Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 11
hausinn neytendur 4. nóvember 2009 miðvikudagur 21 30 leiðir til að fara á krónur. Sá sem fiktar við fíkniefni á borð við kókaín, og ánetjast því þannig að hann þarf að nota efnið daglega, þarf að greiða 465 þúsund krónur á mánuði. Byrjaðu í skotveiði Eyðsla í upphafi: 400.000 kr. Skotveiði er skemmtileg leið til að leggja fjárhaginn í rúst, sérstaklega ef hann er bágur fyrir. Farðu á skotvopna- og veiðikortanámskeið og 30 þúsund kall er fokinn. Keyptu þér 100 þúsund króna haglabyssu, fatnað fyrir 50 þúsund, skotfæri fyrir 20 þúsund og gervigæsir fyrir 30 þúsund krónur. Ekki gleyma gæsaflautu, áttavita og GPS; 70 þúsund krónur. Leigðu þér kornakur eða rjúpnalendur og þú borgar á að giska 80 þúsund krónur. Ferðakostnaður: 20 þúsund krónur, og þú ert endanlega farinn á hausinn. Ef þú ert heppinn tekst þér að veiða í jólamatinn í fyrstu ferð. fáðu Bíladellu Eyðsla á ári: 500.000 kr. Það er rosalega skemmtilegt að eiga nýjan bíl. Skiptu um bíl einu sinni á ári og þá ertu alltaf á nýjum kagga og getur heillað dömur eða herra upp úr skónum. Verðrýrnun á fimm milljóna króna bíl er um 500 þúsund krónur á ári, eða um 13 prósent. eignastu Barn Eyðsla á mánuði: Lágmark 30.000 kr. Ein skilvirkasta leiðin til að setja fjárhaginn í uppnám er að eignast barn. Samkvæmt Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna kostar 30 þúsund krón- ur að lágmarki að eiga barn í einn mánuð. Á ári nemur kostnaðurinn 360 þúsund krónum en ljóst má vera að „stofnkostnaður“ (rúm, barnavagn, föt og fl.) er margfalt meiri en 30 þúsund krónur, auk þess sem barninu verður seint skilað. Það þýðir auðvitað ekki að fá notaða hluti handa glænýju barninu. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að barnauppeldi er líklega mest gefandi og heillandi starf í heimi. Fjárhags- lega er þó slæm ákvörðun að eignast mörg börn. forðastu tilBoð Eyðsla á mánuði: 6.000 kr. Vörur fara oft á tilboð vegna þess að þær eru við það að renna út eða enginn vill þær. Tilboðsvör- um fylgir oft mannþröng og hamagangur sem getur raskað ró þinni. Ekki láta helmingsafslátt blekkja þig út í aðstæður sem þér finnast óþægilegar. Þannig geturðu í það minnsta aukið matarútgjöld heimilisins um 10 prósent, eða um sex þúsund krónur á mánuði ef venjuleg eyðsla er 60 þúsund krónur. Þú færð minna fyrir meira. hættu að Borga Eyðsla: 15.000.000 kr. Þeir sem hætta alfarið að borga af lánum sínum hafa oft mikinn pening á milli handanna fyrst um sinn. Þá geta þeir leyft sér flest sem hugurinn girnist. Innan fárra mánaða verða póstberar reglulegir gestir á kvöldin með alls kyns ábyrgðarbréf sem þú þarft að kvitta á. Innheimtukostnaðurinn hrannast upp og þú verður á endanum borinn út úr húsinu þínu. Þrjá- tíu milljóna króna húsið verður selt og þú situr uppi eignalaus en skuldar enn helming lánsupphæðarinnar. Ef þú hefðir borgað áfram hefðirðu á endanum eignast kofann. farðu á djammið Eyðsla á mánuði: 50.000 kr. Það er nauðsynlegt í kreppunni að skemmta sér einu sinni í viku. Farðu með félögunum niður í bæ og þambaðu bjór. Ef þú tekur vel á því gætirðu komið niður um 10 bjórum. Kostnaðurinn nemur líklega um 8.500 krónur auk þess sem þú býður heillandi konum upp á drykki með þér. Leigubíllinn heim kostar svo líklega um 4.000 krónur. kauptu inn á næturnar Eyðsla á ári: 662.000 kr. Glæný verðkönnun ASÍ sýnir að meðaltals- verðmunur á hæsta og lægsta verði í matvöruverslunum er 92 prósent. Ef þú vilt fyrir alla muni verja eins miklum peningum og þú getur í mat ættirðu að hafa það sem reglu að gera bara innkaup á næturnar. Ef miðað er við að sá sem gerir matarinnkaupin í Bónus eyði 60 þúsund krónum á mánuði, getur sá sem kaupir inn á næturnar aukið útgjöld sín um allt að 662 þúsund krónur á ári. skiptu út fólksBílnum Eyðsla á ári: 2.360.000 kr. Veturinn er að nálgast og þá er nauðsynlegt að eignast jeppa. Seldu fólksbílinn á slikk, taktu tvær milljónir af ævisparnaði þínum og keyptu þér jeppa, helst amerískan. Ef þú ekur 20 þúsund kílómetra á ári hefði það kostað 360 þúsund krónur í bensín ef þú hefðir átt fólksbílinn áfram. Jeppinn eyðir 20 lítrum á hundraði og bensínið kostar því 720.000 krónur. Þú festir þig allavega ekki í skafli, eins og ræflarnir á fólksbíl- unum. stefndu einhverjum Eyðsla: 750.000 kr. Egndu einhvern sóðakjaft á spjallsíðum á netinu. Espaðu hann upp þar til hann missir stjórn á sér og segir eitthvað ljótt um þig. Kærðu hann svo fyrir meiðandi ummæli og heimtaðu skaðabætur Ferlið er óhemju lærdómsríkt. Þú munt til dæmis læra að lögfræðingar rukka 15 þúsund kall á tímann og skrifa niður hverja einustu mínútu sem þeir vinna fyrir þig. Þú munt að lokum tapa málinu þar sem sóðakjafturinn var nafnlaus og ekki tókst að finna IP-töluna. Fimmtíu vinnustundir lögfræðings kosta 750 þúsund. stækkaðu við þig Eyðsla á mánuði: 80.000 kr. Flestallir Pólverjarnir eru farnir úr landi. Þeir byggðu fyrir okkur mörg þúsund íbúðir sem nú standa auðar. Hví ættirðu að kúldrast í kjallaraholu í miðbænum þegar þú getur fengið íbúð með útsýni uppi í Mosfellsbæ? Leigan hækkar ef til vill um helming, úr 80 í 160 þúsund krónur, en útsýnið og olnbogarýmið er hverrar krónu virði. Að stækka við sig er góð leið til að setja fjárhaginn í uppnám. vítamín og fjörefni Eyðsla á mánuði: 20.000 kr. Hversu oft hefur þú ekki heyrt að nútíma- maðurinn fái ekki allt sem hann þarf úr fæðunni. Þessar frönsku kartöflur eru alls ekki eins hollar og af er látið. Birgðu þig upp af A-, B-, C- og D-vítamínum. Keyptu steinefni, járn, kalktöfl- ur og fæðubótarefni. Hver flaska/glas kostar 2.500 krónur og þú verður heilsuhraustari en nokkru sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.