Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Qupperneq 30
30 Miðvikudagur 15. júlí 2009 fréttir Sólskin eða endurgreiðslu Tvær franskar ferðaskrifstofur, Pierre et Vacances og France- Loc, lofa viðskiptavinum sínum að kaupa sólskinstryggingu og með því tryggja sér endur- greiðslu ef rignir í meira en fjóra daga á viku tímabili. Í samvinnu við tryggingarfé- lagið Aon France fá viðskiptavin- ir endurgreiðslu vegna tapaðra sólardaga og mun tryggingar- félagið nota gervihnattamyndir frá frönsku veðurstofunni til að reikna út hve háa endurgreiðslu viðskiptavinur getur farið fram á. Votviðrasamt frí getur verið rúmlega 70.000 króna virði og fá viðskiptavinir senda ávísun heim fljótlega eftir heimkomu. Afsláttur fyrir hjólreiðakappa Gleðihús í Berlín hefur tekið upp frumlega aðferð í baráttunni gegn áhrifum kreppunnar og ná um leið til nýrra viðskiptavina. Aðferðin felst í því að bjóða þeim sem koma á reiðhjóli afslátt af þjónustu gleðihússins. Eigandi hússins, Thomas Goetz, segir að kreppan hafi bitnað illilega á við- skiptum og vonar að afslátturinn, 5 evrur, hafi áhrif til góða. „Þetta er gott fyrir viðskiptin, gott fyrir umhverfið – og gott fyr- ir stelpurnar,“ sagði Goetz. Hljóðlát könnun- arfarartæki Við fyrstu athugun var ekkert athugavert að sjá við kaup ind- verska hersins. Yfirmenn í hern- um fullyrtu að þeir hefðu eytt 10 milljónum rúpía, rúmlega 26 milljónum króna, í kaup á hljóðlátum könnunarfarartækj- um sem nota átti að baki víglínu óvinanna. Við nánari athugun kom hins vegar í ljós að um var að ræða 22 golfbíla sem dreift var á golfvelli sem heyra undir her landsins. Ekki er langt síðan foringjar í hernum fengu frjálsari hendur hvað varðar fjárlög vegna barátt- unnar gegn hryðjuverkum. Norður-Afríkuvængur al-Kaída hef- ur hótað hefndaraðgerðum gegn kínverskum verkamönnum og hags- munum Kínverja vegna múslima sem létu lífið í óeirðunum í Urumqi í Xinjiang-héraði í síðustu viku. Með hótun samtakanna er brotið blað í starfsemi þeirra því þau hafa ekki áður með beinum hætti hótað beinum aðgerðum gegn kínverskum hagsmunum, að sögn áhættugrein- ingarfyrirtækisins Stirling Assynt í Lundúnum. Í skýrslu fyrirtækis- ins segir að Islamic Maghreb, ein- ing innan al-Kaída í Alsír, hafi sent frá sér ákall um hefndaraðgerðir og byggir fullyrðing Stirling Assynt á upplýsingum frá einstaklingum sem séð hafa ákallið. Þrátt fyrir þetta mat greiningarfyrirtækisins er ekki tal- ið að bein tengsl séu á milli úigúr- múslima í Xinjiang-héraði og al-Ka- ída. Einnig eru taldar hverfandi líkur á að miðstjórn al-Kaída hyggi á árásir innan Kína. Tækifærissinnar Að mati Stirling Assynt ber að taka hótun Islamic Maghreb alvarlega: „Þó al-Kaída Islamic Maghreb virð- ist vera fyrsti vængur al-Kaída til að segjast opinberlega ætla að ráðast gegn kínverskum hagsmunum munu aðrir líklega fylgja í kjölfarið.“ Að sögn Justins Crump, yfir- manns hryðjuverkagreiningar Stir- ling Assynt, eru fyrirhugaðar aðgerð- ir Islamic Maghreb gegn kínverskum hagsmunum alls ekki þáttur í fyr- irætlunum al-Kaída. „Með tilliti til herkænsku yrði afraksturinn nei- kvæður með tilliti til þess að aðal- hagsmunir þeirra eru í Afganistan og Pakistan,“ sagði Crump í viðtali við Guardian. Crump taldi að ákvörð- un Islamic Maghreb væri að hluta til „tækifærissinnuð“ og byggði á því hve létt væri að beina spjótum gegn Kínverjum og nýta þá reiði sem ríkir í samfélögum míslima víða um lönd. Leita kínverskra hagsmuna Óeirðirnar í Xinjiang-héraði í síð- ustu viku kostuðu 184 mannslíf og samkvæmt opinberum upplýsingum voru flestir hinna látnu Han-Kínverj- ar sem féllu fyrir hendi úigúra. Fjöru- tíu og sex úigúrar létust samkvæmt kínverskum yfirvöldum, en úigúrar fullyrða að talan sé mun hærri. Hver sem fjöldi fallinna úigúra er hefur kviknað mikil samúð með þeim víða í heimi múslima, en úigúr- ar búa við strangar hömlur með til- liti til trúariðkunar og sæta misrétti á vinnumarkaði. Í skýrslu Stirling Assynt segir: „Al- mennar aðstæður múslima í Kína hafa hlotið hljómgrunn í samfélagi þeirra sem aðhyllast heilagt stríð.“ Enn fremur segir að fjöldi aðgerða- sinna vilji sjá aðgerðir gegn Kína og að sumir leiti logandi ljósi að upplýs- ingum um kínverska hagsmuni „sem gætu nýst þeim sem skotmörk“. Hlífðu Kínverjum Nokkuð ljóst má telja að mat Stirling Assynt er ekki úr lausu lofti gripið því fyrir þremur vikum réðst Islamic Maghreb á alsírska öryggissveit sem sett hafði verið til verndar kínversk- um verkfræðingum sem vinna við þjóðvegaframkvæmdir. Árásin kostaði líf tuttugu og fjög- urra lögreglumanna, en engan Kín- verja sakaði enda árásinni ekki beint gegn þeim. Sérfræðingar Stirling Assynt eru ekki bjartsýnir á að slík miskunn gagnvart kínverskum ríkisborgurum verði viðvarandi og til framtíðar litið muni árásir beinast að bæði öryggis- sveitum og kínverskum verkfræðing- um. Undanfarnar vikur hefur Islamic Maghreb staðið að röð banvænna árása á erlenda ríkisborgara, en að sögn bandarískra embættismanna hefur Islamic Maghreb-hópnum vaxið fiskur um hrygg með fjölda liðsmanna sem snúið hefur heim frá Írak. Aukin fjárfesting Kínverja í útlöndum Hótanir Islamic Maghreb þykja und- irstrika þá áhættu sem Kínverjar standa frammi fyrir samfara aukinni fjárfestingu á erlendri grundu. Stirling Assynt áætlar að hundr- uð þúsunda Kínverja stundi vinnu í Mið-Austurlöndum og Norður-Afr- íku og þar af um 50.000 í Alsír, og tel- ur ekki loku fyrir það skotið að aðr- ir al-Kaídahópar á Arabíuskaganum myndu hugsanlega standa að árás- um á kínversk verkefni í Jemen. „Með tilliti til herkænsku yrði afraksturinn neikvæð- ur með tilliti til þess að aðalhagsmunir þeirra eru í Afganistan og Pakistan.“ Al-KAídA HótAr KínA Brúðkaup í Suvereto, skammt frá Liv- orno á Ítalíu, endaði með ósköpum samkvæmt frétt í Corriere della Sera. Ástæðan fyrir ósköpunum var sá hefðbundni siður að fleygja brúðar- vendinum frá sér og verður að segja að í þetta skipti hafi lánleysi fylgt siðnum. Brúðhjónin höfðu leigt litla flugvél og átti að henda vendinum úr vélinni yfir hóp kvenkyns brúðkaupsgesta. Það vildi þó ekki betur til en svo að blómvöndurinn sogaðist inn í mótor flugvélarinnar með þeim afleiðing- um að eldur kviknaði og sprenging fylgdi í kjölfarið. Flugvélin steyptist niður á gisti- heimili með þeim afleiðingum að eini farþegi vélarinnar slasaðist al- varlega. Um fimmtíu manns sem voru á gistihúsinu sluppu með skrekkinn og sömuleiðis flugmaður vélarinnar. Farþegi vélarinnar, maður að nafni Isidoro Pensieri, hafði það hlut- verk með höndum að fleygja vendin- um út en talið er að blómin í vendin- um hafi flækst saman við atganginn með fyrrgreindum afleiðingum. Isi- doro Pensieri hlaut margvísleg bein- brot og höfuðáverka og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Það verður að teljast mikil mildi að ekki fór verr, en ljóst er að brúð- kaupið mun seint líða úr minni brúð- hjóna og gesta. Fljúgandi brúð- arvöndur Lítið lán fylgdi gamalli hefð í brúðkaupi á Ítalíu. Mynd: pHoTos.coM Brúðarvöndur olli flugslysi á Ítalíu: Sogaðist inn í mótorinn Óeirðirnar í Urumqi í Xinjiang-héraði í síðustu viku munu draga dilk á eftir sér fyrir Kínverja. Ein eining innan al-Kaída, í Alsír, hyggst sýna samúð sína með úigúr-múslim- um í verki og hótar hefndaraðgerðum gegn kínverskum hagsmunum í Norður-Afríku. KoLbeinn þorsTeinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.