Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 30
Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö verður umvafinn konum næsta föstudag. Frá þessu greina Vík- urfréttir en Siggi mun skemmta á árlegri hæfileikakeppni starfs- manna leikskólanna á Suður- nesjum. Keppnin fer fram á Offic­eraklúb Einars Bárðarsonar og er diskóþema. „Þetta verður nú ekki leiðinlegt. Ég verð lok- aður þarna inni í Offic­eraklúbb- num með hundruðum kvenna í lengri tíma,“ sagði Siggi um við- burðinn í samtali við Víkurfréttir. „Við vorum fimm saman í hópferð á leik Manc­hester United og Blac­kburn. Við vorum í engum sérstökum sætum, en ekki langt frá varamannaskýlum. Þar sáum við þá félaga fyrir leik og þá var ekkert um annað að ræða en að láta taka mynd af sér með þeim félögum,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri á fótbolti.net, en hann ásamt félögum sínum lét taka mynd af sér með einhverjum þekktustu stuðningsmönnum Manc­hester United, aröbunum við hliðina á varamannaskýlunum. Arabarnir vekja gjarnan mikla lukku en þeir sjást nánast í hvert einasta sinn sem Sir Alex Ferguson, stjóri Manc­hester, sést í sjónvarpinu. Hafa glöggir menn séð að þeir láta sig aldrei vanta á heimaleiki á Old Trafford. „Við þekktum þá um leið og þeir voru mjög hress- ir. Fannst gaman að við værum komnir alla leið frá Ís- landi. Mér sýndist fleiri vera að biðja um mynd af sér með þeim og þeir spjölluðu við alla. Toppmenn.“ Magnús er gallharður Liverpool-maður og segir muninn á Old Trafford og Anfield, heimavelli Liver- pool, felast í stemmingunni. „Það fer kannski eftir því hvar maður situr – en það var nánast engin stemming þar sem við sátum – svona miðað við það sem maður hefur upplifað,“ segir Magnús en hann varð eftir á Eng- landi. Eingöngu til að sjá Liverpool etja kappi við Birm- ingham á mánudag. benni@dv.is Hitti arabana á Old traffOrd Magnús Már Einarsson á fótbolti.nEt: Gísli Örn Garðarsson: geymda 30 miðvikudagur 4. nóvember 2009 fólkið „It´s time,“ segir Gísli Örn Garðarsson drungalegri röddu í fyrstu stiklu stór- myndarinnar Princ­e of Persia sem kom á netið í fyrradag. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum leikur Gísli eitt helsta illmenni myndarinn- ar sem er eins kon- ar djöfull og nefnist The Vizier. Með aðal- hlutverk myndarinn- ar, sem er úr smiðju ofurframleiðandans Jerrys Bruc­kheimer, fara þau Jake Gyllen- haal og Gemma Art- erton. Einnig leika í myndinni gömlu brýn- in Ben Kingsley og Al- fred Molina. „Þetta lúkkar bara mjög vel,“ sagði Gísli Örn um sýnishorn- ið þegar DV náði tali af honum. „Þetta verður alveg örugglega stór- skemmtileg mynd,“ en Princ­e of Persia er byggð á samnefndum tölvuleik og spá kvikmyndaspek- ingar því að myndin, sem frumsýnd verður í maí, verði ein sú stærsta á árinu 2010. „Það var auðvitað bara frábært tækifæri og algjört ævintýri að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Gísli um hvernig var að leika í svo stórri mynd. Aðspurður hvort Gísli verði viðstaddur frumsýningu myndar- innar á næsta ári sagðist hann ekki vera farinn að hugsa svo langt. Gísli einbeitir sér nú af fullum krafti að leiksýningunni Faust sem hann leikstýrir í Borgarleikhúsinu. Gísli var við það að hefja æfingu þeg- ar blaðamaður náði tali af honum en verkið verður frumsýnt á annan í jól- um. Faust er þekkt verk um allan heim en það er hinn heimsþekkti tónlistar- maður Nic­k Cave sem sér um tónlist- ina í verkinu ásamt Warren Ellis. Sag- an af Faust er aldagömul en Gísli er höfundur þessarar útgáfu ásamt Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg Filipp- usdóttur og Víkingi Kristjánssyni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gísli og Cave vinna saman en hann sá einnig um tónlistina í verkinu Ham- skiptin þar sem Gísli lék aðalhlutverk og leikstýrði ásamt David Farr. asgeir@dv.is Skuggalegt illmenni Gísli Örn Garðarsson er vígalegur í fyrstu stiklu stórmyndarinnar Prince of Persia. Hann sést þar ásamt stórleikurunum Jake Gyllenhaal, Ben Kingsley, Gemmu Arterton og Al- fred Molina. Hann undir- býr verkið faust af full- um krafti sem frumsýnt verður annan í jólum. Gemma Arterton, Jake Gyllenhaal og Ben Kingsley Leika ásamt Gísla í myndinni Prince of Persia sem frumsýnd verður í maí 2010. Vígalegt illmenni Gísli er nánast óþekkjanlegur með öll örin í andlitinu. Vígalegur Gísli Örn í hlutverki The Vizier. umvafinn kOnum leyndarmálið beSt Hljómsveitin FM Belfast er lof- uð hástert á tónlistarsíðunni danc­enova.c­om. Hljómsveitin er kölluð best geymda leynd- armál Íslands hvorki meira né minna en verið er að fjalla um það að breiðskífa þeirra How To Make Friends komi út í febrú- ar erlendis. Vefsíðan fær yfir 100.000 heimsóknir á viku og þykir áhrifamikil þegar kemur að umfjöllun um raf- og danstónlist. Hún hefur verið starfrækt síðan árið 2001. FM Belfast vinnur nú að því að koma frá sér sinni ann- ari breiðskífu en sú fyrri fékk frá- bæra dóma hér heima fyrir. Flott gengi Magnús, Davíð Snorri Jónasson og Elvar Geir Magnússon ásamt aröbunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.