Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 30. júní 20098 Fréttir
Stórfellt brask útgerða með kvóta í
rækju og öðrum verðlitlum fiskiteg-
undum stuðlar að vannýtingu tiltek-
inna fiskistofna, álagi á aðra stofna
og skertri getu sjávarútvegsins til
gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðina.
Þetta er meginniðurstaða laga-
nemanna Finnboga Vikar og Þórð-
ar Más Jónssonar, sem nýverið unnu
skýrslu um málið meðfram námi við
Háskólann á Bifröst. Þórður, sem er
viðskiptalögfræðingur, segir að út-
vegsmenn, sem kynnt hafi sér efni
skýrslunnar, hafi helst lagt að hon-
um að efni hennar yrði stungið ofan
í skúffu. „Útgerðarmaður af lands-
byggðinni furðaði sig á því hvers
vegna við ætluðum að birta efni
skýrslunnar í stað þess að nýta þekk-
ingu okkar til þess að hagnast sjálfir
á leigubraski.“
Stórgallað kerfi
Finnbogi og Þórður spyrja hvernig
á því standi að margar fiskitegund-
ir séu nýttar langt undir útgefnum
kvóta. Svo dæmi sé tekið geti óhag-
kvæmni rækjuveiða ekki verið slík að
íslenski fiskiskipaflotinn veiði aðeins
10 til 30 prósent rækjukvótans ár eft-
ir ár eins og gögn Fiskistofu gefi til
kynna. Í ljósi vannýtingar fjölmargra
stofna álykta skýrsluhöfundarnir að
stjórnvöld þurfi í raun ekki að kvóta-
setja vannýttar tegundir og byggja
þeir þá ályktun á þriðju grein laga
um stjórn fiskveiða þar sem stend-
ur að sjávarútvegsráðherra skuli
ákvarða, að fengnum tillögum Haf-
rannsóknastofnunar, þann heildar-
afla sem veiða má á ákveðnu tímabili
úr þeim nytjastofnum sem nauðsyn-
legt er talið að takmarka veiðar á.
Þórður Már bendir á að Landssam-
band íslenskra útvegsmanna viður-
kenni sjálft í sínum skýrslum að til
dæmis úthafsrækjukvóti sé notaður
til að skapa svigrúm til að leigja út
aðrar tegundir. „Úthafsrækja hefur
í flestum tilfellum verið leigð til að
auka framsalsheimildir. Verðið var
frá 2,00–3,50 kr/kg,“ segir orðrétt í
skýrslu stjórnar LÍÚ 2007 til 2008.
Tómlát Fiskistofa
Að mati skýrsluhöfunda er ástæð-
an fyrir kerfisbundinni vannýtingu
tiltölulega einföld þegar betur er að
gáð. Heimilt er samkvæmt fiskveiði-
stjórnunarlögum að flytja sem nem-
ur helmingi af úthlutuðum kvóta frá
hverju skipi. Oft er kvótinn blandað-
ur og því verðmæti hverrar tegundar
reiknað út frá kílói af þorski. Þannig
þarf þrjú kíló af keilu á móti hverju
kílói af þorski og tvö kíló af rækju á
móti hverju kílói af þorski. Þetta er
kallað þorskígildi.
Með því að flytja mikinn og ódýr-
an rækjukvóta á tiltekið skip fjölgar
skráðum þorskígildum á viðkom-
andi skip og svigrúm skapast fyrir
úgerðina til þess að leigja aðrar og
dýrar tegundir frá skipinu. Skýrslu-
höfundar benda á dæmi þess að
innan við 30 tonna skip séu skráð
með mörg hundruð tonna kvóta af
rækju á Flæmingjagrunni og aug-
ljóst að Fiskistofa láti slíkt viðgang-
ast þótt það stríði gegn heilbrigðri
skynsemi um veiðigetu eins og hún
er skilgreind í lögum.
Þórður Már og Finnbogi taka
meðal annars dæmi af Brimnesi RE
27, en það er í eigu Brims hf. Brim-
nes er 1.500 tonna nýtískulegt frysti-
skip. Úthlutaðar aflaheimildir nema
4.500 þorskígildistonnum. Á síð-
asta fiskveiðiári voru flutt samanlagt
nærri 1.147 tonn í þorskígildum yfir
til Brimness. Þessi þorskígildistonn
voru einkum til komin vegna þess
að liðlega 2.000 tonn af úthafsrækju-
kvóta var fluttur yfir á skipið. Athygli
höfundanna vekur að Brimnes RE 27
veiddi aðeins 9,5 tonn af rækju þetta
sama fiskveiðiár.
Lögbrot?
Á sama tíma og liðlega 2.000 tonn
af rækju voru flutt yfir á skipið leigði
það frá sér samtals liðlega 5.400
þorskígildistonn í margvíslegum
tegundum, þar af um 950 tonn af
þorski, 540 þorskígildistonn af ýsu
(658 ýsutonn), um 840 þorskígildis-
tonn af ufsa og nærri 530 þorskígild-
istonn af steinbít.
Skýrsluhöfundarnir reka einn-
ig augun í það að stærstur hluti
rækjukvótans var fluttur yfir á Brim-
nes aðeins tveimur dögum fyrir lok
fiskveiðiársins 2007 til 2008. Undir
engum kringumstæðum gæti skipið
veitt þennan kvóta innan fiskveiði-
ársins og hefði enga veiðigetu til
þess. Þetta segja Finnbogi og Þórð-
ur að samrýmist ekki ákvæðum 15.
greinar laga um fiskveiðistjórnun, en
þar segir að heimilt sé að flytja afla-
mark milli skipa enda leiði flutning-
urinn ekki til þess að veiðiheimildir
verði bersýnilega umfram veiðigetu
þess.
Að mati skýrsluhöfunda blasir
því við að útgerðinni gangi annað til
með kvótaflutningunum en að veiða
rækju.
„Ljóst er að heimild til að leigja
helming aflaheimilda frá fiskiskipi
getur leitt til vannýtingar á vissum
tegundum nytjastofna. Þar sem til-
hneiging og innbyggður hvati er í
núverandi kerfi til að sitja á ódýrari
tegundum í leigu og leigja frá sér
hinar dýrari tegundir. Það verður til
þess að mörg þúsund tonn falla nið-
ur ónýtt árlega og margir milljarð-
ar tapast úr þjóðarframleiðslunni
auk þess sem engin atvinna skap-
ast vegna vannýtingar og byggðirn-
ar í landinu líða fyrir vegna hráefnis-
skorts til verksmiðja. Þetta fer í bága
við meginmarkmið laga um stjórn
fiskveiða.“
Rækja veidd á línu
Höfundar taka annað dæmi af línu-
veiðaranum Sighvati GK 57, en hann
er í eigu Vísis í Grindavík. Þeir benda
á að Sighvatur hafi komist yfir tæp 16
prósent úthafsrækjukvótans án þess
að hafa nokkra veiðigetu til að geta
sótt slík verðmæti. Í lögum um stjórn
fiskveiða segir að heimilt sé að fram-
selja kvóta af skipi að hluta eða öllu
leyti en sá flutningur má hins veg-
ar ekki vera umfram veiðigetu þess
skips sem tekur við kvótanum. „Í ljósi
þessa ákvæðis verður að telja undar-
legt að hægt hafi verið að fá heimild-
irnar fluttar yfir á umræddan línubát,
enda virðist ljóst að hann getur tæp-
lega haft veiðigetu til þess að sækja
aflann yfir höfuð; rækja verður seint
veidd á línu. Hefur þessi bátur ekki
sótt eitt kíló af þessum verðmætum
sem hann þó hefur heimild til þess
að sækja. Þetta er því miður ekkert
einsdæmi, en sýnir glöggt hversu
brotalamirnar í núverandi kerfi eru
stórar. Skýrsluhöfundum þykir það
furðu sæta að Fiskistofa hafi heim-
ilað flutning aflahlutdeildarinnar á
sínum tíma en hana er hægt að finna
hjá Fiskistofu í þremur færslum.“
Kvótagreifar fara sínu fram
Að hluta var rækjukvótinn fluttur
af Fjölni SU 57 sem einnig er í eigu
Vísis hf. Þykir Finnboga og Þórði Má
fullt tilefni til að fara yfir störf veiði-
heimildasviðs Fiskistofu í ljósi fram-
angreindra upplýsinga. Þeir velta
fyrir sér hvort ekki sé rétt að þar til
bærir aðilar taki til endurskoðunar
störf veiðiheimildasviðs Fiskistofu á
árunum 2000–2009. „Það er margt
sem vekur furðu skýrsluhöfunda um
hvernig staðið hefur verið að málum
á veiðiheimildasviði Fiskistofu og
það lítur út fyrir að veiðiheimilda-
svið hafi ekki farið eftir settum lög-
um um stjórn fiskveiða. Frekar má
leiða líkur að því að veiðiheimilda-
svið Fiskistofu hafi haft hagsmuni
kvótahafa að leiðarljósi og í mörgum
tilfellum litið fram hjá gildandi lög-
um og reglum í því skyni.“
Jóhann hauKSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Í nýrri úttekt er sýnt fram á hvernig útgerðir safna kvóta ódýrra fiskitegunda á einstök skip til þess
eins að auka svigrúm til að leigja út dýrar tegundir frá skipinu, svo sem þorsk og ýsu. Þetta leiðir til
vannýtingar á fjölda fiskitegunda og milljarðataps fyrir þjóðarbúið. Höfundar skýrslunnar furða sig á
sinnuleysi Fiskistofu sem viti augljóslega af litlum fiskiskipum með hundruð tonna úthafsrækjukvóta
sem þau hafi enga getu til þess að veiða. Slíkt sé brot á lögum um stjórn fiskveiða.
Milljarðatjón vegna
kvótabrasks
„Frekar má leiða líkur að því að veiðiheimilda-
svið Fiskistofu hafi haft hagsmuni kvótahafa
að leiðarljósi og í mörgum tilfellum litið fram
hjá gildandi lögum og reglum í því skyni.“
VannýTT hLuTFaLL
noKKuRRa Tegunda
Meðaltal fiskveiðiárin 2006 – 2007
og 2007 – 2008
grálúða 44%
Sandkoli 71%
Skrápflúra 85%
ufsi 22%
Úthafsrækja 84%
Flæmingjarækja 100%
(síðan 2007)
Úthafskarfi 19%
Brimnes Re 27 2.000 tonn af úthafsrækjukvóta voru flutt yfir á Brimnes sem að
mati skýrsluhöfunda stóð aldrei til að veiða. Stórfelld útleiga á dýrum tegundum
er stunduð í gegnum skipið.
Skýrsluhöfundar Þórður Már (t.h.) og Finnbogi (t.v.) lýsa ákveðnum tilfærslum með kvóta sem
braski og margar útgerðir taki kvóta ýmissa tegunda í gíslingu. Þær hafi á valdi sínu hvort kvótinn sé
nýttur en kjósi að halda þeim gegn því að geta leigt út dýrar tegundir eins og þorsk og ýsu.