Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 13
Arnaldur Indriðason er aðalgæinn í íslenska glæpasögubransanum og varpar með vinsæld- um sínum og svimandi sölutölum skugga á kol- lega sína þótt sumir þeirra gefi honum ekkert eftir þegar kemur að stíl, hugmyndaauðgi og skemmtilegheitum. Hvað sem öllum mannjöfn- uði íslenskra krimmahöfunda líður má slá því föstu að Arnaldur mun án efa styrkja stöðu sína enn frekar með sinni nýjustu bók, sé það yfirleitt hægt. Slíkar eru vinsældir meistarans sem hóf reyfarann til vegs og virðingar í íslenskum bók- menntum fyrir áratug eða svo. Svörtuloft er besta og skemmtilegasta bókin sem Arnaldur hefur sent frá sér um árabil. Þetta er í raun stórmerkilegt þar sem hún hverfist um Sigurð Óla sem hingað til hefur verið leiðinleg- asta löggan í hinu vinsæla þríeyki Arnaldar. Í Svörtuloftum blæs hann hins vegar heilmiklu lífi í þennan annars flata og þreytandi hrokagikk og sýnir um leið styrk sinn sem rithöfundur en fyr- ir fram hefði maður nánast talið útilokað að lesa sig í gegnum 326 blaðsíður af bröltinu í Sigurði Óla. Þunglyndi eintrjáningurinn Erlendur Sveins- son hefur verið hryggjarstykkið í vinsælustu bókum Arnaldar og ætla má að fauskurinn sá eigi mikið í vinsældum bókanna. Erlendur hef- ur keyrt reyfara Arnaldar áfram nánast einn og óstuddur með tvo frekar fjarlæga og óspennandi fylgihnetti, Elínborgu og Sigurð Óla, á sveimi í kringum sig. Þjóðarsálin virðist hafa tekið ást- fóstri við Erlend og því sýndi Arnaldur nokkra dirfsku með Myrká í fyrra þegar hann lét Erlend hverfa austur á land og leyfði Elínborgu að eiga sviðið. Elínborg var alveg rúmar hundrað blað- síður að hrökkva í gang og ætlaði mann lifandi að drepa með yfirþyrmandi áhuga sínum á aust- urlenskri matargerðarlist og áhyggjum af per- sónulegu bloggi unglingssonar síns. Myrká var því seigfljótandi framan af en þeg- ar Elínborg hætti að elda og einhenti sér í saka- málið hresstist Eyjólfur til muna og Myrká stóðst líklega vonir og væntingar flestra aðdáenda Arn- aldar þótt Erlendur væri að mestu fjarri góðu gamni. Þessir sömu aðdáendur verða að bíða eft- ir Erlendi enn um sinn þar sem Svörtuloft ger- ist á sama tíma og Myrká. Erlendur er því týnd- ur einhvers staðar uppi á fjöllum og Sigurður Óli stússast, mest einn síns liðs, í ýmsum málum þar sem Elínborg er á fullu að krydda mat og eltast við morðingja svefnnauðgarans í Myrká. Nú veit maður auðvitað ekkert hvað Arnaldi gengur til að hvíla blessaðan kallinn hann Erlend svona tvö ár í röð. Kannski hefur hann gaman af því að stríða lesendum sínum vegna þess að varla get- ur hann verið orðinn leiður á kempunni? Hitt er hins vegar víst að Arnaldur hnyklar vöðvana í Svörtuloftum og sýnir og sannar að hann getur vel spjarað sig án aðalhetjunnar og tekst bráðvel að markaðssetja leiðindapúkann Sigurð Óla sem hingað til hefur verið ósköp flöt pappalögga. Þessi hægrisinnaði, fordómafulli og kaldi gaur kemur sterkur inn og krækir sér meira að segja í smá samúð enda eru allir hrokaboltar svolítið aumkunarverðir þegar vel er að gáð. Sem fyrr tekur Arnaldur sér sinn tíma í að byggja sög- una upp og er ekki með neinar flugeldasýningar en ólíkt Myrká er Svörtuloft áhugaverð nánast frá fyrstu síðu. Aðalmálið snýst um leit að fúlmenni sem lemur lausláta konu með ýmislegt maðkað í pokahorninu til ólífis. Sigurður Óli skakklappast inn í málið nán- ast á meðan vondi kallinn er að brjóta höfuð- kúpu konunnar með hafnaboltakylfu þar sem hann mætir á vettvang í frekar óheppilegum einkaerindum. Hann lætur það þó ekki aftra sér að hann tengist málinu persónulega í gegnum gamlan kunningja og sekkur sér í rannsóknina af fullum krafti. Eins og við er að búast liggja marg- ir undir grun þegar lausgyrtum konum er í hel komið þannig að ekki er allt sem sýnist. Og að hætti höfundarins leiðir rannsóknin Sigurð Óla í óvæntar áttir. Arnaldur hleður svo alls konar hliðarmálum utan um aðalglæpinn og heldur þannig lesand- anum áhugasömum og vel við efnið. Bæði eru persónulegar hremmingar Sigurðar Óla áhuga- verðar og ekki síður hefndaraðgerðir fullorðins fórnarlambs barnaníðings sem tekur réttlæt- ið í sínar hendur. Þessar hliðargötur eru nógu skemmtilegar til þess að manni leiðist ekki lest- ur bókarinnar þótt Arnaldur fari á heldur rólegu tempói framan af. Eins og í fyrri verkum Arnaldar er textinn löðrandi í samfélagsgagnrýni og höfundurinn er eðli málsins samkvæmt ákaflega upptekinn af öllu því ljóta sem fólk gerir öðrum og ömurleg- um afleiðingum ofbeldis af ýmsu tagi. Elínborg átti það til í fyrra að missa sig í gaggandi fordæm- ingar en að þessu sinni er dapurleg mannlífsrýni Arnaldar lágstemmdari en mun áhrifaríkari fyr- ir vikið. Sá heimur sem Arnaldur lýsir er ljótur og kaldur eins og við er að búast þegar ferðast er um undirheima og skuggalegustu kima manns- sálarinnar. Stíll Arnaldar er oft á tíðum nokkuð á skjön við yrkisefnið þar sem hann skrifar ósköp dannaðan og á köflum sterílan texta. Stundum er svolítið skýrslubragð af þessu og sögumaðurinn svífur virðulegur yfir sviðinu og talar til dæmis um gosdrykkjaverksmiðju og stóra útlenda hús- gagnaverslanakeðju í stað þess að demba sér bara beint í raunveruleikann og tala um Vífilfell eða Ölgerðina og IKEA. Þetta verður enn vand- ræðalegra þegar skúrkarnir opna kjaftinn með sínu eðlilega og subbulega orðbragði en ljót orð eins og „tussa“ eru einhvern veginn út úr kú þeg- ar þau dúkka upp í hátimbruðum texta Arnaldar. Virðulegur stíll Arnaldar er annars eiginlega eini ljóðurinn á ráði hans í þessari prýðilegu glæpa- sögu þar sem Arnaldur sýnir að hann er enn að sækja í sig veðrið og fer létt með að spjara sig án Erlends. Þórarinn Þórarinsson Í góðum málum á Erlends svörtuloft Arnaldur IndriðasonSkemmtilegasta bók Arnaldar í nokkur ár þar sem hann sýnir að- dáendum sínum fram á að hann fer létt með að skrifa fínerís reyfara án þess að hafa hinn dáða Erlend sér við hlið. Útgefandi: Vaka-Helgafell Fyrsta bókablað DV í haust er hér fullburða fætt. Í því fær ævisaga tónskáldsins Jóns Leifs fimm stjörnur, Þórar- inn Eldjárn er sagður beittari en áður í smásagnaskrifun- um en bók Jónasar Kristjánssonar er hins vegar sögð gefa snubbótt yfirlit yfir merkilegan feril. dæmir... Alltaf sama sagan Eftir Þórarin Eldjárn „Hugmyndaríkar smásögur með beitt ari blæ en áður hjá Þórarni.“ Jón Leifs - Líf í tónum Eftir Árna Heimi Ingólfsson „Öll fyrri verk um Jón Leifs hverfa í skuggann af þess ari metnaðarfullu og vönduðu ævi sögu.“ Himinninn yfir Þingvöllum Eftir Steinar Braga „Persónurnar eru kannski ekki að breyta rangt eða sí og æ að mistakast en þær færast samt sífellt nær myr krinu, hryllingnum og dauðanum.“ Paradísarborgin Eftir Óttar Norðfjörð „Á eftir að verða klassík þegar fram dregur.“ Frjáls og óháður Eftir Jónas Kristjánsson „Jónas gerir að öllum líkindum minna úr ferli sínum en efni standa til.“ Ævisaga Ein- ars Benedikts- sonar „Hófstilltar og viðkunnanlegar endurminningar.“ Fölsk nóta Eftir Ragnar Jónasson „Hefði sómt sér mun betur sem smásaga.“ skáldsaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.