Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Side 12
Þriðjudagur 30. júní 200910 Neytendur
Mest kvartað
vegna verð-
Merkinga
Í fyrra bárust Neytendastofu alls
446 ábendingar til Neytendastofu
í gegnum Rafræna Neytendastofu
á netinu. Flestar ábendingar voru
vegna verðmerkinga í verslun-
um, eða 120 ábendingar alls. Þar
á eftir komu verðlagsábending-
ar, sem voru 110 á síðasta ári, og
kvartanir vegna auglýsinga eða
99 talsins. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu Neytendastofu. Langflest-
ar ábendingar sem Neytenda-
stofa fékk inn á borð til sín voru
nafnlausar.
Banna erfða-
Breytta úti-
ræktun
Neytendastofa hefur greint frá því
að löggjafaþing í Maine í Banda-
ríkjunum hafi sett lög sem banna
útiræktun erfðabreyttra lyfja- og
iðnaðarplantna. En slíkum plönt-
um er ætlað að framleiða lífvirk
prótein sem notuð eru í öflug lyf.
Hættulegt er talið að rækta þess-
ar plöntur utandyra. Neytenda-
stofa telur þessa áhættu hér á
landi einskins metna. Umhverf-
isstofnun veitti fyrirtækinu ORF
Líftækni hf. nýlega leyfi til fimm
ára ræktunar á erfðabreyttu lyfja-
byggi á allt að 10 hekturum.
n Reykingamaður hafði
samband við DV og
kvartaði sáran yfir háu
verði á sígarettum.
Reykingamaðurinn
borgaði 870 krónur
fyrir Marlboro Lights á
BSÍ um helgina og segist hafa
hreinlega verið í sjokki. Hann
kveðst ætla að hætta að reykja
muni þetta ekki lækka á
næst-
unni.
n Á Flúðum gefst ferðamönnum kostur
á að kaupa grænmeti beint frá bónda.
Það fyrirkomulag er haft á að að
vegfarendur geta keypt
grænmeti í bás við vegkantinn
og afgreitt sig sjálfir með því að
setja pening í bauk. Þetta er
skemmtilegt fyrirkomulag sem
gengur út frá því vísu að
viðskiptavinurinn sé
heiðarlegur.
SEndið LOF Eða LaST Á nEYTEndur@dV.iS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 176,8 kr. verð á lítra 179,6 kr.
skeifunni verð á lítra 175,3 kr. verð á lítra 178,2 kr.
algengt verð verð á lítra 176,8 kr. verð á lítra 179,7 kr.
bensín
Hveragerði verð á lítra 173,2 kr. verð á lítra 176,1 kr.
selfossi verð á lítra 173,0 kr. verð á lítra 175,9 kr.
algengt verð verð á lítra 176,8 kr. verð á lítra 179,6 kr.
umSjón: VaLgEir örn ragnarSSOn, valgeir@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
MP Banki býður hæstu innlánsvextina á óverðtryggðum reikningum þegar fólk vill
binda að minnsta kosti eina milljón króna í eitt ár. Mikill munur er á vaxtakjörum
eftir bönkum. Ingólfur H. Ingólfsson hjá spara.is, ráðleggur fólki að geyma peninga
ekki á debetkortareikningum, sem hafa mjög lága vexti. Verðtryggðir reikningar eru
betri en óverðtryggðir ef spara á peninga til langtíma.
HÆSTU INNLÁNS-
VEXTIRNIR „Til að hafa vaðið fyrir neðan sig, þá ertu alltaf með jákvæða vexti á verðtryggðu reikningunum.“
Hæstu innlánsvextirnir á óverð-
tryggðum innlánsreikningum, mið-
að við að eiga eina milljón króna í
sparifé og hafa í hyggju að binda það
til eins árs, eru hjá MP Banka. Hjá
MP fæst 10,20 prósenta ársávöxtun
á MP 12 reikningnum, miðað við að
innlánið sé á bilinu ein til fimm millj-
ónir króna. Innistæðan er bundin í
eitt ár og er 1 prósents úttektargjald
hjá gjaldkera.
Hjá Byr eru Net12 óverðtryggðu
reikningarnir með 9,24 prósenta árs-
ávöxtun miðað við innistæðu á bil-
inu 1 til 10 milljónir króna. Vextir eru
hins vegar borgaðir út 12 sinnum á
ári og eru 8,87 prósent.
S24 er með þriðju hæstu vextina
á sparnaðarreikningum miðað við
eina milljón í innistæðu og bind-
ingu í 12 mánuði. Í 2. þrepi á sparn-
aðarreikningum sem miðast við 1 til
5 milljónir króna, fást 8,50 prósenta
ársvextir.
Hætta á neikvæðri ávöxtun
„Fyrir þá sem eiga eitthvað und-
ir koddanum er langbest að geyma
það inni á bankareikningi eða ríkis-
skuldabréfum, það er það eina sem
hægt er að gera. Bestu kjörin færðu
yfirleitt á netreikningum og þá er
það einna helst líklega hjá S24 eða
MP Banka. Svo eru það ríkisskulda-
bréfin, ef menn eru sannfærðir um
að ríkið sé ekki að fara á hausinn,“
segir Ingólfur H. Ingólfsson, ráðgjafi
hjá spara.is. Hann segir að raunar sé
lítið annað í boði en að nota þessar
sparnaðarleiðir.
„Ef þú ert tilbúinn að ávaxta
sparifé þitt til langtíma, þá eru verð-
tryggðu reikningarnir betri en þeir
óverðtryggðu, þar sem bankarnir
hafa verið að keyra niður vexti um-
fram það sem Seðlabankinn hefur
verið að gera,“ segir Ingólfur. Hann
bendir á að verðtryggingin gagn-
ist alltaf þeim sem eiga peninga og
fólk fái alltaf jákvæða raunvexti inn
á verðtryggða reikninga, en eins og
staðan sé nú um stundir sé hætta á
neikvæðum raunvöxtum á vissum
reikningum. „Til að hafa vaðið fyrir
neðan sig, þá ertu alltaf með jákvæða
vexti á verðtryggðu reikningunum.“
Aðspurður hvar fólk eigi ekki að
geyma sparifé sitt bendir hann á að
hefðbundnir debetkortareikningar
gefa ekki góða ávöxtun. „Fólk ætti
aldrei að geyma peningana sína á
slíkum reikningum,“ segir Ingólfur.
Stóru bankarnir
með lægri vexti
Athygli vekur að stóru ríkisbankarn-
ir sem féllu síðasta haust bjóða al-
mennt lægri innlánsvexti en S24,
Byr og MP Banki. Hjá Íslandsbanka
eru 7,50 prósenta vextir í boði fyrir
innistæðu á bilinu 1 til 5 milljón-
ir króna á óverðtryggðum sparir-
eikningi sem kallast Vaxtaþrep.
Hjá Kaupþingi er 7,23 prósenta
ávöxtun á ári á MX 12, óverð-
tryggðum innlánsreikn-
ingum. Innistæðan
þar er bundin í 7
daga.
Landsbank-
inn býður 9,05
prósenta ársá-
vöxtun á vaxta-
reikningi fyr-
ir innistæðu
á bilinu 200 þúsund til 2 milljón-
ir króna. Innistæðan er bundin í 7
daga.
Hjá Íslandsbanka er boðið upp
á 7,50 prósenta ársávöxtun á óverð-
tryggðum reikningi fyrir 1 til 5 millj-
ónir króna.
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
vExtIR á INNláNS-
REIkNINGum
ÓvERÐtRYGGÐIR
INNláNSREIkNINGaR
mP Banki
mP 12 10,20%
Byr
net12 9,24%
landsbanki
Vaxtareikningur 9,05%
S24
Sparnaðarreikningur 2. þrep 8,50%
Íslandsbanki:
Vaxtaþrep 7,50%
kaupþing
mx12 7,23%
*miðað Við inniSTæðu að LÁgmarki
1 miLLjón króna Og möguLEika Á ÁrS
SkuLdbindingu.
vERÐtRYGGÐIR
INNláNSREIkNINGaR
S24
Verðtryggður sparnaðarreikningur í
36 mánuði 5,50%
Byr
netreikningur bundinn í 36 mánuði
5,40%
mP Banki
mP 36 – bundinn í 36 mánuði
5,25%
Íslandsbanki
Sparileið 60, bundinn í 60 mánuði
5,20%
landsbanki
Landsbók – 60 mánaða binding
4,70%
kaupþing
Orlofsreikningur 4,50%
mP Banki mP býður upp á hæstu óverðtryggðu innlánsvextina. mYNd HEIÐa HElGadÓttIR
Ingólfur H. Ingólfsson „Ef þú ert tilbúinn að
ávaxta sparifé þitt til langtíma, þá eru verðtryggðu
reikningarnir betri en þeir óverðtryggðu, þar sem
bankarnir hafa verið að keyra niður vexti umfram
það sem Seðlabankinn hefur verið að gera.“