Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Page 16
Grétar S. Sigurðsson fyrirliði meistaraflokks kr í knattspyrnu Grétar Sigfinnur Sigurðsson er ný- orðinn fyrirliði meistaraflokks karla í knattspynu hjá KR, en KR-liðið fór utan í gær og leikur seinni leik sinn við svissnesku meistarana Basel á morgun. KR-ingar gerðu jafntefli við Basel á KR-vellinum um daginn og komast í fjórðu umferð og um- spil um riðlakeppni ef þeir ná að slá svissneska liðið út. Starfsferill Grétar fæddist í Reykjavík 9.10. 1982 og ólst þar upp í Vestur- bænum. Hann var í Melaskóla, Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum og stundar nám í viðskiptafræði við HR. Grétar var skrifstofustjóri hjá versluninni Ásborg 2006, starfaði hjá Kaupþingi 2007, hjá Trygginga- miðstöðinni árið 2008 og hefur starfað hjá Skjá einum frá ársbyrj- un 2009. Grétar hóf að æfa og keppa í knattspyrnu með KR er hann var sex ára og lék með yngri flokkum KR upp í 2. flokk. Hann lék með meistaraflokki Sindra á Höfn í Hornafirði sem lánsmaður frá KR sumarið 2000, lék með meistara- flokki KR sumarið 2001 og 2002, lék með meistaraflokki Víkings sumar- ið 2003 og 2004, lék með meistara- flokki Vals sem lánsmaður sumarið 2005, með Víkingi sumrin 2006 og 2007 og hefur leikið með meistara- flokki KR frá 2008 og er nú fyrirliði liðsins. Grétar varð bikarmeistari með Val sumarið 2005 og bikarmeistari með KR 2008. Fjölskylda Kona Grétars er Sonja Hlín Arn- arsdóttir, f. 15.6. 1979, deildarstjóri markaðsdeildar Borgunar. Hún er dóttir Gísla Arnars Gunnarsson- ar, f. 28.1. 1954, rafiðnfræðings hjá Mannviti, og Höllu Guðrúnar Jóns- dóttur, f. 15.11. 1955, þjónustufull- trúa hjá Borgun. Dætur Grétars og Sonju eru Íris Grétarsdóttir, f. 6.2. 2007, óskírð Grétarsdóttir, f. 18.7. 2009. Sonur Sonju og stjúpsonur Grét- ars er Vilhelm Bjarki Viðarsson, f. 15.8. 2001. Systkini Grétars eru Heiðrún Sjöfn Sigurðardóttir, f. 17.12. 1981; Bjarki Rúnar Sigurðarson, f. 19.9. 1990; Elvar Schiöth Haraldsson, f. 8.8. 1996. Foreldrar Grétars eru Sigurður Sigurðarson, f. 25.4. 1956, ráðgjafi, ferðalangur og rithöfundur um gönguferðir og íslenska náttúru, og Bergþóra Kristín Grétarsdóttir, f. 13.3. 1960, flugfreyja í Reykjavík. Ætt Meðal systkina Sigurðar voru Sig- finnur hagfræðingur; Ingibjörg, þingmaður Riksdagen í Svíþjóð og Skúli lögfræðingur. Sigurður er sonur Sigurðar, skip- stjóra og skrifstofumanns Skúla- sonar, skipstjóra í Stykkishólmi, bróður Guðmundar í Krossanesi, afa Heimis Þorleifssonar sagnfræð- ings, föður Kristrúnar lögmanns. Systir Skúla var Ragnheiður, lang- amma Jóhanns Hjálmarssonar skálds. Önnur systir Skúla var Ing- veldur, amma Bergsveins Ólafs- sonar augnlæknis. Skúli var sonur Skúla, formanns á Hellissandi, frá Fagurey Jónssonar. Móðir Sigurðar skipstjóra var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Sigurðar ráðgjafa var Soffía, dóttir Sigfinns, b. á Hofakri Sigtryggssonar, b. á Sólheimum í Laxárdal. Sigtryggur var sonur Sig- tryggs, b. í Sólheimum Finnssonar, b. þar, bróður Guðmundar, langafa Guðlaugar, ömmu Snorra Hjartar- sonar skálds og Torfa sáttasemjara Hjartarsonar, föður Hjartar hæsta- réttardómara og Ragnheiðar, fyrrv. rektors MR. Finnur var sonur Torfa, smiðs á Ketilsstöðum Þorleifsson- ar. Móðir Sigtryggs Finnssonar var Guðrún Jónsdóttir á Kjörseyri Magnússonar. Móðir Sigfinns var Steinunn Jónasdóttir Jónssonar. Móðir Soffíu var Þuríður Magn- úsdóttir, búfræðings í Knarrarhöfn og á Staðarfelli, bróður Friðborgar, ömmu Teits Jónassonar hópferða- forstjóra. Magnús var sonur Frið- riks, b. á Skerðingsstöðum Nikulás- sonar, og Bjargar Grímsdóttur, b. á Kjarlaksstöðum Guðmundssonar. Móðir Bjargar var Ingibjörg Orms- dóttir, ættföður Ormsættar Sig- urðssonar. Móðir Þuríðar var Soffía Gestsdóttir, b. á Skerðingsstöðum Steinssonar, og Þuríðar Vigfúsdótt- ur, b. og smiðs í Fagradalstungu Ormssonar, ættföður Ormsættar Sigurðssonar. Bergþóra Kristín er dóttir Grét- ars, lögfræðings og fyrrv. skrifstofu- stjóra í stjórnunardeild Flugleiða Kristjánssonar Magnusen, hrl., ristjóra Vísis og stjórnarformanns Loftleiða Guðlaugssonar, pr. á Stað í Steingrímsfirði Guðmundssonar, b. í Syðri-Skógum í Kolbeinsstaða- hreppi Gíslasonar. Móðir Kristjáns var Margrét Jónasdóttir, pr. á Stað- arhrauni Guðmundssonar. Móðir Grétars eldra var Bergþóra Brynj- úlfsdóttir, fyrsta íslenska tann- læknisins Björnssonar, b. í Bolholti í Rangárvallasýslu Brynjólfssonar. Móðir Bergþóru var Guðrún Anna, kennari Guðbrandsdóttir, sjó- manns í Reykjavík Eiríkssonar, og Bergþóru Jónsdóttur. Móðir Bergþóru Kristínar er Þóra Kristín Jónsdóttir kennari. Skúli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentaprófi frá MH 1970 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1977. Skúli var fulltrúi hjá yfirborg- arfógetanum í Reykjavík 1977-78, fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Seyð- isfirði og sýslumanninum í Norður- Múlasýslu 1977-78, framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar stúdenta 1978-81, lögfræðingur Dagsbrún- ar 1981-84, framkvæmdastjóri sjúkrastöðvarinnar Vonar í Reykja- vík 1984-86 og sjúkrastöðvar Ís- lensku meðferðarstöðvarinnar sf. Í Reykjavík frá 1986-90, fram- kvæmdastjóri Avgiftningssjuk- huset í Svartnas í Falukommun í Svíþjóð frá 1990, var sérfræðingur á sviði heilbrigðisþjónustufræða hjá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins í Lúxemborg 1997- 99, var forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar Suðurnesja 1999- 2003 og hefur verið framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambands Ís- lands frá 2003. Skúli sat í stjórn Stúdentafélags HÍ 1970-71, í stjórn Verðandi 1971- 72, var fulltrúi stúdenta í deildar- ráði lagadeildar HÍ 1975-77, sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna 1981-84 og fyrir Alþýðubandalagið 1980-90, m.a. í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík og í mðstjórn flokksins, sat í stjórn útgáfufélags Þjóðviljans um skeið, var varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1986-90 og sat í stjórn Sjúkastofn- anna Reykjavíkur. Fjölskylda Kona Skúla er Jórunn Tómasdótt- ir, f. 21.5. 1954, menntaskólakenn- ari og fyrrv. formaður STÍL, félags tungumálakennara. Skúli var áður kvæntur Valgerði Jónsdóttur. Dóttir Skúla og Jórunnar er Halldís, f. 28.9. 1989. Skúli á einnig tvo syni, Jón Fjörni, f. 23.4. 1971, og Bolla Thor- oddsen, f. 22.6. 1981, auk Sóleyjar, f. 6.8. 1978, d. 8.11. 1978. Skúli á tvær hálfsystur og tvo hálfbræður en tvö systkinanna eru látin. Foreldrar Skúla voru Bolli Skúlason Thoroddsen, f. 26.4. 1901, d. 31.5. 1974, borgarverkfræðingur í Reykjavík, og Una Kristjánsdóttir, f. 22.12. 1909, d. 25..11. 1988, hús- móðir. Ætt Bolli var bróðir Sigurðar verkfræð- ings, afa Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Meðal ann- arra systkina Bolla voru Katrín, læknir og alþm., Skúli, lögfræðing- ur og alþm, Guðmundur lækna- prófessor og Unnur, móðir Skúla Halldórssonar tónskálds. Bolli var sonur Skúla, alþm.og ritstjóra á Ísafirði, bróður Þorvalds náttúru- fræðings, Sigurðar landsverkfræð- ings, föður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, og Þórðar, lækn- is og alþm., föður Emils tónskálds. Skúli var sonur Jóns, skálds og sýslumanns á Leirá Thoroddsen, og Kristínar Ólinu Þorvaldsdótt- ur, umboðsmanns í Hrappsey Sív- ertssen. Móðir Bolla var Theodóra Thoroddsen skáldkona, systir Ást- hildar., móður Muggs. Theodóra var dóttir Guðmundar, prófasts á Breiðabólstað Eianrssonar, bróður Þóru, móður Matthíasar Jochums- sonar. Una var dóttir Kristjáns Jóhann- essonar, skipstjóra á Sveinseyri við Dýrafjörð, og Ólafar Guðmundu Guðmundsdóttur húsfreyju, síðar á Arnarnúpi í Dýrafirði. Skúli verður í Flatey á afmælis- daginn. Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri starfsgreinasambands íslands xxx 5. ágúst 30 ára n Krzysztof Pieniazek Laugateigi 17, Reykjavík n Elínborg Harpa Sæmundsdóttir Háahvammi 9, Hafnarfirði n Fríða Torfadóttir Laufásvegi 45b, Reykjavík n Orri Eiríksson Arnarsmára 18, Kópavogi n Rúnar Jóhannesson Hafnargötu 18, Reykjanesbæ n Kristján Guðmundsson Brekkubraut 11, Reykjanesbæ 40 ára n Alma Dís Kristinsdóttir Flókagötu 39, Reykjavík n Ásta Magnúsdóttir Ferjubakka 6, Reykjavík n Matthías Ólafsson Seljahlíð 1e, Akureyri n Gunnlaugur Jón Rósarsson Marteinslaug 10, Reykjavík n Anna María Sigvaldadóttir Vallargötu 9, Grímsey n Bryndís Blöndal Bauganesi 6, Reykjavík n Guðbjörg Ragnheiður Jónsdóttir Engjavegi 15, Ísafirði n Gunnar Kristinn Björgvinsson Selvogsgrunni 3, Reykjavík n Guðmunda Regína Júlíusdóttir Miðtúni 7, Reykjanesbæ n Frosti Þorkelsson Sólbrekku 8a, Egilsstöðum n Árni Þór Guðmundsson Hringbraut 112, Reykjavík n Brynjar Jónsson Löngubrekku 22, Kópavogi n Þórhallur Halldórsson Litluvör 9, Kópavogi n Karl Georg Klein Álfaskeiði 98, Hafnarfirði n Hannes Blöndal Háulind 30, Kópavogi 50 ára n Ermelinda Fjóla Jónsson Leifsgötu 32, Reykjavík n Miroslaw Henryk Kniec Eyjabakka 1, Reykjavík n Jón Sigurjónsson Ásgarði 20, Reykjavík n Haukur Ingvaldsson Ásbraut 21, Kópavogi n Guðrún Edda Jóhannsdóttir Ægisvöllum 14, Reykjanesbæ n Rúnar Jóhann Guðmundsson Breiðvangi 24, Hafnarfirði n Margrét Jónsdóttir Hávegi 63, Siglufirði n Sölvi Bragason Hlíðarhjalla 69, Kópavogi n Anna Jóna Jóhannsdóttir Bólstaðarhlíð 3, Reykjavík n Skúli Thor Palmqvist Svendsen Kirkjuvegi 1f, Reykjanesbæ 60 ára n Aldís Sigurðardóttir Ársölum 3, Kópavogi n Brynjólfur Sigurðsson Norðurtúni 6, Álftanesi n Trausti Aðalsteinn Egilsson Borgarholtsbraut 58, Kópavogi n Kristín Árnadóttir Nesvegi 47, Reykjavík n Magnea Erla Ottesen Smáratúni 2, Reykjanesbæ n Sigurbjörg Ólafsdóttir Framnesvegi 20, Reykjanesbæ n Örn Agnarsson Ásbúð 43, Garðabæ n Guðrún Helga Pálsdóttir Nönnugötu 14, Reykjavík n Benedikt Steinþórsson Svínafelli 3 Bölta, Öræfum n Kolbeinn Andrésson Melgerði 1, Kópavogi 70 ára n Alexey Moroshkin Laugavegi 105, Reykjavík n Adolf Haraldsson Sóleyjarima 15, Reykjavík n Guðbrandur Valtýsson Framnesvegi 20, Reykjanesbæ n Karl Steinberg Steinbergsson Reykjavíkurvegi 52b, Hafnarfirði n Áslaug Þorsteinsdóttir Frostafold 28, Reykjavík n Guðrún Jóhanna Jóhannsdóttir Iðnbúð 4, Garðabæ n Guðrún Aðalsteinsdóttir Kópavogsbraut 82, Kópavogi n Matthías Hjartarson Austurbrún 6, Reykjavík n Anna M Þorsteinsdóttir Vogatungu 85a, Kópavogi 75 ára n Magnúsína Sæmundsdóttir Garðavegi 25, Hvammstanga n Gísli Steingrímsson Hjaltabakka 24, Reykjavík n Sigríður C Nielsen Háaleitisbraut 15, Reykjavík n Ída Sigurðardóttir Böðvarsgötu 19, Borgarnesi 80 ára n Sigurður Kristjónsson Munaðarhóli 10, Hellissandi n Sigurborg Sigurbjörnsdóttir Einbúablá 40, Egilsstöðum 85 ára n Baldur Þorsteinsson Grænutungu 5, Kópavogi Til hamingju með afmælið! fólk í fréTTum 16 miðvikudagur 5. ágúst 2009 ættfræði 6. ágúst 30 ára n Roman Haubold Skipagötu 4, Suðureyri n Valgarð Briem Hjarðarhaga 11, Reykjavík n Kristján Valdimar Þórmarsson Fífuseli 7, Reykjavík n Atli Þór Sigurðarson Hraunbæ 42, Reykjavík n Arnar Ragnarsson Vogagerði 8, Vogum n Svanþór Laxdal Lautasmára 26, Kópavogi n Dögg Júlíusdóttir Sandavaði 11, Reykjavík n Tómas Davíð Lúðvíksson Grasarima 7, Reykjavík n Ragnheiður Hlín Símonardóttir Kálfafelli 1b, Kirkjubæjarklaustri n Guðmundur Einar Jónsson Hrísalundi 2d, Akureyri n Valdimar Karl Sigurðsson Framnesvegi 30, Reykjavík n Viðar Valgeirsson Stúfholti 3, Reykjavík n Halla Rún Halldórsdóttir Langanesvegi 6, Þórshöfn 40 ára n Snezana Savic Faxabraut 27e, Reykjanesbæ n Ásgeir Páll Matthíasson Svarfaðarbraut 3, Dalvík n Anton Örn Schmidhauser Túnfit 5, Garðabæ n Guðrún Árnadóttir Breiðvangi 9, Hafnarfirði n Sigurður G Kristinsson Hraunteigi 26, Reykjavík 50 ára n Feriha Morina Kleppsvegi 4, Reykjavík n Ólöf Kristín Arnmundsdóttir Brekkustíg 3, Bakkafirði n Magnús Jón Smith Háaleitisbraut 85, Reykjavík n Þór Ingi Hilmarsson Óðinsgötu 20b, Reykjavík n Tómas Ívarsson Skipholti 14, Reykjavík n Sveinn Yngvi Egilsson Lágholtsvegi 3, Reykjavík n Ingvi Þór Ástþórsson Sævangi 32, Hafnarfirði n Gerður Hauksdóttir Þóreyjarnúpi, Hvammstanga n Sigríður Hrönn Elíasdóttir Frostafold 6, Reykjavík 60 ára n Auðunn Kjartansson Leifsgötu 23, Reykjavík n Ingólfur Ragnar Ingólfsson Sólheimum 17a, Reykjavík n Magnús Skarphéðinsson Miðvangi 41, Hafnarfirði n Matthildur Guðmundsdóttir Grundargötu 23, Grundarfirði n Steingerður Hilmarsdóttir Safamýri 48, Reykjavík n Guðrún Kjartansdóttir Suðurgötu 60, Siglufirði n Guðni Hafsteinn Larsen Melgerði 13, Reyðarfirði n Kári Kort Jónsson Hesthömrum 8, Reykjavík n Árni Jörgensen Vættaborgum 142, Reykjavík n María Guðmundsdóttir Aðalstræti 45, Patreksfirði n Sæunn Sigríður Gestsdóttir Eyjardalsá, Fosshólli n Jóhann Helgason Austurströnd 6, Seltjarnarnesi n Helgi Bernódusson Granaskjóli 86, Reykjavík n Michael Jón Clarke Grænumýri 6, Akureyri 70 ára n Elín Þorsteinsdóttir Ásgarði 125, Reykjavík n Ásrún H Kristinsdóttir Fellsmúla 17, Reykjavík n Guðni Gústafsson Víkurbraut 10, Grindavík n Magnús Stefánsson Hamarsgötu 23, Fáskrúðsfirði 75 ára n Guðrún Lilja Árnadóttir Hraunbæ 140, Reykjavík n Svanhvít Sigurlinnadóttir Lynghólum 20a, Garðabæ n Stella Finnbogadóttir Vitastíg 14, Bolungarvík n Arnar Sighvatsson Höfðavegi 6, Vestmannaeyjum n Sigurbjörn Ævarr Jónsson Krummahólum 10, Reykjavík n Walter Lúðvík Lentz Steinavör 2, Seltjarnarnesi 80 ára n Erla Eyjólfsdóttir Bergstaðastræti 50b, Reykjavík n Sigurhörður Frímannsson Sólvöllum 17, Akureyri n Eggert Ólafur Ásgeirsson Bergstaðastræti 69, Reykjavík n Anne Marsden Merkilandi 8, Selfossi 85 ára n Kristinn Þorleifsson Dalbæ, Dalvík n Margrét Gísladóttir Helgamagrastræti 53, Akureyri n Bjarnfríður Leósdóttir Stillholti 13, Akranesi Ágústa Einarsdóttir Bragagötu 31, Reykjavík 95 ára n Guðný Kristinsdóttir Sléttuvegi 23, Reykjavík n Sigursteinn Ólafsson Lóurima 8, Selfossi Til hamingju með afmælið! 60 ára á morgun NÝJUSTU FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.