Áratug síðar seldi sjóðurinn
helming útgáfufyrirtækisins til
Sony fyrir 150 milljónir dala. Verð-
mæti þess er nú talið vera um tveir
milljarðar dala.
Tekjur látinna listamanna
Sem dæmi um hvernig dauði eyk-
ur tekjur listamanns má nefna Bob
Marley. Þegar Marley lést 1981
voru árlegar höfundarréttartekjur
hans um 200 þúsund dalir. Síðan
þá hafa þær verið um þrír milljarð-
ar dala á ári.
Marvin Gaye komst á ný á lista
Forbes í kjölfar 50 ára afmælis
Motown Records og endurútgáfu
nokkurra laga hans. Kvikmynd um
ævi Ray Charles 2004 hafði svipuð
áhrif á tekjur hans.
Árið 2006 jukust tekjur Johns
Lennon umtalsvert þegar deila
um vangreidd höfundarlaun var
til lykta leidd og svipaða sögu má
segja um George Harrison.
Á sama tíma og fjölskylda Jack-
sons veltir fyrir sér orsök dauða
hans og syrgir ásamt fjölda aðdá-
enda um heim allan má telja nokk-
uð víst að margir séu í óða önn að
leita leiða til að tryggja sér sneið af
þeirri köku sem hann skilur eftir
sig.
Ótímabært fráfall getur bjargað orðstír listamanna og blásið nýju lífi í kulnandi
glæður ferils þeirra. Forbes heldur lista yfir látna listamenn og tekjur þeirra.
Undanfarin tvö ár hefur Elvis Presley vermt efsta sætið en með andláti Michaels
Jackson gæti orðið þar breyting á.
Michael Jackson
gæti velt Presley úr
sessi sem tekjuhæstu
látnu stjörnunni.
Arðvænlegt
dA sFAll
KoLBEinn þorsTEinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
neverland gæti orðið mikilvæg tekjulind í dánarbúi jacksons.