Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Page 33
Lenti í noregi Skömmu seinna varð Hallgrímur svo fimm- tugur, hélt upp á það og fór til Noregs daginn eftir þar sem afmælinu var fagnað í Ósló. „Það var ekki fyrr en ég var kominn þangað að ég náði aðeins að lenda og ná áttum. Í Noregi er ekki bara logn í skógunum heldur í þjóðfélag- inu líka. Mér leið eins og í sögunni um grísina þrjá. Að við hefðum byggt allt okkar úr stráum sem fuku burt í fyrstu vindhviðu en þeir allt sitt úr tígulsteini.“ Þessi mikli munur á íslensku þjóðfélagi og norsku vakti athygli Hallgríms. „Það er bara allt svo flott hjá þeim. Að sjá lestina frá Gard- ermoen sigla hljóðlaust inn á stöðina, allt svo hátæknilegt og fullkomið. Þeir með sinn olíu- sjóð, varkárir og spara til framtíðar. Þveröfugt við okkur.“ Hallgrímur bendir á eina hugsun sem skil- greinir á skýran hátt muninn á þessum ná- grannaþjóðum. „Þeir líta á banka sem stað til þess að geyma peninga en við höfum víst alltaf litið á banka sem stað til þess að fá pen- inga.“ Einhverjir hafa tekið svo djúpt í árina að segja að við Íslendingar séum ófærir um að sjá um okkur sjálfir og séum best geymdir undir stjórn annarra aðila. Einhverjir hafa jafnvel stungið upp á því að við gefum upp fullveldið í hendur Noregskonungi öðru sinni. „Það er auðvitað fáránleg hugmynd en þó er það um- hugsunarefni í ljósi sögunnar hversu illa okk- ur gengur að sjá um okkur sjálf. Þegar mað- ur lítur á Íslandssöguna vorum við sæmilega frjáls í okkar villta vestri frá árinu 874 til 1262. Að lokum voru deilurnar innanlands orðnar svo miklar að við báðum um utanaðkomandi vald, fórum þá undir Noregskonung og síðar Danakonung. Allt þar til 1944 þegar við feng- um sjálfstæði, en þá var Kaninn kominn með herstöð og Marshall-aðstoð. Honum fylgdi einhver djúpsálarleg vissa um að við værum í skjóli, að Sámur frændi kæmi okkur til bjargar ef eitthvað bjátaði á. Svo fer Kaninn 2006 og tveimur árum síðar er landið farið á hausinn. Þetta eru hræðilegar staðreyndir þegar maður horfir á þetta svona.“ Í ljósi sögunnar og atburða síðustu ára tel- ur Hallgrímur því ekki vitlaust að Íslending- ar fái utanaðkomandi regluverk. „Það sem við þurfum er minni klíkuskapur og meiri fagmennska. Við þurfum utanaðkomandi ramma til að aga okkur. Ég held að Evrópu- sambandið geti verið sá rammi.“ BLáa höndin og réttLætingar davíðs Eins og Hallgrímur tók fram hafði hann reynt að berja á valdstjórninni með greinaskrifum í lengri tíma en ein þessara greina vakti óneit- anlega mesta athygli. Hún fjallaði um að for- sætisráðherra væri að misnota vald sitt til að níðast á tilteknu fyrirtæki. Þessi forsætisráð- herra var Davíð Oddsson og þetta fyrirtæki var Baugur. Þar með varð til hugtakið Bláa höndin. „Greinin fjallaði um að forsætisráðherra væri að senda lögguna á Baug því honum hugnaðist ekki fyrirtækið. Ég held að það hafi nú sýnt sig í kjölfarið að það reyndist vera rétt.“ Daginn eftir að greinin birtist var hringt í Hallgrím og hann boðaður á fund Davíðs í forsætisráðuneytinu. „Ég vissi auðvitað hvað hann ætlaði að segja. En ég er rithöfundur og því síforvitinn maður þannig að ég stóðst ekki mátið og lét sjá mig. Svo sat ég þarna í einn og hálfan tíma og lét hann rausa yfir mér hversu fáránleg sú kenning væri að hann hefði mis- beitt lögreglunni.“ Hallgrímur segir réttlætingar Davíðs hafa verið af frekar persónulegum toga. „Að þessi Baugsmaður væri besti vinur dómsmálaráð- herra og að hann myndi aldrei beita sér gegn honum og eitthvað í þá áttina. Þá nefndi hann fund sinn með hópi heildsala í Ráðherrabú- staðnum sem voru illir út í Baug sem setti vörurnar þeirra alltaf neðst í hillurnar hjá sér. Þetta var allt á þessum nótum. Þarna var greinilegt að komið var nýtt fyrirtæki til sög- unnar sem tók spón úr aski gömlu peninga- mannanna sem áttu Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson.“ Baugspenninn Hallgrímur segir að honum hafi í kjölfarið ver- ið stillt upp sem „Baugspenna“. „Það var svar áróðursmaskínu flokksins við þessum skrif- um. Þeir reyndu að finna stimpil á mig líkt og ég hafði fundið á Davíð og hann hefur látlaust verið notaður af heiglum þeim sem fylla hin nafnlausu kommentakerfi netsins.“ Hallgrímur tekur fram að erindi sitt með greininni hafi fyrst og fremst verið að gagn- rýna misbeitingu valds. „Þegar maður gagn- rýnir misbeitingu valds í garð einhvers tekur maður ekki þar með ábyrgð á öllum gjörðum hans eftir það.“ Hallgrímur viðurkennir að í fyrstu hafi þó hann haft vissa samúð með Baugsmönnum. „Þeir komu þarna inn í samfélag sem var í heljargreipum Kolkrabbans og íhaldsins og hreyfðu við því helfrosna ástandi. Þeir komu með eitthvað nýtt, eins og til dæmis lágvöru- verðsverslun og nýtt dagblað. Landslagið breyttist. En svo á endanum reyndust þess- ir nýju gæjar engu betri og urðu á endanum hundrað sinnum verri en Kolkrabbinn. Það var græðgin sem fór með þá. Þegar menn eru orðnir svo klikkaðir að þeir geta ekki einu sinni farið á skíði án þess að kaupa skíðaskál- ann fyrst, er afvötnun eina leiðin.“ Eftir á að hyggja telur Hallgrímur þó að Davíð hafi haft rétt fyrir sér með að Frétta- blaðið og 365 hafi verið það sem hann kall- aði Baugsmiðla. „Fyrir um það bil ári hitti ég háttsettan Baugsmann sem gumaði af því að hann gæti notað sína miðla eins og hann vildi. Það var sorgleg uppgötvun og ég hugsaði með mér: Fjandinn hafði það, Dav- íð Oddsson hafði rétt fyrir sér. Þetta voru og eru Baugsmiðlar. Og þó að Baugur eigi DV í gegnum einhvern spámiðilinn finnst mér þó að þetta blað sé að reyna að sýna lit.“ Þrátt fyrir það er Hallgrímur enn á móti fjölmiðlafrumvarpinu eins og það birtist í sinni upprunalegu mynd. „Þar var leiðtoginn orðinn Litli Pútín sem vildi drepa alla miðla nema Mogga sinn. Við bjuggum náttúrlega í hálfgerðu einveldi hérna og lesum nú í DV að meira að segja hornsteinar samfélagsins voru merktir fæðingardögum foreldra leiðtogans mikla sem sýnir bara hversu klikkað ástand- ið var. Þessi litli fundur minn með Bláu hönd- inni var þó bara sörfrumungur í samanburði við stóru málin: Íraksstríðið og einkavæð- ingu bankanna. Tveir menn gáfu vinum sín- um þjóðarbankana. Það var auðvitað glæpur gegn Íslandi sem ætti að kalla á yfirheyrslur og gæsluvarðhald. Þessir flokkar höguðu sér eins og ítalskir mafíuflokkar. Nú segjast þeir hafa „endurnýjað sig“, valið sér ungt fólk til for- ystu sem reynir að kasta arfleifðinni á bak við helgarblað 21. ágúst 2009 föstudagur 33 „Þetta er dáldið eins og að koma til sjálfs sín. Hún hefur sama húmorinn og varðveit- ir sömu gelgjuna í sér. Vinstri græn kona sem borðar hval- kjöt er óneitanlega heillandi,“ „Bylting er besta skilnaðarþerapían“ ætlaði inn í stjórnarráðið „Maður var alveg kominn í það skap að labba bara inn og ég man að ég gekk beint að stjórn- arráðshurðinni og tók í húninn en það var aðvitað læst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.