Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 4. nóvember 2009 fréttir Björn Leifsson, kenndur við líkams- ræktarveldið World Class, byggir nú 156,1 fermetra sumarbústað á Val- hallarstíg syðri nr. 8 í landi Kárastaða á Þingvöllum. Fyrir var þar tæplega sextíu fermetra sumarhús sem byggt var árið 1948. Björn lét rífa þann bú- stað í fyrra að sögn byggingarfulltrúa Bláskógabyggðar og hófst bygging á nýja bústaðnum í byrjun þessa árs. Bústaðurinn er skráður á Laugar ehf. Eins og fram hefur komið í DV færði Björn rekstur World Class í það félag fyrir stuttu sökum greiðsluþrots fyr- irtækisins. Í viðtali í helgarblaði DV sagðist Björn óttast gjaldþrot. Milljóna bústaður Í ársreikningi Lauga ehf. kemur fram að áætlað markaðsverðmæti sum- arbústaðarins sé fimmtíu milljónir króna. Iðnaðarmaður sem DV talaði við áætlaði að kostnaður við bygg- ingu sumarbústaðarins vær eitt- hvað á milli hundrað og tvö hundruð milljónir. Húsið skiptist í 73,3 fermetra kjall- ara og 88,7 fermetra hæð. Aðeins er búið að steypa kjallarann. Lóðin er alls sex þúsund fermetrar. Á vinnusvæðinu er lítil grafa sem samkvæmt heimildum DV var keypt sérstaklega fyrir verkið. Á lóðinni er einnig prammi sem notaður er til að ferja byggingarefni yfir vatni sam- kvæmt heimildum DV. Á besta stað Bústaðurinn stendur við Þingvalla- vatn, inni í sjálfum þjóðgarðinum, og er útsýnið frá honum vægast sagt dásamlegt. Stutt er í Vinaskóg sem Vigdís Finnbogadóttir lagði grunn að þar sem margir þjóðhöfðingjar hafa komið og gróðursett tré. Til að bæta útsýnið enn fremur verður húsi Björns lyft um um það bil þrjá metra frá gunnfleti bústað- arins sem var þar fyrir og lá mjög lágt í landinu. Neðri hæð bústaðar- ins verður því að mestu grafin inn í brekkuna sem húsið stendur í og er að mestu gluggalaus á þrjá vegu. Jarðhæðin myndar vinkil utan um sólpall til að verja bústaðinn og gesti hans fyrir ríkjandi norðan- og aust- anáttum. Arinn og hiti í gólfum Ljóst er að bústaðurinn verður hinn glæsilegasti þegar byggingu hans lýk- ur. Harðviðarklæðning verður á sól- pallinum og handrið úr hertu gleri. Þá verða útveggir kjallara og svefn- álma jarðhæðar klædd með stein- flísum og úthagatorf verður á þaki svefnálmu. Gluggar og hurðir verða með tvöföldu einangrunargleri. Inni verður munaðurinn ekki minni. Í stofunni verður arinn tengd- ur einangruðum reykháf úr ryðfríu stáli og hiti í gólfum. Arkitekt bústaðarins er Ari Már Lúðvíksson, sá hinn sami og hannaði heilsumiðstöðina Laugar fyrir Björn. DV hafði samband við Björn til að spyrjast fyrir um hvort byggingu sumarbústaðarins yrði hætt sökum fjárhagserfiðleika Björns. Hann vildi ekkert tjá sig um málið og taldi skrif fjölmiðla um hans mál líkjast ofsókn- um. Nafntogaðir nágrannar Land Kárastaða hefur verið geysi- vinsælt til fjölmargra ára og er þetta eitt dýrasta sumarbústaðaland sem finnst á Íslandi. Nágrannar Björns eru heldur ekki af verri endanum. Meðal þeirra sem eiga bústað við Valhallarstíg er eignahlutafélagið GT2 en þar í stjórn situr Ágúst Guð- mundsson, kenndur við Bakkavör. DV sagði frá því seint á síðasta ári að Audi í Afmælisgjöf Birgitta Líf, dóttir World Class-hjónanna Dísu og Björns, varð sautján ára 19. október. Í afmælisgjöf frá foreldrum sínum fékk hún glæsilega Audi TT-bifreið af árgerðinni 2004 eins og kemur fram í nýjasta tölublaði Séð og Heyrt. Bíllinn er svartur, tveggja dyra og 180 hestöfl. Bíllinn er skráður á Dísu og var keyptur í september. DV ræddi við bílasala sem áætlaði að slíkur bíll kostaði 3,5 milljónir á markaðinum í dag. Björn Leifsson, kenndur við World Class, byggir rúmlega 150 fermetra sumarbústað við Þingvallavatn. Bú- staðurinn er skráður á Laugar ehf. og er í einu dýrasta og vinsælasta sumarhúsahverfi landsins. Nágrannar Björns eru meðal annars Ágúst Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson. Laugar ehf. tapaði tæpum 300 millj- ónum árið 2008 en Björn greiddi sér sex milljóna króna arð fyrir árið. BYggiR BÚsTAÐ í sKuggA TAPs LiLjA KAtríN GuNNArsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Ágúst Guðmunds- son, Bakkavarar- bróðir. sigríður snævarr og Kjartan Gunnarsson. Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi forseta- frambjóðandi. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi og eiginmaður hennar, Hallbjörn Karlsson fjárfestir. Þorsteinn step- hensen, forsprakki iceland Airwaves. ólafur ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í reykjavík. NágRANNAR BjöRNs á VAlhAllARsTíg: „Til að bæta útsýnið enn fremur verður húsi Björns lyft um sirka þrjá metra.“ Kjallarinn kominn Sumarbústaðurinn er í byggingu og er aðeins búið að steypa kjallarann. MyNd HeiðA HeLGAdóttir Ferjað yfir vatn Hér sést sérstakur prammi sem samkvæmt upplýsingum DV er notaður til að ferja byggingarefni yfir vatnið. MyNd HeiðA HeLGAdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.