Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. júlí 2009 fRéttIR
1. Mannauður er framtíð lands-
ins, því þarf að gera fólki auðvelt að
mennta sig á meðan kreppan gengur
yfir. Styrkja háskólana í landinu og
viðhalda háu menntaframboði á öll-
um stigum.
Nýsköpun, töluvert hefur verið gert
í nýsköpunarmálum síðustu ár og
þarf að auka hér við, gefa sprotafyr-
irtækjum fyrirgreiðslur til að þau geti
ráðið fólk til sín. Þá þarf að aðstoða
sprotafyrirtæki sem eru tilbúin með
vöru að koma henni á markað. Öll
okkar stórkostlegu fyrirtæki Actavis,
Össur, Marel ... byrjuðu sem sprotar,
og það eru margir aðrir nýir sprotar
þarna úti.
Varast þarf að fara út í „atvinnubóta-
vinnu“ þar sem fólk er að „moka
sand til að moka sand“, heldur nýta
okkar mannafl til starfa sem hafa til-
gang til lengri tíma litið.
2. Gagnaver (netþjónabú) eru mér
hugleikin, þetta er næsta stóriðja
Íslands. Græn ímynd landsins, orka
úr iðrum jarðar, vel menntaðir sér-
fræðingar, eitt besta orkuafhending-
ar öryggi í heimi, góður infrastruktur
til gagnaflutninga; allt þetta er lykill
að árangri Íslands í samkeppni um
næstu staðsetningu gagnavera.
Landbúnaður er lykill að matvælaör-
yggi, bæði á tímum efnahagsþreng-
inga og einnig vegna gæða og eftir-
lits. Því meir sem við framleiðum
hér því minni innflutningur. Lyftum
íslenskum landbúnaði aftur á þann
stall sem hann á skilið.
Við eigum óhemjumikla óbeislaða
orku, sem við getum nýtt mun bet-
ur með því að rafvæða bílaflotann.
Setjum takmarkanir á innflutning á
eldsneytisbifreiðum, og veitum fyrir-
greiðslur fyrir rafbíla.
3. Minnka yfirbygginguna í ríkis-
rekstri. Við erum búin að búa til
skrímsli úr þessu ríkisbákni okkar
sem þarf að vinda ofan af. Leitum
allra leiða til að einfalda kerfið og
gera alla starfsemi hins opinbera
skilvirkari.
Leggja niður varnarmálaskrifstofu,
loftrýmiseftirlit annan eða þriðja
hvern mánuðuð er „joke“ sem hefur
engann tilgang og kostar okkur allt
of mikið. Ísland er herlaust land og
hefur ímynd friðarsinna í samfélagi
þjóðanna, byggjum okkar ímynda
áfram á friði og samfélagsvitund.
Stoppum hvalveiðar, strax! Það er
óþolandi að eitthvað eitt fyrirtæki
geti eyðilagt áratuga uppbyggingu
í ferðamannaþjónustu. Hvalveiðar
fortíðarhugsun og eiga eingöngu að
vera stundaðar í sátt við aðrar þjóðir.
Ferðaþjónusta er framtíðar-atvinnu-
grein á Íslandi, gerum allt til að auka
fjölbreytni og styrkja greinina.
JónAs tRyGGVAson framkvæmdastjóri titan Global ehf:
Stoppa hvalveiðar Strax
fInnUR GeIRsson forstjóri nóa siríus, doktor í haG-
fræði oG fyrrum formaður samtaka atvinnulífsins:
MarkaðSöflin njóti Sín
1. Mikilvægast er að huga að
bættum starfsskilyrðum fyrir-
tækja, en þannig dregur helst úr
atvinnuleysi. Stjórnvöld eiga að
senda út skilaboð sem hvetja fyrir-
tæki til dáða og þar með atvinnu-
sköpunar. Sættir við alþjóðlegt
samfélag og endurreisn banka-
kerfis eru mikilvægt innlegg í
þessu sambandi.
2. Gengislækkun krónunnar ein
og sér hækkar útflutningsverð-
mæti og dregur úr innflutningi.
Þetta sjáum við í formi stöðugt
hagstæðari vöruskiptajöfnuðar.
Best fer á því að markaðsöflin fái
að njóta sín og forðast ber sértæk-
ar ráðstafanir sem ætlað er að efla
útflutning og hefta innflutning.
3. Varast að festa í sessi ýmsar
aðgerðir sem kunna að vera tíma-
bundið nauðsynlegar til að ná
betra jafnvægi í ríkisfjármálum. Á
Íslandi býr duglegt, vel menntað
og skynsamt fólk sem þarf að búa
við frjálsræði til að njóta sín og
fullvissu um að því verði ekki refs-
að fyrir að leggja sig fram. Þannig
eykst hagkvæmni helst.
4. Krónan er til trafala framförum
á sviði viðskipta og viðheldur aga-
leysi sem hefur komið okkur í koll.
Við verðum að taka upp annan al-
þjóðlega viðurkenndan gjaldmiðil
sem hentar best viðskiptahags-
munum okkar. Góðar líkur eru á
því að evran sé sá gjaldmiðill og
útlit fyrir að aðild að Evrópusam-
bandinu sé nauðsynleg forsenda
fyrir því að taka hann upp.
1. Gefa nýjum fyrirtækjum skattfríð-
indi og kost á bókhaldsaðhaldi í til-
tekin ár til þess að fókusera og byggja
upp reksturinn. Leyfa ráðningu at-
vinnulausra með einungis launa-
greiðslum úr atvinnuleysissjóði með
gegnsæju bókhaldi. Rýmka reglur
atvinnuleysissjóðs, auka svigrúm en
herða refsingar ef brotið er.
2. Uppbygging iðnaðar sem krefst
takmarkaðra fjárfestinga í erlendum
gjaldeyri, ferðaiðnaðar, tækniiðnað-
ar, lífrænnar ræktunar. Spennandi
sparnaður og sjálfkrafa samdráttur
innflutnings. Kynna hæðir og lægðir
efnahagslífs þjóðarinnar. Hvernig
getum við í daglegu lífi haft áhrif á
efnahag landsins? Bjargfastur þáttur
eftir veðurfregnum.
3. Algjör nauðsyn. Íslenska ríkis-
stjórnin verður að styðja tilkomu fag-
legs og forvitnilegs sjónvarpsþáttar
um þjóðmál sem sameinar og hvetur
þjóðina til dáða. Skapa skýra atvinnu-
málastefnu í samráði við þjóðina og
festa í stjórnarskrá þannig að ekki
verði breytt nema með þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
4. Nú er gengi íslensku krónunnar
hagstætt fyrir uppbyggingu innan frá,
það væri alveg eftir okkur að henda
henni út og setja upp hærri þrösk-
ulda. Ný mynt er ekki tímabær núna.
Ný mynt, nýjar skuldbindingar, ekk-
ert val mögulegt að svo stöddu.
Undur íslenkrar náttúru
Eldfjallagarðar á Reykjanesi eru
milljarða virði fyrir íslenskan efna-
hag. Mikill undirbúningsvinna liggur
þegar fyrir, framhald krefst ákvörð-
unar, hönnunar og framkvæmdar.
Risa verkefni sem má taka stig af stigi,
byggja upp ævintýraviðverustaði fyrir
heilsárs uppákomur (sömuleiðis fyrir
okkur).
Heilsubrunnurinn Ísland
Snúum vörn í sókn, nýtum okkar
þróaða heilbrigðiskerfið og færni
hjúkrunarfólks sem atvinnutæki-
færi. Skorum á Robert Wessman að
leggja inn heilsuverkefnið sem hann
er að huga að í Keflavík, gera það að
þjóðarátaki í sameign hans og þjóð-
arinnar allrar.
Lífræn ræktun
Við eigum landrými, við eigum orku,
Hollendingar eiga reynslu í blóma-
rækt og háþróað „logistic“ kerfi.
Sameiginlegt framtak. Heimurinn
gerir sífellt háværari kröfur um holl-
ustufæði, við getum afgreitt. Ísland
er ímynd hollustu og gæða í hugum
flestra, gerum út á okkar tækifæri.
GeRÐUR PálMADóttIR kaupmaður í hollandi:
lífræn ræktun
Til að hraða sem mest endurupp-
byggingu er mikilvægt að tryggja
að til staðar sé samkeppnisrekstur
þar sem fyrirtæki sýna ábyrgð og
láta langtímasjónarmið ríkja yfir
skammtímasjónarmiðum. Þetta
þýðir einnig að það sama þarf að
vera til staðar hjá ríkinu.
Tryggja að lánshæfismat landsins
uppfylli lágmarksmarkmið um
uppbyggingu atvinnulífs og að
fjármálamarkaði sé komið á fót á
ný þannig að hann virki með eðli-
legum hætti. Ríkið tryggi samráð
við lánshæfismatsfyrirtækin.
Án alþjóðlegs lánstrausts verður
leiðin torsótt vegna þess hve fjár-
frekir innlendir atvinnuvegir eru.
Afnema þarf gjaldeyrishöft svo
fljótt sem unnt er þannig að fyrir-
tæki og einstaklingar geti stundað
eðlileg viðskipti milli landa. Allt
þetta kallar á endurheimt trausts í
landinu. Til þess að ná því trausti
þurfum við að horfast í augu við
mistök okkar og draga af þeim
lærdóm. Þann lærdóm þurfum
við að nýta til að byggja upp traust
atvinnulíf. Rannsókn á hruninu
er því grundvallarforsenda upp-
byggingar, samhliða endurreisn
hornsteina kerfisins.
Þeir sem uppi standa eftir h
run fjármálamarkaða þurfa jafn-
framt að leggja fram afl til upp-
byggingar með fjárfestingu í væn-
legum tækifærum.
Leikreglur þurfa því að vera eins
skýrar og hægt er. Við höfum áður
unnið okkur út úr miklum vanda
og við munum gera það aftur.
Gjaldmiðillinn er hluti af stærri
pólitískri spurningu sem er sú
hvar Ísland kýs að skipa sér í
samfélagi þjóða; að vera innan
Evrópusambandsins eða utan?
Ég segi já við spurningu um aðild
með fyrirvara
um ásættan-
lega samn-
inga. Sú af-
staða mótast
ekki síst af
þeim hörm-
ungum sem
sjálfstæður
gjaldmiðill og
peningamála-
stefna síðustu
ára hefur átt þátt
í að skapa.
BJARnI áRMAnnsson, fjárfestir oG
fyrrverandi forstjóri Glitnis.
já við eSB
KOMDU Í ÁSKRIFT
Hringdu í síma 515 5555 eða sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða farðu inn á www.birtingur.is