Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Síða 8
8 miðvikudagur 15. júlí 2009 fréttir Heimildarmaður DV á fundi forsvarsmanna Seðlabankans og Landsbankans 5. október telur víst að Davíð Oddsson hafi mis- skilið Mervyn King, forstjóra Englandsbanka. Óhugsandi sé að King hafi talið forsvaranlegt að innistæður væru ótryggðar og hefðu lítið hald í tryggingarsjóði viðkomandi landa. Dýr misskilningur ef sannur reynist Davíð Oddsson, þáverandi seðla- bankastjóri, hitti að minnsta kosti þrjá forystumenn Landsbankans ásamt seðlabankastjórunum Ingimundi Friðrikssyni og Eiríki Guðnasyni á fundi sunnudaginn 5. október síðast- liðinn. Á fundinum var einnig ritari frá Seðlabankanum sem ritaði fund- argerð. Samkvæmt heimildum DV gerðu bankastjórar Landsbankans áhyggjur sínar af þjóðnýtingu Glitnis nokkrum dögum áður að umtalsefni. Þjóðnýtingin hefði skapað óróa varð- andi Icesave-reikningana í Bretlandi. Því væri vel við hæfi að íslensk stjórn- völd lýstu yfir að ríkið ábyrgðist allar innistæður líkt og aðrar þjóðir, þar á meðal Írar, Grikkir og Hollendingar, höfðu gert án þess að stofnað yrði til útgjalda. Á fundinum mun Davíð hafa nefnt samtöl sín við Mervyn King, forstjóra Englandsbanka. Einn fundarmann- anna, sem DV hefur rætt við, seg- ir að Davíð hafi haldið því fram að King hefði ekki gert kröfu um að rík- ið ábyrgðist innistæðurnar. Heimild- armaðurinn fullyrðir að King hljóti að hafa meint það svo að ábyrgð félli ekki á íslenska ríkið ef lögsagan yfir Icesa- ve yrði tafarlaust flutt yfir til Bretlands. Með öllu sé óhugsandi að King hafi meint það svo að lágmarksinnistæð- ur væru ótryggðar. Misvísandi túlkun Davíðs hafi síðar bakað ekki aðeins bankamönnum, heldur einnig Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Árna Mathiesen, þáverandi fjár- málaráðherra, túlkunarvanda meðal annars í frægu samtali Árna við Alas- dair Darling, fjármálaráðherra Breta, strax eftir helgina örlagaríku. Óbirt gögn Davíð Oddsson sagði í þættinum Mál- efnið á Skjá einum í fyrrakvöld að til væru afrit af samtölum hans við Merv- yn King, líklega í fórum rannsóknar- nefndar Alþingis. Hann endurtók í þættinum að Mervyn King hefði efn- islega sagt í umræddum samtölum að ef Tryggingarsjóður innistæðu- eigenda réði ekki við vandann myndi hann (Mervyn) ekki gera kröfu um að ríkið ábyrgðist innistæðurnar. Kvaðst Davíð hafa þakkað Mervyn fyrir. DV hefur leitað eftir að fá afrit af þessum samtölum Davíðs og forstjóra Englandsbanka en án árangurs. 17. mars lagði DV fram eftirfarandi fyrir- spurn í fjórum liðum hjá Seðlabank- anum: Ræddi Davíð Oddsson við Merv- yn King í síma á fyrstu dögum októ- bermánaðar sl.? Ef svo: Er til upp- taka af símtali DO og MK? Ef ekki er til upptaka af umræddu símtali inn- an Seðlabankans? Er til minnisblað um þetta símtal og efni þess? Kannast einhver innan Seðlabankans við að Davíð hafi rætt efnislega samtal sem hann er sagður hafa átt við Mervyn King í upphafi októbermánaðar? Spurningum ósvarað Engin svör hafa borist enn frá Seðla- bankanum. Sambærilegar spurningar voru einnig lagðar fyrir Bank of Eng- land í níu liðum 11. mars síðastliðinn. Tveimur dögum síðar svaraði bank- inn að samkvæmt starfsvenjum væri ekki hægt að afhenda upptökur eða annað efni af einkafundum og einka- samtölum sem tengdust einstökum fjármálastofnunum. Samkvæmt því sem rakið var úr úttekt Fridu Fallan, sérfræðings hjá sænska seðlabankanum, í DV í gær er almennt viðurkennt, þrátt fyrir ágalla í regluverki ESB um ábyrgð á inni- stæðum, að á endanum sé heimaland gjaldþrota banka og þar með ríkið tryggjandi innistæðna til þrautavara. Fallan telur hins vegar ágallana á kerf- inu svo mikla að Íslendingar eigi sér drjúgar málsbætur. Rétt hefði verið að Þróunarbanki Evrópu hefði tekið þátt í að endurfjármagna íslensku bankana og gallar kerfisins hefðu átt að knýja Breta og Hollendinga til að taka á sig hluta byrðanna af falli bankanna. Slík niðurstaða hefði skapað Íslandi betri stöðu en unnt var að fá með samning- um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. JÓhann hauKSSOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Seðlabankastjórinn fyrrverandi Fullyrt er að Davíð Oddsson hafi misskilið Mervyn King, forstjóra Bank of England, með herfilegum afleiðingum. Icesave Þótt hart sé deilt um Icesave- samninginn eru fæstir þeirrar skoðunar að unnt sé að vefengja lagalega ábyrgð á lágmarksinnistæðum. Með öllu sé óhugsandi að King hafi meint það svo að lágmarksinni- stæður væru ótryggðar. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.