Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Page 24
Þriðjudagur 30. júní 200922 Fólkið Umvafin lífvörðUm „Og ég sem var hætt í fjölmiðlum,“ segir Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý, en hún undirbýr nú nýjan útvarpsþátt á Rás 2. „Ég hélt að ég væri búin að taka minn skerf af viðtölum fyrir lífið,“ heldur Sirrý áfram en hún hafði starfað við fjölmiðla í meira en tuttugu ár þegar hún ákvað að söðla um og gerast ráðgjafi í almannatengsl- um. Síðan þá hefur Sirrý starfað við að halda námskeið og fyrirlestra fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir. „Þættirnir heita Sunnudagsmorgn- ar með Sirrý,“ en Sirrý ætti að fara létt með að stjórna útvarpsþætti enda starf- aði hún lengi við útvarp á árum áður. „Ég var fastráðin lengi á útvarpinu, var ritstjóri Dægurmálaútvarps Rásar 2 fyr- ir meira en 10 árum og sá í mörg ár um þætti eins og Samfélagið í nærmynd á Rás 1. Þannig að útvarpið er miðill að mínu skapi.“ Sirrý segist kvíða því nokk- uð að byrja aftur enda tæknin breyst mikið síðan hún var í útvarpi síðast. „Þátturinn verður á dagskrá á sunnudögum í júlí og ágúst frá klukk- an átta og fram að hádegisfréttum.“ Það verður ýmislegt á dagskrá hjá Sir- rý og nefnir hún sem dæmi: „Ragn- heiður Eiríks hjúkrunarfræðing- ur verður ráðgjafi hjá mér, ég leita uppi bestu sakamálasögurnar og tek veðrið og fæ hljóðmyndir af sumrinu um land allt. Svo koma góðir gestir í morgunkaffi.“ asgeir@dv.is Sirrý á ráS 2 Sigríður ArnArdóttir byrjAr með nýjAn útvArpSþátt: Grétar rafn oG Manuela: Manuela Ósk og Grétar Rafn Steinsson létu pússa sig saman í annað sinn á laugardaginn í Dómkirkjunni. Hjónin pössuðu vel upp á að ljósmyndarar næðu ekki myndum af þeim að ganga inn og út úr kirkjunni og samkvæmt heimildum DV réðu þau til sín lífverði sem héldu uppi stórum regnhlífum til að hylja brúð- hjónin þegar þau stigu inn í og út úr bílnum. Verðirn- ir ýttu ljósmyndurum frá og gengu úr skugga um að ekki næðust myndir af hjónunum. Manuela og Grétar buðu glanstímaritinu Séð og heyrt réttinn á myndunum en ritstjóri blaðsins er sagður hafa afþakkað pent. Stemningin í kringum brúðkaup Grétars og Manuelu minnti einna helst á stjörnubrúðkaup í Hollywood en samkvæmt heim- ildum báðu þau brúðkaupsgesti um að birta ekki myndir úr brúðkaupinu á netinu. Í helstu Hollywood- brúðkaupunum er gestum bannað að taka með sér myndavélar. Grétar og Manuela giftu sig fyrst í Hollandi þar sem Grétar spilaði með AZ Alkmaar. Þau eru nú bú- sett á Englandi þar sem Grétar spilar með úrvals- deildarliðinu Bolton. Manuela klæddist glæsilegum hlýralausum brúð- arkjól skreyttum perlum og var með kórónu í stíl. Grétar klæddist hvítum jakkafötum í stíl við eigin- konu sína. Nýgiftu hjónin settust síðan upp í glænýja Audi- bifreið Manuelu sem hún lét breyta sérstaklega fyrir sig. Bíllinn er af gerðinni Q7 og eru bæði Audi-merkin bleik. Einnig er höfuðpúðinn bílstjóramegin áletrað- ur með nafni Manuelu. Veislan var síðan haldin í Turninum þar sem brúðhjónin og gestir skemmtu sér konunglega fram eftir öllu. Fótboltastjarnan Grétar Rafn Steins- son og fegurðardrottningin Manuela Ósk Steinsson gengu upp að altarinu í annað sinn á laugardaginn. Athöfnin fór fram í dómkirkjunni og er óhætt að segja að öryggið í kringum brúðkaup- ið hafi verið mikið og minnti einna helst á stjörnubrúðkaup í Hollywood. MyndiR kaRl peteRSSon nýgift Manuela og grétar koma út úr dómkirkjunni. kjóllinn Manuela tók sig vel út í brúðarkjólnum. audi Q-7 Hvítur með bleiku ívafi. Manuela lét breyta bílnum eftir sínum smekk. Mikið öryggi Hér sést líf- vörður opna eina af mörgum renghlífum sem notaðar voru til að fela brúðhjónin. eins og í Holly- wood Brúðurin á leið inn í kirkjuna. Guðni Bergs og frú Létu sig ekki vanta í brúðkaupið. Eins og flestum er kunnugt féll Duncan McKnight, söngvari bandarísku rokksveitarinnar The Virgin Tongues, niður þrjár hæð- ir á Skólavörðustígnum í byrjun maí síðastliðins og hefur hann verið í endurhæfingu á Grens- ási síðan að hann útskrifaðist af gjörgæsludeild tveimur vikum eftir slysið. Á laugardaginn sást Duncan labba niður Skóla- vörðustíginn ásamt vinkonu sinni. Hann studdist við göngu- grind og af útlitinu að dæma hefur hann náð miklulm bata á stuttum tíma. Duncan stoppaði fyrir framan húsið þar sem hann féll til jarðar og kíkti inn um stund en kom þó fljótlega út aft- ur. Hann settist síðan á bekk fyrir utan húsið, kveikti sér í sígarettu og naut sólarinnar. Egill Gillzenegger Einarsson útskrifaðist úr íþróttafræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmri viku síðan. Kappinn segir frá því á bloggi sínu að hann hafi fengið smávegis sjokk um morguninn er hann kom að bílnum. Það var búið að setja númeraplöt- una ÞYKKI á bíl kappans. „Það tók mig 17 mínútur að fatta hver andskotinn væri í gangi. Ég kom heim kl. 03:00 um nóttina og far- in út um 09:00 þannig að fávit- arnir plönuðu þetta vel. Þegar ég lagði fyrir utan Vodafone-höllina þá var svona sirka 400 manns fyrir utan sem störðu á númera- plötuna og hugsuðu hvaða fokk- ing hálfviti væri að renna í hlað núna. Síðan skottast sterhausinn úr bílnum með númeraplötuna ÞYKKI!! Ég mun hefna mín.“ aftUr á SlySStað Þykki á númeraplötU Sirrý Snýr aftur í útvarp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.