Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 5. ágúst 2009 fréttir Létu undan þrýstingnum Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Nýja Kaupþings, seg- ir að viðbrögð ráðamanna og almennings við lögbanni á fréttaflutning RÚV um lán til viðskiptavina Kaupþings hafi átt stóran þátt í því að bankinn hafi ákveðið að fallið frá lögbanns- kröfunni. Þessu sagði Finnur frá í fréttum Ríkisútvarpsins og lýsti þar vilja sínum í þá veru að lög um fjármálafyrirtæki væru end- urskoðuð. Lögbannið vakti hörð við- brögð almennings, bloggara, álitsgjafa og stjórnmálamanna og virðist sem þrýstingurinn og gagnrýnin hafi orðið til þess að Kaupþing féll frá lögbannskröf- unni. Þrír í viðbót hafa smitast Alls hafa verið staðfest þrjú tilfelli af svínaflensunni, einnig þekkt sem inflú- ensu A(H1N1) yfir verslun- armannahelgina og er því heildarfjöldi staðfestra tilfella samtals 54. Enginn hefur orðið al- varlega veikur samkvæmt upplýsingum frá Landlækn- isembættinu. Fólkið er á aldr- inum 16-25 ára, þar af er einn útlendingur og tveir Íslend- ingar með búsetu á suðvest- urhorni landsins. Sóttvarnalæknir hvetur lækna til sýnatöku hjá sjúk- lingum með inflúensulík einkenni. Sakar fjölmiðla um að skálda fréttir „Einstaka fréttamenn virðast leggja sig í líma við að snúa staðreyndum á haus. Slík frétta- mennska þrífst í skjóli tortryggni sem er ráðandi í íslenskri fjöl- miðlun,“ skrifar Karl Werners- son, stjórnarformaður Mile- stone, í harðorðri grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Í greininni gagnrýnir hann umfjöllun um Milestone í fjölmiðlum að und- anförnu og sendir Stöð 2 meðal annars tóninn. Sakar Karl frétta- stofuna um ósvífnar lygar. „Við erum búnir að svara fyrir þessa frétt okkar og ég mun ekki fara í neina gífuryrðasamkeppni við Karl Wernersson hvað þetta mál varðar,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri frétta- stofu Stöðvar 2 og Vísis Örn Úlriksson var úrkula vonar um að fá aðstoð í veikindum sínum þegar hann ákvað að stela bíl og aka honum inn í lögreglustöð til að vekja athygli á stöðu sinni. Hann segist fyrr um kvöldið hafa ætlað að fremja sjálfsmorð með því að sprauta sig með morfínlyfi. „ég ætLaði að drepa mig“ „Ég ætlaði að drepa mig þetta kvöld. Ég hef engan tilgang með lífi mínu. Ég náði bara ekki að redda mér 200 milligrömmum af Cont- algini til að sprauta mig út í dauð- ann. Það var það sem ég ætlaði að gera. En svo tók ég ákvörðun um að keyra þarna inn,“ segir Örn Úl- riksson, geðklofasjúklingur á fer- tugsaldri. Aðfaranótt sunnudags ók hann stolinni bifreið inn í lög- reglustöðina á Akranesi eftir að honum var á Sjúkrahúsi Akraness synjað um innlögn á geðdeild. Borðaði á Kleppi Örn hefur lengi glímt við geðrask- anir og hefur ítrekað komist í kast við lögin. Hann segist vera með heilaæxli sem læknar neiti að fjar- lægja þar sem það geti leitt til þess að hann missi sjónina. Örn telur það hins vegar fyrirslátt og væn- ir þá lækna sem hafa annast hann um að bera hag hans ekki fyrir brjósti. „Ég er að verða brjálaður,“ segir hann. Örn hefur á undanförnum árum oft verið lagður inn á geð- deild. Hann býr nú einn í félags- legri íbúð á Akranesi og er fullur vonleysis: „Ég bý bara einn og yf- irgefinn. Það hringir aldrei neinn í mig. Það heimsækir mig aldrei neinn.“ Síðustu jól óskaði Örn eft- ir og fékk að borða kvöldverð á aðfangadag með vistmönnum á Kleppi og fylgjast þar með messu sér til upplyftingar. „Þeir telja mig vera hættulegan“ Á laugardaginn leitaði hann ásjár lækna á Sjúkrahúsinu á Akranesi og óskaði eftir innlögn. Hann segist þá hafa verið afar langt niðri. Þeg- ar honum var vísað frá greip hann til þess örþrifaráðs að stela bíl sem var við sjúkrahúsið og aka inn í lögreglustöðina. Mikil mildi þyk- ir að enginn slasaðist en bílskúrs- hurð lögreglustöðvarinnar, sem Örn ók í gegnum, er stórskemmd. Tilgangur þessa var að sögn Arnar að vekja athygli á bágri stöðu sinni og fá inni á geðdeild. Örn var vistaður á lögreglu- stöðinni þá um nóttina en var síð- an fluttur á geðdeild Landspítal- ans í Reykjavík þar sem hann er nú vistaður. Aðspurður hvernig hon- um líði nú þegar hann hefur verið lagður inn segir hann: „Mér líður skelfilega.“ Honum finnst læknar ekki taka neitt mark á honum og ekki vilja taka á hans málum. „Þeir munu segja að ég sé alvarlega geðveikur maður,“ segir hann um mat lækna á sér. „Þeir telja mig vera hættulegan en ég get lofað því að ég verð enn hættulegri ef þeir fjarlægja þetta æxli ekki,“ segir Örn. Ekki metinn líklegur til sjálfsskaða Þórir Bergmundsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Sjúkra- húsinu á Akranesi, vill ekki dæma um hvort vakthafandi læknir hafi brugðist rangt við þegar hann vís- aði Erni burt á laugardaginn. „Það var ekki talin ástæða til að hann myndi grípa til neins óyndisúrræð- is en hann gerði það. Það var mat viðkomandi læknis að hann væri ekki líklegur til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða. En við getum ekki alltaf séð það fyrir,“ segir Þór- ir. Hann getur þó ekki tjáð sig um mál Arnar sérstaklega þar sem það varðaði við brot á trúnaðarskyldu. Verkferlar innan sjúkrahússins verða þó endurskoðaðir í kjölfar atviksins. „Þeir eru í sífelldri end- urskoðun. Við reynum alltaf að gera betur,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég er að verða brjálaður.“ Á ystu nöf Örn Úlriksson hefur lengi glímt við geðsjúkdóma og margsinnis verið vistaður á geðdeild. Hann er nú á ystu nöf. sviðsEtt mynd: PHotos.com Ekki metinn hættulegur Þórir Bergmundsson segir það hafa verið mat viðkomandi læknis að Örn væri ekki líklegur til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða. mynd sigurður miKaEl Fáir umsækjendur hjá Jafnréttisstofu uppfylla ströng skilyrðin um hæfni: „Alls ekkert sérkennilegt“ Um tíu manns sóttu um starf lögfræð- ings hjá Jafnréttisstofu og verið er að fara yfir umsóknirnar. Ítarlegar hæfn- iskröfur í auglýsingu um starfið vöktu athygli en þar kom meðal annars fram: „Algjörlega nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af jafnréttismálum og hafi stundað nám í kynjafræðum þar með talinn kvennaréttur.“ Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir tiltölulega fáa uppfylla öll sett skilyrði en hún hafi ekki nákvæma tölu yfir það enn. „Margir þeirra sem sóttu um eru nýútskrifaðir lögfræðingar sem hafa þá litla sem enga reynslu. En þarna eru rosalega flottar stelpur að sækja um hjá okkur, og þarna eru líka tveir eða þrír karlmenn,“ segir hún. Kristín vonast til að ljúka því að fara yfir umsóknirnar sem allra fyrst. Í samtali við DV í júlíbyrjun sagði Sigurður Líndal lagaprófessor að hon- um þætti orðalag auglýsingar Jafnrétt- isstofu heldur fastskorðað og jafnvel gefa tilefni til þess að auglýsingin væri sniðin að einum eða fáum einstakl- ingum. Kristín þvertók fyrir það. Ingibjörg Elíasdóttir sinnir starf- inu nú en hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar til Jafnréttisstofu fyrir hálfu öðru ári. Ingibjörg sækist nú eftir fastráðningu og uppfyllir öll sett skilyrði. Kristín undrast gagnrýni á að sett séu ströng skilyrði um reynslu og menntun á sviði jafnréttismála fyrir starf lögfræðings hjá Jafnréttisstofu. „Það er alls ekkert sérkennilegt við þetta,“ segir hún. Kristín bendir á að menntun í kynjafræðum hafi átt und- ir högg að sækja og berjast hafi þurft fyrir því að hún yrði viðurkennd sem sérstakt þekkingarsvið. Vanþekking á jafnréttismálum hefur þar hamlað þróuninni, að mati Kristínar. „Marg- ir vilja ekki einu sinni viðurkenna að það sé munur á stöðu kynjanna,“ seg- ir hún. erla@dv.is Föstudagur 3. júlí 20096 Fréttir Sandkorn Eitthvað virðist þeim hjá samskiptasíðunni Facebook vera illa við fræga Íslendinga. Skemmst er að minnast þess þegar hin geðþekka fyrrver- andi sjónvarpsþula Ragn- heiður Elín Clausen var lögð í rafrænt einelti af notendum Facebook og aðgangi henn- ar lokað. En Ragnheiður er ekki ein í heiminum því nú á dögunum var Facebook-síðu stjörnu- lögfræðingsins Sveins Andra Sveinssonar eytt út. Hann var ekki lengi að stofna nýja síðu til að safna bæði gömlum vin- um sem nýjum. Einn af vinum hans er einmitt Ragnheið- ur og gantast þau mikið með óheppni sína á síðunni. Þá heldur Ragnheiður því fram að notendur Facebook séu grænir af öfund út af skamm- stöfunum nafna þeirra sem eru vægast sagt eitthvað til að öfunda þau af - REC og SAS. Þeir hjá Facebook í Bandaríkj- unum mega líklega prísa sig sæla að Sveinn Andri sé með húmorinn í lagi því stjörnu- lögmanninum væri sjálfsagt í lófa lagið að höfða á hendur þeim hressilegt skaðabóta- mál. Uppljóstranir DV úr lána- bók Kaupþings um stórt kúlu- lán til Kristjáns Arasonar hafa skekið þingsæti Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdótt- ur, vara- formanns Sjálfstæðis- flokksins og eiginkonu Kristjáns, og þær radd- ir heyrast nú á þingi og víðar að Þorgerði sé vart vært á Al- þingi. Sjálfstæðisfólk í kjör- dæmi Þorgerðar er margt hvert með böggum hildar yfir óförum varaformannsins og þá ekki aðeins Þorgerðar þar sem einhverjir geta vart hugsað þá hugsun til enda að Óli Björn Kárason taki sæti á þingi en hann er varamaður og næstur inn detti Þorgerð- ur úr skaftinu. Veruleikaskyn Óla Björns þykir nefnilega oft býsna brogað en nú síðast mærir hann rekstur Viðskipta- blaðsins, sem hann ritstýrði í eina tíð, á öfgahægrivef sínum amx.is. Blaðinu var haldið á floti með eftirminni- legu kennitöluhoppi nýlega og vandséð að rekstur þess sé jafnglæsilegur og Óli Björn vill vera láta. Jafnréttisstofa auglýsir nú lausa til umsóknar stöðu lögfræðings. Ingi- björg Elíasdóttir sinnir starfinu nú en hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar til Jafnréttisstofu fyrir hálfu öðru ári. Hæfniskröfur í aug- lýsingu Jafnréttisstofu vekja athygli en þar segir: „Algjörlega nauðsyn- legt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af jafnréttismálum og hafi stundað nám í kynjafræðum þar með talinn kvennaréttur.“ Rígskorðuð auglýsing Sigurði Líndal lagaprófessor þykja skilyrðin of þröng. „Mér finnst þetta of rígskorðað. Mér finnst að hugs- anlega mætti túlka þetta þannig að þarna væri verið að miða á einhverj- ar örfáar manneskjur eða jafnvel einn umsækjanda. Það er þannig keim- ur af þessu. Mér finnst þessi auglýs- ing of þröng og spurning hvort hún stenst jafnréttislög. Ég ætla ekkert að fullyrða um það en finnst eðlilegt að spurt sé. Þetta er á gráu svæði,“ segir Sigurður. DV hafði samband við Ingibjörgu Elíasdóttur og spurði hana hvort þarna væri hennar starf auglýst eða starf lögfræðings við hlið hennar en Ingibjörg sagðist ekki vita það og benti á að yfir stæðu skipulagsbreyt- ingar hjá Jafnréttisstofu. Spurð hvort henni finnist hæfiskröfur óhæfilega þröngt skilgreindar í auglýsingunni segir hún: „Ég hef ekki einu sinni séð auglýsinguna.“ Ingibjörg vildi ekki svara þegar blaðamaður spurði hvort hún hygð- ist sækja um stöðuna ef það er í raun hennar staða sem er þarna auglýst, og sagði: „Ég átta mig ekki á því af hverju þú ert að spyrja einu sinni,“ og vísaði á Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. Ekki auglýst áður Kristín staðfesti að þarna væri laust til umsóknar starf Ingibjargar. „Hér starfar lögfræðingur sem var ráðinn í afleysingar til að byrja með. Síðan hefur dregist von úr viti að auglýsa stöðuna eins og skylda ber til. Það er því verið að auglýsa stöðu sem hefur ekki áður verið auglýst,“ segir Krist- ín. Hún bendir á að Ingibjörg hafi þegar aflað sér verulegrar reynslu í starfinu. „Það þarf að koma einhver rosalega frábær umsókn til þess að einhver geti bolað henni út,“ segir Kristín. Hún neitar því þó að tiltekinn ein- staklingur hafi verið hafður í huga við gerð auglýsingarinnar. „Nei. Þarna er kona í starfi sem lögfræðingur sem hefur aflað sér mikillar reynslu og hefur mjög mikla kosti og er góð reynsla af. En ef það kemur umsókn sem stendur henni framar þá víkur hún, samkvæmt lögum og reglum,“ segir Kristín. Stuttur umsóknarfrestur Að mati Kristínar er orðalag auglýs- ingarinnar ekki óheppilegt og alls ekki skynsamlegra að tala þar um „æskilega“ reynslu og þekkingu í stað „algerrar nauðsynjar“. „Nei, þetta eru bara kröfurnar,“ segir hún. Auglýst var eftir sviðsstjóra Jafn- réttisstofu í árslok 2006. Um þekk- ingu og reynslu af jafnréttismál- um sagði í auglýsingunni: „Þekking á kynjafræði mikilvæg. Þekking og reynsla á sviði jafnréttismála og al- þjóðasamstarfs æskileg.“ Auglýsingin nú birtist á Starfatorgi 30. júní. Umsóknarfrestur er heldur stuttur, 19 dagar, þar af 13 virkir dag- ar. Auk þess er krafist að umsækjandi geti hafið störf „nú þegar“. Spurð hvort hún eigi von á mörg- um umsóknum segir Kristin: „Það eru nokkrir búnir að hafa samband og spyrjast fyrir. Það er bara komin ein skrifleg umsókn,“ segir hún. Sigurður setur einnig spurninga- merki við þennan stutta umsóknar- frest og bendir enn fremur á að nú séu margir mögulega áhugasamir lögfræðingar í sumarfríi. Hann bendir á að hann sé ekki nógu hæfur til að sækja um en tek- ur þó fram að hann hafi ekki áhuga á stöðunni „Ég hefði nú aldrei fengið starfið, miðað við auglýsinguna. Nei, nei. Og þó er ég með tvö háskólapróf. Það dugir ekki til,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma einhver rosalega frábær umsókn til þess að einhver geti bolað henni út.“ JAFNRÉTTISSTOFA „Á GRÁU SVÆÐI“ Ingibjörg Elíasdóttir Sigurður Líndal Kvennaréttur og Kynjafræði „Algjörlega nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af jafnréttismál-um og hafi stundað nám í kynjafræðum þar með talinn kvennaréttur.“ - Úr auglýsingunni n Kvennaréttur er ekki skylda í grunnnámi í lögfræði við Háskóla íslands heldur ein fjölda valgreina í meistaranáminu. n Haustið 1996 var í fyrsta sinn boðið upp á 30 eininga grunnnám í kvennafræð-um við félagsvísindadeild Hí. tveimur árum síðar var nafninu breytt í kynjafræði. Við Hí er boðið upp á meistaranám í kynjafræði. ERLa HLynSdóttIR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Kröfur í auglýsingu Á við Ingibjörgu Embættispróf í lögfræði reynsla af lögfræðistörfum Þekking og reynsla af jafnréttismálum Nám í kynjafræði að baki Nám í kvennarétti að baki góð kunnátta í ensku og norðurlandamálum getur hafið störf „nú þegar“ n Ingibjörg Elíasdóttir uppfyllir þröngt skilgreindar hæfniskröfur jafnréttisstofu og býr að því að hafa starfað þar síðustu misseri. Mynd JafnRéttISStofa uppfyllir öll sKilyrði Ekki nógu hæfur sigurður líndal lagaprófessor yrði aldrei ráðinn lögfræðingur hjá jafnréttisstofu þar sem hann uppfyllir ekki hæfniskröfur. „Og þó hef ég tvö háskóla-próf,“ segir hann en sækist þó ekki eftir stöðunni. Mynd HEIða HELgadóttIR Ánægð með Ingibjörgu Kristín Ástgeirsdóttir segir þá reynslu sem Ingibjörg Elíasdóttir hefur aflað sér með störfum fyrir jafnréttisstofu dýrmæta og vega þungt. Ingibjörg fékk starfið án auglýsingar. Mynd 365 / gVa 2. júlí 2009 Þrír teknir fyrir búðarrán Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í heimahúsi í fyrrinótt, grunaðir um aðild að vopnuðu ráni í verslun 11-11 við Skipholt í Reykjavík á tólfta tímanum á mánu- dag, frídag verslunarmanna. Yfirheyrslur yfir mönnunum leiddu til handtöku þriðja mannsins. Þeir hafa allir ját- að verknaðinn og telst málið upplýst. Mennirnir réðust inn í 11- 11-verslunina vopnaðir hnífi. Þeir ógnuðu starfsfólki, tóku með sér þýfi og óku síðan á brott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.