Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Page 64
n Nýlegur ótti manna við að ríkis- stjórnin yrðu svínaflensu að bráð virðist ekki á rökum reistur. Um tíma gekk sá orðrómur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar glímdi við svínaflensu. Ragna Árnadótt- ir dómsmálaráðherra veiktist fyrir nokkrum dögum og er það talin undirrót flökkusögunnar. Nú hefur DV fengið staðfest að Ragna hefur snúið aftur til vinnu sinnar eftir nokkurra daga heilsu- brest. Mun hún hafa glímt við venjulegt afbrigði af flensu og landsmenn geta því varpað öndinni léttar. Það fer því ekki fyrir ríkisstjórninni eins og meist- araflokksliði Grindvíkinga í fótbolta að liðið leggist í pest. Bakar hann sér nokkuð vandræði? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að fá skrifstofu Styrmis enda hefur mig lengi dreymt um að verða Styrmir vinstri grænna, og nú er ég hann,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir glettin. Hún er fram- kvæmdastjóri samstarfsvettvangs vinstri grænu flokkanna á Norður- löndum en vinstri græn fluttu skrifstof- ur sínar nýverið í gömlu Moggahöllina við Aðalstræti. Fleiri þekkja Björgu Evu hins vegar fyrir að hafa ritstýrt Smug- unni, vefriti í eigu Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs. Morgunblaðið var alræmt sem málgagn Sjálfstæðisflokksins undir rit- stjórn Styrmis Gunnarssonar sem var einnig þekktur fyrir að eiga leynifundi með áhrifamönnum í þjóðfélaginu á ritstjórnarskrifstofu sinni. „Ég er þeg- ar búin að halda tvo leynifundi,“ segir Björg Eva. Hins vegar er aðeins á reiki hvort skrifstofan hennar er í raun gamla skrifstofan hans Styrmis. „Vinstri menn komu lítið hingað í Moggahöll- ina á þeim tímum og vita því ekki alveg hvar hún var,“ segir hún. Andi Styrmis er þó sannarlega á skrifstofunni sem og annars stað- ar í húsnæðinu en vinstri græn hafa hreiðrað um sig á sjöttu hæðinni með útsýni yfir miðbæinn. Björg Eva segir grafalvarleg að hún ætli að láta grafa skilti til að setja á hurð skrifstofunnar. „Þar á að standa Styrm- isstofa og undir: Ritstjóri.“ erla@dv.is Engin svínaflEnsa í stjórnarráðinu Björg Evu Erlendsdóttur hefur lengi dreymt um að verða Styrmir vinstri grænna: situr í stóli styrmis n Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, lét sig ekki muna um það í vikunni að sækja barnsmóð- ur sína, flugfreyjuna fögru Sunn- evu Torp, í vinnuna þar sem hún lenti á Keflavíkurflugvelli. Nokkurra mánaða sonur þeirra skötuhjúa var með í för en ferðalangar veittu því sérstaka athygli að drengurinn er lifandi eftirmynd föður síns, þó í smærra lagi sé. Sunneva þarf því ekki að leita langt yfir skammt ef hún saknar ásjónu ást- manns síns þegar hann er fjarri góðu gamni. lifandi Eftirmynd imsland n Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, og Arna Einarsdóttir, eiginkona hans, ætla að opna heimili sitt fyrir gestum og gangandi í miðbænum á laugardag- inn og bjóða í vöfflukaffi á heimili sínu á Óðinsgötu 8b á milli 14 og 16. Vöffluboð Dags og fjölskyldu hans er að verða árlegur viðburð- ur á menningarnótt. Í fyrra var húsfyllir hjá fjölskyldunni og segir Dagur að tólf hundruð vöfflur á átta vöffujárnum hafi verið bakaðar í fyrra. Arna og Dagur eru nýbakaðir foreldr- ar, þau eignuð- ust sitt þriðja barn 14. ágúst síð- astliðinn. Bjóða í vöfflur Heldur leynifundi björg eva erlends- dóttir hefur þegar haldið tvo leynifundi á gömlu skrifstofunni hans styrmis gunnarssonar í moggahöllinni. Mynd RóBERt REynisson strætó.is Breytingar á ferðum Strætó Á flestum leiðum fjölgar ferðum svipað og síðasta vetur. Akstursleiðir 18, 19, 22, 24 breytast lítillega. Ferðum fækkar á leiðum 21, 51 og 57. Leið 26 er ný leið sem tengir Grafarholtið við Grafarvog og Árbæ. Leið 58 hættir akstri. Nánari upplýsingar eru aðgengilegar á strætó.is og í nýrri leiðabók sem fæst á öllum sölustöðum Strætó. frá og með 23. ágúst ÍS LE N SK A SI A .I S S T R 4 69 91 0 8. 20 09

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.