Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Side 19
Þriðjudagur 30. júní 2009 17Sport
Xavi vill halda Eto‘o Kamerúninn Samuel Eto‘o hefur verið sterklega orðaður við ríkis-
bubbana í Manchester City en liðið er sagt ætla að greiða honum ævintýraleg laun fyrir þjónustu
sína. Miðvallarleikmaðurinn Xavi sem leikur einnig með Barcelona hefur látið mikið í sér heyra í
fjölmiðlum að undanförnu um ýmis mál en hann vill ekki að Kamerúninn fari frá félaginu. Eto‘o var
markahæstur leikmanna Barcelona í spænsku deildinni. „Sem betur fer er það gáfað fólk sem stýrir
Barcelona og á síðasta tímabili var allt fullkomið. Við vitum allir að hann getur spilað aftur eins
og á síðasta tímabili. Ég veit ekki hvað gerist í sumar en ef við leikmennirnir fengjum að ráða
væri að halda honum það fyrsta sem við myndum gera,“ segir Xavi Hernandez.
Brasilíski knattspyrnusnillingurinn
Kaká er ekki enn kominn með númer
hjá spænska stórliðinu Real Madrid
sem keypti hann í sumar á 56 milljón-
ir punda. Þrátt fyrir það hafa selst yfir
2.000 númerslausar treyjur með nafni
hans og bíða stuðningsmenn eftir því
að fá að vita hvaða númer hann fær
hjá félaginu. Það kemur í ljós í kvöld
þegar hann verður kynntur til sög-
unnar á Santiago Bernabeu-leikvangi
þeirra Madrídar-manna.
Kaká var dýrasti knattspyrnu-
maður heims í skamma stund áður
en Real Madrid toppaði sjálft sig og
eyddi 80 milljónum punda í Cristiano
Ronaldo, Portúgalann hjá Manchest-
er United. Hugmynd Florentinos Per-
ez, forseta Real Madrid, er að eyða
pening til þess að græða pening en
það er svo sannarlega komið af stað.
Treyja, með nafni og númeri leik-
manns áprentuðu, kostar nefnilega
85 evrur, eða ríflega fimmtán þúsund
krónur.
Búist er fastlega við að allir muni
setja númer leikmannsins aftan á
treyjuna og reiknað er með gífur-
legum fjölda kaupenda í búðum í
Madrid eftir að númer Kaká verður
kynnt. Þá fer væntanlega allt á hvolf
6. júlí þegar Cristiano Ronaldo verð-
ur kynntur til sögunnar. Ekki er búist
við jafnmiklu fjaðrafoki þegar varnar-
maðurinn Raul Albiol verður kynntur,
þó traustur leikmaður sé.
tomas@dv.is
Kaká vinsæll í Madrid:
2.000 trEyjur sEldar
ÍBV Í ÁrBæinn
dregið var í átta liða úrslit ViSa-
bikars kvenna í gær þar sem tvö
fyrstudeildarlið voru í pottinum, íBV
og Völsungur. Þau drógust ekki
gegn hvort öðru heldur mætir íBV
liði Fylkis í Árbænum en Eyjastúlkur
hafa til þessa lagt tvö úrvalsdeildar-
lið að velli. Hitt fyrstu deildarliðið,
Völsungur, fékk eins erfiðan leik og
hægt var að hugsa sér en íslands-
meistarar Vals fara til Húsavíkur.
Stórleikur átta liða úrslitanna er
leikur Breiðabliks og Þórs/Ka en þau
mætast á Kópavogsvelli. annar
úrvalsdeildarslagur var svo dreginn
síðastur þar sem Stjarnan tekur á
móti bikarmeisturum síðustu
tveggja ára, Kr. allir leikirnir fara
fram 7. júlí klukkan 19.15.
drátturinn í 8 liða úrslit
Völsungur - Valur
íBV - Fylkir
Breiðablik-Þór/Ka
Stjarnan-Kr
7,5 Á Suður-
AfrÍku
Sepp Blatter, forseti alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, FiFa, er
ánægður með framfarir í Suður-
afríku en landið heldur heimsmeist-
arakeppnina í knattspyrnu á næsta
ári. Á sunnudaginn lauk Álfukeppn-
inni sem var hálfgerð æfing fyrir
landið og fékk það góða dóma fyrir.
„Við mætum alltaf jákvæðir til leiks
þegar við metum staðina. Eitt sem
við höfum haft miklar áhyggjur af er
öryggisgæsla, en hún var í fínu lagi.
gestrisnin var líka ótrúleg. Við vitum
að aðrir hlutir eins og flutningar á
milli staða og hýsing á eftir að
komast í betri horfur en þetta er allt
á réttri leið. Ef ég ætti að gefa þessu
einkunn frá einum upp í tíu stendur
Suður-afríka í svona sjö komma
fimm.
uMSjón: tóMaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkilauf
Kaká Strax farinn
að borga sig.
Eiður Smári Guðjohnsen er enn
leikmaður Spánar- og Evrópu-
meistara Barcelona þó allt útlit sé
fyrir að hann yfirgefi félagið í sum-
ar. Hann fékk nær ekkert að spila
með liðinu eftir jól og hefur verið
þrálátlega orðaður við lið um alla
Evrópu. Eins og þegar hann gekk í
raðir Barcelona fyrir þremur árum
heyrist ekkert frá Eiði en á sínum
tíma kom það eins og þruma úr
heiðskýru lofti þegar hann samdi
við Katalónana.
Fjölmiðlar hafa gengið svo
langt að spinna upp viðtal við Eið
en breska blaðið Daily Star gerðist
svo djarft í síðustu viku. Í gær bætt-
ist enska úrvalsdeildarliðið Sund-
erland í hóp þeirra sem hafa áhuga
á Eiði Smára en hann lék á Eng-
landi um árabil.
Sunderland nýtt á listanum
West Ham hefur verið það enska
lið sem mest hefur borið á þegar
rætt er um framtíð Eiðs Smára. Þar
er við stjórnvölinn Ítalinn Gian-
franco Zola sem lék með Eiði hjá
Chelsea. Annar gamall þjálfari
Eiðs, Sam Allardyce, sem fékk Eið
til Bolton á sínum tíma hefur einn-
ig verið nefndur til sögunnar en
hann stýrir Blackburn í dag. Sund-
erland, sem er stýrt af fyrrverandi
Manchester United-varnarmann-
inum Steve Bruce, var í gær nefnt
í sambandi við Eið á vefmiðlin-
um goal.com en sú síða hefur ver-
ið dugleg að flytja fregnir af Eiði
Smára og rætt oftar en margir aðr-
ir miðlar við hann. Sunderland er
afar vel stætt peningalega en að því
stendur hópur sjö auðmanna sem
dæla peningum í félagið.
Áhugi um alla Evrópu
„Við skulum sjá til hvað gerist með
þá Martin Caceres, Aleksander
Hleb og Eið Smára en mörg lið hafa
áhuga á þeim,“ sagði forseti Barce-
lona, Juan Laporta, í samtali við
spænska blaðið Diaro Sport. Stað-
festi hann þar það sem vitað er, að
Eiður er eftirsóttur um alla álfuna.
Helst hefur Eiður verið orðað-
ur við tyrkneska liðið Besiktas
en það vann deildina í heima-
landinu í ár og ætlar sér að
mæta sterkt til leiks í meist-
aradeildina á næsta tíma-
bili. Það keypti þó um helgina
Tyrkjann Nihat sem er ekki ólík-
ur leikmaður og Eiður og gæti því
sá möguleiki verið fyrir bí.
Einnig hefur Eiður Smári ver-
ið orðaður við lið eins og Panat-
hinaikos, Lyon, Marseille og Gal-
atasaray. Sjálfur hefur Eiður lítið
gefið út, ekkert frekar en umboðs-
maður hans og faðir Arnór Guð-
johnsen, sem er eins og áður segir
keimlíkt því þegar Eiður, nær upp
úr þurru, skrifaði undir samning
við stórlið Barcelona á Spáni.
Spánar- og Evrópumeistarinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki enn fært
sig um set þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis. Þessi markahæsti
landsliðsmaður Íslands frá upphafi á enn eftir eitt ár af samningi
sínum hjá Barcelona en í hverri viku virðast ný lið sýna honum
áhuga. Enska úrvalsdeildarliðið Sunderland bættist í gær í hóp
þeirra sem eru sögð hafa áhuga á Eiði.
BætiSt Við
liStAnn hjÁ Eiði
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Evrópumeistari Eiður
var Evrópumeistari
með Barcelona í maí.
MyNd AFP
Eiður Smári
orðaður við nýtt
félag í hverri viku.