Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Page 13
Þriðjudagur 30. júní 2009 11Neytendur
Umhirða
í fjölbýli
GUðbjörG matthíasdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, svarar fyrirspurnum.
Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is
Fyrirspurn: Ég bý í fjórbýli og
hef alltaf séð alveg um garðinn. Í
fyrstu fannst mér þetta allt í lagi en
þetta hefur undið upp á sig og núna
vil ég ekki standa í þessu einn og
hreinlega gremst að sjá nágranna
mína á sólpallinum í afslöppun
meðan ég er sveittur í garðinum
að vinna. Þetta hefur ekki verið
rætt beinlínis og ég hef aldrei kraf-
ið neinn um kostnað nema vegna
stærri útgjalda s.s. trjáklippinga og
eitrunar. Hvað get ég gert til þess
að fá aðra í húsinu til að taka þátt
í garðverkum og öllum tilfallandi
kostnaði?
Ekki er óalgengt að mál þróist í
þann farveg að einn eða tveir íbú-
ar, einkum í smærri fjölbýlishús-
um, sjái að mestu leyti um garðverk
og annað smálegt viðhald. Þetta
byrjar kannski smátt en með tím-
anum verður eins konar óskrifað
samkomulag um að allar skyldur
og verkefni tengd lóð og garði séu
á herðum fárra. Þegar þannig er
ástatt er oftast nær ekki ágreiningur
um að smáleg innkaup og rekstrar-
kostnaður sem einstaka íbúar leggja
út fyrir vegna garðs fáist greidd-
ur úr hússjóði sem samþykktur er
síðan með ársuppgjöri. Meðan all-
ir eru sáttir við slíkt er það svo sem
gott og blessað. Þess háttar skipan á
rekstri og umhirðu lóðar getur hins
vegar valdið ágreiningi fyrr eða síð-
ar og til eru dæmi þess að þeir fáu
sem sinna garði og lóð séu kannski
þegar upp er staðið ekki svo kátir
með þetta fyrirkomulag. Það versta
sem fólk gerir við þær aðstæður er
að eyða fallegum sumarkvöldum
í það að senda nágranna illt auga
og bölsótast yfir aðgerða- og tillits-
leysi íbúa í huganum án þess að
hafa rætt málin á réttum vettvangi
og fengið hlutina upp á borðið. Það
hefur að sama skapi lítið upp á sig
að hreyta í nágranna sína vegna
málsins í hita leiksins enda hefur
það sjaldnast tilætluð áhrif. Það
þarf að ræða málin á húsfundi og
leggja til lausnir.
Fyrst og fremst þarf að upplýsa
nágranna með kurteisum hætti um
að þótt einstaka íbúi eða íbúar hafi
séð um tiltekin verkefni tengd garð-
inum hingað til sé það ekki endi-
lega það sem koma skuli. Í flestum
tilvikum taka aðrir sem hafa verið
stikkfríir hingað til vel í slíka um-
ræðu og oftar en ekki kemur í ljós
að fólk hefur talið að óskrifuð sátt
væri um málin eða hefur í einhverj-
um tilfellum sjálft ætlað að taka til
hendinni en annar íbúi verið fyrri
til. Við þessar aðstæður gefst vel
að semja almenna verkáætlun fyrir
þau helstu verkefni sem fylgja garði,
s.s. sláttu, trjáklippingu, beða-
hreinsun og þess háttar. Húsfund-
ur getur þannig ákveðið að þetta
séu þau verk sem fylgja rekstri lóð-
arinnar og að keypt verði þau verk-
færi sem nauðsynleg eru til þeirra
ef því ber að skipta. Í framhaldinu
mætti taka ákvörðun um það hvort
íbúar sinni þessum verkum sjálfir
og skipti þeim á milli sín eða hvort
húsfélagið kaupi utanaðkomandi
þjónustu vegna tiltekinna verka. Til
dæmis er almennt talið að slá þurfi
grasfleti á a.m.k. þriggja vikna fresti
og því mætti skipta sláttutímabil-
inu milli íbúa sem hver og einn
bæri ábyrgð á þeim verkum. Einnig
er algengt að íbúar í fjölbýli skipu-
leggi sérstakan lóðardag á vorin
þar sem helstu vorverk eru unnin
og lóð hreinsuð.
Ef ekki næst samkomulag um
verkaskipti eða einstaka íbúar eru
heilsuveilir eða fjarverandi mestan
parts sumars getur reynst nauðsyn-
legt fyrir húsfélög að kaupa utanað-
komandi þjónustu. Um það þarf að
sjálfsögðu að greiða atkvæði á hús-
fundi þar sem einfaldur meirihluti
ræður. Á aðalfundi sem almennt
er haldinn í apríl hvert ár væri síð-
an tilvalið að gera sérstaklega ráð
fyrir umhirðu lóðar í rekstraráætl-
un í samræmi við samþykktir síð-
asta húsfundar. Það sem mestu
máli skiptir er að ræða þessi mál
og leggja til lausnir fremur en að
eyða tíma í þögla gremju vegna
mála sem auðveldlega má leysa.
Fyrsta skrefið er að fá málið rætt á
húsfundi og vera tilbúinn með til-
lögur um lausnir með jákvæðni og
kurteisi að leiðarljósi. Oftar en ekki
koma aðrar tillögur fram á slíkum
húsfundum og rekstur lóðar kemst
í ásættanlegan farveg. Sannast þá
oftar en ekki sagnagildi smásög-
unnar um manninn með tjakkinn.
Í sumum tilvikum getur tekið ein-
hvern tíma að fá ásættanlega nið-
urstöðu í þessum málum en þá er
það þolinmæðin sem þrautir vinn-
ur allar með reglulegum umræðum
á húsfundum. Í þeim örfáu undan-
tekningartilvikum þar sem búið er
að reyna til þrautar að koma mál-
efnum lóðar í eðlilegan farveg geta
hins vegar skapast skilyrði fyr-
ir minnihluta eigenda til að knýja
fram kostnaðarþátttöku meirihlut-
ans í rekstri lóðar. Við sömu að-
stæður er almennt talið að það geti
skapast skilyrði fyrir húsfélög til
þess að kaupa þjónustu til að sinna
verkskyldum þeirra einstöku eig-
enda sem vanrækja þær, á þeirra
kostnað. Hér skyldi þó alltaf stíga
varlega til jarðar.
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
www.nora.is Dalvegi 16a Kóp.
opið: má-fö. 11-18,
laugard. 11-16
Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is
Fyrir bústaðinn og heimilið
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
Smáauglýsingasíminn er
515 5550
smaar@dv.is