Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Síða 3
fréttir 15. júlí 2009 miðvikudagur 3
SVONA VERÐUR ÍSLANDI BJARGAÐ
Þjóðarskútan siglir úfinn sjó
með váboða á bæði borð og fyrir
stafni. Með tímabundinni geng-
isfellingu væri hægt að afnema
gjaldeyrishöft án þess að ganga
um of á gjaldeyrisvarasjóðinn. En
verðtrygging lána útilokar þann
valkost. Verðtryggingin takmarkar
einnig valkosti á öðrum sviðum
hagstjórnar. Afnám verðtrygging-
arinnar er því forsenda farsællar
landtöku þjóðarskútunnar og
endurreisnar íslenska hagkerfis-
ins á traustum grunni.
gunnar tómasson hagfræðingur í Washington:
AfNám VERÐtRyGGINGAR
Eitt af hluverkum hins opinbera er
að vera með öflugt lagaumhverfi og
gott gagnsæi. Þó Ísland hafi sofnað
á verðinum þarna þá eru tækifæri
til nýsköpunar í stjórnsýslu. Það
þarf að sjá til þess að lýðræði sé
virkt og stjórnsýslan gagnsæ. Þar
sem mörg upplýsingatæknifyrirtæki
eru að fara í hendur ríkisins á að
nota tækifærið og opna fyrir aðgang
að opinberum gögnum sem auka
eftirlit fjöldans.
Þegar kemur að lagaumhverfi þá
þarf að huga sérstaklega að upp-
byggingu næsta Íslands. Við eigum
að sjá til þess að Ísland verði ekki
byggt á endalausri lántöku og með
yfirtöku á sköpun annarra þjóða.
Við eigum að hlúa að okkar eigin
sköpunargreinum þar sem hugað er
að rannsóknum og þróun til að efla
verðandi útflutningsverðmæti.
Forsætisráðuneytið setti á lagg-
irnar „hóp um tillögur að bættri
samkeppnisstöðu nýsköpunarfyr-
irtækja“. Það sem þessi hópur þarf
að huga að er að móta hvata fyrir
þá fjármagnseigendur sem eru með
rúmlega 1.660 milljarða króna á
innlánsreikningum hér á landi til að
fjárfesta í skilgreindum sprota- og
nýsköpunarfyrirtækjum. Þá með því
að slíkar fjárfestingar verði frádrátt-
arbærar frá tekju- og fjármagns-
tekjuskatti að andvirði 40 prósent af
nafnvirði fjárfestingarinnar.
Það þarf að huga að uppbyggingu
samhliða niðurskurði. Slíkt er best
gert með hvatningu frekar en kvöð-
um.
Íslendingar eiga í naflaskoðun og
þurfa að ná sátt um framtíðarsýn
þjóðarinnar. Þetta þarf að vinnast
samhliða því uppgjöri sem á sér
stað við fortíðina. Framtíðarsýn
okkar Íslendinga þarf að ná út fyrir
Atlantshafið. Við eigum að virða
hlutverk okkar sem verur í heims-
þorpi sjö milljarða manna. Málið
er nefnilega að heimsþorpið á við
vanda að etja og þar leynast stóru
tækifæri Íslands. Við eigum tæki-
færi á að verða fyrirmynd annarra
landa hvað varðar lausnir á stóru
málunum eins og hvernig þjóðir
gætu verið óháðar olíu. Ísland getur
verið jákvæð tilraunastöð um stór
mál eins og innleiðingu á rafbílum.
Við getum lært og þróað lausnir
fyrst á Íslandi áður en farið væri út
í slíkar fjárfestingar í Kína, Indlandi
eða Afríku.
Við eigum að örva nýsköpun í at-
vinnulífinu með því að taka mið af
þessari framtíðarsýn. Við getum
fjármagnað þessa sýn án þess að
fara í vasa skattgreiðenda með því
að byggja upp leið sem byggir á út-
gönguleið jöklabréfaeigenda. Þetta
getum við gert með því að vinna
í nánu samstarfi við World Bank,
Norræna fjárfestingabankann eða
aðrar AAA-rated stofnir sem gætu
veitt ábyrgð í ferlinu. Fjármagnið
færi síðan inn í endurreisnarsjóði
sem stýrt verður af þeim fremstu í
heimi.
Það á að nota í þetta minnst 200
milljarða af jöklabréfum en það er
fjárhæð sem er líkleg til að laða að
sams konar sérfræðinga og nú eru
að hjálpa Barack Obama í sinni
endurreisn í grænni orku og Kín-
verjum í uppbyggingu á sjálfbærri
þróun.
Með þessum leiðum værum við
búin að taka stórt skref í að losa
um þarfir á gjaldeyrishöftum. Á
sama tíma mundi þetta skila okk-
ur sterku, fjölbreyttu og verðmætu
atvinnulífi á komandi árum. Ísland
væri orðið að landi sköpunar og
með tilgang í heimsþorpinu.
guðjón helgason (guðjón í oz) hjá hugmyndaráðuneytinu:
fá tILGANG Í hEImSþORpINU
1. Allar aðgerðir verða að miða að
því að efla atvinnulíf og minnka at-
vinnuleysi. Auka aðgengi að mennt-
un, endurmenntun og starfsþjálf-
un og auðvelda stofnun og rekstur
fyrirtækja. Breyta lögum um gjald-
þrot einstaklinga í átt að því sem er í
Bandaríkjunum, þannig að fólk þurfi
ekki að flýja land. Efla mannaflsfrek-
ar framkvæmdir.
2. Við verðum að nýta samkeppnis-
hæfni, styrkleika og tækifæri Íslands,
á öllum sviðum, s.s. efla þekkingu,
menntun, frumkvöðlastarf og vaxtar-
samninga, m.a. á höfuðborgarsvæð-
inu. Auka erlenda fjárfestingu með
því að virkja umhverfisvæna orku-
framleiðslu Íslands og selja til ýmissa
atvinnugreina, og einnig til stóriðju
m.a. í Helguvík, á Bakka á Húsavík
og Straumsvík. Þar sem orkan er um-
hverfisvæn frá fallvötnum og gufu
er heildarmengun stóriðju minni
á Íslandi en annarstaðar, sem gerir
slík verkefni umhverfisvæn á Íslandi.
Gera bankakerfið starfhæft með
samkomulagi við kröfuhafa.
3. Vinna að auknu trausti og trúverð-
ugleika landsins á alþjóðamörkuð-
um með umsókn að ESB og taka upp
evru sem allra fyrst. Klára IceSave
sem fyrst. Með aðild að ESB myndi
fjármagnskostnaður stórminnka,
verðtrygging leggjast af, matvælaverð
lækka og kaupmáttur fjölskyldunnar
aukast. Byggja upp á ný samkeppnis-
hæfa fjármálastarfsemi á grunni sér-
hæfingar, varkárni, viðskiptatengsla
og mikillar reynslu og þekkingar
fjölda einstaklinga m.a. í samstafi við
erlendar fjármálastofnanir.
Efla margvíslega framleiðslu- og
þjónustustarfsemi sem keppir á al-
þjóðlegum mörkuðum, á sviði hug-
búnaðar, trygginga, fjármála, orku-
mála, verkfræði o.fl.
4. Forsenda endurreisnar, lausnar
gjaldeyriskreppunnar og aðgengis að
erlendu fjármagni er aðild að ESB og
samningar við Seðlabanka Evrópu
um styrkingu krónunnar og gengis-
stöðugleika þar til evra verður tekin
upp sem fyrst. Gengið verður að leið-
rétta og styrkjast um 30 til 40 prósent.
Í eðlilegu jafnvægisgengi er gengis-
vísitalan 140. Þar með lækka skuldir
einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga
og ríkis um mörg hundruð milljarða.
Tæpa 1000 milljarða vegna auka og
óþarfa skulda sem allt eru að stöðva.
Eðlileg leiðrétting á gengi og gjald-
miðlasamstarf við ESB er grunnur að
hraðleið til endurreisnar. Takist slíkt
er bjart fram undan á Íslandi.
Baldur Pétursson aðstoðarframkvæmdastjóri
endurreisnar- og þróunarbanka evrópu:
GENGISVÍSItöLU Í 140 StIG
Rafbílavæðing
Í úttekt fyrir iðnaðarráðuneytið árið
2008 kom fram að stofnkostnaður við
rafbílavæðingu gæti verið í kringum
1,6 milljarðar króna, eða um 16 pró-
sent af árlegum kostnaði þess að knýja
núverandi bílaflota. Rafbílavæðing
myndi draga úr innflutningi og bæta
orkunýtingu.
Styrkja flugsamgöngur
Í kringum 500 þúsund erlendir ferða-
menn heimsóttu Ísland á síðasta ári
með um 73 milljarða króna í erlend-
um gjaldmiðlum í farteskinu sam-
kvæmt Seðlabanka Íslands. Lækkun
flugvallargjalda hér á landi gæti laðað
að erlend lággjaldaflugfélög og aukið
flæði ferðamanna til landsins.
Græn ríkisskuldabréf
Laða að erlent fjármagn til fjárfestinga
í grænum iðnaði á Íslandi með útgáfu
á „grænum ríkisskuldabréfum“. Fjár-
magnið færi einungis í fjárfestingar
á vegum hins opinbera sem væru til
þess fallnar að nýta hreina orku lands-
ins. Íslenska hagkerfið hefur misst
traust erlendra fjárfesta, þetta væri ein
leið til þess að endurbyggja það.
þóra helgadóttir hagfræðiráðgjafi hjá
her majesty’s revenue and Customs í bretlandi:
GRæN RÍkISSkULDABRéf
1. Allar ráðstafanir ríkisstjórnar-
innar fram til þessa hafa miðað að
hvers kyns niðurskurði og skatt-
lagningu. Það hafa ekki komið
fram neinar tillögur til að auka
atvinnu. Tillögur og framkvæmd-
ir ríkisstjórnarinnar hafa miklu
fremur miðað að auknum sam-
drætti. Það eina sem getur bjargað
þessari þjóð er aukin framleiðsla
og að Ísland nýti sér þá þætti þar
sem landið hefur yfirburði yfir
aðra. Það er á tveimur sviðum,
sjávarútvegi en þar er nærtækast
að auka hvalveiðar og orkufrekum
iðnaði.
Það má vera að Ísland hafi ein-
hverja burði til að gera vel í ferða-
þjónustu. Því miður er það svo að
ferðaþjónusta byggir að verulegu
leyti á öflugu viðskiptalífi, en ekki
á litlu, sætu ferðamönnunum.
2. Það er ekki markmið að auka
á einangrun með því að minnka
innflutning. Nærtækasta leiðin
til að draga úr innflutningi er sú
að minnka kaupmátt en það er
vara það sem óskað er eftir. Aukin
áhersla á þær greinar sem hafa
hagkvæmni skiptir máli en ekki
gæluverkefni.
3. Ríkið á ekki að beita valdi. Ríkið,
alþingi og ríkisstjórn á að skapa
aðstæður til að Ísland verði að-
laðandi til fjárfestingar. Hömlur á
fjármagnsflutningum gera landið
ekki aðlaðandi.
4. Það hefur nú þegar átt sér stað
evruvæðing. Stór hluti framleiðslu
er gerður upp í evrum með heim-
ild ríkisskattstjóra. Ísland tilheyrir
Evrópu og því er nærtækast að
eiga samleið með öðrum Evrópu-
þjóðum í Evrópusambandinu.
Vandamál vegna landbúnaðar
við inngöngu í Evrópusamband-
ið leysast af náttúrlegum
orsökum og fiskveiðar
verða ekki vandamál við
inngöngu í Evrópusam-
bandið.
Þrjár tillögur um skýr og áþreif-
anleg verkefni til að auka hag-
kvæmni Íslands eru afnám á
hömlum á fjármagnsflutning-
um, áhersla á orkufrekan iðnað
og gjalda varúð við einangrunar-
hyggju.
vilhjálmur Bjarnason lektor í háskóla íslands og formaður félags fjárfesta:
VARASt BER EIN-
ANGRUNARhyGGJU