Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Qupperneq 4
Sandkorn
n Vefmiðilinn amx.is, sem undir
leiðsögn Óla Björns Kárasonar
titlar sig fremsta fréttaskýringa-
vef landsins, er lagstur í djúpar
rannsóknir á uppruna orðsins
„skrímsladeild“ Sjálfstæðis-
flokksins.
Tilefnið er
frétt á mbl.
is þar sem
Gunn-
ar Helgi
Kristinsson
stjórnmála-
fræðipróf-
essor notaði
hugtakið um ákveðin öfl innan
áðurgreinds stjórnmálaflokks.
Rannsóknin hefur leitt í ljós að
Össur Skarphéðinsson notaði
orðið þegar árið 2006. Næst vill
amx.is vita hverjir séu í um-
ræddri skrímsladeild.
n Annað orð yfir róttækan
frjálshyggjukjarna í Sjálfstæðis-
flokknum er náhirð. Þar er vísað
til þeirra sem næstir stóðu og
standa Dav-
íð Oddssyni
eftirlauna-
þega. Það
orð hefur
náð þó
nokkurri
fótfestu í
málinu. Nú-
tímamerk-
ingu þess orðs má rekja til um-
fjöllunar í DV. Amx hefur verið
talinn helsti hýsill sjónarmiða
hirðmanna. Helstu skjald-
menn hirðarinnar teljast Björn
Bjarnason, Hannes Hólm-
steinn Gissurarson og auðvitað
varaþingmaðurinn Óli Björn
Kárason.
n Fyrrverandi seðlabankastjór-
inn og viðskiptaráðherrann
Finnur Ingólfsson skilur eftir
sig mikinn skuldahala nú þeg-
ar Langflug er farið á hausinn.
Samkvæmt fréttum Stöðvar
2 á fimmtudagskvöld nema
skuldirnar
um fjórtán
milljörðum
króna. Finn-
ur var áber-
andi þegar
S-hópur-
inn, sem
naut mik-
ils velvilja
Halldórs Ásgrímssonar, fékk
að kaupa Búnaðarbankann
á sínum tíma og síðar keypti
hann sig inn í Icelandair auk
fleiri fyrirtækja. Sum þessara
fyrirtækja heyra sögunni til eða
hafa verið yfirtekin af ríkinu
en eitt félag stendur líklega
vel. Það er Frumherji sem á og
rekur orkusölumæla Orkuveitu
Reykjavíkur í Reykjavík og víð-
ar, af því hefur félagið traustar
tekjur.
4 föstudagur 21. ágúst 2009 fréttir
Þingmenn að störfum Þingmenn fá fastar ferðakostnaðargreiðslur í hverjum mánuði. Aksturssamningum ríkisstarfsmanna verður sagt upp en óvíst er hvort það sama
gangi yfir þingmenn. Síðdegis í gær ræddu þingmenn ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins. Mynd: róbert reynisson
Ríkisstarfsmenn mega eiga von á því
að missa í framtíðinni fastar greiðsl-
ur sem þeir hafa fengið samkvæmt
aksturssamningum og fá aðeins
greitt í samræmi við akstursbæk-
ur sem þeir verða að halda. Þetta er
hluti af sparnaðaráformum stjórn-
valda. Engin ákvörðun hefur ver-
ið tekin um að fara sömu leið með
fastar ferðakostnaðargreiðslur þing-
manna sem nema tugum þúsunda á
mánuði.
Fastar greiðslur hverfa
Aksturssamningar ríkisstarfsmanna
byggjast á föstum greiðslum sem
eiga að standa undir aksturskostn-
aði vegna starfa þeirra. Annað form
er að greiða aðeins í samræmi við
akstursbækur sem starfsmenn
halda. Samkvæmt sparnaðaráætlun
sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum á föstudag í síðustu viku verð-
ur hér eftir aðeins greitt fyrir akstur
samkvæmt akstursbók og dagpen-
ingar verða aflagðir.
sama gangi yfir þingmenn
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri
SFR, telur réttast að mæta kostnaði
vegna starfa starfsmanna ríkisins
með sambærilegum hætti. „Í þessu
tilfelli er verið að færa greiðslu akst-
urskostnaðar ríkisstarfsmanna í það
horf að það sé nákvæmlega greitt fyr-
ir þann kílómetrafjölda sem menn
nota við sína vinnu,“ segir Þórarinn.
„Það sama finnst okkur auðvitað
eðlilegt að gangi yfir alþingismenn,
að þeir fái greiddan þann kostnað
sem af ferðalögum hlýst vegna þeirra
hlutverks og vegna þeirra starfa.
Við sjáum því ekkert óeðlilegt við
það að sama fyrirkomulag sé notað
gagnvart þeim og er notað fyrir aðra
starfsmenn ríkisins, að þeir haldi
akstursdagbók vegna sinna starfa og
fái bara greitt samkvæmt þeim.“
engin sérréttindi
Þórarinn leggur áherslu á að eitt
gangi yfir alla en að ekki gildi mis-
munandi reglur eftir því hvar og
hvernig fólk vinnur hjá ríkinu. „Við
getum náð í fordæmi sem er nýlegt.
Það er eftirlaunafrumvarpið. Það er
engin ástæða til þess að réttindaum-
hverfi alþingismanna sé með ein-
hverjum allt öðrum hætti en rétt-
indaumhverfi annarra starfsmanna
ríkisins. Það sem á að liggja til grund-
vallar þegar menn eru að tala um
kaup og kjör, og vissulega er þetta
hluti af kjörum eða starfsaðstæðum,
er að launasetningin á að vera með
einhverjum ákveðnum hætti sem
menn telja vera eðlilegan og sann-
gjarnan.“ Hann telur að ákveðnir
hópar eigi ekki að hafa meiri réttindi
en aðrir. „Allt eru þetta starfsmenn
okkar, starfsmenn samfélagsins, svo
að segja. Þess vegna lítum við á það
sem hið besta mál að ríkið samræmi
þær reglur sem gilda um akstur rík-
isstarfsmanna, hvort sem þeir heita
alþingismenn eða ekki.“
Verkefnið fram undan
Aðspurð hvort til standi að fella nið-
ur fastan ferðakostnað þingmanna
segir Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, forseti Alþingis, það vera eitt
af verkefnunum fram undan að finna
út hvernig Alþingi geti skorið niður í
rekstri sínum. Búast má við veruleg-
um niðurskurði á fjárveitingum til
Alþingis á næstu fjárlögum, eins og
reyndar hjá öðrum sem fá fé úr rík-
issjóði. Mestur kraftur þingmanna
hefur farið í ríkisábyrgð vegna Icesa-
ve-samkomulagsins að undanförnu
og hefur því minni tími gefist til að
skoða hvernig verði skorið niður.
Ásta Ragnheiður bendir á að
greiðslur til þingmanna hafi ver-
ið lækkaðar undanfarið. Þannig
hafi verið ákveðið að halda föstum
greiðslum óbreyttum en venjulega
hafa þær hækkað í samræmi við vísi-
tölu. Þar við má bæta að þingfarar-
kaupið var lækkað um 42 þúsund
krónur eftir hrunið síðasta haust.
Geta framvísað reikningum
Þingmenn fá 61.400 krónar í fast-
ar mánaðarlegar greiðslur vegna
ferðakostnaðar. Sú fjárhæð á að
standa undir ferðakostnaði í næsta
nágrenni heimilis eða starfsstöðv-
ar í kjördæmi sínu. Þessi upphæð á
einnig að standa undir dvalarkostn-
aði á ferðalögum í kjördæminu.
Þetta eru þó ekki einu ferðakostn-
aðargreiðslur sem þingmenn eiga
rétt á. Þannig á að endurgreiða, gegn
reikningum eða akstursbókum, ferð-
ir á fundi eða samkomur sé vega-
lengdin hvora leið meira en fimmtán
kílómetrar frá starfsstöð eða heimili,
einnig má greiða gistikostnað í eigin
kjördæmi í eina nótt þegar sérstak-
lega stendur á.
Þessu til viðbótar fá þingmenn
sem búa á landsbyggðinni endur-
greiddan kostnað vegna ferða milli
heimilis eða starfsstöðvar á lands-
byggðinni og Reykjavíkur ýmist einu
sinni í viku eða daglega yfir þing-
tímann eftir því hvort þeir fá greidd-
an kostnað vegna annars heimilis á
höfuðborgarsvæðinu eða ekki. Þá
skal endurgreiða ferðakostnað vegna
funda sem þingmenn eru boðað-
ir á í Reykjavík meðan þeir dveljast
á heimili sínu sem og ferðir í önnur
kjördæmi vegna fundahalda.
Fljúgi þingmenn milli staða
greiðir þingið fyrir farið auk leigu-
bíls til og frá flugvelli gegn framvís-
un reiknings. Sama á við um ferju-
ferðir og ferðir með rútum. Einnig
geta þingmenn, ef það er talið hag-
kvæmara, fengið bílaleigubíl á veg-
um þingsins.
38 milljónir á ári
Föstu ferðakostnaðargreiðslurnar
nema sem fyrr segir 61.400 krónum á
mánuði. Það jafngildir 736.800 krón-
um á hvern þingmann á ári hverju.
Ef miðað er við að 52 þingmenn
þiggi þessar greiðslur nemur heild-
arupphæðin rúmum 38 milljónum
króna á ári eða 3,2 milljónum króna
á mánuði. Þá er miðað við að þeir tíu
þingmenn sem eru ráðherrar og for-
seti Alþingis að auki eiga rétt á bíl og
bílstjóra en njóta þá ekki ferðakostn-
aðargreiðslna.
brynjólFur Þór GuðMundsson
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
MISSA GREIÐSLUR SEM
ÞINGMENNIRNIR HALDA
Aksturssamningar ríkisins við starfsmenn sína verða afnumdir og aðeins greitt fyrir
akstur samkvæmt akstursbók. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema fastar
ferðakostnaðargreiðslur til þingmanna. Þær nema 61.400 krónum á mánuði. Ljóst er
að mikill niðurskurður verður hjá þinginu á næstu fjárlögum.
„Það sama finnst okk-
ur auðvitað eðlilegt
að gangi yfir alþingis-
menn.“