Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Page 6
Þriðjudagur 30. júní 20094 Fréttir Hannes á ekki hús í Boston „Þetta er alrangt, hreinn upp- spuni,“ segir Smári Sigurðsson, faðir Hannesar Smárasonar. Í nýjasta tímariti Séð og heyrt er staðhæft að Hannes eigi þrjú hús í Boston. Smári þvertekur fyrir það og segir að hann hafi átt hús í Weston, útborg Boston. Það hús hafi hins vegar verið selt fyrir mörgum árum. Ökuníðingur laus úr haldi Ökumaðurinn sem reyndi að keyra inn í fjarskipamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð og stórskemmdi í leiðinni lögreglu- bíl í eltingaleik við lögreglu í síðustu viku, er laus úr gæslu- varðhaldi. Maðurinn hefur setið í rúma viku í gæsluvarðhaldi en ekki var ákveðið að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum, þar sem rann- sókn málsins er lokið og ekki þótti ástæða til að framlengja varðhaldið Ríkissaksóknari hef- ur fengið málið í hendurnar og mun að öllum líkindum gefa út ákæru í kjölfarið. 413 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 66 fyrirtæki voru tekin til gjald- þrotaskipta í maí samanborið við 74 fyrirtæki í sama mánuði á síðasta ári. Jafngildir þetta ell- efu prósenta fækkun milli ára. Fyrstu fimm mánuði þessa árs er fjöldi gjaldþrota 413 en fyrstu fimm mánuði ársins 2008 var 301 fyrirtæki tekið til gjaldþrota- skipta. Jafngildir það rúmlega 37 prósenta aukningu milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Nefbrotnaði í hópslagsmál- um Hópslagsmál brutust út á Flúðum aðfaranótt sunnu- dags og nefbrotnaði einn í átökunum. Var hann fluttur á slysadeild Landspítala til að- hlynningar. Samkvæmt dag- bók lögreglunnar gistu þrír fangageymslur lögreglunnar á Selfossi en þeir höfðu verið handteknir vegna ölvunar og óláta. Mikill erill var hjá lög- reglu og kom sú staða upp að bið yrði á að sinna verkefnum þar sem lögreglumenn voru uppteknir í öðrum málum annars staðar. Guðmundur Freyr hannaði gítarstilli í síma sem Nokia hefur tekið upp á sína arma: græðir evrur á gítarforriti Farsímarisinn Nokia hefur gert samn- ing við Guðmund Frey Jónasson um dreifingu á gítarstilli sem Guðmund- ur hannaði fyrir farsíma. Gítarstillir- inn Tunerific er seldur á heimasíðu Nokia og slái forritið í gegn þar má ætla að það skili Guðmundi vænni summu þar sem hann fær 70 prósent af hverri netsölu. „Ég spila á gítar og hef gert lengi. Ég fékk þessa hugmynd eiginlega út frá því, að það væri sniðugt og þægi- legt að hafa stilli í símanum,“ segir Guðmundur sem er 28 ára og hefur lokið meistaranámi í tölvunarfræði. Mikil þróunarvinna liggur að baki Tunerific en hún hefur nú skilað sér í sölusamningi við Nokia. Farsíma- framleiðandinn tók forritinu opnum örmum enda er það hannað fyrir far- síma og gætt þeirri náttúru að eftir því má bæði stilla klassíska gítara og rafmagns. „Sá samningur er þannig að þeir ætla að dreifa þessu fyrir okk- ur á vefverslun sinni. Þeir sem sækj- ast eftir því geta komist inn á þessa vefverslun og keypt forritið. Hún var opnuð 27. maí svo þetta er allt að fara í gang núna,“ segir Guðmundur en hann mun fá 70 prósent tekna af hverju seldu forriti og Nokia 30 pró- sent, en það kostar 10 evrur að hlaða niður forritinu. Hann segir þróunina á Tunerific hafa kostað sitt, bæði tíma og pen- inga. „Við reyndum að halda öll- um kostnaði í lágmarki en þegar ég tók verkefnið með mér í masterinn fengum við styrki sem gerði það að verkum að við gátum klárað þetta dæmi,“ segir Guðmundur sem vinn- ur verkefnið í samstarfi við Jóhann P. Malmquist prófessor. „Við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði Rann- ís sem var tæpar 11 milljónir,“ seg- ir Guðmundur og gerir sá samning- ur honum kleift að vinna í forritinu núna. Notendur hjá Nova geta einn- ig náð í forritið í Nokia-símum sínum en Guðmundur vinnur að því þessa dagana að forrita það fyrir aðrar teg- undir síma sem getur falið í sér enn frekari tækifæri úti í heimi í framtíð- inni. bodi@dv.is Í útrás guðmundur Freyr stefnir á að selja forritið um allan heim á næstu árum. Stjórnarliðar eygja von um að stuðningur við Icesave-samninginn aukist þegar lögð hafa verið fram fylgiskjöl og greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra á Alþingi. Talið er að andstaða við samninginn fari minnkandi í röðum vinstri-grænna þótt enn hafi tveir til þrír þingmenn flokksins ekki gert endanlega upp hug sinn. Stuðningur eykSt við iceSave-Samning Þingflokkur VG afgreiddi í gær frum- varp Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra frá þingflokknum, en það var samþykkt í ríkisstjórn í gær- morgun. Þingflokkur Samfylkingar- innar fjallar um frumvarpið í dag, en fjármálaráðherra ráðgerir að fylgja því úr hlaði á fimmtudag. Frumvarpið miðar að því að afla samþykkis Alþingis fyrir ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingum í Bretlandi og Hollandi sem nema að lágmarki 650 milljörðum króna. Samningur- inn er til 15 ára og afborgunarlaus fyrstu sjö árin. Vextir eru 5,55 prósent en í samningnum er uppgreiðslu- ákvæði takist stjórnvöldum að semja um lægri vexti á síðari stigum. Marg- ir telja líkur á því að með inngöngu í Evrópusambandið yrði hægt að end- urfjármagna Icesave-ábyrgðina á lægri vöxtum. Samkvæmt samningnum eru við- semjendurnir, Hollendingar og Bret- ar, til viðræðu um breytingar á samn- ingnum fari greiðslubyrði fram úr greiðsluþoli íslensku þjóðarinnar. Dómstólaleiðin ófær Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir að sýna því ekki meiri áhuga en raun ber vitni að útkljá málið fyrir dómstólum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var utanríkisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar þegar bankarnir féllu, hefur lýst því í samtali við DV að full- reynt hafi verið að sú leið yrði ekki farin vegna andstöðu Hollendinga, Breta og Evrópusambandsins. „Þetta var afdráttarlaus af- staða þeirra andspænis þeim rökum íslenskra stjórnvalda að til- skipun ESB um innistæðutrygg- ingar miðað- ist við hrun einstakra banka en ekki kerfis- hrun í einu landi.“ Ingi- björg Sól- rún sagði að and- staðan byggðist á þeim skilningi að ófært væri skapa réttaróvissu innan alls Evrópska efnahagssvæðisins um það hvort innistæðutryggingar væru yfirleitt í gildi. Á það er einnig bent að fráleitt sé að ætla að dómstólaleiðin hefði skil- að Íslendingum góðum ávinningi. Ef til málaferla hefði komið væri við því að búast að Hollendingar og Bretar hefðu ráðist gegn neyðarlögunum sem sett voru í bankahruninu. Þau gerðu ráð fyrir að innistæður Íslend- inga yrðu tryggðar að fullu en ekki innistæður í íslenskum bönkum í öðrum löndum. Líkast til hefðu Bret- ar og Hollendingar krafist þess að Ís- lendingar greiddu einnig þann hluta sem þeir hafa nú fallist á að axla sjálfir. Kostnaður Breta varðandi Icesave-samninginn nemur 2,4 milljörðum punda og Hollend- ingar axla sjálfir kostnað sem nemur 1,7 milljörðum evra. Með Icesave-samningnum hafi því Bretar og Hollend- ingar í raun fallist á að gera ekki ágreining vegna ís- lensku neyðarlaganna. Treysta að meirihlut- inn haldi Þótt hart sé deilt um Icesave-málið og fjölmiðlar og netheimar séu undir- lagðir af umræðunni voru þeir stjórn- arliðar sem DV hafði samband við í gær þeirrar skoðunar að samningur- inn, sem fyrir liggur, njóti meirihluta- fylgis á Alþingi og verði samþykktur. Með samningnum og frumvarpi fjár- málaráðherra fylgja viðaukar og ítar- leg greinargerð þar sem farið er yfir helstu álitamál og spurningar sem vaknað hafa um gerð samningsins við Hollendinga og Breta. Svo virð- ist sem ágreiningurinn innan þing- flokks VG fari minnkandi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formað- ur þingflokksins, sagði við fjölmiðla í gærkvöldi að hún hefði ekki gert upp hug sinn; hún ætti eft- ir að kynna sér öll gögn málsins. Björn Valur Gísla- son, þingmaður VG, er fylgjandi Icesave- samn- ingnum eins og lesa má í grein hans á smugan.is: „Icesave-sam- komulagið felur það sömuleiðis í sér að íslenska þjóðin mun greiða breskum og hollenskum sparifjár- eigendum það sem þeim ber en aðrir, svo sem ýmis félagasam- tök, sveitarfélög og stofnan- ir fá sínar kröfur ekki greidd- ar að fullu fari svo að eignir Landsbankans dugi ekki fyrir skuldinni. Með öðrum orð- um: samningurinn hlífir ís- lenskum skattgreiðend- um við að þurfa að greiða allt tapið af Icesave rekstri Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.“ Björn Valur segir að gæfa þjóðarinnar í annars ömur- legu máli felist í því að frið- ur fáist til að glíma við erfið mál heima í héraði og tek- ist hafi að semja þjóðina frá miklu hærri skuldum sem annars hefðu hæglega getað fallið á þjóð- ina. Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Samningurinn hlífir íslenskum skattgreið- endum við að þurfa að greiða allt tapið af Icesave rekstri Lands- bankans í Bretlandi og Hollandi.“ Þingmaður VG Björn Valur gíslason segir að tekist hafi að semja þjóðina frá miklu hærri skuldum sem annars hefðu hæglega getað fallið á hana. Þingflokksformaðurinn guðfríður Lilja grétarsdóttir hefur ekki gert upp hug sinn til frumvarps flokksformanns síns, Steingríms j. Sigfússonar, um icesave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.