Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Side 18
Miðvikudagur 15. júlí 200918 tóMstundir
Hreindýraveiði hefst í dag. Heimilt er að skjóta 1.333 hreindýr sem er sami kvóti og í fyrra en sam-
setning á milli svæða og kynja er
ekki sú hin sama. Fyrsta kastið má
aðeins skjóta tarfa en veiði á kúm
hefst svo 1. ágúst. Jóhann Guttorm-
ur Gunnarsson hjá Umhverfisstofn-
un á Egilsstöðum útskýrir að veðrið
sé einn stærsti einstaki áhrifavald-
urinn í því hvernig veiðarnar ganga,
þar eð alræmd þokan geti sett strik
í reikninginn.
„Jafnvel þótt það sé prýðilegt
veður hér á heiðunum á Héraði get-
ur verið svartaþoka niðri á fjörð-
um,“ segir hann. Stór hluti veiði-
manna vill ekki koma á veiðar fyrr
en einhvern tímann eftir 20. ágúst.
Þá til þess að komast á gæsaveiðar í
sömu ferð. „Þetta hefur gert það að
verkum að stundum hefur mynd-
ast nokkurs konar biðraðastemning
við veiðarnar, sem er nú líklega ekki
það sem veiðimenn eru að sækjast
eftir.“
Með allt á hreinu
Til þess að veiða hreindýr þurfa
veiðimenn að hafa leyfi fyrri stærri
rifflum. Þá mega þeir sækja um
hreindýraveiðileyfi hjá Umhverf-
isstofnun, en um það bil þrjár um-
sóknir eru um hvert úthlutað leyfi.
Því er um nokkurs konar happ-
drætti að ræða. „Þegar menn hafa
fengið veiðileyfið þurfa þeir að út-
vega sér leiðsögumann sem hefur
hlotið leyfi Umhverfisstofnunar til
að leiðsegja á hreindýraveiðum og á
veiðarnar þurfa menn að hafa með
sér útgefið hreindýraveiðleyfi, skot-
vopnaleyfi, veiðikort og lánsheim-
ild ef þeir kjósa að fá skotvopn að
láni,“ segir Jóhann.
Leiðsögumenn með réttindi eru
um áttatíu talsins og segir Jóhann
að mönnum ætti því ekki að reynast
erfitt að skipuleggja veiðarnar. „Það
kemur brátt að því að haldin verða
fleiri námskeið fyrir leiðsögumenn,
en eins og stendur er verið að bíða
eftir endurbótum á veiðilöggjöfinni
og reglugerðum sem snúa að hrein-
dýraveiðum.“
Stórt veiðiSvæði
Veiðisvæðin eru níu talsins og ná
frá Vopnafirði og suður í Suðursveit.
Hlutverk Jóhanns er meðal ann-
ars að fylgjast með veiðunum og fá
þannig yfirsýn yfir það hverjir eru á
veiðum og hvar hreindýrahóparnir
halda sig. „Þetta getur verið nokkur
hasar þegar margir eru á veiðum, en
þýðir fyrst og fremst að ég er mikið í
símanum,“ segir hann.
Leiðsögu-
menn koma
sér í samband
við Jóhann og
tilkynna hverja
þeir eru að fara
með til veiða og
á hvaða svæð-
um. Jóhann læt-
ur svo leiðsögu-
mennina vita
hvar sést hefur
til dýra og hvar
veitt var dag-
inn áður. „Þetta
flýtir fyrir veið-
unum og eykur
samvinnuna.“
Þegar blaða-
maður heim-
sótti Jóhann á
skrifstofu Um-
hverfisstofnunar á Egilsstöðum var
hann í óða önn að útbúa veiðileyfin.
„Nú þarf að koma þessum leyfum í
pósti til veiðimannanna.“
halda Sig fyrir auStan
Aðspurður hvort ekki hafi frést af
hreindýrum utan veiðisvæðanna
níu, svarar Jóhann að vissulega hafi
heyrst um slíkt. Hins vegar virðast
dýrin ekki nema land utan Aust-
urlands-
ins. „Það er
skemmst
að minnast
frétta frá því
í fyrrasum-
ar af hrein-
kú sem var
sögð halda
sig á Arnar-
vatnsheið-
inni. Mér
var sagt að
þessi kýr
hafi verið
ljósmynd-
uð en aldrei
sá ég þessa
mynd,“ segir Jóhann.
Hann bendir á að engu að síður
séu jöklar og fallvötn ekki sérstakir
farartálmar fyrir hreindýrin. „Það
er helst að þau fari ekki suður fyrir
Breiðamerkurlón, sem er ágætt, því
þar er varnarlína sauðfjársjúkdóma.
Hins vegar er það þekkt að hrein-
dýr fari vestur fyrir Jökulsá á Fjöll-
um. Þau synda léttilega yfir,“ seg-
ir hann. Hreindýrum líkar ekki vel
við rafmagnsgirðingar, „hins veg-
ar stökkva þau yfir allar venjulegar
girðingar ef þau ætla sér“.
Skrautlegar
flökkuSögur
Sögusagnir um veiðiþjófnað á
hreindýrum hafa lengi lifað með
þjóðinni. „Sennilega á hann sér
stað og það er mikið til af flökku-
sögum. Það er nú líklega óhætt að
draga aðeins frá þessum sögum.
Hins vegar fundust tvö dýr á suð-
austurhorninu í nóvember í fyrra
sem höfðu verið skotin og skilin eft-
ir skammt frá þjóðvegi. Þetta bendir
auðvitað til þess að veiðiþjófnaður
eigi sér stað. Hins vegar er ekki hægt
að notast við sögusagnir til þess að
leggja fram kærur.“
Þegar Jóhann er beðinn um
dæmi um frásögn af veiðiþjófn-
aði fer hann undan. „Þetta eru mý-
margar sögur frá ýmsum tímum og
ómögulegt að vita hvað er til í þeim.
Ætli ég reyni ekki frekar að skrásetja
eitthvað af þessum sögum þegar ég
er hættur að vinna við þetta,“ segir
Jóhann að lokum. sigtryggur@dv.is
hafin
n Heimilt er að veiða 1.333 hrenidýr í sumar sem er sami kvóti og í fyrra. Dreifingin er þó ekki sú sama
á milli veiðisvæða. Ásókn í leyfi viriðst ekki hafa dalað þrátt fyrir kreppu, að mati Jóhanns
Gunnarssonar hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum. Hann er sá sem fylgist með því
hvar veiðimenn og hjarðir halda sig á veiðitímanum.
Hreindýraveiðin
HreindýraHJörð Það er helst alræmd
Austfjarðaþoka sem hamlar hreindýraveið-
um. Veiðmönnum er því ráðlagt að skammta
sér ekki of nauman tíma til veiðanna.
JóHann Gunnarsson „Sennilega á veiðiþjófnaður
sér stað og það er mikið til af flökkusögum.“
Veiðileyfin Leyfi á tarf
og kú. Veiðimenn þurfa að
hafa pappírana í lagi.
Hjáleigan Café
Opið daglega 12-18
Léttar veitingar í boði
Velkomin!
Opið daglega
10. júní – 10. sept. kl. 10 - 18
Velkomin í Minjasafnið að
Bustarfelli í Vopnafirði