Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Síða 33
RúRik til OB Íslenski framherjinn Rúrik Gíslason var í gær keyptur til eins af stærstu liðunum í Danmörku, OB frá Viborg sem leikur í dönsku 1. deildinni. Rúrik gerði samning út tímabilið 2014 en hann hafði leikið með Viborg frá árinu 2007 eða síðan hann kom þang- að frá Charlton á Englandi. Rúrik hefur staðið sig afar vel með Viborg og skorað 17 mörk í 47 leikjum fyrir liðið. OB hefur verið eitt sterkasta lið Danmerkur undanfarin ár og með liðinu leikur meðal annars Kamerúninn Eric Djemba-Djemba sem eitt sinn var á mála hjá Manchester United. „Þessi félagaskipti gera mikið fyrir mig. Þetta er ný og spennandi reynsla fyrir mig og ég vona að þetta muni gera mér gott,“ sagði Rúrik eftir undirskriftina í gær en hann mun leika í treyju númer 21 hjá félaginu. UMsjón: tóMas ÞóR ÞóRðaRsOn, tomas@dv.is spORt 15. júlí 2009 miðvikudaguR 33 „Fyrir mót hefðum við sætt okkur við þessi 30 stig eftir fyrri umferðina,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, sem er langefst í Pepsi-deild karla þegar deildin er hálfnuð. Reyndar hefur FH leikið einum leik fleira en önnur lið vegna þátttöku sinnar í forkeppni meist- aradeildarinnar, unnið hann að sjálf- sögðu, og er með 33 stig, tólf stigum á undan næsta liði. FH hefur ekki tapað leik á ár- inu, ekki einu sinni í deildarbikarn- um sem liðið hampaði taplaust. „Við töpuðum samt fyrsta leiknum gegn Keflavík sem var ágætis áminning um það að við erum ekki ósigrandi eins og blaðaumfjöllun hafði ver- ið fyrir mót,“ segir Heimir. „Við vor- um ekki búnir að tapa á vormótun- um þannig að þetta var fín áminning um að við þyrftum að hafa fyrir hlut- unum. Síðan þá hefur verið stígandi í liðinu og það spilað betur eftir því sem liðið hefur á mótið. Við erum nokkuð ánægðir með þessa fyrri um- ferð en áttum okkur alveg á að það er ekki gert upp fyrr en í september,“ bætir Heimir við en hvað hefur hann verið ánægðastur með hingað til? „Í flestum leikjum hefur ver- ið sterk liðsheild á bak við sigrana. Menn hafa unnið leikina saman og hjálpað hver öðrum á vellinum. Þetta snýst um að byggja upp sterka liðsheild. Svo vil ég meina það að við séum með góða blöndu. Í liðinu eru reyndir menn, ungir og ferskir og svo leikmenn á svona millibilsaldri ef það má orða það þannig. Þetta er mjög fín blanda að hafa.“ Söderlund gefur meiri vídd FH bætti aðeins einum leikmanni við sig fyrir mótið, Norðmanninum Alexander Söderlund sem Heimir er ánægður með. Pétur Viðarsson, ungur miðvörður sem var á láni hjá Víkingi í fyrra, hefur einnig komið sterkur inn í liðið og verið eins og nýr leikmaður.„Við sáum það náttúrlega í fyrra að það voru efnilegir leikmenn að koma upp sem stóðu sig vel. Við mátum það því þannig að við þyrftum í sjálfu sér ekkert að styrkja liðið mik- ið. Pétur Viðars var náttúrlega lánað- ur í fyrra því hann kom seint í apríl og fór í ágúst. En núna fer hann ekkert aftur í sumar og því vildum við hafa hann áfram. Hann hefur staðið sig mjög vel. Við vorum í miklum vafa í fyrra hvort við ættum að láta hann á lán en eftir á að hyggja var það gott því hann fékk fína reynslu af að spila með Víkingi,“ segir Heimir. „Síðan vildum við fá meiri vídd í okkar sóknarleik og Alexander Sö- derlund býður upp á það. Hann er afar sterkur að halda boltanum á meðan liðið færir sig upp völlinn á meðan hinir framherjarnir okkar vilja meira fá boltann í svæðin og nýta sér sinn hraða. Þannig að hann myndar gott mótvægi við hina sóknarmenn- ina. Við ákváðum að þetta væri nóg og einnig ætluðum við að reyna að byggja á því sem ungu strákarnir gerðu í fyrra,“ segir Heimir og bætir við: „Svo má ekki gleyma að við eig- um inni Dennis Siim en við erum að vona að hann geti farið að æfa aftur í næstu viku.“ Breyttar áheyrslur Heimir er á sínu öðru ári sem aðal- þjálfari FH en hann gerði liðið að Ís- landsmeisturum í fyrra á fyrsta ári. Hann viðurkennir að hann hafi gert litlar breytingar á skipulagi liðsins, þó einhverjar, en hann hafi þó breytt æfingum á undirbúningstímabilinu. „Þegar við Jörundur tókum við breyttum við töluvert áherslunum á æfingum yfir undirbúningstímabil- ið. Leikur liðsins breyttist kannski ekki mikið enda er liðið búið að spila þetta sama 4-3-3 kerfi í tíu ár og gengið vel. Því er engin ástæða til að breyta því þannig séð en með nýjum þjálfara koma alltaf einhverj- ar áheyrslubreytingar. Hjá okkur var það sérstaklega að halda boltanum innan liðsins og á æfingum í vetur náðum við upp ágætis tempói í okk- ar leik,“ segir Heimir. Tekinn út af standir þú þig ekki Heimir hefur sýnt mikla hörku þegar kemur að skiptingum í leikjum og margar ákvarðanir hans hafa vakið athygli. Þó hafa þær undantekningalaust skil- að árangri en stefna Heimis er afar einföld og auðskilin í því. Hann vill að leikmenn séu á tánum þegar kemur að því að berjast um stöðurnar í liðinu. „Ég hef bara ákveðna stefnu og við hjá FH að ef leikmenn eru ekki inni á vellinum til þess að hjálpa liðinu er einfaldlega betra að nota menn sem eru til- búnir í það. Þegar þú ert með stóran hóp þarf einfaldlega að vera samkeppni um stöðurnar í liðinu og einn af lyklun- um að því er að sýna mönnum að ef þeir standa sig ekki inni á vell- inum verða þeir teknir út af. Það myndar það að menn verða til- búnir að leggja hart að sér til þess að halda sæti sínu í liðinu,“ segir Heimir. Eigum góðan möguleika FH mætir Aktobe frá Kasakstan í fyrstu umferð forkeppni meistara- deildar Evrópu á miðvikudaginn og svo aftur viku seinna. Illa hefur geng- ið að safna upplýsingum um liðið og því logið upp á FH að Hafnfirð- ingarnir hafi ekki viljað senda þeim spólu af sér. Aktobe er í góðu formi heima fyrir og er efst í deildinni, rétt eins og FH. Það hefur unnið tólf af fjórtán leikjum sínum hingað til. „Við höfum verið að reyna að afla okkur upplýsinga um þetta lið. Það sem hefur sést í fréttunum um að við höfum ekki sent þeim einhverja spólu er náttúrlega tóm vitleysa því þeir hafa ekki sent okkur neitt. Við vitum eitt og annað um þetta lið. Þetta er sterkt lið en eitt af yfir- lýstum mark- miðum FH er að gera vel í Evr- ópukeppninni og það breytir engu hvort við þurfum að fara til Kasakstan eða eitthvað ann- að. Ég met þetta þannig að þetta er 50-50 leikur. Ég segi að ef við spil- um vel og sýnum þessa sterku liðs- heild sem við höf- um verið að gera eigum við góða möguleika á því að fara áfram,“ segir Heimir Guðjóns- son. Þegar fyrri umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, er lokið er FH langefst með tólf stiga forskot á næsta lið. Heimir Guðjónsson, þjálfari liðs- ins, er á sínu öðru ári en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra. Hann er ánægður með leik liðsins hingað til en segir það enn eiga ýmislegt inni. „Verður að Vera samkeppni um stöðurnar“ TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Langefstir Heimir Guðjónsson er með FH-drengina langefsta á toppi Pepsi-deildarinnar. Eini tapleikurinn FH hefur aðeins tapað einum leik í ár í öllum mótum. Fyrsta leik Pepsi-deildarinnar gegn Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.