Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Qupperneq 16
Svarthöfði er hættur að borga af lán- unum sínum og skal fyrr dauður liggja en að hann leggi sitt af mörk- um til Icesave-skuldarinnar. Svart- höfði stendur síður en svo einn á þessari sannfæringu enda er Íslend- ingum í blóð borið að vilja fá helst allt fyrir ekkert. Eða í það minnsta mikið fyrir lítið. Þeir greiða kredit- kortareikninga sína seint og illa og segja bara helst aldrei skilið við þá aura sem þeir draga saman fyrr en í fulla hnefana. Við erum þjóðin sem gerir aldrei neitt eins og þeir hjá In- trum vita manna best. Svarthöfði spyr sig því oft á dag hvernig í ósköpunum fautinn Gor- don Brown og sauðirnir Steigrímur J. Sigfússon og Gylfi Magnússon fengu þá ringluðu hrossaflugu í höfuðið að við værum til í að borga Icesave- reikninginn þegjandi og hljóðalaust. Svarthöfði og aðrir Íslendingar eru afkomendur sauðaþjófa sem hafa frá því land byggðist stolið öllu steini léttara, unnið svart og stungið undan skatti hver í kapp við annan. Skattsvik eru ein helsta þjóðar- íþrótt okkar og þykja svo sjálfsögð að hingað til hefur það ekki talist til tíðinda þótt þekktir auðmenn dragi fram lífið á vinnukonuútsvari á papp- írum. Og nú á allt í einu þessi forherta hjörð eiginhagsmunaseggja og sóló- spilara á sparkvelli lífsins að fara að leggja í stærsta púkk Íslandssögunn- ar til að borga sukkreikning snældu- bilaðra, teinóttra bankamanna sem hafa þó ekki unnið sér neitt til saka annað en að svara genetískri gróða- fíkn og græðgi í auðfengið fé. Hvaða vitleysa er þetta? Útrásarvíkingarnir eru Íslending- ar út í gegn og gerðu það sem við ger- um best. Bara aðeins of vel. Banka- ránin þeirra í Bretlandi og Hollandi voru tær snilld. Útpæld og sivilí- seruð. Allt annar bragur á þessum gripdeildum en djöfulganginum í forfeðrum þeirra sem bitu í skjaldar- rendur og átu berserkjasveppi áður en þeir rændu öllum flottu gellun- um á Bretlandseyjum, nauðguðu hinum og skildu eftir í flæðarmálinu og þrættu svo rauðhærð írsk börn á öngla og notuðu í hákarlabeitu á heimleiðinni. Maður skyldi nú ætla að Brown og Darling ættu frekar að gera læti út af þeim ósköpum en þessum Icesave-peningum. Auðvitað eiga þessir tjallabjánar að vita að víkingar skila ekki herfangi sínu. Aldrei. Þess vegna hafa þeir ekki krafist þess að við skilum þeim afkomendum allra sætu ambátt- anna sem við náðum af þeim í denn. Þess vegna hafa Írar ekki farið fram á bætur, eða hlutdeild í aflanum, fyr- ir hákarlabeitubörnin og þess vegna borgum við ekki Icesave-peninginn. Steingrímur J. á eftir að fá ræki- lega á baukinn þegar hann leggur Ic- esave-dílinn sinn fyrir alþingi Íslend- inga þar sem þverskurðurinn af þjóð sauðaþjófa situr með alls kyns synd- ir, grjót, kúlulán, segldúka, dagpen- inga og vinargreiða á bakinu. Þetta lið er ólíkt Steingrími ekki tilbúið til að svíkja lit og snúa baki við eðli sínu. Þingheimur mun aldrei afneita blóðinu sem rennur um æðar hans og kúga Íslendinginn innra með sér til hlýðni. Við erum þjóð illa þokkaðra rusta. Sjálfhverf og að drepast úr sérgæsku gefum við skít í umheiminn og allt það hyski sem telur sig getað kúg- að okkur til hlýðni. Við látum engan eiga neitt inni hjá okkur. Einfaldlega vegna þess að við bara hirðum það skuldlaust og gefum fjendum okkar fingurinn. Þessi Gordon Brown virð- ist halda að Hjallastefna Möggu Pálu hafi verið við lýði frá landnámi og hér hafi okkur verið kenndir mannasiðir með bóndabeygjum og járnkruml- um í silkihönskum lengur en elstu menn muna. Ó nei, Gordon minn. Við erum enn ótamdir afkomendur siðlausra sauðaþjófa og við borgum ekki. Aldrei! Þriðjudagur 30. júní 200914 Umræða Spurningin „Það er frekar hæpið miðað við refsiramma íslenskra laga. Miðað við auðgunarkafla hegningarlaga er hámarksrefs- ingin sex ár,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Fjársvikarinn Bernard Madoff var í gær dæmdur í 150 ára fangelsi. Sveik hann út alls 50 milljarð dollara, eða sem nemur 6.400 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Gæti einhver fenGið svona dóm? Sandkorn n Í Mogganum um helgina var æði skrautleg frétt um að þjóð- hollir íhaldsmenn hefðu ekki viljað selja hluti sína í Icelandair. Einhverjir munu hafa fengið hlát- urskast við lesturinn því Gunnlaugur Sigmunds- son, fyrrverandi þingmaður og eigandi Kögunar, og Benedikt Sveinsson, höfuð Engeyjarættar- innar, sem vitnað er til í fréttinni hefðu þurft að taka á sig stórtap til að geta selt hluti sína sem veðsettir eru upp í háloftin. Fall- ið gengi á hlutabréfum flugfé- lagsins hefur valdið því að þjóð- hollusta kemur hvergi við sögu. Menn eru einfaldlega læstir inni með hluti sína. n Þrátt fyrir að Árvakur hafi fengið niðurfelldar 3.500 millj- ónir króna úr hendi kúlu- lánadrottningarinnar Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis/Íslandsbanka, er hermt að rekstur Morgunblaðsins sé erfiður. Því er spáð að blaðið þurfi á enn meiri fyrirgreiðslu að halda þeg- ar skuggar haustsins leggjast yfir Hádegis- móana. Enn hefur ekki verið auglýst eftir nýjum bankastjóra Glitnis eins og ríkisstjórnin lof- aði. Það er því líklegt að Birna muni enn og aftur þurfa að opna fjárhirslur almennings í landinu til að hjálpa Óskari Magnússyni útgefanda og félögum. n Jónas Kristjánsson, bloggari og ritstjóri, gefur ekki mikið fyrir bókina Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson þar sem þáttur Davíðs Oddssonar sé næsta lítill. Þá finnst Jónasi þáttur útrásar- víkinga og -banka vera lítill og ekki fjallað um ýmis hneykslis- mál, svo sem afskriftir kúlulána ýmissa lykilmanna. Jónas vekur athygli á að kúlulán er ekki einu sinni að finna í bókinni. Niður- staðan er sú að þarna sé á ferð- inni varnarrit fyrir útrásarvík- inga og -bankamenn. n Valdabaráttan innan Vinstri- grænna hefur aldrei náð öðrum eins hæðum. Turnarnir tveir, Ögmundur Jónasson heilbrigð- isráðherra og Steingrímur J. Sigfússon leiðtogi eru á önd- verðri skoðun hvað varðar Ic- esave-klafann og raunar margt fleira. Steingrímur J. vill ólmur samþykkja ábyrgðina til Breta og Hollendinga en Ög- mundur er því and- vígur. Vandinn er sá að ef samning- urinn fellur í þing- inu er ríkisstjórnin fallin og hugsan- lega er pólit- ísk framtíð Steingrím- ur J. í upp- námi. LyngháLS 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Menn voru að streða við að sýna frá þessu og lýsa þessu í útvarpi en það var aldrei neitt sérstaklega gott fjölmiðlaefni.“ n Stefán Pálsson sagnfræðingur vill halda ræðukeppnum innan veggja framhaldsskólanna. -Fréttablaðið „Ég svindla alltaf aðeins.“ n Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson sprellar í golfi. - Fótbolti.net „Ég hef ekki enn séð bolinn „Ísland - stórasta lán í heimi“.“ n Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2. - pressan.is „Hvaða réttlæti er fólgið í þessu?“ n Tryggvi Ársælsson útgerðarmaður ósáttur við frjálsar strandveiðar. - Morgunblaðið „Það er einfaldlega þannig, að það vill enginn lána landi, sem gerir ekki upp sínar skuldir.“ n Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi. - mbl.is „Landstjóri Íslands bullar bæði og lýgur.“ n Ritstjórinn fyrrverandi, Jónas Kristjánsson, á bloggsíðu sinni. –jonas.is Kúlufólkið í Kaupþingi Leiðari DV birtir í dag hluta af lánabók Kaupþings frá árinu 2006. Þær tölur sem blaðið hefur undir höndum sýna með skýrum hætti þá hringavitleysu sem átti sér stað í íslensku bankakerfi á umræddum tíma. Einstakling- urinn Kristján Arason, einn af framkvæmda- stjórum Kaupþings, fékk næstum 900 millj- ónir króna að láni í eigin banka. Engin leið er til þess að hann geti nokkru sinni staðið við greiðslur á láninu sem síðar var skutlað inn í einkahlutafélag. Fjöldi annarra einstaklinga fékk kúlulán, jafnvel upp á milljarða króna. Síðar samþykkti stjórn sama banka að af- létta ábyrgðum einstaklinga af kúlulánum sem áttu að kalla fram ofsagróða. Dansinn um gullkálfinn myndgerist í lánabókinni. Og siðleysið birtist í því að aldrei var ætlun- in að borga skuldina ef hlutabréfin lækk- uðu í verði. Viðskiptin voru eingöngu á þeim grunni að gróðinn gat orðið raunverulegur en tapið var ekki til. Kúlufólkið í Kaupþingi þurfti ekki að standa við skuldbindingar sín- ar eins og venjulegir viðskiptavinir. Bank- arnir sem uppvísir urðu að siðleysi voru á sama tíma að blóðmjólka almenna við- skiptavini. Fólk sem í sveita síns andlitis fékk aðeins brotabrot ef þeim upphæðum sem kúlulánafólkið fékk er ofsótt af bönkunum og svipt sjálfræði sínu. Hinn almenni borgari átt þess aldrei kost að ábyrgð hans yrði aflétt og bankinn tæki skellinn af hruni fasteigna- verðs. Almenningur er kúgaður með öllum tiltækum ráðum til að borga af okurlánum en kúlufólkið sleppur. DV hefur tekið að sér að svipta hulunni af gullkálfum Kaupþings sem gengu sjálfala í þenslunni. Með því að opinbera lánabók bankans er ekki horft til lagabókstafs sem krefst leyndar varðandi sukkið. Til grundvallar birtingunni í dag og næstu daga er það eitt lagt að fólki kemur þetta við. Það sem gerðist í bakherbergjum bankanna varðar hagsmuni hvers einasta Ís- lendings. reynir traustason ritstjóri skrifar. Dansinn um gullkálfinn myndgerist í lánabókinni bókStafLegasauðaþjófar borGa ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.