Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Page 24
Miðvikudagur 15. júlí 200924 austurland Veisluþjónusta - Brúðkaup - Smurbrauðsþjónusta Fundir - Grillveislur - Bar - Dansleikir Við getum allt! Valaskjálf Skógarlönd 3 | 700 Egilsstaðir Sími 470 9700 | www.valaskjalf.is 13.ágúst fm 957 með trúbbakvöld 14.ágúst fm 957 ball með súpergrúbbunni 15.ágúst DJ Elli Mý þeitir skífum 21.ágúst tónleikar með Hvanndalsbræðum 22.ágúst Hljómsveitin Buff spilar á Ormsteitis balli Dagskrá í ágúst á Ormsteiti „Það eru komnir fimm laxar úr Jöklu nú þegar, sem er framar öllum mín- um vonum,“ segir Þröstur Elliðason, sem nú er leigutaki Jökulsár á Brú, Jökulsár á Dal eða einfaldlega Jöklu, eins og hún er kölluð í daglegu tali. „Á þessum tíma hef ég meira selt þetta sem silungsveiði,“ bætir hann við. Jökla er vatnsfallið sem nú hefur verið virkjað með Kárahnjúkavirkj- un. Á meðan vatni er safnað í Háls- lón er enginn jökullitur á vatni Jöklu, heldur er hún þá hefðbundin dragá í stærri kantinum. „Við höfum ekki gert ráð fyrir mikl- um veiðiskap þarna svona snemma, en fyrsti laxinn kom á land 1. júlí. Auðvitað eru þarna fyrirtaks veiðiár í Jökulsárhlíðinni sem renna út í Jöklu. Þarna er ég að tala um ár á borð við Fögruhlíðará, Kaldá og Laxá,“ seg- ir Þröstur, sem nú hefur hafið seiða- sleppingar á svæðinu. Veiðistaðir birtast Þegar ekið er út Jökuldalinn má glögglega sjá að í Jöklu sjálfri eru margir fyrirtaks veiðistaðir. Ekki er þó alveg útséð með möguleikana. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu langt laxinn getur eða vill ganga. Það eru þarna nokkrir staðir sem geta reynst laxinum erfiðir yfirferðar,“ segir Þröstur. „Það er alltaf að skap- ast ný reynsla.“ Þröstur sleppir gönguseiðum í Jöklu með sama hætti og gert er í Breiðdalsá og í Rangánum, eins og þekkt er orðið. „Við tökum í klak á svæðinu og viðhöldum þannig stofn- inum. Ég þurfti engu að síður að fá heimild til þess að nota seiði úr Breiðdalnum eitt árið, svona til þess að sparka þessu í gang.“ YfirfallsVatn úr Hálslóni Þegar Hálsón fyllist fer yfirfallsvatn úr Brúarjökli að flæða niður farveg Jöklu. Þá minnka möguleikar stang- veiðimanna í Jöklu sjálfri enda þótt hliðarárnar séu veiðanlegar eins og áður. „Jökla fór á yfirfallssvatn 19. ágúst í fyrra.“ Þetta árið varð vatns- staða Hálslóns þó lægri en almennt var búist við þannig að Jökla verður mögulega veiðanleg lengra fram eftir sumrinu. „Það má ekki gleyma því að ár eins og Kaldá og Fögruhlíðará eru miklar ágætis veiðiár. Því var stund- um haldið fram að það væri enginn lax í Fögruhlíðará en þar tókum við dálítið af laxi í klak í fyrra. Ég held að heildarveiðin hafi verið hátt í tvö hundruð laxar.“ Fiskiræktin á svæðinu hófst fyr- ir alvöru fyrir tveimur árum. „Ég gerði þó örlitla tilraunsleppingu fyr- ir þremur árum,“ segir Þröstur. „Þetta eru einhverjir tugir þúsunda göngu- seiða á hverju ári.“ áfram í rólegHeitum Á svæðinu eins og það er skipulagt í dag eru leyfðar fjórar til sex stang- ir í veiði. „Það blasir þó við að ef fiskræktin gengur upp er þetta stórt svæði sem þolir talsvert meira veiði- álag. En við erum auðvitað bara að þreifa okkur áfram í rólegheitunum.“ Fyrst í stað notaðist Þröstur við fé- lagsheimilið Hálsakot í Jökulsárhlíð sem veiðihús. „Nú erum við búin að byggja það nánast upp á nýtt þannig að þar verður hægt að bjóða upp á þjón- ustu þegar fram í sækir. Þarna erum við með sjö tveggja manna herbergi, setustofu, gott eldhús og verönd.“ n Fimm laxar voru komnir úr Jöklu og hliðarám hennar þegar DV ræddi við Þröst Elliðason, leigutaka árinnar, í vikunni. Hann segir þetta vera býsna snemmt á þessu svæði. Náttúran komi sífellt á óvart. Á meðan ekkert yfirfallsvatn kemur í Jöklu úr Hálslóni er Jökla tær dragá og svæðið í rauninni óplægður akur. Fiskrækt hófst með gönguseiðasleppingum í hitteðfyrra. laxinn snemma á ferðinni „Á þessum tíma hef ég meira selt þetta sem sil- ungsveiði.“ Jökla tær Nýir veiðistaðir komu upp úr kafinu þegar jökulvatni var miðlað til Kárahnjúkavirkjunar. Sleppitjörn Nokkrum tugum þúsunda gönguseiða hefur verið sleppt í Jöklu, tvö ár í röð. H&N-myNdIR SIGTRyGGUR Þröstur Elliðason Þröstur segir rólega farið af stað en bindur vonir við Jöklusvæðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.