Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 4. nóvember 2009 fréttir Ætlar að standa í lappirnar Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, spurði Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, á þingfundi í gær út í afstöðu hans til frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave. „Getur þingmað- urinn staðfest að hann mun sýna staðfestu í þessu máli?“ spurði Sigmundur. Hann vísaði til orða Lilju Mósesdóttur, þingmanns vinstri-grænna, sem sagði að óvissa um afstöðu sjálfstæðis- manna hefði ruglað suma þing- menn vinstri-grænna. Kristján sagðist ekki ætla að styðja frumvarpið. „Ég mun standa í lappirnar í þessu máli og treysti á að þið gerið það líka, framsóknarmenn,“ sagði hann. Dómari víkur sæti Sigríður Ingvarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, vík- ur sæti í máli Guðmundar Kristjánsson- ar gegn Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráð- herra, og ís- lenska ríkinu. Guðmundur sótti um embætti héraðsdóm- ara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austur- lands. Sérstök matsnefnd mat Guðmund hæfari en Þorstein Davíðsson, en Þorsteinn var engu að síður skipaður í embættið. Guðmundur ákvað því að stefna íslenska ríkinu og Árna Mathiesen sem var settur dómsmálaráðherra við skipunina. Stefndu kröfðust þess að Sigríður viki sæti vegna ummæla hennar í útvarpsviðtali um málið og var á það fallist í gær. Íslensku gúrkurn- ar bestar „Allt þinghúsið myndi rúma um 300 tonn af agúrkum. Þetta er spurning um að horfast í augu við möguleik- ana,“ sagði Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, í þingumræð- um um hátt raforkuverð til garð- yrkjubænda. Við þessi orð sín dró Árni síðan upp agúrku. Hann sagði miður að við garðyrkju- bændum blasti að hætta að rækta agúrkur. „Þær bestu í heiminum,“ eins og Árni komst að orði. Húsleitir vegna erlendra korta Farið var í nítján húsleitir á vegum efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra í gær. Skattrannsókn- arstjóri hefur kært til deildar- innar fjórtán mál þar sem erlend greiðslukort eru notuð hérlendis en skuldfærð erlendis, einkum í Lúxemborg. Með því komast við- komandi hjá því að greiða skatta af tekjum sínum. Húsleitirnar fóru aðallega fram á höfuðborg- arsvæðinu en ein húsleit var gerð á Ísafirði og tóku um fimmtíu manns þátt í þeim. Nýja Kaupþing hefur gefið Jón Ásgeiri Jóhannessyni og aðilum honum tengdum tvo mánuði til að koma með 7,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Vilhjálmur Bjarnason telur eðlilegt að Hagar fari í almenna gjaldþrotameðferð. Guðmundur Franklín Jónsson seg- ist fara fyrir 100 fjársterkum aðilum sem vilji gera tilboð í 60 prósenta hlut í Högum. Átök um Haga „Er ekki eðlilegt að félagið fari í al- menna gjaldþrotameðferð?“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður Félags fjárfesta, um hvað honum finnist um þær hugmyndir að Jóni Ásgeiri og aðilum honum tengd- um verði gefinn kostur á að koma með 7,5 milljarða króna hlutafé til að bjarga Högum. Honum finnst eðlilegt að Hagar verði sett í útboð með svip- uðum hætti og gert var með Árvak- ur. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér reikninga eignarhaldsfélagsins 1998. Því gæti hann ekki tjáð sig um hvort fé- lagið væri meira virði en 12,5 milljarða króna. Annað tilboð Rúmlega eitt hundrað fjársterkir að- ilar ætla að gera ríkisbankanum Nýja Kaupþingi tilboð í 60 prósenta hlut í Högum. Miklar umræður hafa verið um málefni fyrirtækisins undanfarna daga. Hagar eru í eigu eignarhalds- félagsins 1998. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því á sunnudag að áform væru um að Jón Ásgeir Jóhannesson og aðil- ar honum tengdir fengju að halda 60 prósenta hlut í Högum. Til þess þyrftu þeir að leggja fram 7,5 milljarða króna í nýtt hlutafé innan tveggja mánaða. Nýja Kaupþing myndi síðan eiga 40 prósent í félaginu. Þannig metur Nýja Kaupþing Haga á 12,5 milljarða króna. Margir telja þó að verðmat félagsins liggi nær 18 til 22 milljörðum króna. Skuldirnar við Kaupþing nema hins vegar 48 milljörðum króna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að ef til mikilla afskrifta kæmi væri óeðlilegt að fyrri eigendur kæmu að stjórn fyrirtækja. Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra sagðist treysta því að bankar og bankasýsla fylgdu verklagsreglum við meðferð fyrir- tækja. Milljarða afskriftir Guðmundur Franklín Jónsson fjárfest- ir er einn talsmanna hópsins sem ætlar að gera tilboð í 60 prósenta hlut í Hög- um. Í samtali við DV segir Guðmund- ur að tilboð hópsins sé nokkuð hærra en það sem Jón Ásgeir og aðilar tengd- ir honum hyggjast leggja fram. Miðað við að 60 prósenta hlutur fáist fyrir 7,5 milljarða króna metur Kaupþing Haga á 12,5 milljarða króna. „Ríkið ætlar að fella niður 45 milljarða króna skuld Haga. Ég held að Kaupþing viti vart hvað eigi að gera. Í öllu þessu gegn- sæi er mikil þoka,“ segir Guðmundur Franklín. Aðspurður hvort verið sé að reyna að láta Jón Ásgeir Jóhannesson fá fyr- irtækið aftur áður en kröfuhafar yfir- taka það segir hann að það sé engin spurning. „Það vita það náttúrlega all- ir að hann hefur ágætis tök inn í Sam- fylkinguna,“ segir Guðmundur Frank- lín. Hann segir hópinn vera kominn með upphæðina fyrir hlutnum í Haga en hann segir skynsamlegt að fá sem flesta inn í hópinn til að eignarhlutur- inn dreifist á sem flesta. Auglýst verð- ur eftir fleirum í hópinn í blaðaauglýs- ingu á næstunni. Varð gjaldþrota Guðmundur Franklín þekkir það af eigin raun að tapa peningum á fyr- irtækjarekstri á Íslandi. Árið 1999 aðstoðaði hann Lífeyrissjóð Austur- lands með því að kaupa verðbréfa- fyrirtækið Handsal. Var nafni Hand- sals í kjölfarið breytt í Burnham International. Árið 2001 var starfs- leyfi verðbréfafyrirtækisins Burnham International á Íslandi afturkallað og í kjölfarið var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta. Burnham tapaði meðal annars miklu vegna kaupa á hlutafé í bresku netfyrirtæki. Lífeyrissjóður Austurlands tap- aði miklum peningum á gjaldþroti Burnham. Þurfti sjóðurinn að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga vegna taps- ins. Tryggingarsjóður innstæðueig- enda varð einnig fyrir tjóni. Voru lýstar 300 milljóna króna kröfur í Tryggingarsjóðinn vegna málefna Burnham. Sjóðurinn borgaði hins vegar einungis 40 milljónir króna. Má segja að þetta sé stærsta tjón Tryggingarsjóðs innstæðueigenda þar til krafan um Icesave kom til. Guðmundur Franklín hefur undan- farin sjö ár rekið Bellagio-hótelið í Prag en sneri nýverið heim. 30 prósenta eigið fé 2008 Samkvæmt ársreikningi Haga fyrir árið 2007 námu heildareignir félags- ins þá um 28 milljörðum króna. Skuld- ir námu 19 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 32 prósent. Hagar áttu á þeim tíma 43 prósent í Húsasmiðj- unni. Hlutafé Húsasmiðjunnar var fært niður í núll í byrjun október 2009. Í maí 2008 var eignarhaldsfélagið 1998 stofnað. Í byrjun júlí 2008 tilkynnti Baugur um miklar breytingar á starf- semi sinni. Hagar var þá fært frá Baugi undir félagið Gaum. FL Group breytt- ist í Stoðir. Þar með hafði Baugur losað sig við allar eignir sínar á Íslandi. 1998 var skráð í 82,3 prósenta eigu Gaums, 8,9 prósent voru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur og 8,8 prósent í eigu fé- lagsins Bague SA. Eigendur Bague SA eru Hreinn Loftsson, Guðrún Péturs- dóttir og börn Péturs Björnssonar sem kenndur er við Vífilfell. Samkvæmt lánabók Kaupþings sem lak á vefsíðuna Wikileaks skuld- aði félagið 1998 Kaupþingi 260 millj- ónir evra í lok september 2008. Það eru um 48 milljarðar króna miðað við gengi evrunnar gagnvart krónu. Í dag sitja tveir fulltrúar Nýja Kaupþings í stjórn Haga. Sigurjón Pálsson og Reg- inn Freyr Mogensen, lögmenn hjá Nýja Kaupþingi, skipa nýja stjórn fé- lagsins auk Jóhannesar Jónssonar. Á Jón Ásgeir fjármagn? Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan Jón Ás- geir og aðilar honum tengdir ætla að fá 7,5 milljarða króna til að setja inn í Haga. Í lok ágúst sagði Jón Ásgeir frá því í viðtali við Viðskiptablaðið að félag í eigu þriggja fjárfesta hefði skrifað undir viljayfirlýsingu um að koma með nýtt hlutafé inn í Haga. Átti það að nema 75 milljónum punda eða 16 milljörðum íslenskra króna. Vonaðist hann til þess að samningur yrði gerður um málið innan nokkurra mánaða. Nokkrum dögum áður hafði hann sagt í viðtali við Morgunblaðið að breskir fjár- festar kæmu með hlutafé inn í Haga innan tveggja ára. Í byrjun október tilkynnti Hag- ar um að samið hefði verið um sjö milljarða króna endurfjármögnun félagsins. Var það háð fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánanefnda bankanna. Helstu við- skiptafélagar Jóns Ásgeirs í Bret- landi hafa verið þeir Kevin Stanford, Sir Tom Hunter og Don McCarthny, stjórnarformaður House of Fras- er. Bæði Kevin Stanford og Sir Tom Hunter hafa misst mikið af auði sín- um. Don McCarthny er þó talinn eiga 90 milljónir punda eða um 18 milljarða íslenskra króna. AnnAs siGMundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is Óvíst með fjármagn Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að fá 7,5 milljarða. króna. Mynd steFÁn KArlsson Haga í gjaldþrot Vilhjálmur Bjarnason, lektor og formaður Félags fjárfesta, telur að Hagar eigi að fara í almenna gjaldþrotameðferð. Mynd GunnAr GunnArsson Vill kaupa Fjárfestirinn Guðmundur Franklín Jónsson er einn talsmanna hóps sem vill kaupa 60 prósenta hlut í Högum. Mynd rÓBert reynisson Óvissa með Haga Nýja Kaupþing hefur gefið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og aðilum honum tengdum tvo mánuði til að útvega 7,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Mynd rÓBert reynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.